Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1932, Síða 7

Skólablaðið - 01.11.1932, Síða 7
-7- læknar og drykkjuræflar. Hvert Þessara sam- tala tregöur ljósi yfir einhverja sérstaka hliö malsins. - pyrst er skýrt.'frá Þvi, hvað áfengi sé, og lýst *áhrifum Þess á líkama mannsins. Að Þvi loknu kemur hann að áfenginu og Þjóðfé- laginu. Sýnir hann Þar glögglega frám á, hve Þjóðfélagslegt böl áfengi er. í kaflanum um áfengi og auóvald sést, hvernig áfengisauð- valdið notar hlöð, bækur og jafn vel stór félög til propoganda. Kaflinn um áfengi og styrjadlir er mjög fróðlegur. Skemmtiiegast- ir Þóttu mér kaflarnir um iÞróttalif og skemmtanir meó og án áfengis, og áfengi og skáldsakp. Er bókin Þó öll afar læsilega skrifuð. Eftir Þessa skýru og skipulegu lýsingu áfengisbölsins i öllum myndum, kemur höfund- urinn að báráttúnhi gegn áfengi. Segir hann Þar frá hesltu. aðferðum öðrum en banni, sem reyndar hafa verið i baráttunni gégn áfeng- isbölinu. Eins og ég gat um áðan er bókin, auk Þess að vera mjög fróðleg, bráðskemmtilega skrif- uð. Vil'ég Þvi hvetja menn til að lesa hana, Hún er áreiðanlega Þess verð. Guðm. Arnlaugsson. FRk IÞÖKU. iÞaka er opin eftir skóla (kl. 2,40- 5ý) á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Geta Þá skólanemendur fengið bælcur lánaðar heim. iÞökunefnd iœelist vinsamlega til Þess við menn, að Þeir gæti Þess að hafa bækur eigi lengur að láni en hálfan mánuð i senn. KENNAMLEIKFIMI. " ku nú vera byrjuð fyrir alvöru, að Þvi fregnir herma. Þykir oss Þetta heldur en ekki gleðilegt timanná tákn, og um leið og við færum viðkomandi fimleikagörpum vorar alúðar- fyllstu heilla* bg-hamingjuóskir, viljum vér góðfúslega gefa nokkrar leiðbeiningar um fyr- irkomulag-kennslunnar, að Þvi er vé'r álitum að bezt muni fara. Er Það Þá i fyrsta lagi skoðun vor,að"skip? beri kennurum i Þyngdar- flokka og haga æfingum í samræmi við Þá flokkaskiptingu. I fyrsta flokki skal Þyngdar- takmarkið vera £ólf fjórðungar, maximum. Teljum vér hollast, að fyrsta flokksmönr. æfd einkum heststökk, hástökk, dýnustökk og kollskitsæfingar. Eipnig vildum vér iTBela með 10 Þúsund metra hringhlaupi aftur á bak og vikulegum hlaupæfingum austur á Kambabrún. - Maximum i öðrum flokki skal vera 16 fjórðungar og fimm merkur. Hyggjum vér, að Þeir kennar- ar, sem i Þeim flckki teljast, eigi einkom rð leggja stund á bolbrettur og venjulegar stað- æfingar, tástigur, hnéslátt og hælabaming. Sérstaklega vildum vér benda á Þessar séræf- ingar: Vikulegt handahlaup inn að Elliða'ní . (og Þá fyrri hluta dags), og daglegar æfingar i 1000 m. öfugu grindahlaupi. - Maximum i Þriðja flckki skal vera. 'óákvéðið. Eruog Þriðja flokksmönnum að voru viti hollastar léttar æfingar, t. d. irætti nefna Elastáska baklegu, eyrnablak, brúnasig r.g fleira. Sem speciale mætti nefna.; hægan klyf jagang út að Gróttu á hverjum morgni og daglegar æfingar i sundi af fyrstu gráðu. - Sjálfsagt Þykir oss, að nemendur skólans hafi frjálsan aðgang að æfingum Þessum. Mundi margt gott af Þvi hljótast og viðari útsjón- ir opnast vantrúa mönnum á fegurð likams- mennta. - Aðlokum er Það ósk vor, aö leiðbein- ingar Þessar megi falla i góða jörð og verða hlutaðeigendum til gagns og gleði,.eigum vér að eins Það ósagt, að vara leikfimisstjórann við of harkalegri byrjun: m. ö.o. að spenno ekki bogann svo hann bresti. -

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.