Norðlingur

Tölublað

Norðlingur - 09.08.1928, Blaðsíða 2

Norðlingur - 09.08.1928, Blaðsíða 2
2 NORÐLINGUR KaupfjÉgin og bændur. Hafa þau gert þá sjálf- stæðari ? Pegar álit sjera Friðriks Berg- manns á kaupfjelögunum fyrir 30 árum birtist hjer í blaðinu og rit- stjóri »Dags« kallaði það ®spark«, var. á það drepið, að síðar skyldi það verða rökstutt, að sjera Berg- mann hefði sjeð dýpra um kaupfje- lögin og verið forspárri en forsprakk- ar þeirra vildu nú við kannast, og að enn væri álit hans í gildi í meg- inatriðum. Er nú rjett að efna það loforð. Þungamiðjan í áliti sjera Berg- manns er það, að kaupfjelögunum hafi brugðist vonir um, að enginn mundi skulda, sem í þeim væri, að kaupmannastjettinni yrði útrýmt og að hún væri til ills eins, og að það væri »hrapallegasta villukenning, að íslenskir bændur gætu keypt vör- ur sínar milliliðalaust frá útlöndum«. Sennilegast gerist enginn maður svo djarfur að neita því, að þetta hafi ekki verið rjettilega athugað hjá sjera Bergmann, og komið á daginn. Það er öllum kunnugra en svo að frá þurfi að segja, að bændur skulda kaupfjelögunum. Er ekki verið að leggja þeim það út til lasts heldur sýna fram á, að kaupfjelaga- verslunin varð ekki og verður aldrei þess megnug ein saman, að brjóta skuldahlekkina. Þeir hafa nú, að margra áliti, heldur þyngst og þrengst um fætur bænda en hitt. Sama máli gildir um kaupmanna- stjettina. Hún hefir nú aldrei staðið með meiri blóma en einmitt síðan kaupfjelögin skáru upp herör til þess að ganga af henni dauðri. Og það sem mestu skiftir — hún hefir nú færst algerlega á innlendar hendur, er nú orðin íslensk verslun, sem stendur og fellur með hag og af- komu landsmanna — eins og sjera Bergmann tók fram, að mestu varðaði. Um milliliðina þarf ekki að ræða. Engin íslensk verslun hefir nú reist jafn stórfeldan og áberandi millilið eins og kaupfjelögin, þar sem er Sambandið. Og ekki er annað sjá- anlegt, en að kaupfjelögin geri sjer æði oft að góðu, að versla við »milliliðina«, kaupmennina eða heild- salana, þegar Sambandið þrýtur, eða það er hagkvæmara á einhvern hátt. En þegar ræða er um kaupfjelög- in, er óhjákvæmilegt að renna aug- unum út yfir breiðar bygðir lands- ins og spyrja: Hefir spádómurfor- göngumanna kaupfjelaganna ræst um það, að bændur yrðu sjálfstæð- ari, kjör þeirra betri, lífsbarátta þeirra Ijettari, ef þeir gengu í kaupfjelögin? Hefir verslun þeirra við kaupfjelög- in opnað þeim nokkra nýja vegi til meiri menningar ? Er ekki Iíf þeirra nú, eins og fyrir 30 eða 40 árum, daglegt, látlaust strit, þar sem ókleifir örðugleikar og fjárhagslegar þreng- ingar vofa yfir, ef nokkuð ber út af? Fagurgalamenn og loftkastalafor- ingjar kaupfjelagsskaparins hafa frá byrjun haldið því fram, að versluðu bændur við kaupfjelögin, væri öll- um áhyggjum af þeim Ijett — þeir yrðu skuldlausir, gætu ræktað tún sín, bygt betur bæi sína, orðið frjálsir menn og meiri og betri þegnar þjóðfjelagsins. Alt hefir þetta reynst svikagylling ein og oflátungsháttur. Bændur munu nú alment litlu betur stæðari en fyrir þremur eða fjórum áratug- um, og þeir ekkert betur, sem versl- að hafa við kaupfjelögin, nema síð- ur sje. Ýmiskonar framfarir hafa átt sjer stað hjá þeim eins og á öðrum sviðum þjóðlífsins. En þær framfarir koma af almennri viðreisn landsmanna og atvinnuhátta, en ekki fyrir aðgerðir neins sjerstaks versl- unarskipulags. Forgöngumenn kaupfjelaganna halda því fram, að sú hreyfing hafi reisi bændur til samtaka, fylkt þeim saman um áhugamál sín og eflt þá að framfaraáhuga. Þetta er ekki nema brot af sann- Ieikanum. Kaupfjelögin voru notuð til þess að reka bændur saman í sjerstakan stjórnmálaflokk. Versl- unin var höfð að yfirvarpi og beitu. Það Iokkaði bændur þau fyrirheit, að þeir yrðu skuldlausir menn. En skuldirnar hjeldust, sverð þeirra hjekk og hangir enn yfir höfðum þeirra; en smátt og smátt voru þeir sveigðir inn í stjórnmálin, bundnir með skuldum sínum á klafa flokks- ofstækis, svo að nú eru þeir ófrjálsir menn í stjórnmálunum. Nú er svo komið, að allur þorri bænda er ekki -----------------------<► NORÐLINGUR (kemur út annan hvorn dag) Ritstj. og ábyrgðarm.: JÓN BJÖRNSSON. Skrifstofa og afgreiðsla i Hafnarstræti 103. Sími 226. Áskriftargjald kr. 1,00 á mánuði { lausasölu 10 aura eintakið. V------------------------- ’ sjálfráður í vali fulltrúa á löggjafar- samkomu þjóðarinnar. Það er að minsta kosti einn ávöxtur kaupfje- laganna, hvað sem um þau má segja að öðru leyti. Erlendar símfregnire Reykjavík 8. ágúst. Frá »Krassin« Viðgerðinni á honum er nú lok- ið og fer hann til Franz Joseps- lands. »Citta de MiIano« aðstoðar hann í leitinni að loftskipsflokknum og Amundsen, og verða tvær flug- vjelar hafðar með í förinpi. Mishepnuð flugferð. Frá London er símað, að pólskir flugmenn, sem hafi ætlað að fljúga frá París til New-York, hafi steypst niður löO kílómetra frá Finsterro- höfða. Var þeim bjargað af þýsku skipi. Lægður rosti kommúnista. Frá París er símað, að mikill fjöldi kommúnista hafi reynt til að halda fund 6. þ. m. í forboði yfir- valdanna. En lögreglan kom í veg fyrir fundarhaldið og handtók 1000 kommúnista. Ráðlegging enn. »Verkamanninum« var ráðlagt hjer í blaðinu fyrir nokkru, að bera sig karlmannlega og auglýsa ekki hræðslu sína við »Norðling« um of og að ó- þörfu. En það lítur út fyrir, að »Verka- maðurinn* kunni ekki gott að þiggja. Hræðslan og öfundin brýst enn út, og

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.