Prentarinn - 01.01.1955, Blaðsíða 5
Jóhann Vilhelm Stefánsson
yfirprentari.
Jóhann Vilhelm Stefánsson
fyrrv. yfirprentari í Isafold.
lézt hinn 12. des. síðastliðinn.
Var hann á leið til stjúpdótt-
ur sinnar og tengdasonar,
sem búsett eru í London, er
dauða hans bar snögglega
að, skömmu áður en skip
það er hann ferðaðist með,
tók höfn í Englandi. Vil-
helm heitinn hafði dvalizt í
Danmörku hjá vinafólki sínu, um rúmlega eins
árs skeið, aðallega til þess að létta hina þungu sjúk-
dómsbyrði, er háði honum síðustu árin, — en bata-
von var næsta lítil. Vilhelm var á leið til þessa
skyld- og venzlafólks síns til að dvelja um jólin á
heimili þeirra hjóna og njóta jólahelginnar með
þeim og litlu dóttur þeirra. En eins og oftar var
svo nú, að „maðurinn ákveður, en drottinn ræður“
— og honum þóknaðist að lofa vini okkar að njóta
dýrðar jólahátíðarinnar í hinum æðsta fögnuði,
leystan frá lamandi oki hins langvinna sjúkdóms.
Jóhann Vilhelm var fæddur í Grjóta í Reykja-
vík 17. sept. 1891, sonur þeirra hjóna Stefáns tómt-
húsmanns Jónssonar frá Króki í Flóa og Kristínar
Jóhannsdóttur frá Keflavík — föðurætt hennar var
dönsk. Þau bjuggu í Ráðagerði við Reykjavík, er
við Vilhelm kynntumst fyrst, ásamt tveim börnum
þeirra, Vilhelm og Guðrúnu (hún dó um ferm-
ingaraldur) og tveim fósturbörnum. Við vorum
þá báðir nýfermdir og nemendur í Félagsprent-
smiðjunni. Vilhelm líktist móður sinni í sjón og
skaplyndi meira en föður sínum, eins og oft er um
synina.
Vilhelm hóf prentnám í Félagsprentsmiðjunni
ganga í fjárhags- og vöruskiptalega ábyrgð; ég
legði söluhagnað bókar þeirra sem ég ætla að gefa
út í ábyrgð fyrir þessum stafamótum. (Kannski
kosta þau ekki nema nokkrar krónur?).
Þegar hafa nokkrir verið mér fyllilega sammála
og það menn sem ég held gædda næmu fegurðar-
skyni.
Virðingarfyllst,
Steinar Sigurjónsson.
1906, en hafði, eins og enn tíðkazt, áður unnið
eitt ár sem sendill í prentsmiðjunni. Vann hann
þar samfleytt, að nokkrum mánuðum undanskild-
um — er hann skipti um sér til hressingar — þar
til námstími hans var útrunninn, og eitthvað
lengur. Eitt sumar á þessum árum fór hann í síld
til Siglufjarðar. Arið 1914 fór hann að vinna í
Prentsmiðju Sveins Oddssonar, er þá prentaði dag-
blaðið Vísi, og nokkru eftir að Prentsmiðjan Rún tók
til starfa hóf hann starf þar. Fram að þessu hafði
hann aðallega unnið sem handsetjari, en í Rún
vann hann svo að segja eingöngu að prentun, því
allt var sett þar á vél, nema fyrirsagnir. Þegar Fé-
lagsprentsmiðjan keypti Rún (1918) fylgdi Vilhelm
— og undirritaður — með og hóf þar starf á ný.
Vann hann þar til 1926, er hann stofnaði Hóla-
prent fyrra, ásamt stéttarbróður sínum Guðm.
Guðmundssyni. Starfstími þessa fyrirtækis varð
skammur og seldu þeir félagar það bráðlega. Upp
úr því réðist Vilhelm til Vestmannaeyja, í nýstofn-
aða prentsmiðju þeirra eyjaskeggja, er prentaði
blaðið „Víði“. Vann hann þar til 1935, en fór þá
í Prentsmiðju Hafnarfjarðar og vann þar næstu
tvö ár, til 1937, en það ár réðzt hann aftur í Fé-
lagsprentsmiðjuna sem prentverkstjóri og var þar
yfirprentari til 1940. Þá réðzt hann til Isafoldar-
prentsmiðju og var yfirprentari þar til ársins 1947,
er hann tók sjúkdóm þann, er að lokum varð hon-
um að aldurtila. Eftir að hann varð fyrir þessu
áfalli, komst hann aldrei aftur til fullrar heilsu,
þótt um tíma virtist svo sem hann ætlaði að ná
sér að mestu. En eftir fráfall og langvinn veikindi
konu hans, frú Jóhönnu Indriðadóttur, náði sjúk-
dómurinn aftur tökum á honum, svo að hann lá
um alllangan tíma á sjúkrahúsi. Komst hann þó
aftur á fætur um síðir, og var það óefað mest að
þakka hans léttu lund og mikla lífsfjöri.
Prentunarstarfið var Vilhelm vafalaust meira að
skapi en handsetningin og átti meiri ítök í huga
hans. Er það til marks um þetta, er hann réðzt í
þann kostnað, þótt hann hefði fyrir heimili að sjá,
að sækja námskeið hjá „Fagskolen for Boghaand-
værk" í Kaupmannahöfn 1939, til að auka þekk-
ingu sína á starfinu. Það sýnir stéttvísi Vilhelms
og félagsþroska, að hann lét sér ekki nægja að afla
sér þessarar þekkingar sjálfur, heldur reyndi að
miðla stéttarbræðrum sínum af þessari þekkingu
með tæknilegum greinum í Prentaranum, auk
þess sem hann lét þá nemendur, er hann leiðbeindi,
njóta þekkingar sinnar. Telja þeir hann verið hafa
ágætan „læriföður", er lét sér annt um að leið-
PRENTARINN 37