Morgunblaðið - 31.07.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.07.2009, Blaðsíða 20
Mýtur, kerlingabækur,flökkusögur, bábiljur,goðsagnir, hégiljur,kreddur, hindurvitni og hjátrú. Hvað er satt og hvað er ósatt? Sór Barack Obama embættis- eið við Kóraninn? Dó Marlboro-mað- urinn úr lungnakrabbameini? Eru engin Nóbelsverðlaun í stærðfræði því eiginkona Alfreds Nobel hélt við stærðfræðing? Á vefsíðunni snopes.com er viða- mikið safn ýmiskonar sagna sem ýmist eru staðfestar eða hrakt- ar, oft með ítarlegum hætti. Síð- an er áhugaverð og skemmti- leg lesning en rétt er að vara fólk við: Hún er mikill tímaþjóf- ur. Satt  Notaðar nærbuxur japanskra skóla- stúlkna eru seldar í sjálfsölum þar í landi.  Coca-Cola innihélt upprunalega kókaín.  Charlie Chaplin tap- aði eitt sinn í Chaplin- eftirhermukeppni.  Þingið í Texas sam- þykkti árið 1971 þings- ályktunartillögu um að heiðra hinn meinta fjöldamorðingja, the Bostor Strangler.  Símtöl á kostnað viðtakanda (col- lect-símtöl) eru flest á feðradaginn í Bandaríkjunum. Ósatt  Júlíus Sesar er höfundur upp- skriftarinnar að Sesar-salati.  McDonald’s er heimsins stærsti kaupandi kúaaugna.  Ronald Reagan var fyrsta val í hlutverk Rick Blaine í Casablanca  Í Vatíkaninu er stærsta klámsafn heims. Snápur? Ýmissa grasa kennir á vef- síðunni Snopes þar sem sannleiks- gildi ýmissa missannra „stað- reynda“ er skoðað ofan í kjölinn. Hindurvitni hrakin og staðfest Á vefsetrinu www.Snopes.com má sóa tíma sínum í óhefðbundinni fróðleiksleit JACK Live Summer Festival verður haldið í garðinum á Dillon Rokkbar um helgina. Vísar nafn hátíðarinnar í Jack Daniels en í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar segir að í huga tónlistarmanna sé ekkert merki sem passi betur við tónlist. Þetta er í annað skiptið sem hátíð- in er haldin en í ár munu m.a. koma fram Dr. Spock, Agent Fresco, Brain Police, Dikta, Bróðir Svartúlfs og Sól- stafir. Öllu verði verður stillt í hóf í takt við þjóðfélagsástandið. Helg- arpassinn kostar 2.500 kr., stakt kvöld 1.500 kr. og að auki verða til- boð á drykkjum og mat. Miðasala er á Dillon, í Skífunni á Laugavegi og á midi.is. Dr. Spock Hljómsveitin mætir og gulu uppþvottahanskarnir fylgja með. Sumarhátíð á Dillon Rokkbar 20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2009 LANGAR þig til þess að láta gott af þér leiða og gefa nokkra þúsundkalla í gott málefni? Hvernig væri til dæm- is að styrkja bandaríska góðgerða- sjóðin Barnaslátrun? Ekki svo heillandi nei? Sérðu eftir því að hafa sleppt Hró- arskeldu í ár? Af hverju ekki bara að gleyma peningaleysinu um stund og fara á Hollenska skítafestivalið? Ekki nei, er það virkilega? Þetta er reyndar allt saman á mis- skilningi byggt, en hætt er við því að vefslóðir góðgerðasamtakanna Children’s Laughter (www.children- slaughter.com) og tónlistarhátíð- arinnar Hollands Hit (www.holland- shitfestival.nl) geri suma afhuga því sem þar stendur að baki. Heimasíður eru nauðsynlegar flestum fyrirtækjum, samtökum og einstaklingum sem vilja koma sér á framfæri en geta jafnvel gert illt verra ef vefslóðin er vanhugsuð. Hér eru nokkur fleiri dæmi: www.therapistschoice.com -Selur sjúkravörur...eða? www.firsbaptistcumming.org -Vafasöm kirkja...í bænum Cumming www.choosespain.com -Sársaukafull sumardvöl á Spáni Og að lokum ein íslensk.... www.suzukibilar.is -Viltu kaupa bíla sem bila? Á tvíræðum slóðum... Kvöl á Spáni Er þetta Spánarfríið sem þú vildir? „ÉG var hjá Önnu um helgina. á laugardag- inn var pizza og ís. Já og negra- kossar. Svo fórum við í kínverskt box og hástökk. Svo sváfum við inni í stofu. Morguninn eftir fór- um við upp á Reykjalund að heimsækja afa þeirra. Það var mjög gaman. Við fórum í þrekhjól, hjóla- stól, lyftulistir og margt fleira. Svo reyndum við að brjóta upp lás á hliði á leikskóla og fórum í hjó- latúr.