Tuðran - 01.04.2006, Blaðsíða 3

Tuðran - 01.04.2006, Blaðsíða 3
50 ára afmælisfagnaður knattspyrnudeildar 50 ára afmælisfagnaður knattspyr- nudeildar var haldin sunnudaginn 18. des 8.1. í Hótel Selfossi. Það var afmælis- nefnd deildarinnar sem hafði veg og vanda af hátíðinni sem var vel sótt og heppnaðist í alla staði vel. í afmælis- nefnd voru: Björn Gíslason, formaður, Bárður Guðmundsson, Kristinn Bárðarson og Einar Jónsson. Mörg ávörp voru flutt og kveðjur og gjafir færðar deildinni. M.a. var frumflutt opinberlega samsett kvikmynd sem Marteinn Sigurgeirsson færði deildinni á geisladiski. Þá kom Kjartan Björnsson með góðan stafla af ljósmyndum úr starfi og félagslífi deildarinnar sem hann ánafnaði deildinni. Að lokum færði formaður Ungmennafélags Selfoss, Þórir Haraldsson, deildinni verðlaun- abikar sem hvatningu við starf deild- arinnar. Fjölmargar viðurkenningar voru afhentar á hátíðinni. Knattspyrnudeildin afhenti eftirtöldum kempum heiðurs- viðurkenningu og merki deildarinnar: Marteini Sigurgeirssyni, Kristjáni Jónssyni, Sigurgeir Bergssyni og Gylfa Þ. Gíslasyni. Að lokum var nokkrum öðlingum úr liði meistaraflokks frá árinu 1955 afhent innrömmuð og nafnagreind ljósmynd af því liði. Á umræddri liðsmynd voru Kolbeinn Kristinsson, Viggó Þorsteins- son, Þór Vigfússon, Jóhann Alfreðsson, Erling Sigurlaugsson, Theódór N. Jónsson, Ásgeir Guðnason, Valur Haraldsson, Sverrir Steindórsson og Bragi Bjarnason. Þrátt fyrir að vera á nokkuð óheppi- legum tíma, nokkrum dögum fyrir jól, var á þriðja hundrað manns sem sótti hátíðina og naut góðra veitinga og endurfunda. Umgjörð og framkvæmd hátíðarinnar var og öll til mikils sóma. M.a. var sett upp sýning á ýmsum munum frá liðinni tíð. Þar bar hæst röð gamalla keppnisbúninga frá ýmsum tímum, auk blaðaúrklippa og skjala ýmiskonar. Að lokum var svo afhjúpað glæsilegt afmælisrit deildarinnar sem öllum ætti að vera vel kunnugt um. Varaformaður Knattspyrnudambands íslands, Halldór B.Jónsson afhenti silfurmerki KSI en það hlutu: Gylfi Gíslason, Einar Jónsson, Þórarinn Ingólfsson, Kjartan Björnsson og Bárður Guðmundsson. Áfram Selfoss!! Síminn' Önnumst alla almenna málningarvinnu Toppmálun málningarverktakar S893 8318 &848 0808 Ingvar Gummi Þór SPORTBÆR Skóbúð Selfoss Allt fyrir fótboltafólkið OPIÐ MÁN. - FIM FÖS. LAU. 10.00-18.00 10.00-19.00 10.00-16.00 Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Þegarhúseruklæddmeð „viðhaldsfrírh"klæðningu er nauðsynlegt að nota „ viðhaldsfríar" þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk ÍNoregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn ínotkun. Litir til á lager: Svartar hvítar og ólitaðar. LJ ! ! Einnig fáanlegar rauðbrúnar

x

Tuðran

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.