Morgunblaðið - 16.02.2009, Page 7
Íþróttir 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
REAL Madríd sýndi mátt sinn þegar liðið rúll-
aði Gíjon upp í gærkvöld, 4:0. Gulldrengurinn
sem verður þó 32 ára á þessu ári og tæpast
drengur lengur, skoraði tvö mörk fyrir Real og
hefur nú skorað 11 mörk í deildinni á leiktíð-
inni. Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar og
Marcelo skoruðu hin mörk Real Madríd í
leiknum.
Með sigrinum saxaði Madrídarliðið örlítið á
forystu Barcelona sem missteig sig lítillega og
gerði jafntefli við Real Betis, 2:2. Skoruðu liðs-
menn Betis fyrstu tvö mörk leiksins og komust
í 2:0 áður en markahrókurinn Samuel Eto’o
tók til sinna ráða, skoraði tvö mörk og sá til
þess að Barcelona færi nú ekki alveg tómhent
heim úr för sinni frá Manu-
el Ruiz de Lopera leikvangi
Betis í Sevilla.
Barcelona er sem fyrr á
toppi spænsku 1. deild-
arinnar með 60 stig að lokn-
um 23 umferðum en Real
Madríd er nú 10 stigum á
eftir Katalóníuliðinu með 50
stig í 2. sæti.
Sevilla er svo í 3. sætinu
með 41 stig. Sevilla vann góðan útisigur á Esp-
anyol í gær, 2:0 þar sem Freddy Kanoute skor-
aði bæði mörk Sevilla á síðustu 6 mínútum
leiksins. thorkell@mbl.is
Stórsigur hjá Real Madríd
Raúl
LANDSLIÐSFYRIRLIÐANUM Hermanni
Hreiðarssyni tókst að skora fyrir lið sitt,
Portsmouth annan deildaleikinn í röð þegar
Portsmouth lagði Manchester City að velli,
2:0 í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.
Glen Johnson kom Portsmouth yfir á 70.
mínútu en Hermann innsiglaði sigur sinna
manna með góðu skallamarki á 75. mínútu
leiksins þegar hann stangaði knöttinn í netið
eftir hornspyrnu. Er þetta því annar leik-
urinn í röð þar sem Hermann skorar í úrvals-
deildinni því hann skoraði einnig gegn Liver-
pool helgina á undan.
Hermann sem lék í stöðu vinstri bakvarðar
fékk fína dóma fyrir frammistöðu sína og var
meðal annars með næst-
hæstu einkunn allra að
mati lesenda íþróttavefs
BBC, með 7,38 í einkunn,
næstur á eftir Glen John-
son sem fékk einkunnina
7,73.
David James, markvörð-
ur Portsmouth, skráði nafn
sitt í sögubækur ensku úr-
valsdeildarinnar en hann
lék í sinn 536. leik í deild-
inni og komst þar með upp fyrir Gary Speed.
Portsmouth er í 15. sæti með 27 stig.
thorkell@mbl.is
Glæsilegt skallamark hjá Hermanni
Hermann
Hreiðarsson
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@mbl.is
„Loksins kom að þessu. Ég er bú-
inn að spila vel í vetur en ég hafði
samt ekkert skorað. Það var því
gaman að geta loksins glatt stuðn-
ingsmennina með því að skora
mark,“ sagði Aron Einar þegar
Morgunblaðið talaði við hann.
„Við fengum hornspyrnu og úr
henni barst boltinn einhvern veginn
til mín rétt fyrir utan vítateig eftir
smá þóf. Ég rétt kom við knöttinn
áður en hann lá í loftinu og ég
hamraði honum bara á rammann.
Þegar ég hitti boltann þá vissi ég að
hann væri á leiðinni í markið, ég
hitti hann svo vel. Ég var eiginlega
byrjaður að fagna áður en hann var
kominn alla leið í netið.“
Skemmdi ekki fyrir
„Það er alltaf gaman að skora.
En það skemmdi sko ekki fyrir,
loksins þegar fyrsta markið mitt
fyrir Coventry kom, að það skyldi
vera í líkingu við þetta og það gegn
úrvalsdeildarliðinu Blackburn á
þeirra heimavelli.
