Morgunblaðið - 16.02.2009, Qupperneq 1
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
íþróttir
Ísinn brotinn Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Coventry á Englandi. Chris
Coleman ætlar að gefa Akureyringnum úrið sitt ef hann skorar 5 mörk á tímabilinu 7
Íþróttir
mbl.is
TEITUR Örlygsson hefur á stuttum tíma í starfi
sínu sem þjálfari körfuknattleiksliðs Stjörnunnar
úr Garðabæ náð að snúa gengi liðsins við. Í gær
fagnaði Stjarnan bikarmeistaratitlinum í fyrsta
sinn í sögu félagsins. Teitur er margreyndur
landsliðsmaður og var hann á sínum tíma einn
besti leikmaður landsins og svo virðist sem honum
hafi tekist að hitta á réttu strengina í leik-
mannahóp Stjörnunnar sem sigraði KR í Laug-
ardalshöllinni 78:76 í magnþrungnum leik. Þetta
er í fyrsta sinn sem Stjarnan leikur til úrslita um
bikarinn en KR hefur 10 sinnum unnið bik-
arkeppnina í karlaflokki, síðast árið 1991. Í dag á
KR 110 ára afmæli og voru leikmenn KR gríð-
arlega vonsviknir í leikslok þegar þeir áttuðu sig á
því að þeir gætu ekki fylgt sigri kvennaliðsins eftir
og mætt með bikarinn í afmælishófið.
Teitur fagnaði sigrinum ógurlega í leikslok og
hann leyndi ekki gleði sinni þegar Morgunblaðið
tók hann tali.
„Ég miðlaði bara af minni reynslu til leikmanna
liðsins í aðdraganda leiksins. Þar lagði ég mikla
áherslu á einföld atriði. Það geta allir barist, tekið
fráköst og leikið góða vörn. Það var rauði þráð-
urinn í því sem við ætluðum okkur að gera og við
trúðum því að við gætum unnið KR ef við værum
betri en þeir í þessum atriðum,“ sagði Teitur en
hann var mjög líflegur á hliðarlínunni. „Mér leið
alveg ljómandi vel á hliðarlínunni. Það var engin
ástæða til annars.
KR hitti nánast úr öllum skotum í upphafi leiks-
ins en við héldum okkur við leikplanið sem við
trúðum á. Það er einn helsti styrkleiki liðsins að
okkur hefur yfirleitt gengið vel í fjórða leikhluta í
jöfnum leikjum. Ég vonaðist því eftir að allt væri í
járnum eftir þriðja leikhluta því ég vissi að við
gætum höndlað pressuna,“ bætti þjálfarinn við en
hann hrósaði liðsheild Stjörnunnar.
„Það sem einkennir þetta Stjörnulið er svakaleg
liðsheild. Meiri en ég hef nokkurn tíma átt að venj-
ast. Það er alveg sama hvort menn eru að spila í 2
mínútur í leik eða í 20 mínútur án þess að fá að
taka skot. Það er enginn að kvarta og menn gera
bara það sem þeim er ætlað að gera. Við erum með
2-3 leikmenn sem hafa það hlutverk að skora, en
það þurfa allir að leggja sitt af mörkum í varn-
arleiknum.“
„Þeir hafa ekkert vit á körfubolta“
Teitur brosti bara þegar hann var inntur eftir
því hvort stytta yrði reist af honum fyrir utan Ás-
garð í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Hann
hafði hinsvegar gaman af því hve fáir höfðu trú á
Stjörnuliðinu í aðdraganda leiksins.
„Við skulum ekki missa okkur alveg. Ég las yfir
spá manna á karfan.is fyrir leikinn og það var eng-
inn sem spáði okkur sigri. Flestir áttu von á 20
stiga sigri hjá KR. Þessir spámenn hafa greinilega
ekkert vit á körfubolta,“ sagði Teitur og brosti.
„Það geta
allir barist“
Stjarnan bikarmeistari í körfuknattleik karla í
fyrsta sinn í sögunni Teitur fagnaði ógurlega
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Morgunblaðið/hag
Sá stóri Fannar Helgason frá Ósi, fyrirliði Stjörnunnar, tók á móti bikarnum fyrir hönd liðsins í
Laugardalshöllinni í gær eftir ótrúlegan úrslitaleik gegn KR þar sem Stjarnan hafði betur, 78:76.
„VIÐ höfðum undirbúið okkur gríðarlega vel fyrir þennan leik og það var í raun ekkert
sem kom okkur á óvart í leik Keflavíkur,“ sagði Jóhannes Árnason, þjálfari nýkrýndra
bikarmeistara KR í körfuknattleik kvenna.
„Við vildum halda Keflvíkingunum í 60 stigum eða minna. Þá töldum við sigurlík-
urnar ansi góðar. Keflavík endaði með 60 stig og við unnum, þannig að það má segja að
við höfum heldur betur náð okkar markmiðum. Stelpurnar eiga hrós skilið. Þær hafa
æft vel og undirbúið sig vel og það er alveg einstaklega gaman að fá að þjálfa þetta lið.
Þessi uppskera er eitthvað sem þær eiga skilið.
Það kom ekkert stress í hópinn þegar Keflavík jafnaði. Við höfðum undirbúið okkur
fyrir nákvæmlega þannig aðstæður, þannig að þá þurfti bara að sækja í undirbúning-
inn hvernig bregðast átti við,“ sagði Jóhannes, stoltur af sínum leikmönnum.
„Þessar stelpur sem ég þjálfa eru eins og falleg stofublóm sem eru alltaf að blómstra.
Við fáum uppskeru í hverri viku sem við getum verið ánægð með.“ thorkell@mbl.is »4-5
Morgunblaðið/hag
Samvinna Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, tók á móti bikarnum í Laugardalshöllinni
og Guðrún Arna lyfti bikarnum á loft með systur sinni eftir sigurinn.
„Falleg stofublóm
sem blómstra“