Norðlingur - 11.09.1928, Side 2
2
NORÐLINGUR
Frá vmsum hliðum.
íAIlan sannleikann !<
Petta er fyrirsögn á grein í Tím-
anum frá 1. sept. Á fyrirsögninni
má skilja, að blaðið ætli sjer að
segja allan sar.nleikann eða heimta
allan sannleikann. — Hræsnin og
yfirskinið getur kornist á hátt stig
hjá þeim, sem gera Tímann úr garði.
Pað • er furða, að slíkir menn skuli
dirfast að tala um sannleikann. Pað
er ámóta og ef svín fengi mál og
færi að prjedika hástöftím um þrifn-
að og hverskonar hreinlæti!
»Leigðar rægitungur.*
Pað er ekki óalgengt að sjá það
í blöðum Framsóknar- og Alþýðu-
flokksins að þeir, sem í andstæð-
ingablöðin skrifa, eru kallaðir »Ieigu-
þý«, »Ieiguritarar«, »leigðar rægi-
tungur« og öðrum kurteisisnöfnum.
Nú síðast í Ðegi ^eru ritstjórar ísl.
og Norðl. kallaðir »Ieigðar rægi-
tungur.« Pað skiftir nú ekki
miklu máli, hvað aðrir eins orða-
sóðar og ritstjóri Dags nefnir einn
eða annan. En hitt ætti hann að
vita, að hann hefir nákvæmlega
sömu aðstöðu og ritstjórar íhalds-
blaðanna. Peir halda uppi sókn
og vörn fyrir sinn flokk, og hann
fyrir sinn, og er vitanlega borgað
fyrir það starf. Hann er áreiðan-
lega »leiguþý« ef aðrir eru það.
Eigi þeir skilið nöfnin »leiguþý« og
»leigðar rægitungur«, þá. verður
ha'nn að bera þau nöfn líka. Hitt
sker úr og skiftir mestu máli, að
ritstjórar íhaldsblaðanna verja alt af
rjett mál og satt með drengilegri
og sanngjarnri aðferð, en ritstjóri
Dags og starfsbræður hans sveit-
ast blóðinu við vörn á ilium
málstað, og að rógurinn og álygin
er alt af þeirra megin. Og það er
skömm, að láía borga sjer kaup
fyrir það skítveik.
Norðlingur og Mjólkursamlagið.
Pegar Norðlingur fór að koma
út, var komist að samkomulagi við
Samlagið, að bifreiðarstjórar þeir,
sem aka mjóikurbílunum hjer fram
í fjörðinn og út í hjeraðið, gætú
tekið blaðið þar til þeirra kaupenda,
sem eru á því svæði, er bílarnir fara
um. Var það þægilegast fyrir alla
aöila: bíistjóra, ur jjví að þeir vildu
flytja blöðin, kaupendurna, sem
fengu þá blöðin reglulega og greitt,
og afgreiðslu blaðsins. Hafa Iítil
vanskil orðið á blaðinu og ekki
nema eðlileg, þar sem um nýtt blað
var að ræða. En nú fyrir stuttu er
blaðinu tikynt það úr Samlaginu,
að þar fái það ekki lengur inni,
þaðan verði það að fara. Ástæðan
sögð sú, að rúm væri ekki fyrir
það, þar sem blöðin væru orðin
svo mörg, sem nú væru send út
um sveitirnar og ennfremur, að
blaðið vœri ekki Framsóknarblað.
Með öðrum orðum: Samlagið vill
ekk’i gera bændum hjer úti um
sveitir og öðrum, sem blaðið kaupa
þar, þau þægindi, að bílstjórar geti
tekið það á þeim staðnum, sem
þeim er þægilegast og tryggir það
best, að það berist fljótt og örugt.
Og ástæðan er pólitísk. Um þetta
skal ekkert fjölyrt að sinni, að
minsta kosti getur hver og einn
lagt sinn dóm á þessa greiðasemi.
