Birtir að degi - 01.11.1938, Síða 3
BIRTIR A Ð DEGI
3
Eflið íslenzkt framtak
Togstreitan milli stéttanna og atvinnugreinanna er
eitt af því, sem mest einkennir líf hinna ýmsu þjóða
nú hin aíðari árin. Islenzka þjóðin hefir ekki farið
varhluta af þessu, sem og eðlilegt er, vegna þess, að
hún hefir gleypt við þeim straumhvörfum, sem hafa
gerzt, meðal annara þjóða, án þess að samrýma þau
staðháttum og hugsunarhætti Islendinga. — Þetta,
gerir það að verkum, að þegar aðrar þjóðir komast
í ýms vandræði, þá verka þessi sömu vandræði hér
á, landi. Það er því ekki að undra, þótt. maður léti
sér detta það í hug, að Islendingar vanræktu stór-
lega að skapa sér sjálfstæðan hugsunarhátt og fram-
kvæmd í hinum ýmsu þjóðfélags- og fjármálum.
Allir, sem vilja sjá, geta séð það, að þetta er ekki
neitt hégómamál, lielciur stærsta velferðarmál þjéö-
arinnar, og hún verður að skilja það, að ef íslend-
ingar eiga að geta horft vongóðir fram í tímann,
þá verða þeir að brevta, um stefnu, þeir verða að láta
þjóðarhagsmuni sitja fyrir klikuhagsmununum og
standa sameinaðir, sameinaðir sem, einn maður, því
þá er ekki hinn minnsti vafi á því, að íslenzka þjóð-
in sigrar hvaða vandamál, sem að henni kunna að
steðja.
Nú er svo komið, að íslenzka þjóðin mun brátt halda
hátíðlegt 20 ára fullveldis-afmæli sitt. Er þá ekki
úr vegi, að menn nemi staöar og líti yfir farinn veg.
Og þegar menn nú líta yfir þennan farna veg, þá
hljóta þeir að sjá, að þetta fullveldi, sem vér nú mun-
um minnast, var keypt það dýru verði, að þjóðin
hefir ekki ráð á að missa það aftur, fyrir það eitt,
að hún stendur sundurslitin í ótal hópa, og fyrir það,
að hver höndin er npp á mótii annari, nei, mínir elsk-
anlegu, þannig getuin vér ekki glatað voru dýrkeypta
sjálfstæði. Vér hljótum að kreíjast þess af okkur
sjálfum, fyrst; og fremst, að vér gerum allt, er í okk-
ar valdi stendur, til þess að svo megi ekki fara.
Meðal margs annars, þurfa Islendingar sjálfir að
lyfta undir sína eigin iðnaðarframleiðslu, sem til er
í landinu, og bæta íleirri greinum við. En auðvitaö
verða framleiðendui-nir að hafa það hugfast, að þjóð-
in gerir þær kröfur til þeirra, að þær vörur, sem
þeir framleiða og selja almenningi, séu hvorki
verri né dýrari, en samskonar erlendar vörur. Iðn-
aðurinn á ekki að þurfa að lifa undir vernd tolla-
frani, að það húsnæði er betra en það, sem neniend-
ur hafa átt að venjast hingað til. Að endingu vil ég
hvetja alla, þá nemendur sem hafa áhuga fyrir heil-
brigðum málum að gerast meðlimir í þessu nýstofn-
aða félagi og taka virkan þátt í starfsemi þess.
Ég óska félaginu alls góðs í framtíðinni.
Ölafur II. Guðbjartsson.
múra og þ. h., og hann skal heldur ekki þurfa þess.
Því ef tollamúrarnir eru lífsskilyrði fyrir hann, þá
er framtíð hansi vafasöm. Islenzka þjóðin verður að
hlýta, því allsherjariögmáli, að hafa framleiðsluna
sína ein,s géða og eins ódýi'a og það, sem útlendingar
geta boðið fram hér á markaönum.
Mér finnzt blátt áfram, að mönnum ætti að vera
það kapps- og metnaðarmál, að styðja framtak þjóð-
ar sinnar og nota sem mest þær vörar, sem fram-
leiddar eru í landinu. Vér eigum að sjálfsögðu að
nota innlendar vörur fremur en þær útlendu, svo
framarlega sem verð og gæði eru samkeppnisfær.
Ef allir gerðu þetta, mundi algjörlega verða, hætt að
flytja inn þær vörur, sem framleiddar eru í landinu.
En því fer ver, að vér gerum þetta ekki nógsamlega.
Islenzki iðnaðurinn er ennþá, lítill, svo að mikið
þarf að kaupa af erlendum iðnaðarvörumi og hráefn-
um, en það hefir viljað brenna við, því miður, að iðn-
aðurinn hefir ekki fengið eins mikið af erlendum
vörum, sem honum eru þó nauðsynlegar, eins og hann
hefir þurft. að nota,. Þó er það vitað mál, að þaö hafa
verið fluttar inn ýmsar þær vörur, sem íslenzkar
verksmiöjur framleiða og hafa ekki staðið að baki
þeim erlendu. Þessar erlendu vörutegundir seljast
engu síður en þær innlendu, sem, eins og áður er
sagt, standast fyllilega, samkeppni. Það er því leitt
til þess að vita, að landsmenn skuli ekki sjá hag sinn
í þvi, að kaupa eingöngu íslenzka framleiðslu, í stað
þess að borga peninga, sem að lang mestu leyti hverfa
til annara landa, fyrir þær erlendu vörur, sem hér
eru á markaði.
Iðnnemar og iðnaðarmenn, það er skylda vor gagn-
vart voru íarsældar fróni, og þeirri þjóð, sem vort
föðurland byggir, að róa að því öllum árum, að gera
Island að landi framtíðarinnar með því að gera þær
íðngreinar, sem þegar eru fyrir í landinu, það öflug-.
ar, að þjóðin geti að sem mestu og helzt öllu leyti
orðið sjálfri sér nóg. Þá er iðnaðurinn íslenzki orð-
inn þjóðinni til mikils sóma, en það á hann og skal
verða. Ef vér nú leggjum alla krafta vora t,il þess
að slíkt þjóðþrifamál nái fram að ganga, þá er vel
farið, og er það trú mín, að þaö muni, fyr en seinna,
verða framkvæmt. Geir Herbertsáon (III. B).
ATHCGIÖ!
Sökum rúmleysis í biaðinu, varö að sleppa þremur grein-
um, er æskilegt hefði verið að kæmu núna, en þær verða
að biða næsta blaðs, sem kemur mjög bráðlega.
NemciHlafélagið grengst fyrir sKemiiitun í tilefni af tutt-
ugu ára fullvelciisafinælinu. liún verðiir hablin .30. nóv. í
Oddfellowböllinni, — Nánar auglýst í skólanum. r.iöl-
incnnid.
Munið skíðal'erðina á suiinudagiiin. S.iá auglýsinguna í
Ukólanum.
útgefandi: Nemendai'élag Iðnskólans.
ltitstjóri: Skiili Þórðarson (II H).