Ísland - 30.04.1927, Síða 1

Ísland - 30.04.1927, Síða 1
SLAND BLAÐ FR3ÁLSLYNDRA MANNA 1. árg. Laugardaginn 31. apríl 1927. 6. tbl. Er sjálfstæðiseldurinn á arni þjóðarinnar að slokkna? Binu sinni brann hann skært, eldur sjálfstæðisins á arni þjóðarinnar. Og margt, sem var lítið og lágt, brann í þeim eldi. Miðlungsmennirnir áttu (irðugt með að komast í for- ingjastöðurnar meðan sá eld- ur brann sem skærast. Og því var það, að það ráð var tekið að reyna að slökkva eldinn. Reynt var að teija þjóðinni trú um, að þessi eldur eyddi áhuganum á innri starfsemi þjóðarinnar. En reynsian er sú að alstaðar þar sem þjóð- ernistiifinningin er nógu við- kvæm, þar er þjóð, sem starf- ar með brennandi áþuga. Nú eru þeir ekki að tefja sig á því, foringjarnir Jónas og Jón, að hugsa um sjálfstæðis- mál þjóðarinnar. Þeir eru fyrst að berjast fyrir því heillakarl- arnir, að koma „Titan“ 4 lagg- irnar. Ef að „Titan“ kæmi nú með 100 milj. inn i landið, þá trúa þeir honum líklega fyrir því, að laga sjálfstæðismálin til. Sérstaklega ef áður verður búið að skapa þá venju, að brjóta megi stjórnar- arskrána og fara með hana eins og einhverja gólfþurku. Þau fárast ekki inikið yfir því, „Tíminn“ og „Vörður“, þó stjórnarskráin s'é augljóslega brotin. Það hafa ekki komið mikið aí greinum um það at- riði. Þau eru heldur ekki að háfa mikið fyrir því, blöðin þau, að fræða þjóðina um „Titan“-blessunina, sem á að koma yfir landið. Þjóðinni kem- u r svo sein þetta ekki mikið "við. Þetta er þó mál, sem í cðli sínu er svo stórt, að það sýnist ekki ástæðulaust að ræða það. Þá er nú ekki verið að eyða tínia í að minnast á það, hvernig vér högurn okkur 1943. Þau þora nú ekki að minnast á það, blöðin, vegna Dana, þau eru eru svo brædd um að þeir taki þetta svo nærri sér. „Ekliert liggur á“, sagði Magn- ús ráðherra, ■— „það er of snemt að tala um þetta enn?“ Og þó er þetta, eins og vikið er að hér í annari grein í bJaðinu, afar þýðingarmikið fyrir atvinnuvegi vora. í- haldið lætur sér nægja að láta Sigurð Þórðarson hugsa fyrir sig í sjálfstæðismálunum. Þeir eru ekki að eyða tíma í það foringjarnir. — Útdráttur hefir og verið birtur af kenn- ingum hans erlendis, og þar er því, eins og kunnugt er, sleg- ið föstu, að uppsagnar-ákvæðið ætti að falla úr samningnum. Danir vita, að Sigurður Þórðar- son er dýrlingur íhaldsins. — Alt er þetta á sömu bókina lært. Forsætisráðherrann, sem nú er, var mjög þungur í sjálfstæðisbaráttu vorri. Ef hann hefði hafl forustuna, þá ætti þjóðin engan íana og ekk- ert fullveldi. Það er í sam- ræmi við l'yrri aðstöðu, að hann vilji sem minst mifuiast á 1943. — Jónas var einhvern- tíma að tala um 1943, en nú passar hann sig að þegja. Hann heldur að það sé klókt af sér að þegja af því að Jón Þor- láksson þegir. — Ef Jónas hefði ráðið, þá hefðum vér aldrei fengið neinn sendiherra. — Og mikið hefir Jónas gert til þess að fela fyrir þjóðinni sjálfstæðissigra hennar, af þvi hann átti engan þátt í þeim, en var svo hræddur um að el' þjóðin myndi eftir sigrinum, þá yrði örðugt að komast fram hjá þeim mönnum, sem þar höfðu harðast barist. — Nú er líka komið svo í þessu landi, að maðurinn, sem stóð gegn framgangi sjálf- stæðismála vorra, er nú forsæt- isráðherra í landinu, og inað- urinn, sem berst gegn því enn, að vér gætum untanríkismála vorra á þann hátt, sem oss er heimilt samkvæmt sambands- lögunum, er nú aðalforingi að- alandstöðuflokks stjórnarinnar. Hvernig líst mönnum á? Er þetta vottur