Morgunblaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 5
Íþróttir 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2009
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
ÞÓR/KA tókst ekki að tryggja sér
sæti í Meistaradeild Evrópu þrátt
fyrir 3:2 sigur á KR í Frostaskjólinu
í lokaumferð Pepsí-deildar kvenna í
knattspyrnu. Þór/KA hefði þurft að
vinna leikinn með átta marka mun til
þess að ná 2. sætinu sem gefur nú
Meistaradeildarsæti í fyrsta skipti
vegna góðs árangurs íslenskra
kvennaliða á undanförnum árum.
Í fyrri hálfleik var þó útlit fyrir að
gestirnir úr Eyjafirðinum myndu
landa öruggum sigri því þær komust
í 3:0 strax í fyrri hálfleik. KR-liðið
sótti talsvert á fyrstu 25 mínútum
leiksins og þá gjarnan upp hægri
kantinn þar sem Fjóla Dröfn Frið-
riksdóttir var mjög ógnandi. Leik-
menn Þórs/KA kunna hins vegar að
beita árangursríkum skyndisóknum
eins og þær sýndu til dæmis á Vals-
vellinum á dögunum. Eitraðar
skyndisóknir þeirra skiluðu öllum
þremur mörkunum gegn KR sem
þær Vesna Smiljkovic, Mateja Zver
og Bojana Besic skoruðu. Þegar
flautað var til hálfleiks í leikjum
gærdagsins stóð Þór/KA ágætlega
að vígi í baráttunni um 2. sætið, ver-
andi 3:1 yfir í Vesturbænum. Í síðari
hálfleik fóru mörkin hins vegar að
hrannast inn í Kópavoginum og
smám saman runnu möguleikar
Þórs/KA út í sandinn:
,,Við höfðum trú á því að við gæt-
um náð 2. sætinu en það var nátt-
úrlega óþægilegt að hafa þetta ekki í
okkar höndum. Við ákváðum að spila
okkar leik og fylgjast ekki með stöð-
unni í öðrum leikjum. Við fréttum
eftir leikinn hvernig fór í leikjum
Breiðabliks og Stjörnunnar,“ sagði
landsliðskonan Rakel Hönnudóttir.
Hún var ekki á meðal markaskorara
Þórs/KA í leiknum en eitt mark
hefði dugað til þess að tryggja henni
gullskóinn. Rakel og Kristín Ýr
Bjarnadóttir úr Val urðu marka-
hæstar í deildinni með 23 mörk.
Rakel var ekki að svekkja sig á því
að hafa ekki skorað gegn KR. Hún
sóttist ekki eftir því að taka víta-
spyrnu sem Besic skoraði úr í stöð-
unni 2:0: ,,Sú sem er í besta mark-
tækifærinu hverju sinni reynir að
skora. Maður pælir ekkert í þessu
inni á vellinum. Ef einhver önnur er í
betra færi þá sendir maður boltann.
Ég er ekkert rosalega góð víta-
skytta. Bojana er vítaskytta liðsins
og við breytum því ekki út af ein-
hverjum skó.“
Morgunblaðið/hag
Markadrottning Rakel Hönnudóttir úr Þór/KA skoraði 23 mörk í 18 leikjum í Pepsideild kvenna líkt og Kristín Ýr Bjarnadóttir úr Val.
Rakel hafði hægt um sig
Breytum ekki um vítaskyttu út af einhverjum skó, sagði Rakel Hönnudóttir
Þór/KA hefði þurft mun stærri sigur til þess að ná Meistaradeildarsætinu
FRAM vann í gær Opna Reykjavíkurmótið í
handknattleik kvenna þegar liðið lagði Ís-
lands- og bikarmeistara Stjörnunnar, 28:26, í
framlengdum úrslitaleik.
Íris Björk Símonardóttir markmaður og
Stella Sigurðardóttir fóru mikinn í liði Fram í
úrslitaleiknum. Stella skoraði 10 mörk og Íris
varði 24 skot í leiknum. Alina Tamasan [áður
Petrache] skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna.
