Ísland - 04.10.1929, Síða 2
2
I S L A N D
Setiiigii í rettoneiMií!
rædd á Stúdentafélagsfundi.
Síðastliðið mánudagskvöld var
boðað til fundar í Stúdentafélagi
Reykjavíkur, til þess að ræða
um setningu Pálma Hannesson-
ar í rektorsembætti Mentaskól-
ans. En þar sem Pálmi Hann-
esson gat ekki mætt á fundinum
þetta kvölfi og sýnt þótti, að
kenslumálaráðherra yrði ekki
kominn hingað til lands, var
fundinum frestað til fimtudags-
kvöld. til þess að gefa báðum
þessum mönnum kost á að sitja
fundinn og svara þar til saka.
Fundurinn var síðan haldinn
fimtudagskvöldið í íþróttahúsi
K. R. Voru þar mættir eldri og
yngri stúdentar og nokkrir fleiri,
til samans um 400 manns.
Thor Thors, formaður Stú-
dentafélagsins, flutti snjalla fram-
söguræðu. En bér verður að eins
drepið á fátt af því, sem hann
sagði.
Ræðumaður lagði áherslu á,
að rektorsembættið við Menta-
skólann væri eitt af vandasöm-
ustu embættum þjóðar vorrar.
Og væri því hin mesta nauðsyn
á því, að það væri ávalt vel
skipað. Hingað til hefði svalt
tekisl vel val á forstöðumanni
þessa skóla. 1 því hefðu ávalt
setið afhragðsmenn, kunnir að
lærdómi og ágætum kennara-
hæfileikum.
Umsækjendur um embættið
hefðu nú verið fimm þjóðkunn-
ir ágætismenn, sem lengi hefðu
starfað við skólann, þeir Por-
leifur H. Bjarnason, fyrv. settur
rektor, Sigurður Thoroddsen,
yfirkennari, Jón Ófeigsson, yfir-
kennari, dr. Ólafur Daníelsson,
yfirkennari og Bogi Ólafsson,
adjunkt. — 6. umsækjandinn
hefði verið Pálmi Hannesson,
kennari á Akureyri. Ef réttlát
stjórn hefði verið við völd, hefði
einhverjum af hinum 5 umsækj-
endum úr kennaraliði skólans,
verið veitt embættið, þvi að all-
ir væru þeir mjög vel til starfs
þessa fallnir. En reyndin hefði
orðið önnur. Pálmi Hannesson
— ungur maður og óreyndur —
hefði verið tekinn fram yfir alla
þessa ágætismeun. Og þó gætu
svæsnustu fylgismenn þessa
manns, ekki sagt neitt betra um
hann en það, að hann vœri
óráðin gáta, sem skólastjóri. —
Með þessari setningu hefðu ver-
ið brotin hin óskráðu lög þjóð-
félagsins, lög, sem væru of helg
og of sjálfsögð til þess, að nokk-
ur löggjafi hafi talið nauðsyn-
legt að færa þau í letur.
Pá mintist ræðumaður á
Mentaskólann sjálfan, kensl-
una í skólanum og skólalífið.
Sagði bann, að sér væri kunn-
ugt um það, aö stúdentar af |
Mentaskólanum stæðu stúdent-
um stórþjóðanna fullkomlega á
sporði, að því, er þekkingu
snerti. Málakunnátta þeirra væri
yfirleitt rneiri og betri. Og um-
sækjendurnir fimm, sem orðið
hefðu að þoka fyrir hinum
óreynda Pálma Hannessyni, og
nokkrir fleiri af kennurum skól-
ans, ættu heiðurinn af þessum
ágæta árangri kenslunnar. Fé-
lagslíf við skólann, sagði ræðu-
maður, að ávalt hafi verið fjör-
ugt og gagnlegt tyrir nemendur.
Og það væri hin mesta fjarstæða,
að kalla skólann hrörnandi hró.
Peir, sem slík orð notuðu, færu
annaðtveggja með vísvitandi
ósannindi eða mæltu af fávisku
einni.
