Síldin - 06.03.1939, Page 4
4
S f L D I N
byrjar þar, og gefið þeirn þannig
kost á að kynnast vinnubrögðum
og tækni á bestu stöðvunum. —
Þær krónur, sem til þessa fara,
munu sækja hendi heim.
M. V.
Síídarlunnurnar.
Undanfarin ár hefir allskonar
óreiða ríkt um síldarumbúðir. Það
haía verið fluttar inn tunnur af
mörgum stærðum og mjög mis-
jöfnum gæðum og smíði innlendra
tunna hefir ekki verið vandað sem
skyldi. Þettn mál var talsvert rætt
á síðasta aðalfundi L. S. og tillaga
var þar samþykkt, frá Magnúsi
Guðmundssyni síldarmatsmanni,
á þá leið, að stjórn L. S. skrifaði
Síldarútvegsnefnd um málið, með
áskorun um aö koma til leiðar um-
bótum á ástandinu.
Síðastliðið sumar var það sann-
prófað, að stærð síldartunna, sem
almennt er álitið að eigi að vera
120 Iítra, var þetta 112—117 lítra,
og gæði sumra tegunda voru svo
léleg, að ekki var hægt að vonast
eftir fyrsta flokks vöru úr þeim.
Hvort sem stjórn L. S. hefir
komið samþykkt félagsins tíl SÚN
eða ekki, þá mun nefndin hafa
einhverjar ráðstafanir í undírbún-
ingi um tunnulöggjöf, hliðstæða og
tíðkast í öllum löndum, þar sem
síld er söltuð til manneldis.
Væntanlega getur »SÍLDIN«
skýrt lesendum sínum frá því í
næsta blaði, hvernig þessu nauð-
synjamáli reiðir af,
MOLAR.
f\ 'Igíð „vikunum"!
'Sl. ndsvika, skíðavika, sæluvika
og allskonar ágætisvikur eru til.
Hvað segið þið um síldarviku
á Siglufirði, t. d. rétt áður en sölt-
un byrjar?
Þátttakendur: Einkum allir þeir,
sem vinna að síldverkunu og síld-
veiðum.
Dagskrá: Samkomur, fræðsla,
skemmtanir.
Árangur: Samkomulag, sam-
vinna, betri vfnna.
Eruö þið með? Skrifið »Sildinni«
tillögur ykkar um tilhögun vikunn-
ar. Hver veit nema hægt verði að
»setja í gang«. M. V.
L. S. deildir.
Lög L. S. gjöra ráð fyrir að fé-
lagsmenn myndi deildir í hinum
ýmsu byggðarlögum. Slíkt myndl
létta, en jafnframt efla starf sam-
bandsins. Ef þið, L.S. félagar, eruð
ekki þegar búnir að mynda deild-
ir, þá gerið það sem allra fyrst.
»Gömiu réttindin«.
Nokkrir saltendur halda fast í
gömlu réttíndin. Síðastliðið sumar
var stranglega gengið eftir því, að
umbúðir matjessíldar væru hrein-
ar við útskipun, en valdssvið mats-
mannanna náði ekki yfir aðrar
síldartegundir. Þetta kostaði stund-
um hörð átök hér á Siglufirði, cg
það leyndi sér ekki, að sumum
þótti þetta þvingun og notuðu
óspart »frelsið«, þegar um aðrar
tegundir sildar var að ræða. Hvað
sem annars má um frelsið segja,
verður ekki sagt að þau »frelsis-
merki« væru fögur, sem sáust ut-
an á tunnunum.
Varlega!
Gamall, góður og varfærinn
síldarmaður sagði nýlega í faglegu
viðtali við yngri mann: »Þið eruð
að þessu asskotans brölti með
síldina, alltaf að heimta meiri og
meiri vöndun. Haldið þið að það
kosti ekki neitt? og svo er þetta
til þess að æsa útlendingana upp
til að gera þetta Iíka.«
Það er lygi að strúturinn stingi
hausnúm ofan í sandinn, svo hér
vantar samlíkingu!
Merkiplötur, Merkistafi, Merkiblek,
Merkibursfa, Sildarklippur, Netanálar,
kaupa menn ekki annarsstaðar en hjá
AÐALBIRNI PÉTURSSYNI, gullsmið
Sigluíirði.
VALASH.
VALASH er hollur og hressandi drykkur,
framleiddur úr hreinum ávaxtasafa.
Drekkið eingöngu VALASH.
Stjórn L. S. skipa:
Gunnlaugur Guðjónsson, form.
Haraldur Gunnlaugsson, ritari.
Bergur Guðmundsson, gjaldk.
Meðstjórnendur:
Balduin Þ. Kristjánsson og
Leó Jónsson.
Varaform. er:
Rögnvaldur Sueinsson.
Kauþsýslu-
menn !
Athugið að »SÍLDIN«
er útbreidd um allt
land og verður lesin
af öllum þorra þeirra,
er:
veiða
kaupa
verka
salta
selja
Þurfið þér ekki að
verzla við þetta fólk?
Sé svo, þá sendið
»SÍLDINNI« auglýsingar
í næsta blað, sem kem-
ur út í maí-byrjun. —
Efnagerd Siglufjardar.
Verslunin Geislinn
selur: Matvörur, Glervörur, Vefnaðarvörur,
Tóbaks- og Sælgtisvörur
með lægsta peningaverði.
Vilhjálmur Hjartarson.
Útgerðarmenn!
Sildarsaltendur!
Látið okkur »proviantera« skip
yðar, það borgar sig. Verðið
er hvergi lægra, það getið þér
reitt yður á, og vörurnar sam-
keppnisfærar hvað gæði snertir.
Kynnið yður fyrst viðskipti vor
áður en þérgerið kaup annars-
staðar.
Kaupfélag Siglfirðinga.