Ísland - 06.12.1943, Page 1
& ^
||
Geríst áskrifeHdor a8 ís- |
»n«ai Það kemur út einu |
| «i«ni í viku og flytur fróaeg- j
I aur greinar um stjómmál og f
!= z.
o •
| atvinnumál. |
| Askriftasímar eru 3012 |
| og 5314. Utanáskrift til |
I hlaösms er Vikublaðið ís- i
I land, GarSarstræti 17 Bvík. I
I í
| fsland fyrtr íslendinga.
1. árg., 98. tbi. — Mánudagur 6. detember 191$.
RITSTJÖRI: ARNI JÓNSSON FRÁ MÖLA
VfKOIGSPREHT M.f.
I»ví er óspart haldið að okkur, að einhver stórtíð-
indi hafi gerzt í sambandsmálinu á fullveldisafmælinu.
Hvað gerðist?
Hinn 1. des. var gefin út svohljóðandi tilkynning:
„Þingflokkar Framsóknarflokks, Sameiningar-
flokks alþýðu — Sósíalistaflokksins — og Sjálf-
stæðisflokks eru sammála um, að stofna lýðveldi á
íslandi eigi síðar en 17. júní 1944 og hafa ákveðið
að bera fram á Alþingi stjórnarskrárfrumvarp
milliþinganefndarinnar í byrjun næsta þings, enda
verði Alþingi kallað saman til reglulegs fundar eigi
síðar en 10. janúar 1944 til þess að afgreiða málið.“
Þetta er allt og sumt.
Fundur um
frelsismálín
Á föstudagskvöldið var haldinn
umræðufundur um skilnaðarmálið,
í Kaupþingssalnum. Jóhann Sæ-
mundsson, læknir, setti fundinn og
skýrði frá tildrögum hans. Fundar-
stjóri var kosinn Hallgrímur Jón-
asson, kennari, en fundarritari
Klemens Tryggvason. hagfræðing-
ur.
Frummælendur voru: Sigurður
Nordal, Árni Pálsson, Kjartan Ól-
afsson, Hafnarfirði, og Pálmi
Hannesson, rektor. Auk þeirra
tóku til máls: Árni Jónsson, ritstj.,
Sigfús Ilalldórs frá Höfnum og
Magnús Ásgeirsson, rithöfundur.
Svohljóðandi tillaga var sam-
þykkt einróma:
★
„Fundur reykvískra og liafn-
firskra borgara, haldinn í Kaup-
þingssalnum 10. des. 191$, lýsir
sig fylgjgndi tillögum þeim til
samkomulags í lýðveldis- og
sambandsmálinu, sem lý menn
báru fram í bréfi til stjómar-
skrámefndar Alþingis 29. nóv.
s.l., og skorar á Alþingi að beita
sér fyrir lausn málsins á grund-
velli þeirra".
•
Kosin var nefnd til að „hafa
forgöngu um framkvæmdir til þess
að kynna íslenzku þjóðinni mála-
yöztu í skilnaðarmálinu“.
Nefndina skipa:
Jóhann Sæmundsson, læknir,
Arngrímur Kristjánsson, skólastj.,
Hallgrímur Jónasson, kennari,
Jón Ólafsson, lögfræðingur,
Klemens Tryggvason, hagfr.,
Lúðvík Guðmundsson, skólastjóri,
Þorvaldur Pórarinsson, lögfr.
Framkvænidanefnd var falið að
gangast fyrir áskorun til rikis-
stjórnarinnar um tafarlausa birt-
iugu allra gagna í sambandsmál-
inu.
Fuudarsókn var slik, að hvert
sæti var skipað í Kaupþingssaln-
um.
Af ýmsum ástæðum var ekki
hægt að boða nema takmarkaðan
fjölda manna á þennan fund. Flcst-
ir þcirra, er boðaðir voru, komu á
fundinn. Voru þarna menn, yngri
og eldri, úr öllum stjórnmálaflokk-
um landsins og sátu allir þar til
fundi var slitið, skömmu fyrir mið-
nætti.
*
Senuilega verður innan skainms
Iioðað til annars fundar og þá
væntanlega hafin ný samtök um
frelsismál ríkisins og borgaranna
í þjóðfélaginu.
