Norðlingur

Tölublað

Norðlingur - 14.08.1928, Blaðsíða 2

Norðlingur - 14.08.1928, Blaðsíða 2
2 NORÐLINGUR „Hver er að tala um ÚM“ Pegar minst er í blöðum á bitl- ing, bita eða bein, sem einhver hef- ir fengið hjá stjórninni, hrökkva þeir í kút allir forráðamenn Verka- mannsins, Erlingur, Steinþór, Hall- dór og hvað þeir heita, líta ótta- slegnir í kringum sig eins og þjóf- urinn í kirkjunni og æpa: »Hver er að tala um okkur? Hver er aö tala uni okkur ?« Síðasti Verkamaðurinn ber vott um þessi fjörbrot þeirra, þegar ein- hver nefnir ■ »bitana«. En ekki er dirfskan meiri eða drenglundin en það, að ekki þora þeir að stíga fram fyrir skjöldu óhjúpaðir, heldur skríða eins og Björn að baki Kára undir nafn »fyrv. íhaldsmanns* og ryðja úr sjer óþrifalegri runu af ókvæðis- orðum yfir þá, sem raskað hafa matró þeirra við »bitana«. og bein- in. Þeim þykir áreiðanlega ekki nóg að hafa handsamað bitlingana. Þeir heimta ró, þeir krefjast dauða- þagnar meðan þeir flatmaga sig við kræsingarnar. Mest er þeim nú í svipinn í nöp við ritstjóra íhaldsblaðánna, því að vitaskuld eru það þeir, sem offast benda á bitlingagræðgi verklýðs- leiðtoganna. Og þeir vita, að verka- lýðurinn, sem ljet Iokkast til fylgis við þá, fer að athuga bitana því betur, sem oftar er á þá minst, og bera þá saman við það, sem hann hefir úr býtum borið við að hleypa þeim í krásirnar. Við þann samanburð eru þeir dauðhræddir. Þeim blandast ekki hugur um það, að verkamenn muni verða örðugri til að setja undir þá bök sín og lyfta þeim upp að kjöt- kötlunum og fjárhirslu landsins, er þeir athuga það og hafa reynsluna fyrir sjer í því, að þegar »leiðtog- arnir« eru lcomnir þangað og iirnur kræsinganna sljófgar minnið, pyngj- an orðin birg, maginn mettur, klæðnaðurinn hlýr og haldgóður, — þá — þá eru verkamenn þeim gleymdir, þá mega þeir bjarga sjer eins og þeir best gela, þangað til líður að næstu kosningum og þeir þurfa aftur á bökum þeirra að halda. En það er þýðingarlaust fyrir »bita«- og »beina«-hítirnar að æpa og ktvarta undan því, að raskað er ró þeirra yfir krásunum. Meðan þær vaða í bitlingum upp fyrir haus, gapa við hverjum bita, sem hlut- dræg stjórn heldur á lofti, og safn- ast í fylkingu til að raka að sjer meiru, sífelt meiru, skulu þær fá að hrökkva við oft og mörgum sinnum í angist vondrar samvisku og hrópa: Hver er að tala um okkur! SiylufjarOarverksmiðjurnar sýknaðar. Siglufirði 14. ágúst. Hjeraðsdómur er fallinn í máli verksmiðjanna, (sem um getur á öðrum stað í blaðinu), og á þá lund, að síldarkaup verksmiðjanna af ósamningsbundnum skipum sje heimil, og voru verksmiðjueigendur því sýknaðir. Skeyti þetta var Norðlingi sent rjett um leið og hann var að fara f prent- un. Var því að svo stöddu ekki hægt að fá upplýsingar um, á hvaða for- sendum dómurinn var bygður; en gera má ráð fyrir, að þær sjeu svipaðar og þær, sem minst er á hjer í blaðinu í frjettum »Frá Siglufirði*. Geta má þess, að landílutningur síldarinnar var hindraður samkvæmt strangri skipun fiá dómsmálaráðherra. Nú er það komið á daginn, og staðfest með und- irrjettardómi, að dómsmálaráðhérra er ver að sjer í lögum landsins en er- lendir nienn, og byggir einar og aðr- ar fyrirskipanir á þekkingarleysi sínu, sem síðan verða honum og lands- mönnum til minkunar. Heyskaparleiga. Jarðeignanefnd hefir lagt til við bæjarstjórn, að Ieiga fyrir hvern heyhest, sem heyjaður verð- ur í Kjarna nýrækt á þessu sumri, skuli vera 5 — 6 kr., eftir gæðum, og kringskefjar á kr. 3,00, en í Staðar- eyju á kr. 2,50. -------------------------'• NORÐLINOUR (kemur út annan hvorn dag) Ritstj. og ábyrgðarm.: JÓN BJÖRNSSON. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 103. Sími 226. Áskriftargjald kr. 1,00 á mánuði í lausasölu 10 aura eintakið. ......■ : ,r Er clli yripsvit í G.? Það er hvorttveggja í senn hryggi- Iegt og broslegt, að sjá þetta vesl- ings G. í »Verkamanninum«, sem líklega hefir ekki meðal gripsvit á því, sem það er að tala um, hrópa í blaði, sem ætlað er friðsamri, ró- legri íslenskri alþýðu: »Lifi kom- múnisminn!« Það er eins og ef vitlans maður stæði upp undir há- tíðlegri messugerð og ákallaði heitt og innilega a............ Veit G. hvað kommúnisminn er? Veit það í hvaða mynd hann hefir birst, þar sem hann hefir brotist út og náð sjer niðri fyrir alvöru, í Rússlandi? G. telur sig líklega vera sæmilega kunnugt rússneskum mál- um og rússnesku ástandi eins og það er nú. En ef það heldur því fram, að blóðbraut kommúnismans þar sje eitthvert keppikefli fyrir ís- lenska þjóð og alþýðu hjer, þá er það annaðhvort samviskulaust eða að gripsvitið er ekki einusinni til í því. Hvernig var ferill kommúnismans í Rússlandi? Blóð, morð, þrumandi skothríð um þvert og endilangl landið, gínandi fallbyssukjaftar, akr- ar og engi flag og forað, hrundar borgir, kirkjur svívirtar og eyði- lagðar, miljónaverðmæti gerð að engu, dagleg Iíflát á göfugu fólkr, sem ekkert hafði til saka unnið. Og svq hú, þegar svartamökk skelf- ingarinnar er ofurlítið að Ijetta — stynjandi, ósjálfráð og þrælkúguð alþýða í hálfniðurníddu landi! Keisarastjórnin í Rússlandi var líka oft kúgun og blandin hrotta- skap og ofbeldi. En hvað var hún hjá ógnum kommúnismans? Eins og bjartur sólskinsdagur hjá stór- hríðarnótt.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.