Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
HANDKNATTLEIKUR
Ísland – Sviss 32:26
Austurberg, vináttulandsleikur kvenna,
miðvikudaginn 20. maí 2009:
Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 3:3, 6:4, 7:5, 10:6,
10:10, 13:12, 14:12, 16:14,19:14, 19:16,
20:16, 22:17, 24:18, 26:19, 27:20, 29:22,
29:23, 31:24, 31:26, 32:26.
Mörk Íslands: Stella Sigurðardóttir 6, Sól-
veig Lára Kjærnested 5, Elísabet Gunn-
arsdóttir 5, Rakel Dögg Bragadóttir 4,
Sunna Jónsdóttir 3, Ásta Birna Gunnars-
dóttir 3, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3, Kristín
Clausen 2, Ragnhildur Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Berglind Hansdóttir 14, þar af
2 til mótherja. Heiða Ingólfsdóttir 3.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Sviss: Jaqueline Petrig 6, Annick
Bosshart 5, Anglea Dolder 4, Azra Musta-
foska 3, Sonja Bachmann 2, Vicky Theodo-
ridis 2, Annina Ganz 2, Nicole Dinkel 1,
Josipa Bundovic 1.
Varin skot: Nadja Rossi 20, þar af 3 til
mótherja.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sig-
urjónsson. Ágætir, en svolítið mistækir.
Áhorfendur: 110.
Þýskaland
Lemgo – Balingen ............................... 33:29
Staðan:
Kiel 32 30 1 1 1146:896 61
Hamburg 32 24 1 7 1012:861 49
R.N. Löwen 31 22 2 7 1025:898 46
Lemgo 32 22 1 9 980:876 45
Flensburg 31 20 2 9 1013:885 42
Göppingen 31 19 2 10 937:845 40
Magdeburg 31 18 2 11 890:837 38
Gummersbach 32 17 4 11 988:936 38
Nordhorn 32 19 3 10 1004:920 37
Melsungen 31 13 1 17 1000:1013 27
Füchse Berlin 31 11 4 16 919:938 26
Grosswallstadt 31 11 2 18 942:935 24
Wetzlar 31 9 3 19 842:890 21
Minden 31 10 1 20 831:931 21
Balingen 32 9 3 20 895:951 21
Dormagen 31 5 5 21 775:939 15
Stralsunder 31 2 2 27 746:1078 6
Essen 31 1 1 29 773:1089 3
KNATTSPYRNA
UEFA bikarinn, úrslitaleikur:
Werder Bremen – Shakhtar Donetsk.. 1:2
Luiz Adriano 25., Jadson 97. – Naldo 35.
Svíþjóð
1. deild
Sundsvall –Vasalund ............................... 2:0
Hannes Þ. Sigurðsson lék allan tímann
með Sundsvall en Ari Freyr Skúlason var
ekki í leikmannahópnum. Sundsvall er í
þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eins
og Jönköpings en Mjällby er efst með 17
stig.
Ítalía
Lazio – Reggina....................................... 1:0
Mauro Zárate 26.
Emil Hallfreðsson sat á varamanna-
bekk Reggina allan leikinn en liðið féll úr
A-deildinni með þessum úrslitum.
Staðan:
Inter Mílanó 36 24 9 3 65:27 81
AC Milan 36 21 8 7 66:32 71
Juventus 36 19 11 6 64:37 68
Fiorentina 36 21 4 11 52:35 67
Genoa 36 17 11 8 49:36 62
Roma 36 16 9 11 58:57 57
Palermo 36 17 4 15 53:46 55
Udinese 36 15 9 12 53:46 54
Cagliari 36 14 8 14 45:43 50
Lazio 37 15 5 17 46:53 50
Atalanta 36 13 7 16 40:42 46
Sampdoria 36 11 11 14 45:48 44
Napoli 36 11 10 15 39:42 43
Siena 36 12 7 17 32:40 43
Catania 36 11 7 18 37:47 40
Chievo 36 8 13 15 35:46 37
Torino 36 8 10 18 33:55 34
Bologna 36 8 9 19 40:61 33
Reggina 37 6 12 19 29:61 30
Lecce 36 5 14 17 35:62 29
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrslit vesturdeildar:
LA Lakers – Denver Nuggets ........105:103
Staðan er 1:0 fyrir Lakers.
