Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.2009, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.2009, Page 7
þræll gerist íslenskur bóndi ráðstafanir voru gerðar af lögreglu Kaup- mannahafnar til að grennslast fyrir um hann. Hann virðist hins vegar hafa horfið með öllu af sjónarsviði danskra yfirvalda eftir að dóm- urinn umdeildi hafði verið kveðinn upp. Í ít- arlegri grein frá árinu 1964 eftir Knud Waa- ben prófessor í lögum við Hafnarháskóla, sem rekur dóminn og forsendur hans, segir að nánast ekkert sé vitað um afdrif þrælsins ann- að en það að hann hafi ekki skilað sér til St. Croix þegar hálft ár var liðið frá dómnum.7 Fregnir af Íslandsdvöl hans berast ekki, að því er virðist, til Danmerkur fyrr en löngu eftir að hann er genginn á vit feðra sinna, í lok tuttugustu aldar. Það kom í hlut eins af afkomendum Hans Jónatans, Helga Más Reynissonar, að segja Waaben frá því fyrir nokkrum árum að Hans Jónatan hefði flust til Íslands þar sem hann hefði stofnað fjölskyldu og gerst gegn og mætur þegn. Annars eru fá- ar heimildir til um manninn, lítið um hann vit- að og fátt um hann skrifað. Sennilega hefur umfjöllun Stefáns Jónssonar vakið meiri at- hygli á honum en nokkuð annað.8 Þrælasala Evrópumanna á átjándu öld var forneskjuleg starfsemi. Um leið fól hún í sér vísi að því sem nú er kennt við hnattvæðingu. Hans Jónatan er ágætur fulltrúi hnattvæð- ingar síns tíma, hann fór víða, talaði nokkur tungumál og lagaði sig að aðstæðum hverju sinni, bæði sem þræll og frjáls maður. Fyrir honum hafa Austfirðir eflaust verið nýr og framandi heimur, en ekki er annað að sjá en hann hafi verið fljótur að semja sig að íslensk- um siðum. Þótt Íslendingum hafi sjálfsagt í fyrstu orðið starsýnt á þennan aðkomumann er alls ekki sjálfgefið að þeir hafi einblínt á hörundslit hans þrátt fyrir að danskir þræla- haldarar hafi lýst honum sem „negra“ eða „múlatta“. Hermt er að Hans Jónatan hafi verið vinsæll og boðið af sér góðan þokka. Stefán Jónsson segir að á Austurlandi hafi „þótt fremd í því að geta rakið ættir til Hans Jónatans og fólk hafi komið því að „af stoltri ljúfmennsku“. Niðjar hans efndu til ættarmóts á Stöðvarfirði og Djúpavogi árið 2002 og var það fjölsótt. Ekki er annað að sjá en að á Ís- landi hafi Hans Jónatan notið sín sem frjáls maður, óbundinn af merkimiðum nýlendukerf- isins sem tóku mið af hörundslit og uppruna.  Heimildir: 1. Snævarr Guðmundsson 1999. Þar sem landið rís. Reykja- vík. 2. Hans Frisaks dagbøker 1810-1815. Filma 82 a II. Bóka- safn Oslóarháskóla. 3. Ingimar Sveinsson 1989. Djúpivogur: 400 ár við voginn. Djúpivogur. 4. Generalmajorinde Henriette de Schimmelmann contra mulatten Hans Jonathan 1802. Landsover, samt Hof- og Stadsretten. Transskription af dokumenter fra pådømte sa- ger. Nr. 356/1801. 5. Amalie G. Thystrup 2008. Dansk retshistorie. Lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. (Lokuð vefsíða). 6. Alex Frank Larsen 2008. Slavernes slægt. Kaupmanna- höfn. 7. Knud Waaben 1964. A. S. Ørsted og negerslaverne I Kø- benhavn. Juristen 321-343. 8. Stefán Jónsson 1987. Að breyta fjalli. Reykjavík. Þakkir eru færðar nemendum Grunnskóla Djúpavogs fyrir teikningar, Björk Ingimund- ardóttur og Snævari Guðmundssyni fyrir lest- ur á dagbókum Hans Frisaks, og Agli Þór Níelssyni og Rannveigu Lárusdóttur fyrir að- stoð við heimildir. „Hvernig var’ann á litinn?“ Á haustdögum árið 2008 gerði ég mér ferð til Djúpavogs, meðal annars í því skyni að ræða við grunnskólanemendur um Hans Jónatan. Ég sagði þeim lauslega frá ferli mannsins, móðirin hefði verið frá Ghana og faðirinn frá Danmörku, hann hefði fæðst og slitið barnsskónum á Jómfrúaeyjum og mig langaði að biðja þau að reyna að gera sér í hugarlund hvernig hann hefði litið út, jafn- vel teikna fyrir mig myndir af honum. Engin mynd væri mér vit- anlega til af Hans Jónatan og þeirra hugmyndir væru eins góðar og hugmyndir annarra. Nemendur báðu mig umsvifalaust að lýsa honum: „Hvernig skyldi hann hafa verið á litinn?