Prentarinn


Prentarinn - 01.04.1910, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.04.1910, Blaðsíða 2
10 PRENTARINN Einar Kristinn Auðunnsson er fæddur 23. nóv. 1865 í Háuhjáleigu í Innri- Akraneshreppi í Borgarfjarðarsýslu; sonur Auðunns Nikulássonar og Helgu Gestsdóltir. Árið 1879 kom liann til Reykjavikur og byrj- aði þá að nema prentiðn hjá Einari Þórð- arsyni, og var hjá honum til ársins 1887, er Einar seldi Birni Jónssyni prentsmiðjuna, og vann liann lijá lionum til ársloka 1904, en þá gerðist liann einn af stofnendum prent- smiðjunnar Gutenberg og hefur unnið þar siðan. Hann er einn af stofnendum Prentara- félagsins og liefur verið meðl. þess alla tíð. Atti hann sæti í stjórn Sjúkrasjóðsins árin 1898—1902 og hefur auk þess gengt ýmsum oðrum störfum í félagsins þarfir. Guðjón Einarsson cr fæddur i Rcykjavík 30. sept. 1866, og er sonur Einars prentara ogprentsmiðjueiganda Pórðarsonar og Guðríðar Magnúsdóttur konu hans. Byrjaði hann að nema prentiðn hjá föður sinum árið 1880 og vann í prentsmiðju hans þar til er hann árið 1883 sigldi til Kaupmanna- hafnar; dvaldi þar eitt ár, hvarf hann þá heim aftur og vann næstu ár í prentsmiðju föður síns. Eftir að faðir lians seldi prent- smiðjuna vann liann lengstum lijá Birni Jónssyni, eða til ársins 1905, þá gerðist hann einn af stofnendum prentsmiðjunnar Gulen- berg og liefur unnið þar siðan. Hann liefur verið meðlimur Prentara- félágsins frá stotndegi þess, og var því löng- um þarfur maður og tillögugóður þau ár, er það var að festa hér rætur, og formaður þess var liann árið 1904. Jón Einar Jónsson er fæddur 5 október 1868 í Vesturkoti í Rosmhvalanes- lirepþi. Kom hann til Reykjavíkur 1880 með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Ragnhildi fíinarsdóltir, og tók að nema prentiðn 1. jan. 1880 hjá Sigmundi Guðmundssyni, erþá hafði prentsmiðju í Merkisteini við Vestur- götu. Fluttist prentsm. síðar upp i Skóla- stræti (hús Einars sál. Jónssonar snikkara) og brann þar árið 1885. Fór Jón þá í prent- smiðju ísafoldar og vann þar lil ársloka 1895, en þá fór hann til Seyðisfjarðar og vann þar við prentsmiðju »Austra« til 1898 og fluttist síðan aftur til Reykjavíkur, og tók skömmu síðar að vinna í hinni nýju prentsmiðju Jóns Olafssonar, »Aldarprenlsmiðju«, ogvann þar til ársins 1903, er hann fór aftur i prent- smiðju ísafoldar. Siðan 1905 hefur hann unnið í prentsm. Gutenberg og er hann einn af stofnendum hennar. 4. sept. 1898 gerðist hann meðlimur Prentarafélagsins og hefur gengt þar ýmsum störfum, skrifari Sjúkrasjóðsins árið 1905 og 1906 og ritari Prentarafélagsins 1907. Sigurður Grímsson er fæddur í Kat- arnesi á Hvalfjarðarströnd 14. mai 1867. Ilann er sonur Gríms Sigurðssonar og Ragn- lieiðar Sveinbjarnardóttur, er þar bjuggu. Prentnám byrjaði hann árið 1883 hjá Einari Pórðarsyni prentsmiðjueiganda, en lór sama ár til Sigm. Guðmundssonar. Arin 1888—1892 vann hann í ísafoldarprentsmiðju; þaðan fór hann austur á Seyðistjörð og vann í prentsmiðju »Auslra« til ársloka 1895, þá í prentsm ,»Bjarka« næstu 5 ár til ársl. 1900,en þá flutti hann tilBíldudals ogvann í prentsmiðju »Arnfirðings« eitt ár eða til ársloka 1901, en flutti þá aftur til Reykjavíkur. Árið 1903 fór hann í Félagsprentsmiðjuna og vann þar til ársins 1905; síðan heíir hann unnið í prentsm. Gutanberg, enda einn af stofnend- um hennar. Meðlimur Prentarafélagsins varð hann 19. nóvember 1902. — Sigurður er einn þeirra tjelaga, er vel sækir fundi og talar þar oft enda allvel máli farinn. Pórður Sigurðsson er fædduráVöll- um i Ölfusi 5. október 1865, sonur Sigurðar Pórðarsonar og Rannveigar Jónsdóttur. Til Reykjavíkur fluttist liann 1883 og gerð- ist prentnemi í prentsmiðju Einars Pórðar- sonar 14. maí 1884, var þar í tvö ár, og hélt síðan áfram námi í prentsmiðju Sigm. Guð- mundssonar. Árið 1896 fór liann í prent- smiðju ísafoldar og vann þar til ársins 1905 að hann gerðist einn af stofnendum prent- smiðjunnar Gutenberg, og liefur unnið þar siðan og verið gjaldkeri hennar frá þvi er hún tók til starfa.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.