í dag og kvöld
KNATTSPYRNA
1. deild karla:
Eskifjarðarvöllur: Fjarðabyggð – ÍA.14.00
Leiknisvöllur: Leiknir R. – KA...........16.00
2. deild karla:
Skeiðisv.: BÍ/Bolungarv. – KS/Leift...14.00
Boginn: Magni – Höttur.......................14.00
Sauðárkróksv.: Tindastóll – ÍH/HV ...14.00
Gróttuvöllur: Grótta – Hamar.............14.00
Njarðtaksvöllurinn: Njarðvík – Hvöt.14.00
Garðsvöllur: Víðir – Reynir S..............14.00
3. deild karla:
Leiknisvöllur: Afríka – Ýmir ...............14.00
Sindravellir: Sindri – Léttir ................14.00
Selfossvöllur: Árborg – Ægir ..............14.00
Bessastaðav.: Álftanes – Þróttur V. ...14.00
Helgafellsvöllur: KFS – Augnablik ....14.00
Leiknisvöllur: KB – KFR ....................20.00
Varmárvöllur: Hvíti r. – Skallagrímur
.................................................................14.00
KR-völlur: KV – Berserkir ..................14.00
Kórinn: KFK – KFG ............................14.00
Árskógsv.: Dalvík/Reynir – Huginn ...14.00
Húsavíkurv.: Völsungur – Einherji ....14.00
GUÐMUNDUR Ágúst Ingvarsson hefur ákveðið að
draga framboð sitt til forseta Alþjóðahandknatt-
leiksambandsins, IHF, til baka en Guðmundur
ákvað í byrjun mars að sækjast eftir embættinu.
,,Það er af persónulegum ástæðum sem ég hef
ákveðið að hætta við. Ég sé ekki fram á að hafa tíma
til eða fé til að sinna þessu. Maður þarf að vera í út-
löndum í 150-200 daga á ári og það gengur ekki á
meðan maður er í öðru og svo er lokaspretturinn í
svona kosningabaráttu mjög dýr. Ég renndi
kannski blint í sjóinn þegar ég ákvað að bjóða mig
fram að því leyti að gerði mér ekki alveg grein fyrir
því hvað þetta kallaði á mikla fjarveru,“ sagði Guð-
mundur við Morgunblaðið í gær hann steig niður úr
stól formanns HSÍ fyrir skömmu eftir að hafa gegnt
því starfi í 13 ár.
Þing IHF verður haldið í
Egyptalandi í byrjun júní og nú
eftir að Guðmundur er hættur
við eru tveir eftir í baráttunni um
forsetaembættið, núverandi for-
maður, Hassan Moustafa frá
Egyptlandi, og Jean Kaiser
frá Lúxemborg.
Guðmundur var hvattur af
fjölmörgum aðilum til að bjóða
sig fram en megn óánægja hefur
ríkt á meðal Evrópuríkja og
einnig innan Handknattleikssambands Eyjaálfu
með störf núverandi forseta. ,,Ég kannski tek þenn-
an slag síðar,“ sagði Guðmundur sem flytur inn
ítölsku bílana Fiat og Alfa Romeo. gummih@mbl.is
Guðmundur dró framboð sitt til baka
Guðmundur Ágúst
Ingvarsson
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
trausti@mbl.is
Það var greinilegt að nokkur þreyta
hrjáði leikmenn Sviss í gær sem virt-
ust aldrei finna taktinn gegn sterkri
vörn Íslands, sérstaklega í síðari hálf-
leik. Ísland hafði alltaf forystu í leikn-
um, en stelpurnar virkuðu frekar
daufar í fyrri hálfleik. Í stað þess að
keyra yfir þær svissnesku í stöðunni
10:6, hleyptu þær andstæðingnum aft-
ur inn í leikinn. Eitthvað hefur Júlíus
Jónason þjálfari sagt við þær í hálf-
leik, því allt annað lið mætti til síðari
hálfleiks. Þá var vörnin miklu þéttari
og mörkin skiluðu sér úr hraðaupp-
hlaupum. Var þetta stærsti sigur Ís-
lands í þessum þremur leikjum, en
hinir tveir höfðu báðir unnist með
tveimur mörkum. Júlíus þjálfari var
ánægður með sigurinn, en segir liðið
hafa skort þann hraða sem hann vill
sjá liðið spila á.
