Morgunblaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.2009, Blaðsíða 30
30 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2009 Orð dagsins: Kærleikurinn er lang- lyndur, hann er góðviljaður. Kærleik- urinn öfundar ekki. (I. Kor. 12, 4.) Krossgáta Lárétt | 1 ósannindi, 4 humma fram af sér, 7 slíta, 8 yfirhöfnin, 9 blása, 11 sár, 13 þrjósk- ur, 14 arfleifð, 15 brún, 17 sund, 20 ósoðin, 22 auðugur, 23 laumum, 24 kvæðum, 25 ota fram. Lóðrétt | 1 vein, 2 fugls, 3 elgur, 4 hnipra sig, 5 kaldur, 6 korn, 10 greftrun, 12 tók, 13 sterk löngun, 15 nirflar, 16 stormhviðum, 18 fisk- ur, 19 langloka, 20 far- lama, 21 skoðun. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 haldgóður, 8 endar, 9 öflug, 10 ann, 11 dúðar, 13 nenna, 15 flekk, 18 skert, 21 inn, 22 ræður, 23 apann, 24 niðurlúta. Lóðrétt: 2 andúð, 3 dárar, 4 ósönn, 5 ullin, 6 feld, 7 ugga, 12 auk, 14 eik, 15 forn, 16 eyðni, 17 kirnu, 18 snarl, 19 efast, 20 tonn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 16. mars 1657 Miklir jarðskjálftar voru á Suðurlandi. Hús féllu víða, einkum í Fljótshlíð. „Fólkið lá við tjald eftir, en engan mann skaðaði,“ segir í Fitjaannál. 16. mars 1942 Til átaka kom á götum Siglu- fjarðar milli heimamanna og breskra hermanna. „Lenti þarna í algerum og mjög fjöl- mennum bardaga,“ eins og það var orðað í Alþýðublaðinu. 16. mars 1980 Eldgos varð á fjögurra kíló- metra sprungu frá Leirhnjúki að Gjástykki, norðan Kröflu- virkjunar. Það stóð aðeins í sjö klukkustundir en var samt tal- ið mjög öflugt. Þetta var fjórða hrina Kröfluelda, en þar gaus með hléum á árunum frá 1975 til 1984. 16. mars 1983 Reykjavíkurborg keypti stærstan hluta Viðeyjar, sem hafði verið í einkaeign, á 28 milljónir króna. Þremur árum síðar gaf íslenska ríkið borg- inni Viðeyjarstofu og Viðeyj- arkirkju. 16. mars 2008 Íslendingar léku sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu karla innanhúss, við Færeyinga í Kórnum í Kópavogi. Ísland sigraði með þremur mörkum gegn engu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Sudoku Frumstig 7 4 1 9 5 4 9 6 5 1 2 9 3 9 5 1 4 8 6 7 5 2 1 3 7 9 8 2 1 5 3 8 3 5 4 6 9 2 8 8 1 6 1 3 7 4 9 4 5 8 1 4 3 6 7 6 4 4 2 1 8 3 7 5 8 9 7 4 3 2 9 8 7 8 4 9 3 5 7 2 1 6 3 7 2 6 1 8 9 4 5 1 6 5 4 9 2 7 3 8 5 1 4 9 3 6 8 2 7 6 3 7 2 8 4 1 5 9 9 2 8 1 7 5 3 6 4 7 5 1 8 4 3 6 9 2 2 8 3 5 6 9 4 7 1 4 9 6 7 2 1 5 8 3 6 9 4 2 5 3 1 8 7 5 2 7 1 6 8 4 3 9 8 1 3 9 4 7 6 5 2 9 3 6 8 2 5 7 1 4 7 4 1 3 9 6 5 2 8 2 8 5 4 7 1 3 9 6 1 6 2 7 3 9 8 4 5 4 7 8 5 1 2 9 6 3 3 5 9 6 8 4 2 7 1 2 5 9 1 4 6 8 3 7 1 6 7 8 3 9 2 4 5 8 4 3 7 2 5 6 1 9 6 7 2 9 8 1 3 5 4 3 9 5 4 7 2 1 6 8 4 1 8 6 5 3 7 9 2 5 3 1 2 9 7 4 8 6 7 8 6 5 1 4 9 2 3 9 2 4 3 6 8 5 7 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 16. mars, 75. dag- ur ársins 2009 Víkverji dagsins er ekki einn afþeim hugmyndaríku, hann er óttalegur sleði. Oft veit hann ekki hvað hann á að skrifa um í þessum dálki, situr lengi og starir út í loftið. Með áhyggjusvip þess sem ber heiminn stöðugt á herðum sér. x x x Sumum finnst þannig hegðunreyndar mjög klæðileg og við- eigandi á þessum erfiðleikatímum. Þannig eigi að sýna samkennd með þeim sem hafa misst vinnuna, eiga ekki fyrir