Ég sé ákveðin tækifæri í því að fá
annan leik við Blackburn og það
núna á okkar eigin heimavelli. Þeir
eru í botnbaráttu í úrvalsdeildinni
og gætu þurft að hvíla einhverja
leikmenn og einbeita sér að deild-
inni, en við komum hins vegar bara
dýrvitlausir í þennan leik staðráðnir
í að fá að taka á móti stórliði
Chelsea í næstu umferð á eftir í
bikarnum,“ en í gær var dregið í 8
liða úrslit ensku bikarkeppninnar
og ljóst að liðið sem hefur betur í
slag Coventry og Blackburn á
Rioch Arena í Coventry fær heima-
leik við Chelsea í 8 liða úrslitunum.
„Við eigum vel að geta unnið
næsta leik við Blackburn, ég er
ekki í nokkrum vafa um það,“ sagði
Aron.
Gerði veðmál við Coleman
Nýlega fékk Aron Einar að máta
glæsilegt og rándýrt úr knatt-
spyrnustjóra síns, Chris Coleman,
þar sem Aron hafði látið heillast að
úrinu. Í kjölfarið á því gerðu þeir
Aron og Coleman með sér sam-
komulag um að ef Coventry hafnar
í einu af 10 efstu sætum ensku 1.
deildarinnar þegar yfir lýkur í vor
og Aron nær að skora 5 mörk megi
Aron Einar eiga úrið.
„Þetta er skemmtilegt veðmál og
ég held ég hafi gert hann stress-
aðan þegar ég skoraði þetta mark.
Núna á ég bara fjögur eftir. Það
yrði fyndið að fá eitthvert rosalegt
úr frá knattspyrnustjóranum ofan á
allt annað í lok leiktíðar. Til þess að
vera fyrir ofan miðju í deildinni
þurfum við samt að spila alla leiki
eins og þegar við mætum þessum
úrvalsdeildarliðum í bikarkeppn-
unum. Við höfum spilað vel í þeim
leikjum en höfum núna upp á síð-
kastið verið að tapa dýrmætum
stigum í deildinni.
Næsti deildaleikur er gegn Burn-
ley og verðum að vinna hann. Von-
andi verður Jói Kalli [Jóhannes
Karl Guðjónsson] með í þeim leik.
Það er alltaf gaman að fá að taka á
honum,“ sagði knattspyrnumað-
urinn Aron Einar Gunnarsson sem
gekk til liðs við Coventry í sumar
frá hollenska félaginu AZ Alkmar.
Hirðir Aron úrið af Coleman?
Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Coventry um helgina
Mæta Chelsea á heimavelli vinnist sigur á Blackburn í síðari leiknum
Morgunblaðið/Golli
Nagli Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Coventry um helgina gegn Blackburn Rovers.
Í HNOTSKURN
»Aron Einar Gunnarsson er19 ára knattspyrnumaður
frá Akureyri.
»Hann þótti einnig liðtækurí handknattleik og lék sinn
fyrsta meistaraflokksleik í
handbolta 15 ára gamall.
»Bróðir Arons er Arnór ÞórGunnarsson, handknatt-
leiksmaður í Val.
AKUREYRINGURINN Aron Einar
Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark
fyrir Coventry frá því hann gekk til
liðs við knattspyrnufélagið í sumar á
laugardag. Var markið sannkallaður
þrumufleygur rétt fyrir utan vítateig
þar sem Aron smellti boltanum í
vinstra markhornið og jafnaði metin,
1:1, í ensku bikarkeppninni gegn
Blackburn Rovers á heimavelli Black-
burn. Leiknum lauk með jafntefli, 2:2,
og þurfa liðin því að mætast á nýjan
leik á heimavelli Coventry til að fá úr
því skorið hvort liðið komist áfram.
Rússneskaíþróttakon-
an Jelena Is-
inbajeva setti í
gær nýtt heims-
met í stang-
arstökki kvenna
innanhúss þegar
hún stökk yfir 5
metra á móti í Donetsk í Úkraínu,
sem haldið er til heiðurs Sergei
Bubka, heimsmethafa í stang-
arstökki karla.
Isinbajeva, sem er 26 ára, átti sjálffyrra heimsmetið, 4,95 metra.