Islenskir embættismenn væru
ver launaðir en embættismenn
nokkurs aunars rikis, en þeir
hefðu þó alt af getað búist við,
að kjör þeirra bötnuðu dálitið,
ef þeir ynnu störf sín með sam-
viskusemi. En setning í þetta
embætti hefði sýnt kennurum
Mentaskólans — og öðrum em-
bættismönnum þjóðarinnar —
fram á það, að dugnaður. sam-
viskusemi og reynsla væri að
vettugi virt, því að óreyndir
menn og öllum ókunnir væru
settir í skárstu embættin. —
Mentaskólakennararnir hefðu
veriö beittir ranglæti, embættis-
mannastétt landsins helði verið
gert ranglæti og Mentaskólan-
um hefði verið gert ranglæti,
því að vitanlegt væri, að skól-
anum sjálfum yrði það til mik-
ils miska, ef óanægja og eifið
samvinna væri milli rektors og
kennara, — en með þessari
setningu heíði verið til óánægju
stofnað.
Hér væri lagt út á hættulega
braut, sem enginn vissi hvert
myndi leiða. Fordæmið nefði
verið gefið. Og efiirleikurinn
væri jafnan óvandaður. Hér hefði
þekking, reynsla og hæfileikar
verið að vettugi virt, en póli-
tiskar skoðanir umsækjanda
látnar ráða setningunni. Og þeg-
ar mentamenn sæju fram á þetta,
ættu þeir að rísa upp og and-
I mæla gerræðinu, þjóðarinnar
vegna og sjálfs sin vegna.
Dálítið mintist ræðumaður á
rök þau, er Tíminn hefir flutt
til varnar setningu Palma Hann-
essonar, t. d. það, að dómsmála-
ráðherra hefði ekki getað gert
upp á milli kennara skólans
og þess vegna sett Pálma Hann-
esson. Rrostu menn mjög þegar
minst var á þá hlægilegu rök-
semd.
Meðan Thor flutti ræðu sfna,
heyrðist hvorki stuna né hósti
í fundarsalnum. Og af því má
nokkuð marka, hvernig fundar-
menn lilu á gerræðið.
Pegar Thor hafði flutt ræðu
sína, bar hann fram tillögu,
svo hljóðandi:
»StddentaféIag lieykjavíknr
mótmælir setninga Pálma
Hannessonar í rektorsembælti
Mentaskólans, oe telnr að með
henni hafi verið brotnar regl-
nr þær, er gilt hafa og gllda
eiga um embættaveitingar«.
»Fundarstjóri, dr. Alexander
Johannesson, skoraði á fundar-
menn að taka til máls, sérstak-
lega þá, er kynnu að vera með-
mæltir setningu Palma Hannes-
sonar.
Enginn gaf sig fram.
Ámi Palsson, bókavörður,
kvaðst hafa heyrt, að einhverir
stúdentar teldu, að réit hafi verið,
að setja Palma Hannesson í
rektorsembættið. Og skoraöi
hann á þá, sem ætluðu að greiða
atkvæði á móti tillögu þeirri,
sem lá fyrir fundinum, að gera
grein fyrir atkvæði sinu. — En
enginn gaf sig fram.
Tillagan var siðan borin undir
atkvæði. Og var hún samþykt
af öllum þorra atkvæða gegn 5
eða 6 atkv.
í byrjun fundarins hafði tund-
arstjóri lýsit yfir þvi, að þeir,
sem væru félagar í Stúdenta-
félaginu, hetði atkvæðisrétt, en
aðrir ekki. En stúdentar, sem
ekki væri í félaginu, gætu gengið
í það á fundinum, til þess að
hafa atkvæðisrétt. Sumir þessara
5 eða 6 voru ekki í félaginu.
Peir, sem voru á móti tillðgunni
voru þá beðnir að ganga út úr
hópnum, í eilt horn fundar-
salsins. Peir uiðu að eins tveir.
Palmi Hannesson var á fund-
inum, en tók ekki til máls.
— Kenslumálaráðherra lét ekki
sjá sig.
Kirkjudeilan í Btxico.
Verður friðurinn langvarandi?
Niðurl.
Pessu kunni klerkastéttin illa.