afborgunum eða eiga við annan vanda að stríða. x x x En er það nú örugglega rétt? Ungvinkona Víkverja velti því fyrir sér. Hún er svo heppin að vera í vinnu, launin hafa ekki verið lækkuð mikið. Kærastinn er líka í góðri vinnu og það sem meira er og það er skelfilegt að ljóstra því upp: hann hefur meira að gera og hærri tekjur en fyrir kreppu. En vinkonan var að velta fyrir sér hvernig við ættum að sýna öðru fólki samkennd. Hún er ekki sjálf í meiri vanda en svo að hún er að skipu- leggja utanlandsferð í sumar þó að hún hafi leyft sér að fara á skíði í Ölpunum í vetur. Og nýlega ákvað kærastinn að bjóða fólki heim í góð- an mat. En sagðist vera með hálf- gert samviskubit yfir því að geta leyft sér svona munað þegar margir væru í peningavanda og hvarvetna heyrðust sultarhljóð. x x x Einhvers staðar er þarna fín línasem við miðum við. Það var ósmekklegt og hlægilegt af útrás- arvíkingunum að vera stöðugt að veifa ríkidæmi sínu eins og fána, peningamontið þeirra var ekki heillandi. En hjálpum við bágstöddum með því að banna okkur sjálfum að líða vel bara eina kvöldstund eða í nokkra daga? Er það dónaskapur við þá sem eru að missa húsin sín? Ef það er svo óttast Víkverji að við endum með því að banna bros og hlátur, það gæti stuðað einhvern. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. a3 Rh6 7. b4 cxd4 8. cxd4 Rf5 9. Bb2 Be7 10. Bd3 a5 11. b5 Rcxd4 12. Rxd4 Rxd4 13. Rc3 Rf5 14. Bxf5 exf5 15. Rxd5 Dd8 16. b6 O-O 17. Rc7 Hb8 18. Db3 Bd7 19. O-O Bc6 20. Had1 Dc8 21. e6 a4 22. Da2 f4 23. Hfe1 Kh8 24. Da1 f6 25. f3 Hd8 26. Dc1 Hd6 27. Hxd6 Bxd6 28. e7 Dg8 Staðan kom upp fyrir skömmu í efstu deild þýsku deildarkeppninnar. Hollenski stórmeistarinn Jan Smeets (2.601) hafði hvítt gegn Þjóðverjanum Wladimir Schilow (2.410). 29. Dxc6! bxc6 30. e8=D hvítur er nú manni yfir og með léttunnið tafl. Framhaldið varð eftirfarandi: 30… Hxb6 31. Bd4 Hb8 32. Dxc6 Bxa3 33. Dxa4 Bd6 34. Dc6 Bb4 35. He8 Hxe8 36. Dxe8 Dxe8 37. Rxe8 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Harðsóttur slagur. Norður ♠K106 ♥874 ♦1052 ♣D1053 Vestur Austur ♠D8432 ♠Á975 ♥K9 ♥DG ♦G9 ♦D764 ♣ÁG87 ♣962 Suður ♠G ♥Á106532 ♦ÁK83 ♣K4 Suður spilar 3♥. Íslandsmeistarinn Ómar Olgeirsson mundi ekki eftir neinu töfraspili hjá þeim félögum úr mótinu, „en ég man vel eftir snilldarvörn Jóns Alfreðs- sonar á móti okkur“. Ómar var í hinu óvirðulega hlutverki blinds í norður. Júlíus Sigurjónsson vakti á 1♥ í suður, Jón kom inn á 1♠, pass hjá Ómari og Eiríkur Jónsson lyfti í 2♠. Júlíus do- blaði til úttektar og Ómar hrökklaðist í 3♥. Allir pass. Útspilið var smár spaði, lítið úr borði og ás. Eiríkur skipti yfir í tígul, ásinn upp og lúmskur lauffjarki að blindum. En Jón lét ekki plata sig, rauk upp með ♣Á og spilaði ♦G. Júlíus drap, lagði niður ♥Á … og Jón henti KÓNGNUM undir. Eiríkur komst þar með inn á síð- ara hjartað og gat tekið harðsóttan tíg- ulslaginn og haldið sagnhafa í sléttu spili. Sem var nánast toppur í AV. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Tilviljunin sem þú verður fyrir núna, er reyndar engin tilviljun. Skyldan kallar svo þú þarft að gera þitt besta í stöðunni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Notaðu hvert tækifæri til þess að ræða hugðarefni þín við vini þína. