Ísland - 28.07.1928, Blaðsíða 2
í S L AN D
Höfum til:
Gaddavír.
Girðinganet.
Vírlykkjur.
Alt sérstaklega vandaðar vörur.
í blöðum og á fundum hefur
verið bent á afleiðingai'nar af
meðferð dómsmálaráðherra á
„Tervani“-málinu. Bent á tjón
landhelgissjóðs, sem að vísu er
minst um vert. Bent á það,
hversu ráðherrann hefir reynt
að rýra álit Hæstaréttar í aug-
um íslendinga sjálfra og því
fremur erlendra þjóða. Sýnt
hefur verið fram á það, hversu
hann, æðsti vörður réttlætis og
laga, ineð þessu veikir réttar-
öryggið í landinu. Og síðast en
ekki síst, hversu erlendum yfir-
gangsmönnum er gefið undir
fótinn með þessu, er sjálfur
dómsmálaráðh. gerist málsvari
þeirra. Er eigi ólíklegt, að þeir
færi sig upp á skaftið og reyni
að fá löglega viðurkenda sér-
stöðu þá, er ráðherrann sýnist
fáanlegur til að veita þeim. Er
sá’ háttur stórþjóða, er þær eru
að ná tangarhaldi á smáþjóð-
um, að ná undir sig smátt og
smátt auðlindum smáríkjanna
fyrir sína þegna, bera því síð-
an við, að eigi séu útlending-
arnir óhultir um sjálfa sig né
eignir sínar eða réttindi og
heimta, að fá að hlutast til um
mál þeirra. Gengur svo, að hið
erlenda ríkið krefur í sínar
hendur stöðugt meiri og ineiri
völd, uns alt er að kalla orðið
eign útlendinganna, bæði karl
og kýr.
Slíkri ásælni útlendinga höf-
um vér oft orðið fyrir, og mis-
jafnlega gengið að verjast.
Hafa jafnan til fengist íslenskir
menn að túlka slik mál við oss,
þótt eigi hafi það að jafnaði
verið æðstu valdsmenn íslensk-
ir. Mun inargur minnast þess,
er Þórarinn Nefjólfsson l’ór með
erindum Ólafs digra hingað til
lands árið 1024 og bað forfeð-
ur vora gerast þegna konungs
og gefa honum Grímsey. Vék
hann einkum orðum sínum til
Guðmundar hins ríka, sem þeg-
ar gerðist flytjandi málsins.
Var hann og í tölu ríkustu
höfðingja sem dómsmálaráð-
herra vor nú þúsund árum 'síð-
ar. En er spurt var um álit Ein-
ars þveræings, bróður Guð-
mundar, kvað hann, „at sá
muni til vera af hérlanðsmönn-
um, at ganga eigi undir skatt-
gjafir við Ólaf konung ok allar
álögur hér, þvi likar sein hann
hefr við inenn i Noregi. Ok
munum vér eigi þat ófrelsi gera
einum oss til handa, heldur bæði
oss ok sonuin várum ok þeirra
sonuin, ok allri ætt várri, þeirri
er þetta land byggir. Ok mun
ánauð sú aldrigi ganga eða
hverfa af þessu landi.....En
ef landsmenn vilja halda frelsi
sínu, því er þeir hafa haft, síð-
an er þetta land bygðist, þá
mun sá til vera, at ljá konungi
engis fangstaðar á, hvárki um
landeign hér né um þat at
gjalda héðan ákveðnar skuldir,
þair er til lýðskyldu rnegi met-
ast.....En um Grímsey er þat
at ræða, ef þaðan er engi hlut-
ur fluttur, sá er til matfanga er,
þá má þar fæða her manns. Og
ef þar er útlendur herr ok fari
þeir með langskipum þaðan, þá
ætla ek inörgum kotbúöndum
muni þykkja verða þröngt fyrir
durum“.
Man nú enginn Einar Þver-
æing, þeirra manna er Iofa og
mikla dóinsinálaráðherrann fyr-
ir óhappaverk hans í „Tervani“
-málinu? Og er hann sjálfur
svo blindur, að eigi sjái hann
hinn andlega skyldleika sinn og
þeirra Þórarins Nefjólfssonar og
Guðmundar ríka?
