Síldin - 06.03.1939, Síða 3

Síldin - 06.03.1939, Síða 3
S f L D I N 3 Hlutverk síldarsiúlkunnar er mikið og því fylgir þung ábyrgðf í þessari stuttu grein er þess eigi kostur að rekja þær breyting- ar, er orðið hafa á skilningi manna til nauðsynlegrar vöruvöndunar, svo að íslendingar geti orðið sam- keppnishæfir á erlendum markaði, enhinsskalfreistað að vekja athygli á því, hvern þátt »síldarstúlkan« getur haft og óumflýjanlega hlýtur að hafa í því að svo megi verða, að »íslenzk síld« verði æfinlega tekin framyfir síld frá öðrum þjóðum. Eins og nú háttar sildarverkun hjá oss' íslendingum, er það fyrsta undirstaðan og grundvallarskilyrði til þess að varan reynist góð og samkeppnishæf »prima« vara, að vel sé vandað til söltunarinnar i upphafi, að ekki kastað höndun- um til niðurlagningar og söltunar- innar. Á þessu byggist fyrst og fremst allt annað sem síðar er að- hafst í meðferð þessarar mikilvægu markaðsvöru. Eins og allir vita, er sildarsöltun ákvæðisvinna, unnin af síldarstúlk- um. Er því hagnaður hverrar stúlku undir því komin, hversu miklu hún afkastar — hve margar kauptaxta- einingar hún getur fullgert við hverja söltun. Það segir sig sjálft, að freistingin er meira en lnil hjá einstaklingnum til þess að afkasta sem mestu, án þess að taka fullt tillit til allra þeirra margbrotnu reglna, er þar um gilda í hverju einstöku tilfelli. Nú er það, sem kunnugt er, eftirlitsmennirnir á hverri söltunarstöð, sem eftirlit hafa með þvi, að seltum reglum um verkið sé framfylgt af hverjum einstaklingi. Þetta er býsna erfitt verk, þegar mikið berst að, og síldin er misjöfn að gæðum, en hinsvegar öll viðskiptagæfa hverrar stöðvar undir því komin að sölt- unin sé samvizkusamlega af hendi leyst. Það segir sig sjálft, að það veltur ekki sizt á samvizkusemi hverrar stúlku, er söltunina fram- kvæmir, að síld sú er hún saltar sé samkeppnishæf, enda er nú svo komið að vandlátar söltunar- stöðvar keppast um það, að ráða til sín vandvirkar söltunarstúlkur. Síldarsöltunin er nú orðin allstór þátturí atvinnulífi íslenzkra kvenna. Eg sem þessar línur skrifa, hefi frá barnæsku stundað sxldarsöltun, og mér hefir með ári hverju skilizt það betur og betur, hve ábyrgðar- mikið hlutverk vér síldarstúlkur vinnum i framleiðslu íslenzku þjóð- arinnar. Mér hefir lærzt það, að mín eigin hagnaðarvon af sumar- atvinnu er eingöngu undir því komin, að eg læri verk mitt til fullnustu og vinni það með allri þeirri tækni og trúmennsku, er þekking mín leyfir; og mér hefir * Qreinarhöf. er fyrsti íslenzki kvenmatV urinn sem Iýkur prófi í sildverkun. orðið það ljóst, að hlutverk okkar síldarstúlknanna er mjög mikils- vert í framleiðslu markaðshæfra síldarafurða. Vér síldarstúlkur verðum að hafa það hugfast, að eftirlit með vinnu vorri er orðið svo strangt, að eng- in síldarstúlka getur átt .framtiðar- atvinnu vísa í þessari framleiðslu- grein, nema hún kappkosti að vanda sem allra bezt vinnu sina. Auk þess ætti vitanlega metnaður vor að vera sá, að vér séum hæfar til þess að meðhöndla þessa dýrmætu framleiðsluvöru þjóðarinnar svo vel, að ekki verði að fundið, svo vel, að aðrar þjóðir komi til vor og læri af oss, er fram líða stundir. Það á ekki að vera oss nóg að krefjast hárra launa fyrir starf vort, vér verðum líka að sýna, að vér séum eins og hver annar »verkamaður«, verðar launanna. Síldarstúlkur! Munum það að hróður og gengi íslenzkra síldar- afurða hvílir eigi hvað sízt á vorum herðum. Höfum það ætið hugfast að vanda sem bezt og samvizkulegast síldarvinnu vora. Undir því er komið, öðru fremur, gengi íslenzks síldarmarkaðar. Brynh. Björgólfs. Til félaganna Stjórn L. S. hefir skrifad Síldar- útvegsnefnd og farið þess á leit við hana: 1. Að halda Síldverkunarnámskeid á komandi vori, með svipudu fyrirkomulagi og síóast. 