Og brátt slepti hún hendi sinni
aí keisara. Og N«póleon hætti
einnig að styrkja hann, enda
bafði hann þá um margt að
hugsa. Bismaick var að gera
Pýskaland að sterkasta ríkinu
á meginlandi álfunnar. Og þá
var auðsætt, að til friðslita
mundi draga milli Frakka og
Þjóðverja. — Maximilian veltist
þó ekki strax frá völdum, því
að þó katólska kirkjan væri
orðin honum fráhverf, þá sáu
höfðingjar hennar þó fyrir, að
eifiöleikar kirkjunnar mundu
aukast, ef hann hröklaðist úr
hásæti.
En þegar hann andaðist, kom-
ust frjálslyndir menn til valda
af rýiu. Og 1874 var veldi
kirkjunnar minkað með nýjum
numbótalöguma. Menn fengu
létt til að dýrka Guð á þann
hátt, sem hverjum einum líkaði
best. Og þeir fengu rétt til að
leita sér þeirrar mentunar, sem
þeim þóknaðist.
Nalægt 1876 var Perfirio Diaz
i uppgangi miklum. Og ákvað
kirkjan að styðja hann til valda.
Diaz geiðist einvaldur. Hann
þægði kirkjunni vitanlega fyrir
aðstoð þá, sem hún hafði veitt
honum. Kirkjan fékk þó ekki
eignir sinar aftur, og hin fyr-
nefndu lög héldu áfram að vera
í gildi. — En Diaz veitti kirkj-
unni ýmsar undanþágur, eða
lokaði augunum fyrir því, þó
að hún færi út fyrir takmörk
hins leyfilega. — Diaz var járu-
karl mikill og sat að völdum
til 1911. Hann varð þá að flýja
úr landi. Á stjórnarárum hans
auðgaðist kirkjan stórkostlega.
En þegar Diaz var flúinn,
voru blómaár kirkjunnar liðin,
að minsta kosti um stundar-
sakir.
Mexico fékk nýja stjórnarskrá
érið 1917. Hún ber vott um
allmikið frjálslyndi. En hún
skapaði kirkjunni þrengra svið
en stjórnarskrá nokkurs annars
ríkis að Rússlandi undanteknu.
Stjórnmálamenn þeir, sem
komu stjórnarskránni á, þótt-
ust nauðbeygðir til að takmarka
vald kirkjunnar sem allra mest.
Peir skoðuðu hana þröskuld á
vegi allra framfara. Þeir þektu
það af reynslunni.að hún mundi
róa updir byltingum í framtið-
inni, ef veldi hennar yrði ekki
skorinn þröngur stakkur.
Kirkjan hefir verið riðin við
allar byltingar í Mexico. Annað-
hvort hefir hún stutt byltinga-
mennina eða valdhafana. Og
það var því síst að undra,
þótt hinir frjálslyndari stjórn-
málamenn þættust þurfa að
laka i taumana gegn veldi
kirkjunnar.
Um val enskra bóka.
Hér f Reykjavík er nú svo komið að meira er
leslið á ensku en nokkru öðru erlendu máli, og lest-
ur enskra bóka fer vaxandi með hverju árinu sem
liður. Úti um land mun þetta enn vera nokkuð á
anuan veg; en enginn efast um hvernig fara muni
þar, þegar Reykjavík er búin að gefa fordæmið —
jafnvel þótt ekki ræki annað á eftir. Pað tjáir ekki
lengur að loka augunum fyrir þvi, að enskan er að
verða voldugur þáttum í mentalífi þjóðarinnar. En
þar sem þetta er svo þá liggur það í augum uppi
að frá uppeldislegu sjónarmiði séð er það stórmerki-
legt atriði, hverskonar enskar bókmentir eru fluttar
inn i landið og lesnar þar. í því efni verða bóksal-
arnir að sjálfsögðu fyrst og fremst að standa á verði
eftir þvi sem þeir megna og hafa þekkingu til. En
það er þó sannast að segja að þegar tii lengdar
lætur megna þeir harla litið í því máli nema þeir
njóti samvinnu kennara, blaðamanna og bókavarða.
Bóksalarnir eru eins og aðrir kaupmenn háðir kröf-
um viðskiftamanna sinna, og þótt þeir geti við og
við leyft sér að neita þeim kröfum þá fá þeir ekki
staðist ef þeir þverskallast við þeim að jafnaði.
