Ísland - 26.03.1927, Blaðsíða 2

Ísland - 26.03.1927, Blaðsíða 2
2 í S L A N D Nú tíminn kominn til að á- kveða mikið þér þurflð. Verðið lækkað töluyert. Ungmennavinna við bústörf. Pað varöar mestu til allra orða og verka, aö undirstaðan rétt sé fundin. Það hefir víðast þótt brenna við, að fólkið leitaði úr sveit- unum til bæjanna. Petta er eigi einsdæmi hér landi, umkvart- anir um þetta heyrast frá öll- um löndum. Menn kenna ýmsu um, og leita ýmsra ráða til að stöðva flutninginn úr sveitunum til bæjanna. Nokkrir kenna um hinu aukna skólanámi, segja að það dragi menn frá hinum verklegu störfum og veiki á- huga fyrir sveitabúskapnum, sem talinn er heilnæmastur allra atvinnuvega, og því þjóð- unum nauðsyn að hann sé stundaður af sem flestum. Frá þessu sjónarmiði gera allar þjóðir margt og mikið til að efla búnaðinn. Tilraunir og leiðbeiningastarfsemi er kostuð af ríkisfé. Búnaðarskólar eru reistir o. fl. o. fl. Einn liðurinn í þessari starf- semi er ungmennavinna við bú- störf, sem víða hefir verið tek- in upp á síðari árum. Það voru Ameríkumenn, sem byrjuðu með þessa starfsemi skömmu eftir aldamótin. Á siðari árum er lík starfsemi byrjuð á Norðurlönd- um, í Þýzkalandi og víðar. Mesúsalem Stefánsson hefir síðastliðið ár ritað um þetta mál í Búnaðarritið, í ritgerð er hann nefnir »Hugur og hönd«. Þar er skýrt fyrirkomulag þessarar starfsemi í Ameríku, og ráðum vér þeim er hafa áhuga á þessu máli að Iesa þá ritgerð. t Bandaríkjunum í Ameríku eru ungmennafélög mynduð víða um land. Þetta er eftir hvötum deildar einnar í búnaðarráðu- neytinu, sem auðmaðurinn Rockefeller hefir lagt fé til. Um starf og tilgang ungmennafé- laganna er svo svo sagt í nefndri ritgerð: »Félögin eru stofnuð til þess, að kenna drengjunum og venja þá við beztu ræktunaraðferðir, og stúlkunum matreiðzlu og innanhússstörf öll, og leggja þannig traustan grundvöll undir alhliða landbúnaðar-frarafarir. Félögin eiga að hjálpa ung,- lingunum til að sýna, hve langt má komast, sé beztu aðferðum beitt við bústörf öll, kenna þeim að sjá og skilja, hverju sam- vinna og samhent starf fjölskyld- unnar og þjóðfélagsþegnanna fær til leiðar komið, og loks að kenna þeim að skilja viðskifta- lögmál landbúnaðarins og heim- ilisfærslunnar, alt með þvi, að fá þeim i hendur eignarrélt og leggja á þá fjárhagslega ábyrgð. — í einu orði sagt eiga félögin að hjálpa til þess, að gera sveita- lifið aðlaðandi og eflirsóknarverta. Starf þetta hefir hepnast á- gætlega í Ameríku, og vegna þess hafa Ameríkumenn reynt að koma á líkri starfsemi í öðrum löndum. Rockefeller hefir gefið sérstakan sjóð, sem kostar þessa starfsemi. Árið 1923 kom danskur maður, Frantz P. Lund, sem um mörg ár hefir verið starfsmaður búnaðarráðuneytis- ins í Bandaríkjunum, til Dan- merkur, í þeim tilgangi að koma á ungmennastarfsemi við bústörf í Danmörku. Hann er aðalumboðsmaður Rockefeller- sjóðsins fyrir Norðurlönd og hefir unnið ötullega að þessu starfi síðan hann kom til Dan- merkur, og nú er starf þetta byrjað, eigi að eins f Danmörku heldur og í Svíþjóð og Finn- landi og undirbúningur er einn- ig hafinn í Noregi. í utanför minni í sumar heim- sótti ég F. P. Lund til að fræð- ast af honum um fyrirkomulag þessarar starfsemi. Hann lét mér fúslega i té alla fræðslu um þetta og ferðaðist með mér út um land til að sýna mér hvernig öllu væri fyrir komið. Af þeim upplýsingum sem ég fékk um málið, leist mér þann- ig á að það væri þess vert að slík starfsemi væri reynd hjá oss. Spurði ég hr. Lund hvort til mála gæti komið að slík starfsemi yrði tekin upp á ís- landi, með stuðning Rockefell- ersjóðsins. Hann lofaði sinni aðstoð til þessa, ef ríkisstjórnin óskaði þess og Búnaðarfélag Is- lands héti aðstoð sinni. Málið var síðan lagt fyrir Búnaðarþing sem samþykli áskorun til ríkis- stjórnarinnar um að leita stuðn- ings Rockefellersjóðsins í þessum efnum og fól stjórn Búnaðar- félags íslands frekari fram- kvæmdir. Þannig standa þá sakir nú. En hefir þessi starfsemi nokk- urt erindi til vor? Vér lifum í nær óræktuðu landi. Sveitirnar eru að tæmast. Flestir vilja flytjast til kaupstaðanna. Hér eru góð ráö dýr. Býli vor eru W W ta r OriD og klukkurnar kaupið þér ódýr- ast hjá mér. — Sel aðeins heimsins beztu tegundir. I Sigurþór Jónsson úrsmiður | Áðalstræti 9 Reykjavík. illa hýst, nær helmingur þeirra með óviðunandi húsakynum, og bændurnir geta eigi hýst þau með hjálp þeirra lánsstofnana sem þeir geta leitað til. Rækt- un á sveitabýlum