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú festir kaup á einhverju. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það skiptir höfuðmáli að þú finnir jafnvægi milli starfs þíns og einkalífs. Vertu opinn fyrir nýjum tækifærum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ekki taka mikilvægar ákvarð- anir í vinnunni í dag. Skýr markmið, áætlun og lagni gefa þér byr undir báða vængi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Vonir þínar og framtíðardraumar eru þér ofarlega í huga þessa dagana. Ný nálgun á fortíðina gæti hjálpað þér við að ná betri tökum á nútíðinni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það gengur ekki að krefjast at- hygli annarra og hafa svo ekkert bita- stætt fram að færa. Veittu þínum nán- ustu og kærustu athygli. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu opinn og þú gætir rekist á nýja hlið á sjálfum þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú færð óvænt tækifæri til að sanna hæfileika þína. Vei sé þeim sem voga sér að komast undan samkomulagi sem þeir hafa gert við þig. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Athyglin beinist að þér í dag, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Með allt á hreinu geturðu notið lífsins áhyggjulaus. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Hafðu það í huga að allar fjarvistir taka sinn toll þegar þú ráð- stafar tíma þínum. Hrífandi fólk verð- ur á vegi þínum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er hægt að leiða öðrum sannleikann fyrir sjónir án þess að beita ofbeldi. Dragðu það fram eftir degi að taka ákvarðanir. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér finnast aðrir vera of að- gangsharðir við þig og það er í góðu lagi að loka á aðra um stund. Betur sjá augu en auga. Stjörnuspá BERGLIND Inga Gunnarsdóttir grunnskólakenn- ari er 25 ára í dag. Berglind tók reyndar forskot á sæluna og hélt upp á afmælið á föstudag með því að bjóða nánustu vinum í mikla veislumáltíð. „Ég veit ekki hvar við verðum á næsta ári, þannig að mig langaði til að nýta tækifærið og smala öllum saman á meðan ég get það,“ segir Berglind. Einn eftirminnilegasta afmælisdaginn skipulagði hún þó ekki sjálf. „Ég var bara unglingur og þetta var á mánudegi svo ég hafði ekki ætlað að halda neitt upp á það. Þegar ég kom heim úr bíó tók ég strax eftir því að eitthvað var öðru vísi en venjulega og ætlaði varla að þora inn, en þá höfðu vinkonurnar bakað köku handa mér og falið sig inni í þvottahúsi.“ Berglind er menntaður kennari og segir að sennilega hafi hún fundið köllun sína, a.m.k. hafa málin þróast þannig að hún eyðir næstum öllum sólarhringnum inni í skólabyggingum af ýmsu tagi, því samhliða því að kenna 3. bekk í grunnskóla kennir hún 10-12 ára stelpum djassballett í JSB, auk þess að vera sjálf í dansnámi. „Það er ekki alveg það sama að kenna stærðfræði og dans,“ segir Berglind sem viðurkennir að það taki á að gefa svona mikið af sér allan daginn, en hún njóti þess þó virkilega að sinna kennslunni. Berglind Inga Gunnarsdóttir kennari, 25 ára Veit ekki hvað verður að ári Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.