Valur hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa
unnið stórsigur á Fylki, 22:13, í leik um
bronsverðlaunin.
„Þetta er það sem við stefnum að, það er
að vinna öll þau mót sem við tökum þátt í. Nú
er fyrsti áfanginn að baki,“ sagði Einar Jóns-
son, þjálfari Fram, í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Einar segir leiki mótsins hafa verið afar
misjafna að gæðum og að um talsverðan
gæðamun hafi verið að
ræða á liðunum. „Úrslita-
leikurinn var að mínu mati
fínn og klárlega besti leiku
mótsins,“ sagði Einar.
„Það var kominn tími til
að binda enda á sig-
urgöngu Stjörnunnar. Ekki
síst þess vegna var gaman
að vinna þennan leik,“
sagði Einar, þjálfari Fram-
ara, en þessi lið léku til úrslita á Íslands-
mótinu í vor og þá hafði Stjarnan betur.
Einnig vann Stjarnan Fram á lokaspretti Ís-
landsmótsins í hittifyrra.
„Allt stefnir í að baráttan á Íslandsmótinu
standi á milli fjögurra liða; okkar, Stjörn-
unnar, Vals og Hauka,“ sagði Einar Jónsson,
þjálfari Fram. iben@mbl.is
Fram vann eftir framlengingu
Einar Jónsson
VALUR vann Hafnarfjarðarmótið í hand-
knattleik karla sem lauk á laugardaginn. Í
lokaumferðinni vann Valur liðsmenn Ak-
ureyrar, 28:22, á sama tíma og Haukar
höfðu betur í uppgjöri við granna sína í FH,
27:23. Valur og Haukar voru jöfn að stigum
með 5 stig hvort en Valur skoraði tveimur
mörkum meira og var því úrskurðaður sig-
urvegari mótsins. Akureyri hlaut tvö stig en
FH rak lestina, tapaði öllum leikjum sínum.
„Við töpuðum þessu móti í leiknum við
Val þar sem við misstum niður forskot á
lokakaflanum,“ sagði Aron Kristjánsson,
þjálfari Hauka, í samtali við Morgunblaðið í
gær. Hann sagði mótið hafa verið vel
heppnað og kærkomið eftir langan og
strangan undirbúning liðanna sem staðið
hefur alltof lengi.
Haukar voru ekki með sitt sterkasta lið í
síðasta leiknum við FH á
laugardag. Björgvin
Hólmgeirsson rotaðist í
leiknum við Val á föstu-
dag og lék ekkert meira í
mótinu. Gunnar Berg
Viktorsson glímir við
meiðsli og tók heldur
ekkert þátt. Sömu sögu
er að segja af Sigurbergi
Sveinssyni. „Leikirnir
voru því kærkomnir fyrir
ungu strákana hjá mér sem náðu að safna
vel inn á reynslubankana sína á þessu
sterka móti,“ sagði Aron.
Annað kvöld mætast Haukar og Valur á
nýjan leik þegar liðin leiða saman hesta
sína í meistarakeppni HSÍ í Laugardalshöll
klukkan 20.30. iben@mbl.is
Valur hafði betur í Hafnarfirði
Aron
Kristjánsson
Bein textalýsing frá leiknum
mbl.is | Pepsideildin
Karen Sturlu-dóttir, Björk
Gunnarsdóttir og
Anika Laufey
Baldursdóttir
skoruðu tvívegis
fyrir Stjörnuna í
7:0 stórsigrinum á
Keflavík og Gunn-
hildur Yrsa Jóns-
dóttir skoraði eitt. Stjarnan hafði yfir
2:0 í hálfleik og endaði í 4. sæti með
lakara markahlutfall en Breiðablik og
Þór/KA.