Z.
Aths— Oss hefir þótt rétt
að hirta grein þessa, enda þótt
vér séum ekki sammála hinum
háttv. greinahöf. í nokkrum
smávægilegum atriðuin. Ritstj.
Danir og landlielgisgæsIaQ.
i.
Sminlrikanum verður hner sár-
reiðastur.
Danskurinn hefir reiðst því
herfilega, að vér skyldum dirf-
ast að finna að hinni slælegu
landhelgisgæslu Dana hér við
land.
í fyrsta lagi létu Danir ráð-
gjafarnefndina taka mál þetta
til meðferðar á fundum sinuin.
í öðru lagi hafa þeir kveinað og
kvartað í dönskum blöðum, yfir
þeirri ósvífni, að „íslandið"
skyldi deila á þá fyrir gæsl-
una. — Þeir hafa sennilega gert
ráð fyrir því, að allir íslending-
ar væru svo miklar tuskur, að
þeir mundu taka þegjandi við
öllu, sem danskinum þóknaðist
að rétta að þeim.
Enginn af dönsku nefndar-
mönnunum hefir þó orðið eins
reiður og Borgbjerg, maðurinn,
sem þykist berjast fyrir réttlæt-
inu í heiminum! Hann virðist
hafa hlaupið í alla danska
blaðamenn, sem á hann vildu
hlusta, og skýrt þeiin frá þess-
ari ógurlegu ósvífni vorri, að
vér skyldum dirfast að finna að
landhelgisgæslunni. — Og all-
staðar segir hann ■ söguna af
dómsmálaráðherranum, sem
hlaupið hafi fram fyrir skjöldu
Dana og skammað Sig. Eggerz
fyrir ádeiluna.
Dómsmálaráðherrann verður
vafalaust hér eftir vel látinn í
Danmörku, að minsta kosti á
meðal „imperialistanna“ — stór-
veldisdraumóramannanna
dönsku, en ekki getum vér öf-
undað hann af vinsældunum.
Eins og áður er sagt, drógu
Danir mál þetta inn á fundi
ráðgjafarnefndarinnar, og höfðu
á orði, að kalla „Fyllu“ heim
-fyrir fult og alt. Vér verðum
nú að játa, að oss vriðist lítil
eftirsjón að henni. En hvað sem
því líður, þá eru þeir sannar-
lega réttir til þess að hafa
gæsluskip hér á meðan sam-
bandslögin eru í gildi. —1 Enda
geta þeir ekki leyst sig undan
þeirri skyldu fyrr en íslending-
ar lýsa yfir því, að þeir vilji
ekkert hafa með danskt gæslu-
skip að gera.
II.
Álil Einars Arnórssonar
prófessors.
8. gr. sambandslaganna hljóð-
ar svo:
Danmörk hefir á hendi gæslu
fiskiveiða i íslenskri landhelgi
undir dönskum fána, þar til ís-
land kynni að ákveða að taka
hana í sínar hendur að öllu eða
nokkru leyti, á sinn kostnað.
Einar prófessor Arnórsson
hefir skrifað vísindarit um sam-
band íslands og Danmerkur er
hann nefnir: Þjóðréttarsam-
band íslánds og Danmerkur.
Prófessorinn var í sambands-
laganefndinn 1918 og hefir ver-
ið einn af fulltrúum íslendinga
í ráðgjafarnefndinni síðan hún
var stofnuð. Enda mun enginn
íslendingur kunna betri skil á
sambandi íslands og Danmerk-
ur en hann.