Hingað til hefir minna verið til þess gert hér en
skyldi að leiðbeina mönnum um val enskra bóka.
Eftir því sem ég hefi komist næst gera skólarnir enn
nauðalitið í þessa átt, enda munu kennarar ekki
ávalt vera færir um að ganga langt í því efni. Er
það síst tiltökumál eða ámælisvert þegar tekið er
tillit til þeirra aðstöðu, sem þeir allajafna hafa.
Um góðan vilja þarf víst aldrei að efast. Svo er og
hilt, að í flestum skólum nær enskukenslan ennþá
svo skamt að um eiginlegan lestur enskra bókmenta
er ekki að ræða fyrr en nokkru eftir að skólinn er
búinn að sleppa hendinni af nemendum og þeir hafa
bætt við þekkingu sína með framhaldsnámi, oftast
tilsagnarlaust. Biöðin og tímaritin hafa gert minna
en skyldi í þessu efni, en vafalaust á það fyrir sér
að breytast í framtíðinni. Ekki ber þó að vanþakka
hinar mörgu og góðu bendingar sem Lögrélta hefir
gefið, og oft hafa Visir og Eimreiðin gert hið sama.
Einkum eru athyglisverðar hinar piýðilegu greinar
sem dr. Richard Back (prófessor i enskri bókmenta-
sögu við háskóla einn í Bandaríkjunum) hefir birt
þar í seinni tíð um ensk úrvalsrit og fremstu rit-
höfunda Breta. Væri óskandi að hann sæi sér fært
að halda áfram því ágæta starfi sem hann vinnur
með þessu.
Fyrir þá sem verulega vilja fylgjast með er vitan-
lega ekki um annað að ræða en að halda að stað-
aldri eitthvert gott enskt blað eða tímarit, sem ræðir
nýjar bókmentir. Petta gera líka ýmsir og eru
þannig t. d. ekki fáir sem kaupa hið fræga enska
vikublað Observer (kr. 20.80) aðallega af þessari á-
stæðu. Pví miður eru mörg slík rit nokkuð dýr. Pó
eru undantekningar þar frá; t. d. kostar ársfjórðungs-
ritið Bermondsey Book aðeins 10 kr, burðagjaldsfritt,
en það flytur mikið af ágætum ritdómum um merkis-
bækur og auk þess skrá yfir allmörg hinna bestu
rita, sem út hafa komið þann og þann ársfrjórðung-
inn. Petta rit hefir nokkra kaupendur hér á landi
meðal þeirra sem mestan áhuga hafa á enskum
bókmentum.
Fyrir tveim árum dvaldi hér um hríð nafutogað-
ur euskur fræðimaður, prófessor í ensku við einn
af fremstu háskólum Breta. Honum sárnaði mjög að
sjá hve lélegar enskar bækur voru alment lesnar
hér, en hinir bestu höfuudar flestir að litlu kunnir.
Þegar ég hóf að versla með bækur tók hann saman
og sendi mér óbeðið bókaskrá er hann hugði að
orðið gæti þeim mönnum til stuðnings, sem kynn-
ast vildu hinum bestu rithöfundum enskum, en
hefðu takmörkuð peningaráð til að afla sér bóka.
Þessa skrá ætlaðist bann til að ég léti liggja frammi
í búð minni. En með því að hún mun vafalaust
geta orðið fleirum að liði en þeim sem þangað koma,
læt ég hana nú koma fyrir almenningssjónir. Pó
hefi ég felt burtu nokkur rit er ég taldi of dýr en
hinsvegar bætt við örfáum sem höfundurinn mun
hafa talið svo alkunn og sjálfsögð að þaiflaust væri
að benda á þau. Verð bókanna hefi ég tilgreint í
islenskum peningum og jafnan talið hina ódýrustu
góða útgáfu þar sem um tleiri en eina var að ræða.
Ljóðmæli.
Nútiðarskáld: — Houseman: The Shropshire Lad
(3.00), Last Poems (3.00). Talinn besta núlifandi
ljóðskáld Englendingn. Flecker: Collected Poems