“ Ég gætti þess að láta enga skoðun í ljós, enda var ég að fiska eftir þeirra skoð- unum. Einn nemandi benti á það kankvís á svip að „ef svörtu og gulu væri blandað saman ætti niðurstaðan að vera græn“. „Allt í lagi,“ sagði ég, „hafðu manninn þá grænan!“ Myndir barnanna sýna töluverða fjölbreytni. Kannski endurspegla þær fjölmenn- ingarsamfélag samtímans. Höfundur er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 Lesbók 7 H inn 16.-17. júní 2002 var haldið á Djúpavogi og Stöðvarfirði ætt- armót afkomenda Hans Jónatans og Katrínar Antoníusardóttur. Vel á annað hundrað ættingar söfnuðust saman til að minnast forfeðra sinna og einnig til að minnast þess að 200 ár voru liðin frá því að Hans Jónatan var af dönskum dómstóli dæmdur til þrælkunar – þó svo þræla- hald væri bannað í Danmörku. Afkomendur þeirra Hans Jónatans og Katr- ínar eru rúmlega 500 og dreifðir um allan heim. Fyrsta dag ættarmótsins var farið um heimaslóðir þeirra hjóna á Djúpavogi og um kvöldið var kvöld- vaka ásamt því að það nýjasta í ættarsögunni var kynnt. Á öðrum degi var haldið til Stöðvarfjarðar þar sem sett hafði verið upp sýning með þeim gögnum sem fundist höfðu um réttarhöldin ásamt myndum af afkom- endum. Þar flutti einnig danski rannsóknarblaðamaðurinn Alex Frank Lar- sen erindi um sögu Hans Jónatans og deilur þær sem risu í Danmörku vegna dómsins yfir honum – sem þekktir lögfræðingar hafa kallað rétt- armorð. Allt ættarmótið var kvikmyndað af kvikmyndatökuliði frá danska sjónvarpinu sem tók upp atburðinn. Hann var síðar sýndur í danska og ís- lenska sjónvarpinu undir nafninu Slavernes slekt. Síðar hafa komið út tvær bækur um sögu hans, önnur byggð á sjónvarpsþáttunum og hin sögu- leg skáldsaga. Helgi Már Reynisson É g hafði allan minn heiður af Jónatan,“ segir Kristín Sigfinnsdóttir í Sjólyst á Djúpa- vogi eftir afa sínum, en Katrín Antoníusdóttir viðhafði þessi orð um fyrri mann sinn Hans Jónatan. Til er lítil falleg þjóðsaga á Djúpavogi um það hvernig Hans Jónatan náði í konuna sína, selstúlkuna Katrínu Antoníusdóttur frá Hálsi. Hans Jónatan og annar verslunarstarfsmaður fengu sér gönguferð inn á Búlandsdal einn fagran sunnudag að sumarlagi, en selið frá Hálsi var á Búlandsdal austan ár og sér enn móta fyrir rústum þess. Þeir hittu tvær ungar stúlkur í selinu. Þeir dvöldu þar lengi dags og komu trúlofaðir til baka. Ég hef heyrt þá sögu að þegar Hans Jónatan kom inn á Búlandsdal hafi Katrínu þótt slæmt að hún var í ósamstæðum sokkum. Annar var mórauður, hinn sauðsvartur. Árið 1820 giftast Hans Jónatan og Katrín – „sem enn fór orð af í bernsku minni í fjög- urra kynslóða fjarlægð fyrir glæsileika og mannkosti“, segir Stefán Jónsson í bók sinni Að breyta fjalli. Katrín og Hans Jónatan eignuðust tvö börn, Lúðvík Stefán og Hansínu Reg- ínu. Afkomendur þeirra eru margir og dreifðir um heiminn, en ekki fengu þau að eiga sam- an nema sjö ár. Hans Jónatan varð bráðkvaddur árið 1827. Anna María Sveinsdóttir, afkomandi Katrínar og Hans Jónatans. Annar var mórauður, hinn sauðsvartur Langabúð Eftir komuna til Íslands vann Hans Jónatan um skeið við verslun í Löngubúð. Hann er ágætur fulltrúi hnattvæðingar síns tíma, hann fór víða, talaði nokkur tungumál og lag- aði sig að aðstæðum hverju sinni, bæði sem þræll og frjáls maður. Bæjarstæðið Hans Jónatan og Kristín bjuggu á jörðinni að Borgargarði, eftir að kynni tókust með þeim á göngu hans fram hjá selinu frá Hálsi. Tímans tönn hefur unnið á bænum sem nú er rústir einar. Þrælahald Danir voru stórtækir í verslun með þræla fyrr á öldum. En þótt þrælahald væri afnumið í Danmörku viðgekkst það enn í nýlendum þeirra. Ættarmót í tilefni 200 ára afmælis réttarmorðs

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.