Ísland - 07.06.1943, Blaðsíða 3
í S L A N D
3
Ólíkt aðhafst.
\ LMENNINGUR í nágranna-
löndum okkar verður að
leggja harðara að sér en nokkru
sinni fyrr, temja sér meiri sjálfs
afneitun í þægindum og mun-
er það ekki fyrir sveitabörnin
að fá að „ganga á grasi“ og anda
að sér heilnsemu lofti, í staðinn
fyrir að alast upp í húsagörðum
og á hörðum götum og anda að
sér ryki og reykjarsvælu? Hvers
virði er það fyrir þau, að fá
spenvolga nýmjólkina, í stað
þess að smakka aldrei annað en
gamalt samsull?
Og hvers virði er frjálsræðið?
Skrifstofumaður í Reykjavík
getur ekki hlaupið heim í miðj-
um vinnutíma til að rabba við
gesti, sem að garði bera. Hann
getur ekki lagt á klárinn sinn,
ef hann langar til að skreppa
að heiman. Og hann veit ekki,
hvað það er að ganga á eigin
landi, þegar hann kemur út
fyrir húsdyrnar.
Það á að kveða niður þennan
meting milli sveita óg kaup-
staða. Hann hefur alltaf verið
hvimleiður, en afdrei eins og
nú. Mér er nær að halda, að
fjöldinn allur af höfuðstaðarbú-
um kysi að eiga heima í sveit
um þessar mundir, ef hann
kynni til verka og sæi fram á
afkomuskilyrði í framtíðinni.
Því bærinn okkar er í hers hönd-
um, og við eigum ekki lengur
hérna heima, nema til hálfs. En
í okkar augum býr sveitalífið
ynr ýmsum þeim gæðum, sem
við þekkjum ekki nema í draum-
um okkar, og ekki verða metin
til fjár.
Þórir í Þingholti.
aði, sætta sig við ástvinamissi,
ganga í daglegum lífsháska
vegna óvina árása, bíta á jaxl-
inn yfir dagversnandi lífskjör-
um, jafnvel þola fullkomið
harðrétti, fórna meiru, fjenast
rninna. Þetta fólk lætur sér
skiljast, að lífið er um þessar
mundir enginn gleðileikuiy held
ur hræðilegasta raunin, sem
mannkynið hefur nokkurn tíma
ratað í.
Samtímis þessu göngum við í
sæluvímu áhyggjulausir og ó-
kvíðnir, skeytingarlausir um ör-
Jög annarra og hugsunarlausir
um það, sem morgundagurinn
kann að bera í skauti sínu, eins
og heimurinn hefði efnt til alls-
herjar mannfagnaðar og við vær
um heiðursgestir. Við leyfum
okkur meira en nokkru sinm
fyrr, aukum kröfurnar til þæg-
inda og munaðar, höfnum allri
sjálfsafneitun, fórnum engu,
leggjum það ekki á okkur að
reyna að lifa í sátt og samlyndi,
finnum okkur allt til, svo við
fáum átyllu til að níða skóinn
hver af öðrum. Er ekki mál til
komið að segja: hingað og ekki
lengra?
Fjarlægðirnar horfnar.
X öðrum stað í blaðinu er get-
ið um nýútkomna bók eftir
Wendell Willkie. Hann segir
meðal annars, að fjarlægðirnar
séu horfnar. Engin þjóð er leng-
ur afskekkt. Við erum komnir í
nábýli , ekki einungis við gamla
granna, heldur þjóðir hinum
megin á hnettinum. Meðan við
vorum afskekktir tókum við til-
lit til annarra þjóða. Nú þegar
við erum komnir í allsherjar-
nábýli, er engu líkara en við sé-
um að taka okkur út úr — ein-
angra okkur um lífsviðhorf og
háttalag.
Við verðum að láta okkur skilj
ast, að sá heimur, sem var fyrir
þessa styrjöld er horfinn og
kemur aldrei aftur. Þeir mtnn,
sem ófáanlegir eru til að endur-
skoða félagslegar hugmyndir
sínar eru þegar orðnir að nátt-
tröllum.
Allir vilja að varanlegur frið-
ur komist á í heiminum. En það
getur því aðeins orðið, að fund-
in verði leið til bætts samkomu-
lags innan hinna einstöku þjóð-
félaga, og þjóða á milli.
Við íslendingar komumst
ekki hjá að breyta um háttu,
bæði í daglegu líferni okkar og
hugsun. Við mundum taka því
illa að vera settir utandyra þeg-
ar skipun alþjóðamála verður
til lykta leidd að ófriðarlokum.
En það er ekki góð byrjun, ef
við gerumst skeytingalausir í
íramkomu við þær þjóðir, sem
okkur standa næst að menningu
-• I ■'
og skyldleika. Norðurlandaþjóð-
irnar treysta vináttuböndin inn-
byrðis. Við munum boðnir og
velkomnir í félagsskap þessara
nánustu frændþjóða okkar, þess
vegna eigum við sízt af öllu að
nauðsynjalausu að vekja tor-
tryggni þessara þjóða. Þær geta
styrkt okkur á margan hátt og
af þeim stafar okkur engin
hætta.
