Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 3

Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 3
3 vaxtast með 4% P< a. og sé útborganleg- ur við fráfall, burtflutning, gjaldþrot og ef eigamdinn verður fátækrastyrks- þurfi. Þegar stofnsjóður félagsmanns er orðinn jafrt hár og ársviðskifti hans, hafa, verið að mieðaltali næstliðin fimm ár, má greiða honum árlega það, sem umfram er. Aðrar breytingar voru smávægilegar, sumt úrfelling á óþörfum og úreltum ákvæðum og annað, sem miðað var við breytt viðhorf og', víðtækari starfsemi félagsins. Allar breytingatillögurnar og lögin í heild voru samþykt með öllum greidd- um atkvæðum. Þá fór fram kosning á tveim mönn- um í aðalstjórn í stað þeirra, sem úr gengu með urdrætti, en það voru þeir Aðalsteinn Guðmundsson og Þormóður Guðmundsson. Kosningu hlutu, Þorlák- ur G Ottesen með 44 atkvæðum og Að- alsteinn Guðmundsson (endurkosinn) með 29 atkvæðum. Or varastjórn áttu eiinnig að ganga tveir, og voru dregnir út þeir Kristinn Níelsson og Vilmundur Vilhjálmssón, voru, þeir báðir endurkosnir í einu hljóði. Einnig skyldi kjósa einn roann í vara,- stjórn til eins árs, í stað Péturs 0. Lár- ussonar, sem tók sæti í aðalstjórn, þeg- ar Adolf Petersen sagði af sér, og var kosinn Þormóður Guðmundsson með 51 atkvæði. Þá átti arinar endurskoðandi að ganga úr, Alfreð Þórðarson, og var hann end- urkosinn í einu hljóði. Tillaga kom frá framkvæmdastjóra um, að kjósa þriðja. end,urskoðanda og var hún samþykt, Kosinn var í einu hljóði Árni S. Björnsson, cand. polit. V ar a-en d u r skoðen d ur voru kosnir Helgi Guðlaugsson og Steinþór Guð- mundsson. Að lokum mælti framkvæmdastjóri nokkur hvatningarorð til fulltrúanna dg vakti athygli þeirra á, hve ábyrgðar- og þýðingarmikið starf þeirra væri, þar sem þeir væru, fulltrúar félags, sem muindi á þessu ái'i verða langstærsta neytendafélag á landinu. Og þar sem þeir nú væru, teng'iliður milli stjórnar félagsins og annara meðlima, þá væri nauðsynlegt, að þeir gerðu, sér far um að fylgjast sem best með rekstri og starfsháttum félagsins, og koma fram með aðfinslur eða tillögur til bóta, þa.r semi þeim fyndist ábótavant Steinþór Guðmundsson tók í sama streng og þakkaði stjórn, framkvædastjóra og fulltrúum fyrir vel unnið starf í þágu félagsins og kvaðst vona, að áframhald og au.kning y,rði á því framvegis. (Útdráttur úr fundargerð) Sveinbjörn Guðlaugsson ritari. Á stjórnarfundi 10. þ. m. skifti stjórn- in með sér verkum, og var Þorlákur Ottesen kosinn formaður, Reynir Snjólfsson varaform. og Sveinbjörn Guðlaug'sson ritari; allir með öllum greiddum atkvæðum. Framkvæmd,a,stjóri er eins og áður Jens Figved. Félagsmenn eru nú um 1220. Skárra af tvennu illu. Maður liggur á götunni af ]>ví honum var velt um af hjólreiðamanni, og um leið og hann stendur upp segir liann við sjálfan sig: »Iíeppinn var ég, að það skyldi ekki vera bíll«.

x

Pöntunarfélagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pöntunarfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.