þess að eldUrinn sé sloknaður, sem lagði slcær- ustu birtuna yfir framtíðargöt-' una um langt skeið. Hafa þess- ir foringjar svo mikil tök á hugum fólksins, að þeir geti snúið því frá að hugsa um það, sem hver einasta þjóð, hver einasta lifandi þjóð hugs- ar um, aðstöðu sina gegn öðr- um þjóðum. — Geta þeir magnað svo innanlandsófriðinn á milli stéttanna, að þjóðin gleymi sjálfri sér og skyldum þeim, sem hún hefir út á við. Óhamingjan, er leiðir af stétta- pólitíkinni hefir sýnt sig í landi voru nú þegar á margvíslegan hátt. Ef botnvörpuútgcrðin hefði ekki verið bundin römmum flokksböndum við stjórnina, þá hefðu ýmsir höfuðmenn sjáv- arúívegsins háð langt um harð- ari haráttu gegn gengishækkun stjórnarinnar en átti sér stað. Vegna pólitiskrar aðstöðu, þá tóku þeir svo mildum tökum á stjórninni, al' því þeir skoð- uðu stjórnina sem sína eig- in stjórn. Af • því þeir báru hita og þunga dagsins af blaðaútgáfu stjórnarinnar o. s. frv. — Þá má nærri geta hver á- lrrif það hefir, eða getur haft í framtíðinni á stjórnmálin hjá framsókn, að þeir hafa gert samvinnufélagsskapinn pólitísk- an, en samvinnuíelagsskapur- inn . er auðvitað eins og hver önnur verslun mjög bundin við þann banka, sem veitir honum lánstraust, en pólitískur flokk- ur má ekki liafa nein slík bönd á sér. — Hætt er við, eftir því, hvernig ihaldið og fram- sólínin er bygð upp, að þau geti i framtiðinni hangið á tveim fjársnögum, sem erfitt verði að ná þeim ofan af. — Og af því floltkarnir, sem vilja leggja alt undir sig, hvíla þannig á óhollum grundvelli, er ekki minst nauðSyn á því nú, að eldurinn á arni þjóðar- innar megi lifa áfram og brenna það burt úr stjórnmála- lífi voru, sem óholt er. Er það ekki bein afleiðing af stéttarígspólitikinni, andvara- leysi það, sem nú bólar á gegn stjórnarskrá landsins. Hvað mundu skörungar þingsins hafa sagt hér áður, ef þeir hefðu séð að ríkisstjórnin væri vísvitandi að brjóta stjórnarskrá landsins. Þá mundi eldur hafa brunnið úr augum þeirra og þeim eldi mundi hafa slegið niður í liverja stjórn, sem í hlut hefði átt, og hennar lífi inundi þá hafa verið lokið. —- En hvar eru skörungarnir nú? Hvar er fylkingin, sem stendur fast um stjórnarskrá landsins? Hvar er hún? — Þeir mennirnir, sem þykjast vera að verja þjóðina gegn kom- munistum, og þykjast vera í eilífu stríði við þá, þó þeir eigi sennilega engan mann á þingi, þeir sömu menn ganga beint framan að þinginu og heimta að það brjóti með sér sjórna- skrá landsins. En ef virðingin fyrir sjálfri stjórnarskrá lands- ins er brotin á bak aftur, hvað verður þá af virðingunni fyr- ir öðrum lögum landsins? Og hvað verður þá af þeim grund- velli, sem núverandi þjóðfélags- skipun hvílir á? Ef miðlungsmennirnir, sem ruðst hafa upp í loringja- sætin, eru búnir að slökkva eldinn á arni þjóðarinnar, þá er sanftarlega ástæða til að kveikja hann aftur, svo hann megi lýsa þjóðinni enn af nýju. — Fyrsta skylda hverrar stjórnar og hvers þings, er að vernda stjórnarskrá landsins. Þeir, sem bregðast þeirri skjddu, hafa brugðist þjóð- inni. Með ómótmælanlegum rökum höfum vér sýnt hér áður í blaðinu frjjm á það, að með bankalöggjöf stjórnarinnar er verið að brjóta stjórnarskrána. — Með einföldmn lögum má stjórnin ekki taka þann rétt af ríkisborgurum, sem þeim er trygður með 30. gr. stjórnar- skrárinnar. Þcita afrek ætlar sjátfur í- haldsflokkurinn að vinna á Alþingi 1927, rétt áður en hann j gengur til kosninga. Með stjórnarskrárbrotið