er skamt á veg komin. Trúin á möguleik- ana of veik. En vér þurfum að rækta og byggja landið. Fá láns- stofnanir svo bændurnir geti hýst býli sín, og mikilsvert myndi það vera ef unglingarnir yrðu vaktir til starfa, svo þekk- ing þeirra og trú á ræktunar- möguleikum lands vors yxi. Hugsum oss að ef einhver ung- menni í öllum sveitum landsins, fengi Iítinn afgirtan blett til um- ráða, þar sem þau gætu gróð- ursett tré og runna og blóm, ræktað jarðepli og rófur, sáð grasfræi og höfrum og notað til- búinn áburð o. fl. og fengi leið- beiningu um alt þetta um Ieið og verkið væri framkvæmt. Myndi þetta ef til vill eigi hafa þýðingu fyrir æfiistarf þeirra. Það er á þennan hátt sem reynt er að vekja áhuga ung- menna fyrir bústörfum. S. Sigarðsson. Frá Alþingi. Nú eru fullar sex vikur Iiðnar síðan þing kom saman. Fá stór- virki hefir það unnið ennþá, enda er tæplega hægt að gera ráð fyrir, að þau verði mörg. Það er þó þegar hægt að sjá, að þetta þing verður ekki til þess að kasta neinum ljóma yfir þjóðina. Báðir stóru flokkarnir eru i eðli sinu íhaldsflokkar, þótt til séu menn í þeim báðum, sem ekki geta tal- ist íhaldsmenn. Báðir flokkarnir eru yfirleitt sammála í aðalmál- unum, og leggjast þá auðvitað á þá sveifina, sem ver gegnir. — Flokksforingjarnir karpa þó auð- vitað öðru hvoru. En lítil alvara virðist liggja þar hak við. Hér fer á eftir skrá yfir það helsta, sem gerst hefir í þinginu: 24 stjórnarfrumvörp hafa ver- ið lögð fram; 11 fyrir Ed., 13 fyrir Nd. 3 þeirra hafa verið samþykt. 56 þingmannafrumvörp hafa komið fram: 38 i Nd., 18 í Ed. 1 hefir verið samþykt, en 5 feld. 19 þingsályktunartillögur hafa komið fram: 9 í Nd., 6 i Ed. og 4 í Sameinuðu þingi. 3 hafa verið samþyktar, 1 feld. Till. um að vísa máli til stjórn- arinnar hefir verið feld, sömu- leiðis 1 rökstudd dagskrá. 2 fyrirspurnir til stjórnarinnar hafa komið fram í Ed. Hausunar- og flatningsvélar. Sá ósiður hefir tiðkast á fs- landi um langan aldur, að menn hafa aðeins hirt fiskinn sjálfan, en fleygt öllu því, sem i daglegu tali er nefnt úrgangur. En margt af því, sem nefnt er því nafni, getur orðið mjög verðmætt, ef vel er á haldið. Það hefir einnig tíðkast um langan tíma, að menn hafa orðið að standa bogn- ir, þreyttir og þjakaðir yfir fisk- inum til þess að hausa hann og gera að honum. En nú er von- andi hót á þessu ráðin. Einn af vorum bestu og mestu framkvæmdamönnum, Gísli J. Johnsen konsúll í Vestmanna- eyjum, hefir um langan tíma unnið að því, að gera fiskinn að arðvænni vöru, eklti einungis fiskinn sjálfan, heldur einnig hinn svokallaða úrgang. Er það þarft verk og góðum íslending samboðið. Hausunarvélin. Einn liðurinn í þessu starfi hans er sá, að flytja hingað flatn- ingar- og hausunarvélar. Eru myndir af þeim hér fyrir ofan. Hausunarvélin hausar 1200 fiska á klukkustund/og er það sannar- lega vel að verið. Flatningsvélin hefir verið sýnd hér í bænum. Hún fletur 10— 1100 á kl.stund, og gerir það svo vel, að undrum sætir — betur en mannshöndin hefir gert. Hún grunnfletur fiskinn, sem svo er kallað, og þar af leiðandi verður hann 3—6% þyngri í vigtina heldur en handflattur fiskur. Hér er ekki rúm til að lýsa þessari merkilegu vél nákvæm- lega. Þess skal að eins getið, að vélin er jafnnákvæm og fletur jafn vel, hvort sem um er að ræða stóran fisk eða lítinn. Hún Flatningsvélin. grípur fiskinn með nokkurskon- ar kló og lagar sig nákvæmlega eftir honum. Heckel, sá er fann vélina upp, segir, að það sé líkast því sem hún hafi hæði þreyfitæki og husgun, og er ekkert ofsagt í því. Þegar vel hefir fiskast í Vest- mannaeyjuin, hafa menn orðið að standa þreyttir og þjakaðir daga og nætur í röð til þess að „gera að“ fiskinum. Er enginn vafi á því, að vélin Iéttir mjög undir með mönnum og gerir vinnuna hægari. Ýmsir kunna að óttast, að af þessari uppfyndingu muni leiða atvinnuleysi. En það er ekki nema hræðsla. Eins og áður er sagt, vinnur Jóhnsen að því, að elckert fari til ónýtis úr fiskin- um — og er hann þegar kominn langt áleiðis með að gera þessa hugsun sína að veruleilc. En af því leiðir, að vinna við fisk- inn eykst til mikilla muna. Viljum vér að Iokum þakka Johnsen fyrir framtakssemina. og erum vér þess fullvissir, að allir góðir íslendingar, sem vilja auka velgengni þjóðar vorrar, muni taka undir með oss. Framfaramennirnir eru stoð- ir og stytta þjóðfélagsins. — G. J. Johnsen stendur framarlega í þeirra hóp.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.