Síldin - 06.03.1939, Page 5

Síldin - 06.03.1939, Page 5
S I* L D I N 5 sndverkunarpróf. Dráttarbraut SigSufjardar tekur að sér nýsmíði og allskonar viðgerðir á skipum og bátum. Tekur á land skip allt að 150 tonna. Efni fyrirliggjandi. Fyrsta flokks vinna. Sanngjarnt verð. Höfum ávallt birgðir af dilkakjöti, nautakjöti og hangikjöti. AFGREIÐUM TIL SKIPA ALLAN SÓLARHRINGINN. Kjötbúð Siglufjarðar, sími 74 Geymsluhús fyrir matjessíld. Á síðastl. sumri lét Síldarútvegs- nefnd, að tilhlutun Landssambands sildverkunarmanna, fara fram próí í síldverkun. Það var haldið á Siglufirði og er hið fyrsta í þess- ari grein. Prófið var i 3 aðalflokkum: 1. Skriflegt — svör við spurn- ingum. 2. Verklegt — síldverkun. 3. Skoðun á síld. í skriflegu prófi voru lagðar fyrir til úrlausnar um 40 allitarleg- ar spurningar, viðvikjandi sild og meðferð hennar, allt frá því, er veiði hefst og þar til síldin full- söltuð er flutt út. Verklega prófið var í því fólgið, að prófsveinar verkuðu undir eftirliti þar til settra manna, þrjár tunnur síldar hver, með mismun- andi verkunaraðferðum. Voru tunnurnar síðan innsiglaðar og fengnar Síldarútvegsnefnd til geymslu, ásamt skriflegum skýrsl- um prófsveina um ástand síldar- innar, þegar hún var tekin til verkunar, og hvernig verkuninni var hagað. Þegar síldin var full- söltuð, var hún skoðuð af próf- nefndinni og dæmt um verkun hennar og gæði. Síldarskoðunarprófið var fram- kvæmt á þann hátt, að prófsveinar voru látnir skoða verkaða síld, dæma um gæði hennar og verk- unarstig, leita að göllum og lýsa þeim og af hvaða ástæðum þeir væru fram komnir, dæma um uin- búðir, merkingu o. s. frv. Prófinu luku neðanskráðir 44 menn: Angantýr Guðmundsson, Sigluf. Axel Pétursson, Akureyri. Árni Antonsson, Dalvík. Ástvaldur Eydal, Kaupm.höfn. Bergur Guðmundsson, Siglufirðí. Björgvin Færseth, Siglufirði. Björn Björnsson, Siglufirði. Björn Gottskálksson, Reykjavík. Björn Snæbjörnsson, Vestm.eyjum J igi Magnússon, Siglufirði. lir. nhildur Björgólfs, Siglufirði. Dagmann Þorleifsson, Dalvík. Dúi Guðmundsson, Siglufírði. Einar M. Þorvaldsson, Hrísey. Eiríkur Pálsson, Háskólanum. Friðjón Stephensen, Rvk. Frímann Sigurðsson, Dalvík. Gísli Jónasson, Sigluf. Guðbjarni Sigmundsson, Akran. Gunnar Bíldal, Sigluf. Hannes Jakobsson, Ilúsavík. Jóhann G. Sigurjónsson, Sigluf. Jón Arngrímsson, Dalvík. Jön Ágústsson, Hofsósi. Jón Gunnarsson, Siglufirði. Jón Þorsteinsson, Ólafsf. Karl Ó. Jónsson, Sandgerði. Kolbeinn Björnsson, Rvk Kristinn Sigurðsson, Sigluf. Leó Jónsson, Sigluf. Oddur Kristjánsson, Rvk Ólafur Halldórsson, ísaf. Óskar Garibaldason, Sigluf. Ragnar Guðjónsson, Sigluf. Ragnar Guðjónsson, ísaf. Rögnvaldur Sveinsson, Sigluf. Sigurður Baldvinsson, Ólafssyni. Sigurður Sveinsson, Sigluf. Steindór Helgason, Akureyri. Sveinn Halldórssson, Bolungarv. Va’.garð Ólafsson, Akureyri. Valtýr Þorsteinsson, Rauðuvík Þorgrímur Guðmundsson, Rvk Þórhallur Kristjánsson, Hjalteyri. Auk þessara manna, luku all- margir fleiri fyrsta hluta prófsins, en gátu ekki ýmissa hluta vegna lokið öðrum og þriðja hluta þess. Prófnefndin var skipuð finnn mönnum, og voru þeir tilnefndir af Sildarútvegsnefnd: Magnús Vagnsson, sildarmatsstj. Gunnlaugur Guðjónsson, verkstj. Haraldur Gunnlaugsson, verkstj. MagnúsGuðmundsson.síldarm.m. Þorleifur Bjarnason, kennari. Tilgangurinn með þessu prófi var sá, að ettirlitsmenn og aðrir þeir, er hafa á hendi ábyrgðarstörf við síldverkun, sönnuðu með því að standast prófið, kunnáttu sína og hæfni til þessara starfa. Á prófinu sjálfu munu próf- sveinar auk þess almennt hafa mikið lært um meðferð síldar. Af úrlausnum prófsveina má draga ýmsar ályktanir um ástæður fyrir mistökum i síldverkun. Það verður þó ekki gert hér, að þessu sinni, en hins má geta, að