Vantaði meiri hraða í liðið
„Þetta var nú nokkuð ljóst allan
leikinn, það var meiri þreyta hjá Sviss,
enda vorum við með stærri hóp og ég
keyrði á fleiri leikmönnum. Samt var
hálfgerð deyfð yfir leiknum, við leyfð-
um þeim að draga okkur niður í hæg-
ari takt í stað þess að valta yfir þær.
En ég er ánægður með að hafa leyst
þessa framliggjandi vörn hjá þeim,
það eru ekki mörg lið sem spila slíka
vörn og við höfum áður lent í vand-
ræðum með hana. Þegar á heildina er
litið í þessum leikjum er ég ánægð-
astur með að sjá reynsluminni leik-
mennina á borð við Heiðu Ingólfs-
dóttur, Hörpu Sif Eyjólfsdóttur og
Þorgerði Atladóttur komast vel frá
sínu. Nú veit ég betur stöðuna á þeim
og get prófað fleiri uppstillingar fyrir
haustleikina. Óánægðastur er ég með
hraðann í leikjunum, sem mér fannst
ekki nægilega mikill af okkar hálfu.
Við eigum að spila hraðar. En það má
ekki gleyma því að Hanna G. Stef-
ánsdóttir og Anna Úrsúla Guðmunds-
dóttir eiga eftir að koma aftur inn eftir
meiðsli, þannig að þær munu styrkja
hópinn frekar,“ sagði Júlíus.
Þurfa að slípa sig betur til
„Ég er ánægð með þessa þrjá sigra
en mér finnst íslenska liðið ekki alveg
nægilega vel slípað saman, bæði í vörn
og sókn. Þetta batnaði þegar á leið, en
það vantar enn uppá samspilið hjá
okkur, sem kemur með æfingunni. Við
erum ekki búnar að vera mikið saman,
og því frábært að fá þessa leiki gegn
Sviss og svo Portúgal, sem eru þó mun
sterkari en Sviss. Við þurfum því að
gera okkar allra besta og bæta leik
okkar ef við ætlum okkur að vinna þá
leiki,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir,
fyrirliði Íslands í gær.
Guido Frei, þjálfari Sviss, sagði
leikinn í gær þann slakasta af leikj-
unum þremur gegn Íslandi. „Við vor-
um í vandræðum með hraðann hjá ís-
lendingunum. Leikur tvö var sá besti
af okkar hálfu, en leikurinn í kvöld var
sá slakasti. Liðið var orðið þreytt og
gerði allt of mikið af mistökum. Það
vantaði fjóra sterka leikmenn í liðið,
en við getum dregið góðan lærdóm af
þessum leikjum,“ sagði Guido í gær.
Morgunblaðið/Ómar
Ákveðin Elísabet Gunnarsdóttir skorar eitt marka sinna í leiknum gegn Sviss í gær, en hún gerði alls fimm í leiknum.
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í hand-
knattleik vann í gær þriðja og síðasta
æfingarleikinn gegn Sviss á jafn-
mörgum dögum, 32:26, en leikið var í
Austurberginu í Breiðholti. Vann því Ís-
land alla leikina gegn Sviss en næsta
verkefni liðsins eru tveir æfingaleikir
gegn Portúgölum ytra, í byrjun júní,
sem er liður í undirbúningi liðsins fyrir
undankeppni EM í haust.
