Morgunblaðið - 14.08.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.08.2009, Qupperneq 1
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 bílar Chevrolet Volt er afar rennilegur rafbíll sem höfðar líka til þeirra sem hafa bensín í blóðinu 2 Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is PEUGEOT og Citroën hafa birt upplýs- ingar um nýja „smárisa“ (supermini) sem losa munu innan við 100 g/km gróðurhúsa- lofts. Um er að ræða Peugeot 207 sem feng- ið hefur andlitslyftingu og svo nýja útgáfu af C3-bílnum frá Citroën. Báðir bjóðast með nýrri 90 hestafla 1,6 lítra dísilvél sem losar aðeins 99 g/km koltvíildis og brúkar aðeins 3,1 lítra elds- neytis á 100 km í blönduðum akstri. Núver- andi mótor af þessari stærð losar 117 g/km og eyðir 3,7 lítrum á 100 km. Árið 2011 kemur svo enn ný kynslóð mótora til sög- unnar, með annarrar kynslóðar start-stopp tækni, er lækka ætti útblásturinn í 90 g/km. Bættir aksturseiginleikar Nýi Peugeotinn er kominn á markað en C3-bíllinn er væntanlegur í vetur. Hann kemur fyrst fyrir almenningssjónir á bíla- sýningunni í Frankfurt í haust, en þar verð- ur annar nýr Citroën-smábíll sýndur, DS- bíllinn nýi. Hinn nýi C3 er áberandi frá- brugðinn fyrri kynslóðinni í útliti, stílfegurri og sportlegri. Hægt verður með- al annars að fá hann með framrúðu sem nær aftur eftir þakinu. Meðal annarra val- kosta er blátannarbúnaður og iPod-aðlögun. Af hálfu Citroën er því haldið fram, að stórt skref hafi verið stigið til að bæta aksturseiginleika C3-bílsins. Sporvíddin er meiri en í forveranum, hann er 9 cm lengri eða 3,94 metrar. Breiddin er 4 cm meiri en hæðin sú sama, eða 1,51 m. Bílstjórasætið og sæti framsætisfarþega hafa verið hækk- uð til að bæta útsýni. Fótarými er 8 cm meira fram í og 2 cm lengra aftur í. Dregið hefur verið úr hávaða frá bílnum og mjög hljótt sé í farþegarýminu miðað við forverann. Þar séu og þægindi meiri, enda hafi hvort tveggja verið meðal forgangs- atriða við hönnunina, segir framleiðslustjór- inn, Vincent Besson. Kröfur um gæði aukast Nýi smárisinn er Citroën mikilvægur í viðleitni þess að treysta tök sín á smábíla- markaði. Svonefndur B-flokkur hefur verið hratt vaxandi og nemur um þriðjungi allrar bílasölu í Evrópu. Citroën segist ætla sér á annan tug prósenta hlutdeildar í þeim markaði með hinum nýja C3. Af fyrstu kyn- slóðinni hafa selst tvær milljónir eintaka til þessa. Citroën gerir sér vonir um að nýi C3-bíllinn laði að sér kaupendur sem ella horfðu til Ford Fiesta, VW Polo og Renault Clio, svo dæmi séu nefnd. Að sögn Besson er ekki litið á bíla af stærðargráðu C3 sem fjölskyldubíl númer tvö. Því hafi kröfur um gæði aukist og fólk vilji meiri valkosti varðandi aukabúnað, ásamt sparneytni. Við þessum óskum sé brugðist með nýja C3-bílnum. Íhlutasmiðir voru beðnir um að freista þess að draga úr partaþyngd. Árangurinn er meðal annars sá að skelin í nýja bílnum er 50 kílóum léttari en í forveranum. Undir- vagninn var endurhannaður og er um margt sá sami og í 207-bíl Peugeot. Uppsetning afturfjaðrar er alveg ný til að bæta aksturs- þægindi, draga úr vaggi og minnka bílhá- vaða. Nýi C3-bíllinn er sá fyrsti sem PSA- fyrirtækið framleiðir án þess að smíða dæmigerða frumgerð. Hann var þróaður miklu lengra í tölvum en áður þekkist og forsmíði þeirra hófst því mun seinna í þró- unarferlinu en áður þekkist. Fyrstu reynslubílarnir voru smíðaðir á framleiðslulínunni og segir Citroën þessa aðferð hafa sparað mikla peninga og gefið aukinn tíma til reynsluaksturs. Reynslu- þórar Citroën munu hafa lagt að baki á þriðju milljón kílómetra áður en bíllinn fer í fjöldaframleiðslu. Citroën boðar nýjan smárisa Breyttur bíll Nýja kynslóð C3 er mjög breytt. Hægt verður að fá framrúðu sem nær upp á þak eins og hér má sjá. Betra pláss í nýjum bíl Sætin hafa verið hækkuð fram í C3-bílnum og fótarými aukið. Miklar kröfur Kaupendur smábíla gera aukn- ar kröfur um fínheit og valbúnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.