Birtir að degi - 17.03.1934, Qupperneq 3
BIRTIR A Ð D E G I
9
9
BIRTIR AÐ DEGI
Útgefandi: Félag andmarxista í
Iðnskólanum.
Ritstjórn og ábyrgðarmenn:
Aðalsteinn Jóhannsson
og HjaUi Jónatliansson.
Verð 20 aura eintakið.
Utanáskrift blaðsins er:
Birtir að degi, Póstliólf U33, Rvík.
ÁrsMtf Mólans.
I febrúarblaði »Iðnnemans« er mjög ein-
hliða og illa skrifuð grein um árshátíðina,
og víðar í því blaði er minst á hátíðina
og' þann ágreining', sem út af henni varð
vegna ósvífni kommúnista. En af því »Iðn-
neminn« bæði hallar réttu máli og ræðir
það eingöngu frá sínum bæjardyrum, þ. e.
frá sjónarmiði kommúnismans, þá þykir
rétt að fara nokkrum orðum um hátíðina
og skrif kommanna urn hana.
Kommúnistar virðast snemma vetrar hafa
lagt á ráðin um það, að nota árshátíðina
til undirróðurs og æsinga fyrir stefnuskrá
sína, nota hana til þess að svívirða skólann,
kennarana og- þá nemendur, sem ekki voru
á þeirra máli í pólitík. Þessi ráðagerð hefir
vafalaust verið smíðuð hjá kommúnista-
sprautum utan skólans, sem stjórna undir-
róðursstarfinu í skólum landsins. Peir
byrja svo á því, að tryggja sér meiri hluta
í skemtinefndinni. Þessi meirihluti undir-
býr svo skemtunina eftir eigin höfði, því
annaðhvort létu hinir nefndarmennirn-
ir það afskiftalaust, eðá þeir voru ekki
boðaðir á fundi hennar.
Framannefnt markmið með árshátíðinni
kemur ljóst fram í eftirfarandi klausu í
»Iðnnema«-gr ei n i nn i:
»Skemtinefndin, sem starfaði að undir-
búningnum, lagði aðaláhersluna á það, að
það væru eingöngu iðnnemar, sem skemtu,
og að skemtunin bceri þann svip og hefði
það innihald, sem drœgi fram í dagsljósið
þjóðfélagslega afstöðu iðnnemanna og
sýndu það, að nemendnmir vœru sér þess
meðvitandi, hvert stefna bœri i félagslegri
starfsemi innan skólans.«
Hér er það skýrt tekið fram, að skemti-
nefndin lagði aðaláhersluna á það, að
skemtunin »bæri þann svip og hefði það
innihald«, að allir gestir á hátíðinni hlytu
að líta svo á, að allir iðnnemar væru komm-
únistar, og að þeir »væru sér þess meðvit-
andi«, að þeir ættu að vera það, að þeir
ættu að stefna þangað í »félagslegri starf-
semi innan skólans«. Ef þetta hefði tekist
þá mundu þeir nemendur, sem að vísu voru
ekki enn þá kommúnistar, óafvitandi
íslenski æskulýður, að fylkja þér fram til
starfs — fyrir sigri réttlætis yfir rang-
læti, fyrir sigri frelsis yfir kúgun, fyrir
sigri friðar yfir ófrið.
Aðalsteinn Jóliannsson.
dragast inn í félagsskap, sem væri hreint
kommnúistískur, og drekka í sig þann boð-
skap, sem þar væri fluttur. Og þar með
var skólinn alveg unninn.
Skemtiskárin var nú ákveðin þannig, að
kennararnir áttu ekki að vera með, með-
al annars af því, að það átti að gera gys
að þeim með því að leika þá á skemtun-
inni. Það tókst nú samt ekki betur en það,
að skólastjórann fékst enginn til að leika,
nema 3. bekkingur, sem aldrei hafði séð
hann kenna það sem leikið var. Einnig
var rokið til að stofna söngflokk og komm-
únisti fenginn til að æfa hann og kenna
honum kommúnistasöngva. Þegar skemti-
skráin og' fyrirkomulagið fór að fréttast
meðal nemendanna, risu öflug mótmæli
gegn því, og einkum geg'n því að sunginn
yrði »Internationalinn« á skemtuninni. Var
svo haldinn almennur skólafundur um mál-
ið, og þar samþykt, að kennurum skyldi
boðið á skemtunina og »Internationalinn«
ekki sunginn.