ýms- ir, sérstaklega hinir yngri menn, virðast hafa lagt meiri rækt við verkun matjessíldar en aðrar verk- unaraðferðir. Svo mjög sem afkoma sildveiði- manna og sildverkunarmanna er undir þvi komin, að verkun síldar takist vel, má kalla það óhæfu, að aðrir fái að hafa umsjón með verkuninni en þeir, sem hafa aflað sér sérþekkingar á þeim störfum. Verður ekki betur séð, en full á- stæða sé til þess að gera ekki minni kröfur til þeirra manna en hinna, sem við aðrar iðngreinar fást. Það virðist því mega telja það sjálfsagt, að hér verði ekki skemmra gengið en svo, að framvegis verði haldið uppi námskeiðum fyrirsíld- verkunarmenn, í svipuðu formi og Síldarútvegsnefnd hefir gert að undanförnu, og að loknu hverju námskeiði séu nemendur prófaðir, svo að trygging fáist fyrir því.að þeir hafi aflað sér þeirrar þekkingar í sildverkun, semnauðsynleg er hverj- um þeim, er fæst við eftirlit eða verkstjórn á síldarsöltunarstöð. Siglufirði, 1. marz 1939. Haraldur Gunnlaugsson. »Síldar«-»hausinn«. Hinn laglegi »haus« blaðsins er gerður af Braga Magnussyni. Hverri síldarsöltunarstöð þyrfti Iylgja góð geymsluhús fyrir að minnsta kosti alla matjessild og helst einníg aðra síld, eða tryggur aðgangur að slíku húsi. Best væri að geta ekíð síldinni í hús um leið og saltað er. Það bæði sparar vinnu og er best fyrir síldina, þótt þéttar yfirbreiðslur geti að nokkru leyti komið í þess stað. Enda þótt nauðsynin á góðum geymsluhús- um sé almennt viðurkennd, eru hér á Sigiufirði engin, eða sama og engin geymsluhús fyrir síld á mörgum stöðvunum, og þau fáu sem til eru, eru flest svo lítil, að þau rúma ekki nema lítinn hluta af matjessíldinni og eru auk þess meira og minna ófullkomin, aðal- lega sökum vöntunar á frárennsli, sem þó er alveg nauðsynlegt, svo hægt sé að ápakka inni. Ástandið er því þannig, að á flestum stöðv- um er mestöll matjessild og öll önnur sild geymd úti. Engin stöð hér á Siglufirði hefir nóg hús fyrir alla sína matjessíld, og ekki sjald- gæft, að um ótrúlegt hirðuleysi og trassaskap sé auk þess að ræða, og er illt til þess að vita, að mat- vara skuli vera geymd og með- höndluð á þann hátt, og er útlit umbúðanna ljósasti vottur um þetta. Örðugleikarnir á þvi, að koma upp góðum geymsluhúsum, eru miklir. Bæði eru stór geymsluhús mjög dýr og á mörgum stöðvum eru tkki til nógu stórir grunnar undir slík hús. Það sem hér á Siglufirði þarf að gera, er að bærinn eða einstakir menní félagi byggi stórt geymslu- hús, sem takí t. d.' 30 þúsund tn. eða meira. Síldin ætti þá að verða flutt þangað strax, þegar búið er að Ioka tunnunum, og sérstakir menn fengnir til þess að sjá um síldina í húsinu, pækla og ápakka. Við þetta ynnist margt: Það spar- aði vinnu við pæklun — í betri og fullkomnari áhöldum og útbún- aði, — og einnig fengist jafnari og betri vinna við ápökkunina, þar sem sama fólkið myndi vinna að mestu leyti. Einn aðalávinningur- inn yrði þó sá, að hafa síldina þarna í öruggri geymslu, og ólíkt þvi, að geyma hana úti, háða sí- felldum hitabreytingum og oft mjög sterkum hitum, sem geta orsakað stórskemmdir. Þá mætti nefna vinnusparnaðinn við að hafa síld- ina á sama stað, sérstaklega eftir að snjór er kominn, og sleppa þannig við allan mokstur. Umrætt hús þyrfti að liggja nálægt haf- skipabryggju, og er líklegt, bótt ekki verði rakið hér nánar, að það gæfi þeim sem byggðu góðan arð, en jafnframt oröið ódýrara þeim sem nota, heldur en geymsla í þröngum og óhæfum »kumböld- um«, auk óbeins hagnaðar, sem leiddi af betri vöru. Hér er að rísa upp tunnuverk- smiðja, sem stöðugt stækkar ineð hverju árinu, sem líður, svo sem

x

Síldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Síldin
https://timarit.is/publication/774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.