Anna Björg Björnsdóttir og AnnaSigurðardóttir skoruðu tvö
mörk hvor fyrir Fylki þegar liðið
burstaði ÍR 7:0 í lokaumferðinni. Rut
Kristjánsdóttir, Laufey Björnsdóttir
og Hanna María Jóhannsdóttir skor-
uðu sitt markið hver.
Landsliðskonurnar Dóra MaríaLárusdóttir og Sif Atladóttir
voru á skotskónum fyrir Íslands-
meistara Vals þegar liðið lék á laug-
ardaginn í Mosfellsbænum gegn Aft-
ureldingu/Fjölni. Valur sigraði 3:0 en
eitt marka liðsins var sjálfsmark.
Kristínu Ýr Bjarnadóttur mistókst
að skora í leiknum og hún og Rakel
Hönnudóttir urðu markahæstar í
deildinni með 23 mörk.
Arnar Jón Agnarsson skoraðifimm mörk fyrir EHV Aue þeg-
ar liðið tapaði fyrir TV Bittenfeld,
32:28, í suðurhluta þýsku 2. deild-
arinnar í handknattleik.
KvennasveitKeilis náði
ágætum árangri í
Evrópukeppni
golfklúbba sem
lauk í Þýskalandi
í gær. Keilir hafn-
aði í 8. sæti af 16
sveitum. Sveit
Keilis skipuðu
þær Ásta Birna
Magnúsdóttir, Signý Arnórsdóttir og
Þórdís Geirsdóttir. Signý fylgdi eftir
góðum árangri sínum í sumar og lék
þeirra best á samtals 18 höggum yfir
pari en leiknir voru þrír hringir í
mótinu. Samtals léku þær á 469 högg-
um en sveit frá Þýskalandi sigraði á
438 höggum. Signý hafnaði í 17. sæti
af 45 kylfingum þegar árangur ein-
staklinga er skoðaður. Ásta Birna
kom næst á eftir henni í 18. sæti á 21
yfir pari en Þórdís hafnaði í 25. sæti á
28 yfir pari.
Björgvin Sigurbergsson úr Keiliog Sigurpáll Geir Sveinsson úr
Kili höfnuðu í 8. sæti í forkeppni
Heimsmeistaramótsins í liðakeppni í
golfi sem lauk í Eistlandi í gær. Þeir
hefðu þurft að ná einu af þremur
efstu sætunum til þess að tryggja sér
þátttökurétt á HM sem fer fram í
Kína síðar í haust og voru þeir nokk-
uð fjarri því.
Fólk sport@mbl.is
Beiðablik tryggði sér 2. sætið í
Pepsí-deild kvenna með 7:0 stór-
sigri á GRV í lokaumferðinni í gær.
Breiðablik, Þór/KA og Stjarnan
urðu jöfn að stigum í efri hluta
deildarinnar á eftir Íslandsmeist-
urum Vals. Breiðablik er með
besta markahlutfallið af liðunum í
2.-4. sæti og því fellur Meist-
aradeildarsætið í þeirra skaut.
Á næsti ári munu Íslendingar
eiga tvö lið í Meistaradeild Evrópu
í fyrsta skipti sökum góðs árang-
urs íslenskra kvennaliða á und-
anförnum árum. Breiðablik var
með bestu markatöluna fyrir loka-
umferðina en aðeins munaði einu
marki á Breiðablik og Þór/KA.
Þegar uppi er staðið er Breiðablik
með 44 mörk í plús en Þór/KA
með 37 mörk í plús, og Stjarnan
34 mörk.
Berglind Björk Þorvaldsdóttir
gerði þrennu fyrir Breiðablik þegar
hún skoraði þrjú síðustu mörk
liðsins gegn GRV. Jóna Kristín
Hauksdóttir gerði fyrstu tvö mörk-
in en hin tvö skoruðu landsliðskon-
urnar Fanndís Friðriksdóttir og
Sara Björk Gunnarsdóttir. Breiða-
blik var aðeins 1:0 yfir í hálfleik.
kris@mbl.is
Breiðablik í Meistaradeildina