Þetta er sjötta árið í röð sem hún
setur heimsmet innanhúss á mótinu
í Donetsk. Hún á einnig heimsmet
kvenna utanhúss, 5,05 metra.
Inter Mílanófór með sigur
af hólmi gegn
erkifjendum sín-
um í AC Milan,
2:1 í ítölsku A
deildinni í knatt-
spyrnu í kvöld.
Inter komst í 2:0
með mörkum Adriano og Dejan
Stankovic en Alexandro Pato lag-
aði svo stöðuna fyrir AC Milan í 2:1
og þar við sat.
Framherjinn Dean Ashton hjáWest Ham í ensku knattspyrn-
unni mun ekki leika meira með fé-
laginu á leiktíðinni vegna meiðsla á
ökkla. Hefur vinstri ökklinn verið
kappanum óþægur ljár í þúfu í gegn-
um tíðina því Ashton brotnaði á
sama ökkla haustið 2006 og var frá
meira og minna alla leiktíðina 2006-
2007.
Emil Hallfreðsson lék sinn fyrstadeildaleik með Reggina í
ítölsku A deildinni í knattspyrnu síð-
an 29. október þegar hann kom inn á
sem varamaður á 63. mínútu í
markalausu jafntefli við Palermo í
gær. Emil hefur ekki verið í náðinni
hjá þeim fjölmörgu sem stjórnað
hafa Reggina á leiktíðinni, en þar
eru tíð stjóraskipti.
Úkra-ínumað-
urinn Andriy Vor-
onin sem
stuðningsmenn
Liverpool ættu
að kannast við
var á skotskónum
um helgina þegar
hann skoraði bæði mörk Herthu
Berlínar í 2:1 sigri liðsins á Bayern
München í þýsku knattspyrnunni.
Voronin er í eigu Liverpool en var
leigður til Herthu Berlínar.
Frakkland sigraði Írland, 2:0, ívináttulandsleik kvenna í
knattspyrnu sem fram fór í Blois í
Frakklandi á fimmtudag. Franska
liðið er með því íslenska í riðli í úr-
slitakeppni EM í Finnlandi síðsum-
ars, og Ísland vann írska liðið í um-
spilinu um sæti á EM í haust.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@mbl.is
Þegar 20 mínútur voru eftir af leik Chelsea og
Watford leit út fyrir að 1. deildar lið Watford
væri á leið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppn-
innar í knattspyrnu, þar sem liðið hafði yfir 1:0
eftir mark Tamasar Priskins. Frakkinn Nicolas
Anelka hrökk þá í gang og skoraði þrennu áð-
ur en leiknum lauk og tryggði bláklædda
Lundúnaliðinu áframhaldandi
veru í keppninni.
Manchester United vann
einnig öruggan sigur á Derby
County, 4:1 þar sem Nani,
Darron Gibson, Cristiano Ro-
naldo og Danny Welbeck
skoruðu mörk United. Ever-
ton tryggði sig líka áfram
með 3:1-sigri á Aston Villa.
Öðrum leikjum lauk með
jafntefli og því ekki ljóst hver hin fimm liðin
sem leika í 8-liða úrslitum keppninnar verða.
Það er þó enn ekki klárt hvort Arsenal eða
Cardiff mætir Burnley í 16-liða úrslitum
keppninnar, því endurteknum leik Arsenal og
Cardiff í 32-liða úrslitum var frestað til dagsins
í dag.
Í gær var svo dregið um það hvaða lið mæt-
ast í 8-liða úrslitum og varð bikardrátturinn á
þessa leið:
Blackburn/Coventry – Chelsea
Swansea/Fulham – Manchester United
Cardiff/Arsenal/Burnley – Sheffield Utd./Hull
Everton – West Ham/Middlesbrough.
Er ráðgert að viðureignirnar í 8-liða úrslit-
unum fari fram laugardaginn 7. og sunnudag-
inn 8. mars.
Aðeins þrjú lið komin áfram
Chelsea, Manchester United og Everton komin áfram í ensku bikarkeppninni
FJÖGUR jafntefli litu dagsins ljós í leikjunum sjö
sem fram fóru í ensku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu um helgina og aðeins þrjú lið örugg áfram.
Nicolas Anelka