A
Hraðskilnaðarmennirnir tala
af slíkum fjálgleik um þessa
tilkynningu, að engu er líkara
en að þeir hafi fengið vitrun af
himnum ofan. Og þó er ekkert
í tilkynningunni annað en það,
sem þessir menn hafa hamrað á
daglega síðasta misserið. Höf-
um við ekki heyrt það síðan í
fyrravor að þessir 3 flokkar
væru sammála um að stofna lýð
veldi á íslandi ekki síðar en 17.
júní 1944? Þeir hafa haft um
þetta svo stór orð, að engin lík-
indi voru til að þeir reyndu að
hlaupa frá þeim yfirlýsingum.
Þessvegna eru það engin tíðindi
að þeim hafi komið saman um
að leggja málið fyrir Alþingi.
Um það höfðu víst fáir efast.
Hér hefur því ekkert nýtt
gerzt, nema ef gert hefði verið
ráð fyrir að allar hinar háværu
yfirlýsingar hraðskilnaðar-
manna undanfana mánuði hefði
verið marklaust orðagjálfur og
annað ekki. Fagnaðarlætin yfit'
hinni sameiginlegu yfirlýsingu
gætu bent til þess, að í hópi
hraðskilnaðarmanna hafi verið
einhverjar grunsemdir um, að
hlaupið yrði frá öllum stóru
orðunum, þegar til ætti að taka.
Að öðrum kosti hefði veríð /á-
stæðulaust að gera tilkynningu
þingflokkanna þriggja að nein-
um hvalreka, því hún er ekk-
ert annað en endurtekning á
því, sem kveðið hfefur við dag
hvern síðustu 6—7 mánuði.
En þessi ímyndaði hvalreki
hefur orðið til að hleypa nýjum
ofsa í hraðskilnaðarmennina,
og var þó ekki ábætandi: Þing-
ið hefur talað — þjóðin á að
þegja!
Þetta nýja heróp kveður við
í eyrum manna frá morgni til
kvölds, Boðskapurinn er flutt-
ur af svo taumlausri frekju, að
það er talið hvorki meira né
minna en landráð, að beygja
sig ekki í auðmýkt undir allra
hæstan úrskui'ð meirihluta
þingsins. Og þó viðurkennir
hver maður, að þessi „óskeik-
uli dómstóll“ sé sú stofnun
landsins, sem hrapallegast hafi
brugðist skyldum sínum við
þjóðina. En þingið hefur ekki
einungis gleymt skyldunni. Það
gleymir því líka að það á að
vera þjónn en ekki húsbóndi
kjósendanna. Og nú rís hinn ó-
trúi þjónn upp og segir hús-
bóndanum að þegja!
Svona eru lýðræðishugmynd-
ir þeirra manna, sem nú eru að
leika frelsishetjur á landi voru.
F) ARÁTTA haðskilnaðar-
*-* manna hefur verið furðu-
lega ósvífin og rasandi. En þó
má segja að fyrst kasti tólfun-
um um og eftir 25 ára fullveld-
isafmælið. Málið hefur verið til
umræðu í öllum stjórnmála-
blöðum landsins mánuð eftir
mánuð. Hraðskilnaðarmennirnir
hafa þeim blaðakosti á að skipa,
að þeir ná svo að segja til hvers
mannsbarns á landinu. Samt
treysta þeir sér ekki til að taka
upp rökræður um málið. Allir
þeir, sem ekki vilja taka mögl-
unarlaust í streng með þeim,
eru taldir þjóðhættulegir menn.
Öll rök í málinu eru „hjáróma
raddir“ — „hljómurinn, sem á
að kæfa.“
Á þeirri stundu, sem verið
er að undirbúa síðasta sporið í
baráttu þjóðarinnar fyrir ævar-
andi frelsi og fullveldi, eru
gerðar hatramari tilraunir, en
þekkst hafa áður hér á landi,
til þess að svifta borgarana
skoðanafrelsi og málfrelsi. Hin •
andlega kúgun á þá bakhjarla
í flokksræðinu á þingi, að al-
menningur hér á landi á það á
hættu að verða innan skamms
keflaður á sama hátt og al-
menningur í einræðislöndunum,
ef ekki verður þegar hafizt
handa um einarða og markvísa
baráttu gegn ofbeldinu.