í stalni ætlar hann að ganga ti! kosninga. — Er hægt að misbjóða þjóð- inni á annan liátt, meira en með þessu? Hvar er nú sjálfstæðiseldur- inn á arni þjóðarinnar? Stjórnarskrármálið. Vér birtum hér nefndarálit meirihluta stjórnarskrárnefnd- ar og munum í næsta blaði gera athugasemdir við það. — Minnihlutinn fyKgir frumvarpi stjórnarinnar, en vill ekki að ákveða megi ineð einföldum lögum að þing. skuli háð á hverju ári. „Nefndin hefir rætt mál þetta á nokkrum fundum og kom það þegar í byrjun í Ijós, að nefndarmenn líta allmisjöfnum augum á það, hver hagur sje að þeirri breytingu á stjórnar- skránni, sem farið er fram á í frv. því, sem ríkrsstjórnin Iagði fyrir þingið. En með því að það virðist vera orðin nolckuð alinenn trú manna í landinu, að allmikill sparnaður megi að því verða að heyja reglulegt (fjárlaga)þing aðeins annað- hvert ár, og að hinsvegar sé engu við tapað, þá hefir nefnd- in þó getað orðið ásátt um að gera slíka tilraun. Vilja sumir nefndarmarina þó, að þetta sé fastákveðið í stjórnarskránni, og gera það jafnvel að skil- yrði fyrir fylgi síriu við Trv., að ekki sé leyft að breyta aft- ur til með einföldum löauin. O Um það tókst þó ekki fult samkomulag, en cinstakir nefndarmenn ráðgera að bera fram breytingartillögu í þá átt við þriðju umræðu. Þá leggja nokkrir nefndarmenn einnig á- herslu á, að feld séu burt úr 20. og 31. gr. stjórnarskrárinn- arr ákvæðin um, að þeiin megi breyta með lögum. Um þessv ar og ýmsar fleiri breytingar hafa nefndannenn óbundnar hendur við þriðju umræðu. — Að öðru leyti er öll nefndin sammála um þetta atriði. En það samkomulag er þó því skilyrði bundið af hálfu .nokk- urra nefndarmanna að kjör- tímabilið verði eftir serii áður 4 ár, og hefir öll nefndin, að einum nefndarmanni undan- skildum, fallist á það. En- auk þessa er það skil- yrði lyrir fylgi nieiri hluta nefndarinnar við frv., að enn frekari breytingar verði gerðar á þinghaldinu en stjórnarfrv. gerir, einnig í því skvni að draga úr þingkostnaðinum. Meiri hluti nefndarinnar, sem hér ritar undir, er eindregið þeirrar skoðunar, að rétt sé að fella niður landskjörið, og fækka þannig þingmönnum um 6, og telur svo aúgljósan sparn- að að því, að ekki þurfi að leiða frekari rök að. Hinsveg- ar er það augljóst, að lands- kjörið hefir ekki náð þeim til- gangi, sem því var ætlað í upp- hafi, og enn síður virðist það gela orðið með því fyrirkomu- lagi, sem mælt er fyrir um í stjórnarfrumvarpinu. Verður nánari grein gerð fyrir skdðun meiri hlutans á þessu i fram- sögu. Oft er það gott sem gamall kveður. Vér áttum tal við mikils- metinn gamlan bónda nýlega um stjórnmál. Hann hristi liöf- uðið yfir ástandinu í þinginu og sagði, að sér virtust timarn- ir nú vera þannig, að hin mesta nauðsyn væri á því, að einróma krafa kæmi frain uiu það, að illdeilurnar væru látn- ar falla niður í Jandinu- og allir sameinuðust um það, að finna scm öruggust ráð út úr krepp- unum sem vér værum í. Aðal- atriðið við þær kosningar sem fyrir liönduin væri, væri að reyna fá á þing sem llesta mikilhæfa og stilta menn, sem gengu erindi þjáðarinnar, en ekki erindi flokkanna. Sorglegt fanst honuni að ýmsir menn, og það þeii% sem framarlega stæðu, héldu að skammirnar væru lykillinn að hjarta þjóð- arinnar. —v Hve mikill sannleikur er ekki í þessum fáu látlausu orð- um hins aldraða manns, og hefur hann eklci sýnt oss átta- vitann, sem á að sigla eftir. —

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.