Eskfirðingur - 10.06.1934, Blaðsíða 2

Eskfirðingur - 10.06.1934, Blaðsíða 2
2 ESKFIRÐINGUR maður í hans stað lögmætri kosningu. — Og með því að sjálfsagt þykir, kostnaöar vegna o. fl., að kosn- ing manns f hreppsnefnd Eski- fjarðarhrepps, í stað Páis Magn- ússonar, sem fengið hefir lausn frá starfanum, verði látin fram fara við reglulega hreppsnefndar- kosningu í Eskifjarðarhreppi, sem fram á að fara 10. júní næst- komandi, úrskurðast: % Við reglulega hreppskosningu til hreppsnefndar Eskifjaröar- hrepps, sem fram á að fara 10. júní 1934, skal einnig kjósa hreppsnefndarmann í stað Páls Magnússonar, hreppsnefndar- manns, sem fengið hefir iausn úr hreppsnefndinni. Skrifstofu Suður-Múlasýslu, hinn 9. maí 1934 Páll Jónsson. Svona hljóðar þá úrskurður- inn. { hreppsnefnd bar að kjósa 6 menn. En á fundi hreppsnefnd- ar, sem haldinn var þann 14. maí, var samþykt aö taka úr- skurðinn ekki til greina og láta fara fram kosningu á aðeins 5 mönnum, — af einskærri ást til lýðræðisins! Þeir hreppsnefndar- menn, sem á þessum fundi mættu, voru: Arnfinnur Jónsson, Ingólf- ur Einarssön,, Páll Magnússon og Ólafur H. Sveinsson. í sambandi við þessa síðustu samþykt, er vert að gera sér grein fyrir því, hvert er erindi Páls Magnússonar í hreppsnefnd- ina aftar. Veröur það einna best gert með því, að minnast nokk- urra atburða, sem gerst hafa og Páll Magnússon er nefndur í sambandi viö. Mönnum er enn í fersku minni, að Páli Magnús- son samdi af hreppnum útsvar eins af tekjuhæstu efnamönnum, búsettum á staðnum. Páll hefir heldur ekki gleymt þvl. En sjálf- ur ber hann útsvar við síðustu niðurjöfnun, í hlutfalli viö aðra gjaldendur hreppsfélagsins. Þá mundi hann best eftir hinum út- svarslausa, og fór í mál við Eskifjarðarhrepp, til þess að losna við að greiða útsvariö — af umhyggju fyrlr velferð hrepps- ins! Menn geta að gamni sínu borið þessar gjörðir saman við þær skyldur, sem sveitarstjórnar- lögin laggja hreppsnefndarmönn- um á herðar og þá átta menn sig fijótlega á því, hvort ekki hafi veriö rétt af ofangreindum hreppsnefndarmönnum aö eiga ekkert á hættu með því, að vera að leggja þaö í vald kjósenda, hvort þeir vildu hafa Pál Magn- ússon í hreppsnefnd eða ekki. Þegar þessum samanburöi er lokið, þá minnast menn réttind- anna, sem frá þeim voru tekin og mannanna sem það gerðu. En sérstaklega ættu menn ekki aö gleyma »verkalýðsforingjan- um“ svokallaða með tilhlýðilegri hrifningu og ætti engan að furða á því, þótt hann svitni stundum Eskifjörður. —o— Inn af Reyöarfiröi fagur fjörður blasir móti sýn, girtur fjöllum himinháum, — hér er æskubygðin mín. Hér ég ár mín unað hefi ætíð best við faðminn þinn. Eskifjörður er og verður altaf besti staðurinn. Þó mörgum finnist fjöll þín vera fremur nakin, brött og há, finst mér þessi fjallahringur feykimikiö skjól oss ljá. Þ6 aö margur maöur segi, mikið byrgja fjöllin sól, fins mér þau á vondum vetrl veita okkur talsvert skjól. Nú er eins og sundrung sýnist sækja fram á þessum staö, fjöldinn saman vill ei vinna velferö þinna ntála að. Ef að þessu áfram miðar, og enginn virðir sóma þinn, lengur er þá Eskifjörður ekki besti staðurinn. Þínu’ und merki göngum glaðir, gæfu að þinni stuðli hver; reynum öllum gott að gera, glæöum það sem fagurt er; látum okkar verkin, vinir, varpa ljóma um dal og hól. Lifi og auögist Eskifjörður, okkar kæra höfuðból. Árni Helgason. í sérgæðingslegri baráttunni fyrir „auknum réttindum" fólksins. Eftir að atvinnumálaráðuneytinu haföi verið símað um aðgeröir hreppsnefndar í máli þessu, barst sýslumanni svohljóðandi sím- skeytii „Tilkynniö hreppsnefnd, að ráðuneytið telji úrskurö yöar um hreppsnefndarkosn- ingarnar án efa réttan. Sá, sem hefir fengið lausn úr hreppsnefnd, getur ekki f hana komist nema meðkosn- ingu. Ef hreppsnefndin hag- ar sér ekki eftir úrskurði réttra yfirvalda, bakar hún sér refsiábyrgö. Látið ráðu- neytið vita hvað hrepps- nefndin gerir f þessu.