2. Að setja sem skilyrði fyrir verk- unarleyfi til síldarsaltenda, að þeir hafi til eftirlits á hverri söliunarstöð, mann eða menn, sem staðist hafa próf í sildverk- un, eða eru samþykktir afstjórn L. S. 3. Að námskeiðskaflar M. V. verði gefnir út í bókarformi i samráði við höfundinn. Viðta! við stjórn verkakvennafélágsins »Brynja« Siglufirði. Verkakvennafélagið »Brynja« hér á Siglufirði er, langfjölmennasta síldarstúlknafélag á landinu, það hefir um 250 meðlimi. Eg fór á fund stjórnar félagsins og bað konurnar að ræða við mig um síldverkun, það var auðsótt mál, því þetta er áhugamál þeirra, engu síður en okkar í L. S. Við urðum strax sammála um það, að framfarir og vöndun í síldverkun, væri bezta tryggingin fyrir framtíð atvinnuvegarins; þess- vegna væri rétt að öll félög sildarfólks beittu sér fyrir, eða væru a. m. k. hlynnt, samtökum sem miðuðu að þessu. Þremur á- kveðnum spurningum sem eg lagði fyrir konurnar, svöruðu þær á þessa leið: 1. Spurning: Vill Brynja sem félag vinna að bættum vinnubrögð- um í síldverkun í samvinnu við L. S.? Svar: Við viljum samvinnu við L. S. um öll góð málefni, og þá ekki sízt um þetta mál. 2. Spurning: Á hvern hátt álítur stjórn Brynju þeirri samvínnu bezt hagað? Svar: Við gætum unniðsaman að aukinni fræðslu meðal félags- systra okkar. Þið legðuð til fræðsluna, en við gætum brýnt fyrir félögum okkar að taka vel góðri tilsögn. 3. Spurning: Myndi Brynja, ef settar yrðu reglur um minnstu kröfur í vinnubrögðum við söltun, að því tilskyldu að kröf- urnar væru nauðsynlegar og sanngjarnar, fyrirskipa félögum sínum að hlýða þessum kröfum, og vinna að þvi að önnur verkakvennafélög og ófélags- bundið fólk gjörði það líka. Svar: Stjórnin getur ekki skuld- bundið félagið til neins, án vilja meirihluta félagskvenna. Þessari spurningu getum við því ekki svarað fyr en kröf- urnar liggja fyrir og félagskon- ur hafa tekið afstöðu til þeirra. Yfirleitt gaf viðtal mitt við stjórn Brynju ástæðu til þess að vænta hins bezta af samvinnu við félag þeirra. Virðist sjálfsagt að stjórn okkar félags undirbúi málið svo að hægt verði að koma á ákveðnum samningum fyrir næstu vertíð. Að endingu barst talið að þvi, hvernig góður eftirlitsmaður ætti að vera. Kvenfólkið setti fram þessar kröfur: »Hann á að vera starfinu vaxinn, duglegur. stjórn- samur, óhlutdrægur, kurteis og hann má ekki segja sitt í hverju orðinu«. Þannig vilja víst lika allir eftirlitsmenn vera, en stundum verður þeim þó um megnaðhalda fullri stillingu í viðureign við mót- þróa og skilningsleysi einstakra síldarstúlkna. En sannið þið til: Bæði eftirlitsmenn og síldar- stúlkur munu batna við samvinnu sem byggð er á gagnkvæmum skilningi. M. V. Þess skal getið, sem gert er. Við Faxaflóa var sildin siðast- liðna vertíð miklu misjafnari að stærð og meira blönduð nýrri síld, en fyrir norðan. Ofan á það bætt- ist svo, að kvenfólk, sem að sölt- uninni vann, var yfirleitt óvant í sild, en þessum erfiðleikum mættu þeir, sem sáu um söltunina, með miklum dugnaði og þrautseigju. Skozkverkaða Faxasíldin, sem út var flutt síðastliðna vertíð, var að öllu leyti betur verkuð en nokk- urntíma áður. Þótt segja megi, að verkun og aðgreining síldarinnar hafi verið ábótavant og eigi langt Þar sem þetta fyrsta blað »Síld- arinnar« má skoðast >heimabak- að« hér i Siglufirði — en tilgang- ur blaðsins hinsvegar að mótast af sem flestum meðlimum L. S. — eru félagsmenn annars staðar á landinu minntir á, að rúm næsta blaðs, sem áformuð er að komi út i mai-byrjun, er einkum ætlað þeim. Minnist þess! —x— L. S.-félagar! Verið ekki smeikir að senda »Sildinni« greinar um ábugamál ykkar og sambandsins, jafnvel þótt þið áður hafið ekki fengist mikið viö ritstörf. Það er engin hœtta á því, að hún birti annað en það, sem má vera grein- arhöfundi til sóma. —x— Gjaldkeri L. S. biður blaðið að skila því til þeirra fáu meðlima sambandsins, sem ennþá eiga eftir að greiða ársgjöld sín, að greiðsla sé hon- um kœrkomin — og sem fyrst. í land að vera fullkomin, þá er vert að geta þess, að frammistaða síldverkunarmanna’syðra var þeim. til mikils sóma, þegar tekíð er til- lit til erfiðleikanna, sem þeir áttu við að stríða, enda var nú á flest- um stöðvum æfðum mönnum fal- ið að stjórna söltuninni. Tunnur frá þeim fáu stöðvum, sem ekki höfðu æfða og duglega stjórnend- ur með sérþekkingu, þekktust úr. Áhugi sá, sem eg varð var við i haust hjá síldarsaltendum syðra, lofar góðu um framtíðina. Tvö ráð langar mig þó að biðja Faxaflóa- saltendur að þiggja af mér: 1. Verkið og aðgreinið Faxa- sildina þannig, að sérkenni hennar komi sem best í ljós. Munið að sölumöguleikar hvaða vöru sem er, geta ekki verið komnir undir því til lengdar, hvað varan er kölluð, heldur hvað hún er. 2. Sendið verkstjóra eða eftirlits- menn ykkar i sumarfrí til Siglu- fjarðar um það leyti, sem söltun

x

Síldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Síldin
https://timarit.is/publication/774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.