En hvernig var svo framkvælridin hjá
skemtinefndinni. Jú, hún var þannig, að
hún sendir kennurunum dónalega orðað
kort, sem var nemendum til skammar, og
þegar á skemtunina var komið, lætur hún
bæði syngja og spila »Internaionalinn«, og
svívirðir þar með skólann, kennara, nem-
endur og gesti skemtunarinnar, með því
að stimpla þá sem úrhrak mannkynsins,
sem kommúnista.
Það má nú segja, að þetta tiltæki komm-
únista hafi að því leyti orðið til góða, ao
þar með ýttu þeir svo rösklega við öðrum
nemendum skólans, að þeir stungu þá í
kviku. Sennilega hefðu, þeir ekki vaknað til
andvara annars, heldur aðeins rumskað.
Það minsta, sem andkommúnistar gátu
gert, þegar söngflokkurinn fór að svívirða
þá með því að kyrja »Internationalinn«,
var að gera svo mikinn hávaða, að hann
heyrðist ekki, enda tókst það, því flokk-
urinn varð að hætta við lagið eftir fyrstu
hendingarnar. En svo var hjlómsveitin lát-
in leika það á eftir.
Hið eina, sem formaður Málfundafélags-
ins gat varið þessa framkomu kommúnist-
anna með, þegar hann fór að »svara« hinni
stuttu og réttmætu bendingu skólastjóra
um að stofna ekki til óeirða á skemtisam-
komu skólans, var það, að nemendur hefðu
sín »áhugamál« og ættu að hafa þau. Aðal-
áhugamál iðnnema ætti eftir því að vera
það, að vera »kommúnistar«, niðurrifs-
menn, aumingjar, sem stefna að því, að
gera alla að þrælum, nema þá fáu, sem
tekst að láta fjöldann lyfta sér til valda.
Þeir eru ekki eins undirokaðir þrælar ann-
ara manna, en þeim mun verri þrælar
mannlegrar villimensku og lasta.
Þessi árshátíð hefir sýnt, að kommún-
istadeild nemendanna er ekki fær um að
halda uppi skemtunum í skólanum, öðru
vísi en að setja skrælingjabrag á þær.
Svona skemtanir eru langt frá því að vera
lyftistöng eða ánægja fyrir nokkurn, sem
ekki er gegnsýrður af skrílseðli kommúrt-
ista; þær eru til niðurdreps og skapraun-
ar fyrir alla, sem vilja sóma sinn og þroska
Iðnnemar
Takið
Námstryggingu
y ð a r í
THULE
stærsta og bónus-
hæsta lífsábyrgð-
arfélagi á íslanði.
Til lesenda
Iðnnemans.
I þriðja tbl. Iðnnenrans birtist klaufa-
lega skrifuð níðgrein, um mig, með fyrir-
sögninni ,Klerkssonurinn‘, sem ekkert nafn
er undir, ekki einu sinni dulnefni. Mátti
strax sjá á greininni að einhver lítilsigld-
ur rauðliði stæði á bak við hana, sem ekki
hefði drengskap til þess að setja nafn sitt
undir. Síðar reyndist höfundur hennar
vera Guðjón Guðmundsson, ritstjóri og á-
byrgðarmaður Iðnnemans, sem notað hefur
aðstöðu sína til þess að skrifa skammir
um skólabróður sinn, fyrir það eitt, að ég
er ákveðinn andstæðingur hans í pólitík.
Annars vitna ég til skólabræðra minna um
það, hvort þeir álíti, að sú ritnefnd, sem
tekur á móti slíkum greinum til birtingar,
eins og þessari nafnlausu kæfutuggu Guð-
jóns Guðmundssonar, sé hæf til þess að sjá
um efni í Iðnnemann, blaðið sem ætti að
vera sameiginlegt málgagn okkar iðnnem-
anna.
Vissulega er greinin höfundinum til lítils
sóma, en hitt er öllu verra, að hún er skól-
anum til minkunar, og fyrir það ætti höf-
undúrinn að hafa vit á að skammast sín, ef
hann er gæddur nokkurri sómatilfinningu.
Oddgéir Þ. Oddgeirsson.
í hvívetna, og er því vonandi, að þetta
verði hin seinasta og einasta árshátíð, sem
kommúnistar fá að setja sinn svip á.
Hjalti Jónathansson.