“ Eftir móttöku skeytisins hélt hreppsnefndin fund, þar sem hún samþykti aö taka á sig refsi- ábyrgöina. Hvert stefnir? Eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu, eru allar eign- ir Eskifjarðarhrepps 1 niðurníðslu. Verkefni hinnar nýju hreppsnefnd- ar eru mörg. En ekkj skal farið út í þaö í þetta sinn, aö gera heildargreinargerð fyrir því, hvern- ig þau verða leyst. þó verður 1) að koma fátækramálunum í þaö horf, sem tryggir þurfa- Til lesenda. —o— Eitt af mörgu, sem ábótavant er hér á Eskifirði, er þaö, aö ekkert blað skuli vera gefið hér út, þar sem menn geta rætt við- fangsefnin á opinberum vettvangi. Er enginn vafi á því, að margt væri hér ööruvísi, en nú er, ef misfellurnar í opinberuin rekstri hefðu verið birtar í opinberu málgagni og þá jafnhliða vísað leið í réttari átt. Ekki er unt í þessu fyrsta blaði „Eskfirðings", að segja um það, hvemig hagað verði útkomu hans, því framtíð hans er ennþá í óvissu. Og aö þessu sinni lætur hann aðeins til sín taka hreppsmálin í Eskifjaröarhreppi í sambandi við kosningarnar sem fram eiga að fara í dag. En ef „Eskfirðingi“ auðnast lengra líf, þá mun hann einnig hafa nokkur afskifti af landsmálunum, án þess aö vera nokkrum háöur 1 því efni, öör- um en útgefandanum. — Að svo mæltu færir „Eskfirð- ingur“ lesendum sínum kveðjur og árnaðaróskir útgefandans. E. Bj. mönnum hreppsins nauö- synjar til framfærslu sér og sínum, á öllum tímum árs og hvenær sem þeir þurfa að leita styrks. 2) að byggja upp traust hrepps- ins á sjúkrahúsum landsins, svo að hindrunarlaust sé hægt að veita sjúkum héðan þá aðstoð, sem þörf er á. 3) að færa Hólmaræktun eftir föngum 1 það horf, sem tryggir einstaklingum hrepps- félagsins það gripafóður, sem þeim er nauðsynlegt. 4) að vinna að því af fremsta megni, að ný rafstöð verð: bygð, sem veitt geti þorps- búum öllum nægan straum til ljósa og suðu. 5) að stofna sjóð tll þess að > byggja eins fljótt og auðið er fullkomið skólahús. 6) að stuðla að því að sund- laugin veröi fullgerö sem fyrst. 7) að endurbæta vegina og byggja nýja, þar sem*þeirra er þörf. 8) að efla Hafnarsjóð svo, aö hann geti náð því takmarki, sem honum er sett. 9) að greiða í Byggingarsjóð það fé, sem lög mæla fyrir um, til byggingar verka- mannabústaða. 10) og síðast, en ekki síst, að rétta við fjárhag hreppsins með gætilegum fjármálaráð- stöfunum og byggja upp traust á hreppsfélaginu.útávið og innávið. Því takmarki, s«m hér aö fram- « n hefir verið lýst, verður aðeins náö með því, að kjósa A-Iistann. Kosningarathöfnin (dag. Eskfiröingar! í dag eigið þér að gera út um það, hvort hreppi ykkar á að stjórna áfram klíka sú, sem undanfarin ár hefir þar fariö með völd, með þeim af- leiðingum fyrir hreppsfélagið, sem ykkur aru þegar kunnar og sama áframhaldi, eöa hvort breyta eigi nú til batnaðar og felaþeim mönnum forustuna í hreppsmál- unum, sem líklegastir eru til og fullan vilja hafa á að hefja Eski- fjörð úr þeirri niðurlægingu, sern nú er búið að koma honum í. ( dag eigið þér að kjósa: 1 mann til 3ja ára í hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps. Við þá kosn- ingu hafa komið fram 3 listar, sem merktir eru A, B og C. — A-listinn lítur þannig út: A-listi Kristján Tómasson >á verður yður afhentur ann- ar seðill og á honum eigið þér aö kjósa 4 menn til 6 ára í hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps. Á þessum kjörseðli eru 4 listar, merktir A, B, C og D. — A-list- inn ei þannig skipaður: A-listi Eiríkur Bjarnason Eyjólfur Magnússon Ingólfur Hallgrímsson Þorsteinn Snorrason Þá verður yður afhentur þriðji kjörseðillinn, og að honum eigið þér aö velja 2 aðalmenn og 2 varamenn í skólanefnd. Á þess- um seðli eru 3 listar: A, B og C. A-listinn er þannig: A-listi Aðalmenn: Friðrik Árnason Björg Jónasdóttir Varamenn: Hallgrfmur Guðnason Guðni Jónsson Kjósendur þelr, sem greiða þessum listum atkvæði, gera þaö með því, að setja kross (X) fyr- ir framan A, þannig: X A-listi Fjölmennum á kjörstað í dag og greiðum A-list- unum atkvæði. — Sýnum áhuga fyrir vexti og af- komu Eskifjarðarhrepps. En úrslit kosningarinnar geta oltið á einu atkvæði — YÐAR atkvæði, kjós- andi góður! Ábyrgöarmaður: Eiríkur Bjarnason. Prentsmiðja Sig. Þ. Guðinundssonar.

x

Eskfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eskfirðingur
https://timarit.is/publication/761

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.