Höldum tryggð
við frændþjóðirnar.
^ýlÐ eigum að gera okkur ljóst
að heppiiegast muni að
halda menningar og vináttu
tengslum við Norðuriönd með-
an auðið er. Þó við getum auð-
vitað farið okkar eigin götu, án
þess að ráðgast við einn eða
neinn færi bezt á því að við
frestuðum aðgerðum í afstöð-
unni til Norðurlanda, þangað til
þessar bræðraþjóðir geta átt
sameiginlegar viðræður um sam-
eiginlega framtíð.
Aoglýsing
um skoðun bifrciða og biflijóla í Cíuilbringu- og Kjósarsýslu
og Hafnarfjarðarkaupstaö.
Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að
hin árlega skoöun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári
fram sem hér segir:
í Keflavík:
Mánudaginn 7. júní, þriðjudaginn 8. júní og mið-
vikudaginn 9. júní kl- 10—12 árdegis og kl. 1—6 síðdegis
daglega (alla dagana). — skulu þá allar bifreiöar
og bifhjól úr Keflavík, Hafnar, Miönes-, Gerða, og
Grindavíkurhreppum koma til skoðunar að, húsi
Einars G. Sigurðssonar, skipstjóra, Tjarnarg. 3
Keflavík.
í Hafnarfirði:
Fimmtudaginn 10. júní, föstudaginn 11. júní, þriöju-
daginn 15. júní og miövikudaginn 16. júní næstk.,
kl. 10—12 árdegis og 1—6 síöd. Fer skoðun fram viö
Strandgötu 50 og skulu þangaö koma allar bifreiö-
ar og bifhjól úr Hafnarfiröi, Vatnsleysustrandar-,
Gerða- og BessastaÖahreppum, svo og bifreiöar og
bifhjól úr Kjósarsýslu.
Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu
koma með þau til skoöunar ásamt þifreiðum sínum.
Vanræki einhver aö koma bifreið sinni eöa bifhjóli til
skoöunar verður hann látnn sæta ábyrgð samkvæmt bif-
reiðalögunum.
Bifreiðaskattur sem fellur í gjalddaga þann 1. júlí
næstk. (skattáriö frá 1. júlí 1942 til 1. júlí 1943), skoöunar-
gjald og iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns verður inn-
heimt um leið' og skoðun fer fram-
Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir
hverja bifreið sé í lagi.
Þetta tilkynnist hér meö öllum, sem hlut eiga aö máli
til eftirbreytni.
Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæj-
arfógetinn í Hafnarfirði, 28. maí 1943.
Bergur Jónsson.
komst Gissur úr haldi og safn-
aöi liöi. Hélt hann noröur
Kjöl meö 1750 manna her og
baröist viö þá feðga Sturlu
og Sighvat. Þaö var Örlygs-
staðabardagi, mesta orrusta
sem háö hefur verið á íslandi.
Þar féll Sturla, Sighvatur faö-
ir lians Sturluson, bróðir
Snorra og margur maöur ann-
arr.
Næst veröur Flugumýrar-
brenna. Þar brann inni koná
Gissurar og þrír synir. Loks
- fer Gissur að tengdafööur
oínum fyrrverandi, Snorra
Sturlusyni í Reykholti og drep
ur hann, 1241.
En meóan þessu öllu fer
fram er landii og þjóöin und-
ir ái’vökru og ásælnu kon-
ungsauga Hákonar gamla,
voldugasta og umsviíamesta
þjóöliöföingja, sem Noregur
ha.föi eignast. 'Líöur nú aó
leikslokum, þar til loks aö
landiö gekk endanlega undir
konung 1264.
Höföingj ar Sturlungaaldar
voru margir hverjír meöal
glæsilegustu manna, sem um
getur í sögu landsins. En ald-
arhájtturinn var slíkur, aö
hann kæföi allt hiö bezta og
kallaöi fram allt hið versta
í fari þeirra.
I augum okkar, sem ekki
höfum kynnt okkur sögu þess-
arar aldar, nema meö því aö
þrælast kannske einu sinni
eöa svo gegnum Sturlungu,
hefur Sturla Sighvaisson ver-
ið hinrþ glæsilegasti höfðingi.
Þaö er eitthváö svo stórbrotió
og þóttamikið, sem eftir hon-
um er haft, þegar honuip var
sagt frá Sauðafellsför, aö viö
höfum verið fúsir aö berja í
brestina fyrir hann. Sturla
var ekki heima, þegar óvin-
irnir réöust áö garöi hans,
létu greipar sópa um húsa-
kynni, en misþyrmdu konum
og körlum. Nú er honum sagt
frá atburðum þessum. Hann
spyr loks, hvort konu sinni
Solveigu hafi veriö unniö
nokkurt mein. Hann fær það
svar aö svo hafi ekki veriö.
,,Síöan spuröi hann einskis".