Menn geta ekki látið sér á ó-
vart koma, þótt kommúnistar
séu nærgöngulir við hugsana-
frelsið. Hitt vekur aftur furðu,
að ungur og efnilegur þingmað-
ur í Sjálfstæðisflokknum lætur
hafa sig til þess að víta það,
að aðalfréttastofnun þjóðarinn-
ar, Ríkisútvarpið, gegnir þeirri
sjálfsögðu skyldu sinni, að segja
frá því, að 14 þjóðkunnir menn
hafi snúið sér til stjórnarskrár-
nefndar með miðlunartillögur í
sambandsmálinu. Og svo kemur
æðsti yfirmaður útvarpsins, ó-
flokksbundinn ráðherra, og lýs-
ir því yfir, að sjálfsagt sé að
átelja þetta athæfi!
f haust skrifuðu 270 kjós-
endur undir áskorun til
Alþingis um að ganga ekki frá
formlegum sambandsslitum að
óbreyttum aðstæðum beggja
aðilja. Hraðskilnaðarmennirnir
ruku upp til handa og fóta: Sjá,
öll þjóðin er með okkur að und-
anteknum þessum 270 „undan-
villingum“. Úr þessum 270
manna hópi bera síðan 14 menn
fram miðlunartillögu. Hrað-
skilnaðarennirnir rísa upp
Framh. á 2. síðu.
Skjðlin á borðið!
Ég hcf áður látið í ljós, að al-
menningur ætti skýlausa kröfu
til þess að öll skjöl varðandi
„Sambandsmálið“, sem máli
skipta um lausn þess, væru birt
almenningi, svo að þjóðin ætti
kost á því að mynda sér sjálf-
stætt álit á málinu og meðferð
þess.
Það væri móðgun við þjóð-
ina að ætlast til þess, að hiin
kvæði upp dóm sinn í þessu
máli án þess að skjöl málsins
væru lögð fyrir hana.
Þetta hefur komið enn berar
í ljós við ræður þær, sem haldn-
ar voru 1. des. s.l., sérstaklega
eftir ræðu dómsmálaráðherra
ríkisins, dr. juris Einars Arn-
órssonar, sbr. dagblaðið Vísi 8.
þ. m. Dómsmálaráðherrann
ncitar því, að nokkur krafa um
endurskoðun samhandslaganna
hafi komið fram, hvorki af vorri
hálfu né Dana. Hann neitar því
Jiar með að ályktun Alþingis 17.
maí 1941 og símskeytin, sem
fóru á milli íslenzku og dönsku
ríkisstjórnánna út af henni, heri
á nokkurn hátt að skoða sem
kröfu um endurskoðun samkv.
18. gr. sambandslaganna. —
Auk Jjcss sem svarskeyti ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar yrði
Jjú lítt skiljanlegt. virðist þetta
allt í fullkomnu ósamræmi við
yfirlýsingu fyrri ríkisstjórnar,
sem birt var í október 1942.
Þar segir m. a.: „Orðalagið
samningsslit fyrir tilskilinn tima
á væntanlega við samningsslit,
sem ganga í gildi fyrir 1944, því
að frá þeim tíma að telja, gefur
samningurinn sjálfur skýlausa
heimild til þess að slíta sam-
handinu einhliða. Um það liefur
aldrei verið neinn ágreiningur
við aðra, enda orð samningsins
milli íslendinga og Dana, né
um það efni ótvíræð (heimild:
Ólafur Thors í Morgunblaðinu).
Hvernig vilja þeir nú sam-
rýma þetta núverandi dóms-
fyrir nokkru síðan, en hinn síð-
arnefndi telur samninginn renna
út samkvæmt. ákvæðum hans
sjálfs um áramót 1943—1944.
Þetta er aðeins eitt sýnishorn
málaráðherra og fyrrverandi
forsætisráðherra? Hinn fyrr-
nefndi telur samninginn Jjegar
fallinn úr gildi, að því er virðist
sökum ómöguleika og einhvers-
konar hefðar og Jjá væntanlega
af þeim. óskaplega ruglingi, sem
öil meðferð málsins hefur hlot-
ið. — Þess vegna vcrður krafa
allrar þjóðarinnar að vera:
Skjölin á borðið!
./. Ól,