“ Vá hvað þetta var skemmtilegur dagur. Eða hann hljómar allavega þannig, miðað við hvernig ég lýsi honum í dagbókinni minni þegar ég var 10 ára. Þá vorum við skikkuð til að halda dagbók í skólanum til að efla ritfærni og tjáningarþroska eða eitthvað í þá áttina. Núna er ég þakklát fyrir það því þessar dag- bókarfærslur eru ómetanleg heimild um lífið sem var þegar helginni var reddað með því að draga allar dýnur úr rúmunum til að fara í kínverskt box og meira að segja spítalaheimsóknir voru fjör af því það var svo gaman að djöflast í hjólastólunum á gólfdúknum. Ég sakna þess tíma stundum. Til dæmis þegar ég fæ bréf frá Tollstjóranum í Reykjavík sem ég skil ekkert hvað þýðir annað en að ég muni tapa peningum af reikningnum mínum. Eða þegar bifreiðagjöld, óhjá- kvæmileg kaup á nýjum rafgeymi og hraðasekt koma í bakið á mér allt í sömu vikunni. Ekki svo að skilja að lífið hafi verið al- gjörlega áhyggjulaust við 10 ára aldurinn, alls ekki. Ég man til dæmis að ég átti oft í miklu sál- arstríði fyrir háttinn því ég gat ekki ákveðið hvort ég átti að hafa dyrnar lokaðar, ef kvikna skyldi í húsinu um nóttina, eða opna ef það kæmi jarðskjálfti. Ákvað á endanum að loka þeim aðra hverja nótt. Ég man líka að ég fylltist stundum angist yfir tilhugsuninni um að verða fullorðin. Mér sýndist á mömmu og pabba að það væri hreint ekkert svo skemmtilegt. „Þarf ég þá að hætta að klifra í trjám?“ hugsaði ég kvíðin með mér. Þrátt fyrir gleði æskunnar kom nefnilega snemma í ljós að engum lætur betur en mér að trega og ég var byrjuð, tregaði mína eigin barn- æsku löngu áður en hún var búin. Ég tregaði ævintýrin sem ég hélt að ég myndi hætta að hafa gaman af, en vissi ekki að Harry Potter átti eftir að verða til og skemmta mér fram eftir öllum aldri. Ég tregaði ímyndunaraflið sem ég taldi að myndi glatast, en vissi ekki að ég átti eftir að gleyma mér heilu dagana í dag- draumum um ferðalög á framandi slóð- ir, í stað þess að læra fyrir háskóla- prófin. Og ég vissi ekki heldur að ég ætti eftir að fara á þessa staði. Og klappa tígrisdýri. Ég tregaði líka leikina sem ég hélt að ég myndi hætta að leika þegar ég væri föst yfir vinnu alla daga, en vissi ekki að um leið og mér gæf- ist frí gripi ég tækifærið til að velta mér upp úr drul- lusvaði í eltingarleik við bolta. Með öðru full- orðnu fólki. una@mbl.is Á föstudegi Una Sighvatsdóttir SVO virðist sem mikið fönduræði hafi gripið um sig hjá landanum. Alls staðar er fólk að mála, skrifa, prjóna eða hekla eða dytta að skapandi verkefnum af einhvers konar tagi. Skart- gripagerð er ein af slíkum fönduriðjum. Hjónin Christina van Deventer og Bragi Þór Valsson eiga verslunina Perlukafarann í Glæsibæ en þar er hægt að fá á alls kyns vörur til skart- gripagerðar auk þess sem Christina er hafsjór þekkingar um skart, steina og föndurtækni. Verðandi skartgripahönnuður fær litla körfu frá Braga og fer í perlutínslu um búðina, velur úr óteljandi tegundum af steinum, kristal, gleri, beini, tré og perlum og grípur síðan með sér verk- færi, víra, keðjur, þræði og annað sem föndrarinn kann að þurfa til að búa til hálsmen, eyrnalokka, hringi og armbönd eða hvað annað sem ímynd- unaraflið og fingralipurð getur kallað fram. Á hverjum laugardegi kl. 12 halda hjónin nám- skeið í skartgripagerð á ganginum í Glæsibæ. Sniðugt fyrir vinahópinn eða fjölskylduna. gudrunhulda@mbl.is Sjálfs er höndin hollust Skartaðu þínu fegursta Nokkrar hugmyndir um armbönd TENGLAR ............................................................... www.perlukafarinn.is/skartgripir/ ’Svo reyndumvið að brjóta upp lás á hliði á leikskóla. Hvað viltu lesa? Sendu okkur tölvupóst á daglegtlif@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.