Þaö er ekki lítilssigldur
maöur, sem stendur fyrir okk-
ur á þessari stundu, glæsilega
búinn, hár og beinvaxinn,
fríöur og karlmannlegur.
Hann leggur varla eyrun viö
frásögninni um eignamissi og
meiösli hjúa — hvaö varöai'
hann um þaö? Honum er aó-
eins eitt í hug: Hvernig líö-
ur Solveigu? Vió svariö er
farginu létt af. „Síöan spuröi
hann einskis".
Við sjáum eftir þessum
tígulega manni. Þaö er oft
sáit aö vera rændur blekk-
ingu. En nú kemur Siguröur
Nordal og sannfæi’ir okkur
urn, að Sturla Sighvatsson
hafi ekki einungis veriö und-
irförull, svikull og grunnur,
heldur lika greindarlítill, fljót-
fær, úrræöalaus og flaurn-
ósa, þegar í harðbakka sló.
En Sigurður bætir okkur
skaöann. Maöur kemur í
mannsstaó. Viö höfum haldiö
aö Gissur Þorvaldsson hafi
veriö manna verstur. Höfund-
ur Sturlungu býr okkur und-
'ir til hvers draga muni. Hann
kemur auga á „yglibrún“
Gissurar, þó hann sé ekki
nema dálítill drenghnokki viö
fyrstu kynni, líkt og höfund-
ur Njálu sér strax ..hiófsaug-
un“ i Hallgeröi, þó hún sé
ekki nerna fárra vetra gömul.
Svona kynning vekur þá and-
úð sem erfitt er aö sigra. Og í
báöunx tilfellum heíur sögux'it
arinn ,meö fjölda dæma,
fært sönnur á mál sitt.
í augum okkar hefur Giss-
ur veriö níöingur. Nordal
gerir enga tilraun til aö hvít-
þvo hann. Hann segir á hon-
um kost og löst og lætur
hann líka njóta sannmælis,
en myndin, sem hann skilur
eftir, er talsvert ólík þeirri
heföbundnu mynd af Gissuri
Þorvaldssyni, sem íslendingar
hafa alizt upp viö, kynslóö
eftir kynslóö. Viö kynnumst
vitrum rnanni, gætnum og
friösömum. Okkur skilst, aö
Gissuri hafi sízt veriö það í
hug aö véla landiö undir kon-
\
ung. Hann hafi þvert á
móti leitast viö aö draga
máliö á langinn og fresta úr-
sliturn. En þegar ekki hafi
verið lengur neitt undanfæri
frá aö ganga konungi á hönd,
jhafi þaö veriö Gissur sem
bjargaöi því sem bjargaö
varö. Hann hafi komiö inn í
Garnla sáttmála þeim ákvæö-
um, sem síöar hafi oröiö
okkur helzta vopniö í sjálf-
stæöisbaráttunni.
Viö, sem ekki höfum svo
mikla söguþekkingu aö viö
treystum okkur til aö kveöa
upp sjálfstæða dóma hljót
um aö breyta skoöunum okk-
ar á Sturla Sighvatssyni og
Gissuri. En svona er þaö meö
fjölmargt annaö. Nordal sann
færir alla þá, sem ekki hafa
því sterkari fyrirfram-sann-
færingu, að minnsta kosti
alla þá lei'kmenn sagnfræö-
innar, sem ekki hafa slegiö
neinni skjaldborg þrákelkn-
innar um sína sögulegu
bai-natrú.
Eg er alveg sammála gamla
manninum, sem sagöi aö eng-
inn gæti verið reiömaður
scm aldrei heíöi komiö á gæö-
ing. Söguþjóöin veröur ekki
réttnefni á okkur íslending-
um, nema ski’ifuó séu sögu-
i’it sem viö lesum. Arfur ís-
lendinga er slíkt sögurit.
Hann er auk þess heimspeki-
rit og bókmenntalegt lista-
verk. ViÖ erum nær því aö
þekkja okkur sjálf, eftir lest-
ur bókarinnar. En sjálfsþekk-
ingin veröur að vera undir-
staöa breytni okkar, ekki
sízt á viösjárveröum tímum.
AÖ fenginni þeirri þekkingu,
vei'ðum við svo að skera úr
hvort viö séum þess viröi aö
leggja eitthvaö í sölurnar fyr-
okkur sjálf.
Ef ég mætti ráöa, yröi Arf-
ur íslendinga húslestrabók á
hverju heimili á íslandi.
Hann veitir fræöslu sem viö
megum ekki án vera. Hann
er fullur af lífsspeki. Þó ég
hafi eiginlega ekki gert neina
grein fyrir innihaldinu, vona
ég aö mönnum skiljist, áö
þeir eiga aö lesa Arfinn.
Ef þaö ætti fyrir mér aö
liggja að' vera fluttur út á
eyðiey til þess að dvelja þar það
sem eftir er ævinnar og mér
yröi leyft aö hafa meö mér
t. d. 3 bækur, gæti ég ekki
viðstööulaust nefnt allar bæk-
urnar. Eg veit bara aö ein
þeirra yröi Arfur íslendinga
eltir Sigurö Nordal.