Norðlingur

Issue

Norðlingur - 10.07.1928, Page 2

Norðlingur - 10.07.1928, Page 2
2 NORÐLINGUR Dómur Brynleií's Tofaiassonar um dómsmálaráðherrann. Við hátíðahöld þau, sem fóru fram hjer í bæ 17. júní síðasti., mælti Brynieifur Tobiasson fyrir minni Jóns Sigurðssonar. »Dagur« flutti þá ræðu, eitthvað stytta. Ræð- an er að ýmsu leyti góð — það í henni, sem snýr að ástmegi ísienskr- ar þjóðar, jóni Sigurðssyni. En því verður ekki neitað, að ræðu- maður fer þar heidur þungum orð- um um vin sinn og samherja, dómsmálaráðherra. í einum stað segir Brynleifur svo: »Pað liggur við, að hver fúskarinn af öðrum leiki sjer að því, að óvirða Alþingi á vorum dögum«. Petta er ekki höggvið nœrri dómsmálaráð- herra, það er höggvið beint á hann. Hver hefir »á vorum dögum« frem- ur sleikið sjer að því«, að »óvirða« Alþingi en dómsmálaráðherra? Hver annar en hann virti að vettugi vilja undanfarandi þinga og lög þess? Hver traðkaði á varðskipalögunum og bankaráðslögunum annar en hann ? Hver hefir sýnt Alþingi ár eftir ár aðra eins óvirðingu með óprúðlegri og óþingmannlegri framkomu, stráks- legum ræðum og illyrðum fremur og oftar en dómsmálaráðherra? Hver hefir yfir höfuð borið jafn litla virðingu fyrir óskráðum og skráð- um vilja og reglum þingsins eins og dómsmálaráðherra? Enginn — ekki nokkur maður þessa lands, sem stigið hefir fæti sínum inti fyrir vjebönd þingsins. Pennan mann nefnir Brynleifur sfúskgra*. Pað mun enginn verða til að mæla á móti því nafni. En síst hefði mað- ur búist við því, að Brynleifur Tobiasson gerðisí til þess, að leggja vopnum sínum svo gagngert að »fúskaranum«. Innlendír og erlendir verkamenn. Foringjar Alþýðuflokksins og helstu skjaldarberendur hans lofuðu verkamönnum því, að sjeð yrði um það, að elcki skyldu erlendir verka- menn vinna við verksmiðjur hjer á landi í sumar. Sá bitirm skyldi ekki tekinn frá munni þeim. Ojá — mannlegt minni er fallvaltleikanum undirorpið. Nú vinria fleiri eriendir verkamenn við eina verksmiðjuna á Siglufirði en unnu í fyrra — og það samkvæmt heimildum frá nú' verandi stjórn. Hverju lofa þeir næst — án efnda? Ferðamannaskip, þýskt, en með ameríska farþega. kom hingað í morgun. Heitir það ®Raliance«. Með því eru 370 erlendir farþegar. Að sunnan komu með því Helgi Jónasson, sent er leiðbeinandi og fararstjóri hjer inn- anlands, Steingrfmur Arason kenn- ari og frú hans, og Tómas Hall- grímsson. Flutti Steingrímur fyrir- lestur í skipinu um ísland til skýr- ingar og upplýsingar ferðamönn- unum. Hjeðan fer skipið kl. 5 í dag aust- ur um iand. í morgun fór ailmargt farþeganna í bílum fram í Eyjafjörð, að Saurbæ. Sagt er, að að minsta kosti einn af mestu auðmönnum Ameríku sje þarna farþegi. Erlendar símfregnir. Reykjavík 9. júlí. (»Norðlingur« hefir ekki enn birt neinar erlendar slmfregnir vegna mis- skilnings Frjettastofunnar, en mun gera það hjer eftir, því að mikils er um það vert, að fylgjast með í því, sem markverðastgerist úti um heim. Skeytið, sem hjer fer á eftir um björgunina, á við þá, sem þátt tóku í því að heimta Nobile úr heiju. Er flestum sjálfsagt kunnugt, sem sjeð hafa hin blöðin, um hvað hjer er að ræða). Lundborg bjargað. Frá Stokkhólmi er símað, að Sví- inn Schuderz hafi bjargað Lundborg og flogið með hann til sænska skipsins »Quest«. Mullers-stjórnin nýja í Pýskalandi hefir fengið trausts- yfirlýsingu. Rúin 8000 mál af síld var í gær búið að leggja upp í Krossanesverk- smiðju, og er það meira en nokkru sinni áður jafn snemma sumars. ---------------------------- NORÐLIN G U R (kemur út annan hvorn dag) Ritstj. og ábyrgðarm.: JÓN BJÖRNSSON. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 103. Sími 226. Áskriftargjald kr. 1,00 á mánuði í lausasölu 10 aura eintakið. K---------------------------- í Pórólfs þætti bægifóts er sagt frá nauti einu undarlegu og illa innrættu. Pað var í öllum háttum ólíkt öðrum nautum. Sagan segirP að þegar það hafi baulað, hafi það verið »afskræmilegt.« »Verkamaðurinn« á laugardaginn rak upp ámátlegan skræk, sem minn- ir á háttu þessa nauts. Ástæðan er sú, að »NorðIingur« er farinn að koma hjer út. Er Verkamanninum bersýnilega illa við það, og er með ýmiskonar útúrsnúninga og hrak- spár í garð þessa blaðs, — er sem sagt geðillur og »afskræmilegur« eins og nautið. T. d. spáir hann því, að »NorðIingur« muni ekki lifa til næsta bæjarstjórnarfundar, og er ekki annað að heyra, en að hann ætli sjer það hlutverk að ganga af þessu blaði dauðu, þegar í stað. En þá er honum óhætt að skrækja hærra. »Verkamanninum« þykir »Norð- lingur« dýr. Pað er satt — hann er nolckru dýrari en Vkm. En — hann hefir ekki úr að moða dönsku gulli og býst ekki við að lifa á er- lendum fjársníkjum framvegis. Þess hefði Verkamaðurinn mátt geta. Nautið í sögunni af Pórólfi varð þeim manni að bana, sem það Ijet best að og var fylgispakast. Allir eru hættir Verkamannsins á þá lund, að hann muni einnig líkjast naut- inu í því efni, að verða þeim helst og mest til óþurftar, sem hann læst bera mest fyrir brjósti. Grasspretta er lítil um Norður- Pingeyjarsýslu. Tún alstaðarilla sprottin*

x

Norðlingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.