í „Þjóðréttarsambandinu",
bls. 09—74, segir hann meðal
annars um landhelgisgæsluna:
„Þar til sambandslögin gengu
í' gildi hafði gæsluskipið að
jafnaði verið eitt. í athugasemd
við 8. gr. sbl. frv. áskildu
dönsku samningamennirnir það,
að Danmörk skyldi ekki þurfa
að auka gæsluna frá því, sem
verið hafði.....Aðgætandi er,
þegar um gæsluna þá og nú er
talað, að sú gæsla, sein þá kunni
að vera viðunandi, er nú lík-
lega allskostar ónóg, vegna þess,
að gæsluskip, sem þá svaraði til
ástandsins, er lítt hæfl nú. Er
því eðlilegast að skilja fyrir-
vara Danmerkur um það, að
henni sé óskylt að inna nú
meira af hendi en hún gerði
fyrir 1. des. 1918 þannig, að
fleiri skip sé henni óskylt að
hafa til gæslunnar í senn og eigi
heldur alls Iengri tíma en þá
tíðkaðist, en það skip, sem
hverju sinni sé til gæslunnar
haft yeti unnið starfið sæmi-
lega, (leturbr. hér) einkum að
það sé nægilega hraðskreytt til
þess að handsama skip, sem
verið hafa að ólöglegum veið-
um. Ef þessi slcilningur er rang-
ur, þá yrði landhelgisgæsla
Danmerkur þýðingarlaus eða
gæti orðið það bráðlega.
.... Það var gert ráð fyrir
því, og sést líka á 8. gr. sbl, að
ísland á ekki að greiða fyrir þá
gæslu, sem Danmörk tekur að
sér i 8 gr. sbl...... Það var
gert ráð fyrir því, að réttur
Dana, og einkum Færeyinga, til
að veiða í íslenskri landhelgi
væri miklu meira virði en sam-
svarandi réttur íslendinga á
hendur Danmörku, og mætti
það jafna skakkan sem yrði
vegna landhelgisgæslunnar. . ..
í sbl. eru engar leiðbeiningar
um það, hvenær ísland skuli
talið hafa tekið strandgæsluna
alveg til sín, og þar með leyst
Danmörku alveg frá þeirri
skyldu. Hið eina eðlilega virðist
vera það, að Danmörk hafi
þessa skyldu, þar til ísland lýs-
ir yfir því, að nú hafi það að
öllu leyti tekið landhelgisgæsl-
una í sínar hendur, og óski því
ekki, að Danmörk hafi hana
lengur á hendi. Danmörk á,
samkvæmt sbl., enga heimting
á að losna við þessa skyldu,
fj'rr en ísland vill, og hlýtur því
þessi ' lausn að vera hin eina
rétta“.
III.
llafa Danir brotið
sam bandslöyin ?
Al' þessum tilfærðu orðum
Einars prófessors Arnórssonar
er sýnt, að Danir hafa viður-
kent það sjálfir 1918, að jafn-
réttið, sérstaklega liskiveiðarétt-
urinn i landhelgi, væri svo
miklu meira virði fyrir þá —
og Færeyinga — en samskonar
réttur íslendinga í Danmörku,
að þeir væri skyldir til að leggja
fram eitt skip til varnar ís-
lenskri landhelgi, og að þetta
skip yrði að vera sæmileya úr
garði gert til vörslunnar. Og það
er ennfremur sýnt, að Danir
geta ekki kallað „Fyllu“ heim
fyrr en íslendingar samþykkja
það.
En hvaða vit vær i því, að
krefjast þess, að Danir hefðu
hér sæmilegt og hraðskreytt
skip við gæslustarf ,ef þeim væri
látið haldast það upp að liggja
inni á höfnum mikinn hluta
þess tíma, sem þeir eiga að
verja landhelgina. — Það væri
alger hugsanavilla. Landhelgis-
gæsla Dana hér við land má
því ekki vera verri en svo, að
hún geti talist sæmileg: þ. e. a.
að íslendingar séu fullsæmdir af
henni. Ef hún er það ekki, þá
hafa Danir brotið sambands-
lögin.
En hafa Danir leyst þetta
straf svo vel af hendi, að sæmi-
legt geti talist. Nei og aftur nei.
Árið 1927 lá „Fylla“ inni á
Reykjavíkur-höfn í 85 sólar-
hringa af þeim ca. 200, sem hún
var hér við land. Og á meðan
íslensku varðskipin taka nær 40
togurum, tekur „Fylla“ einn —
hvorki meira né minna en einn.