En framvegis verða þau blöð, sem
í Samlaginu hafa verið, á bifreiða-
stöð Snæbjarnar og eru bifreiða-
stjórar beðnir að taka þau þar.
Síldveiðar Norðmanna og
Verkamaðurinn.
Blað síldarembættamannanna,
þeirra Erlings, Halldórs, Einars og
Steinþórs,' segir frá því á þriðju-
daginn var, að síldarvertíð norskra
skipa utan landhelgis hafi »reynst
þeim tekjurýr fram yfir vana.« Pað
er auðheyrður einkasölutónninn í
þessum ummælum. Látið í veðri
vaka, að veiðin hafi orðið rýr og
verðið í Iægra lagi. En sannleikur-
inn er sá, að Norðmenn hafa veitt
mjög svipað nú og undanfarið, um
150 þús. tunnur, herpinótaskip með
minna móti en reknetaskip nokkuð
yfir meðallag. En það, sem gerir
vertíðina — ekki tekjurýra, heldur
tekjumikla, er einkasalan íslenska.
Vegna þeirra ráðfitafana núverandi
stjórnarflokka fá Norðmenn hátt
verð fyrir aflann, hærra en ísiensku
síldarsaltendurnir. Pað er þess
vegna, sem norskir síldveiðamenn
hafa talað um að senda síjórninni
gullbikar í þakklætisskyni fyrir einka-
söluna, og það er þess vegna, senr
þeir æskja nú heitt og fast, að
einkasalan haldi áfram. Ef það
verður, hrýtur þá ef til viil silfur-
bikar til Erlings næsta sumar.
Hann gæti lagt í þá guðs kistu
mismuninn seni er á því, hvað ís-
:*--------------------------••
NORÐLINGUR
(kemur út annan hvorn dag)
Ritstj. og ábyrgðarm.:
JÓN BJÖRNSSON.
Skrifstofa- og afgreiðsla f'
Hafnarstræti 103. Sími 226.
Áskriftargjald kr. 1,00 á mánuði
í lausasölu 10 aura eintakið.
< , .....——-V. ’
lenskt verkafólk fær nú minna fyrir
síldarvinnu sína en undanfarin sum- .
ur, og útbýtt því svo úr honum,
þegar verkalaunin þrjóta.
Fyrirspurn.
Herra ritstjóri!
í heiðruðu blaði yðar, NorðlingiF
biitist á föstudaginn var grein með
yfirskriftinni »SkrímsIið«. Par er
meðal annars skýrt frá ummælum
Útgerðarmanns um síldareinkasöl-
una, og er hann talinn að hafa ver-
ið henni áður manna hlyntastur og
liaft mesta trú á góðum árangri
hennar. Sjálfur segið þjer um hin
tilgreindu ummæli þessa útgerðar-
manns:
»Hann sagði þetta ekki í neinu
alvöruleysi heldur af reynsluþekk-
ingu þess manns, sem getur sann-
að, að einkasalan hefir gert honum
skaða, sem nemur mörgum tugum
þúsunda«.
Pessi orð verða naumast skilin á
annan veg en þann, að þessi út-
gerðarmaður hafi sagt yður það
sjálfur, að hann gæti sannað, að
einkasalan hafi gert sjer slíkan
skaða.
Nú vil jeg leyfa mjer að spyrja
yður, hvort þannig beri að skilja
þessi umrnæli yðar, eða þjer hafið
aðeins heyrt einhvern orðasveim
um þetta, sem þessi útgerðarmaður
var borinn fyrir í yðar eyru.
Og éinnig vil jeg leyfa mjer að
biðja yður að skýra frá því, hver
þessi útgerðarmaður er. Eftir um-
mælum yðar að dæma hlýtur hann
að vera meðal hinna stærstu og
reyndustu útgerðarmanna, og gefur
það þá væntanlega dómum hans
um einkasöluna aukið gildi, ef nafn
hans verður birt opinberlega.
jeg þakka yður fyrirfram fyrir
i