Árdís - 01.01.1946, Blaðsíða 51
reitnum friðsæla í byggðinni, þar sem þau störfuðu svo vel og lengi.
Samferðafólkið allt, þakkar og kveður og biður þeim blessunar drottins.
Dætur, tengdadóttir, tengdasynir og afkomendur allir, geyma sjóð dýr-
mætra endurminninga, og þakka hinni látnu móður fyrir all og allt.
Guð blessi okkur öllum minningarnar um hana, sem var prýði sinnar
byggðar, leiðtogann og starfskonuna, Hólmfríði Ingjaldson.
Ingibjörg J. Ólafsson.
Mrs. GUÐFINNA THORDARSON
1861 -1946.
Af konum þeim, sem 1916 stofnuðu kvenfélagið Fjallkonan, en sem
1923 varð kvenfélag Herðubreiðarsafnaðar, er nú enn ein til grafar gengin,
Guðfinna Thordarson, eftir langt og nyt-
samt og gott æfistarf. Síðastliðin vetur
varð hún að líða rnikil veikindi, fyrst á
sínu gamla hemili í grend við Langruth,
Man., hjá syni sínum Gordon Thordar-
son og konu hans og síðar á St. Boniface
sjúkrahúsinu.
Mrs. Thordarson var kona félagslynd
og hafði ánægju af því að taka þátt í
starfsemi og fundum kvenfélagsins og
jafnan var júlímánaðar fundurinn hald-
inn á heimili hennar. Var þar þá jafnan
vel gestkvæmt af félagskonum og öði'u m
gesturn. Áhuga hafði hún einnig mikinn,
ásamt manni sínum, á öllum velferðar-
málum bygðar sinnar, en þó sérstaklega
á málum safnaðarins og bókafélagsins
og hélt hún áhuga alltaf meðan heilsa
°g kraftai leyfðu. Mrs. Guðfinna Thordarson
Mrs. Thordarson var stillingarkona
og hæglát, en þó glaðlynd, góð kona,
rnóðir og húsmóðir og barnahóp sínum sýndi hún ávalt mikla ástúð
og umhyggju, öll reyndust þau henni líka mjög vel og gerðu allt fyrir
47