Dettur nú nokkrum lifandi
manni í liug, að telja þetta
sæmilegan erindisrekstur? Það
er óhugsandi, að nokkur mað-
ur geti Iitið svo á.
Með sambandslögunum hafa
Danir tekið sér j>á skyldu á
'herðar, að hafa hér yæsluslcip
til þess að verja íslenska land-
helyi, en ekki til jjess að stunda
liér hafnarleyur. Þeir hafa tekið
greisluna fyrirfram. Það þýðir
því lítt fyrir þá að andvarpa
yfir kostnaði, sem gæslan bakar
þeim. En ef þeir vildu skifta:
taka „Fyllu“, en falla frá rétti
Dana og Færeyinga til þess að
veiða hér í landhelgi, þá mun
enginn Islendingur hafa á móti
þeim skiftum.
Það hefir verið sýnt hér að
framan, að landhelgisgæsla
Dana hér við land, er óhæf og
óþolandi. Það skortir svo mjög
á, að þeir hafi leyst þetta
skyldustarf sitt vel af hendi, að
engum hugsandi manrti mun
dettá í hug að halda því fram.
Dað er jjví algerlcga tvímæla-
laust, að Danir hafa brotið sam-
í S L A N D
KEMUR ÚT k LAUGARDÖGUM
Árgangurinn kostar 8 kr.
Gjalddagi 1. júli
Einstök blöð kosta 20 aur.
Ritstjóri og ábyrgSarmaCur:
Guðmandur Benediktsson,
Talsími: 1875.
Afgreiðslu og innheimtu
annast:
Friðrik Björnsson.
Laugaveg 15. Sími 1225.
— Box 371. —
TIL ATHHUGUNAR
Ef vanskil verða á út-
sendingu blaðsins, óskast
það tilkynt afgreiðslunni
sem fyrst. Óskað er eftir,
að þeir lesendur blaðsins
útan Reykjavíkur, sem
koma til bæjarins, líti inn
á afgreiðsluna til viðtals.
bandslögin með liinni létegu
tandhelgisgæslu.
IV.
Ilvað gerði dómsmálaráðherra?
Þegar samningar eru rofnir,
er það skylda þeirrar stjórnar,
sem með völdin fer, að hefjast
handa: gera ráðstafanir til þess
að segja samningunum upp
eða heimta betri skil.
En dómsmálaráðherra vor —
sem hefir yfirstjórn landhelgis-
gæslunnar í sínum höndum —
valdi ekki þennan kostinn.
Hánn gat gert ráðstafanir til
þess að losa ísland úr sam-
búðinni við Danmörku, því að
stjórn og þing íslands hefir
heimild til að segja lögunum
upp, þar sem Danir hafa brotið
þau. — Hann fer ekki fram á,
að Danir ræki gæslustarfið
betur hér eftir, því að hann er
ánægður með framkvæmd
þeirra á því.
Hann gengur jafnvel svo
langt að ráðast með psæmileg-
um og fáránleguin svigurmæl-
um' að Sig. Eggerz, af þvi að
ráðherran hélt, að Sig. Eggerz
liefði skrifað ádeilugrein þá í
garð Dana, er birtist hér í blað-
inu fyrir skönunu.
Þessi framkoma ráðlierrans
er frámunalega óskynsamleg.
En Danir eru ánægðir við
ráðlierrann, að minsta kosti
Borgbjerg, jafnaðarmaðurinn,
sem segist berjast fyrir réttlæt-
inu! — Hann virðist ekki gæta
þess, sá danski inaður, að ís-
landingar geti krafist þess, að
Danir sé réttlátir í þeirra garð.
Alstaðar þar sem Borgbjerg
fer, skýrir hann dönskum blaða-
inönnum frá, hve vel ráðherr-
an hafi tckið ofan í Sigurð
Eggerz fyrir ádeilu hans í garð
Dana fyrir gæsluna. Fer vel á
því, að ráðherrann afli sér vin-
sældar, á kostnað íslands, úti 1
Danmörku, — því að Þar á
hann líklega heima í raun og
sannleika.