„Vantar enn uppá
samspilið hjá okkur“
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lagði Sviss í gær
SAMNINGAR eru á lokastigi við Patrek Jóhann-
esson og Atla Hilmarsson um að þeir haldi áfram
að þjálfa karla- og kvennalið Stjörnunnar í hand-
knattleik á næsta tímabili að því er Þór Jónsson,
formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar,
sagði við Morgunblaðið í gær.
Undir stjórn Patreks náðu Stjörnumennn að
halda sæti sínu í N1-deildinni eftir að hafa borið
sigurorð af Aftureldingu í úrslitaleikjum um laust
sæti í deildinni. Stjörnukonur hömpuðu Íslands-
meistaratitlinum undir stjórn Atla eftir sigur á
Fram í úrslitaeinvígi en Atli tók við liðinu snemma
á tímabilinu eftir að Ragnar Hermannsson ákvað
að segja upp störfum.
,,Patrekur og Atli verða áfram í þjálfarastöð-
unum. Það er bara formsatriði að ganga frá mál-
Patrekur og Atli áfra
Emil Hall-freðsson og
félagar hans í
Reggina féllu úr
ítölsku A-
deildinni í knatt-
spyrnu í gær þeg-
ar liðið tapaði fyr-
ir Lazio, 1:0, á
ólympíu-
leikvanginum í Róm. Emil sat á
bekknum allan tímann en leiknum
var flýtt þar sem úrslitaleikur Man-
chester United og Barcelona í
Meistaradeildinni fer fram á sama
velli í næstu viku.
Vignir Svavarsson skoraði 2 afmörkum Lemgo þegar liðið
sigraði Balingen, 33:29, í þýsku 1.
deildinni í handknattleik í gærkvöld.
Logi Geirsson er enn frá í liði Lemgo
vegna meiðsla. Lemgo er í fjórða
sæti deildarinnar, er stigi á eftir
Guðjóni Val Sigurðssyni og sam-
herjum hans í Rhein-Neckar Löwen.
Florentina Stanciu markvörðurÍslandsmeistara Stjörnunnar
mun leika áfram með Garðabæjarlið-
inu. Þór Jónsson formaður hand-
knattleiksdeildar Stjörnunnar sagði
við Morgunblaðið í gær að þriggja
ára samningur með endurskoðunar-
ákvæði væri í undirbúningi við Flo-
rentinu. ,,Það er búið að gera samn-
ing við hana með fyrirvara um
samþykki aðalstjórnar en það er
bara formsatriði,“ sagði Þór.
Skoski tenni-skappinn
Andy Murrey,
sem er stigahæsti
tennisleikari
Bretlands og
þriðji á heimslist-
anum, tapaði fyr-
ir Paul Henry frá
Frakklandi í Gui-
not Mary Cohr-mótinu í París í gær í
þremur settum, 4:6, 7:6, 8:10. Hann
keppir næst á Opna franska meist-
aramótinu í næstu viku, sem fram
fer á Roland Garros í París.
Bandaríski kylfingurinn PhilMickelson varð fyrir persónu-
legu áfalli í gær þegar í ljós kom að
eiginkona hans hafði greinst með
brjóstakrabbamein. Hefur Mickel-
son dregið sig úr bandarísku PGA
mótaröðinni vegna þessa. Mickelson
er annar á heimslistanum yfir bestu
kylfinga heims, hefur unnið tvö
Masters-mót, og vann PGA mótaröð-
ina árið 2005.
Breski hjólreiðamaðurinn MarkCavendish sigraði í 11. legg
hjólreiðakeppninnar Giro d’Italia í
gær, en hjóluð var 214 km leið frá
Tórínó til Arenzano. Í heild-
arkeppninni er Ítalinn Dani Di Luca
fyrstur, einni mínútu og 20 sek-
úndum á undan Denis Menchov frá
Rússlandi. Ástralinn Michael Ro-
gers er þriðji.
Fólk sport@mbl.is