Árroði - 01.05.1948, Blaðsíða 14

Árroði - 01.05.1948, Blaðsíða 14
Launeskjör í Rússlandi ' Launakerfi það, sem ríkir í Ráðstjórnar- ríkjunum er mjög umrætt. A það hefur verið bent, að hvergi í víðri veröld, sé ósamræmi / í launagreiðslum jafn gífurlegt og einmitt þar. Mismunurinn á launum manna í einni og sömu verksmiðju, getur skipt mörg hundr- uð prósentum og bilið á milli sérþekkingar- manna og venjulegra verkamanna geysibreitt. L«nin rökræddi oft launamálin. I bók sinni: „Rílli og bylting", fer (hann inn á braut Parísarkommúnunnar, og telur, að engum embættismanni beri meiri laun en þeim verka- mönnum, sem mest bera úr býtum. Og í grein, sem birtist í septembermánuði 1917, segir hann: „Vér munum smám saman koma á launa- jafnrétti, í þessa'orðs fyllstu merkingu, en sérfræðingum munu goldin hærri laun, á meðan verið er að hrinda því í fram- kvæmd . . .“ En þetta fór öðruvísi eftir rússnesku bylt- inguna. Smám saman var ekki komið á launa- jafnrétti,'heldur launakerfi, er hafði í för með sér, að nokkrir verkamanna hlutu mjög lá laun en aðrir mjög há. Það er Stalin, sem barizt hefur ötullega gegn launajafnréttinu, og það er forustu hans að kenna, að komizt hefur á launakerfi, er hefur slikan greiðslumun í för með sér. A þingi kommúnistaflokks ráðstjórnnrríkj- anna í janúar 1934, ræddi Stalin meðhl annars launamálin, og kvað svo sterkt að orði, að hann nefndi þá _ „þorpara“, sem að'hyllasl launajafnrétti. Hann sagði: „Það verður ekki vefengt ættarmótið með skoðanavillu sumra flokksmanna hvað snertir \ , / 14 ÁRROÐl 'hinn marxistíska sosíalisma og aðdáun þeirra á jafnréttiskuklhneigð landbúnaðarkommún- anna annarsvegar, og á skoðunum ’hinna „rót- tæku“ fimbulfambara í öllum sínum smá- borgarabrag, þessum mönnum, sem gengu meira að segja svo langt í aðdáun sinni á samyrkjubúunurri, að þeir gerðu tilraun til að stæla fyrirkomulag þeirra, jafnvel í verk- smiðjum og við fyrirtæki, urðu þá valdir og óvaidir verkamenn allir að leggja kaup sitt í sameiginlegan sjóð, sem svo síðan var skipt jafnt milli allra hlutaðeigenda. Okkur er öll- um kunnugt 'hversu mikið tjón iðnaður vor hefur beðið við hið barnalega jafnréttiskukl þessara „róttæku" þorpara . . ..“ 14 herbergi, billjardsalur og tónleikasalur. Við skulum nu kynna okkur nokkrar markverðar umsagnir úr mörgum bókum, er ræða launamisréttið í Ráðstjórnarríkjunum. I bók John Scott „Rússland handan Ural- fjalla“, segir, að forstjóri stáliðjuversins í Magnitogorsk búi í einka stórhýsi með fjór- tán herbergjum og billjardsal og tónlistasal að auki, en að baki stórhúsinu sé l.’till dýra- garður. Verkamennirnir búa hinsvegar, segir John Scott, sumir í tjöldum, aðrir í moldar- hreysum og margir í bráðabirgðaskýlum úr tré. Eftir að staðgengill Roosevelts Wendel Wilkie hafði, er styrjöldin stóð sem hæst farið umhverfis jörðina, reit hann bókina „Einn 'heimur“. I bók þessari eru kaflar, sem fjalla um Rússland, og leizt Wilkie vel á margt, er þar bar fyrir ihann. Hann rekur sam-

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.