Norðurland - 26.11.1976, Blaðsíða 4

Norðurland - 26.11.1976, Blaðsíða 4
NORÐURLAND Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böðvar Guðmundsson, Helgi Guðmundsson, Soffía Guð- mundsdóttir, Þórir Steingrímsson, Þröstur Ásmundsson. Ritstjóri: Vilborg Harðardóttir (ábm.) Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Eiðsvallagata 18, sími 21875 Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins 33. ÞING ASÍ Næstkomandi mánudag hefst 33. þing Alþýðusambands Islands. Þingið er nú haldið við þær aðstæður að fjandsamleg ríkisstjórn hefur um Iangan tíma unnið marlivisst að því að þrengja kjör launafólks. Efnahagsvandræði sem sögð eru af óviðráðanlegum ástæðum, eru lögð af fullum þunga á herðar launþega, með þeim afleiðingum að á íslandi eru nú greidd tvisvar til þrisvar sinnum lægri Iaun en í nágrannalöndunum. Af þessum sökum virðist auðsætt að verkalýðshreyf- ingin skoði aðstöðu sína í ljósi þessara staðreynda og taki til umræðu með hvaða hætti skuli við bregðast. Þá er og nauðsynlegt að ræða til nokkurrar hlítar orsakir þess að svo er nú komið málum fyrir verkalýðsstéttinni. Getur verið að verkalýðshreyfingin sjálf eigi þar nokkurn hlut að máli með aðgerðarleysi sínu? Víst hafa verið gerðir kjarasamningar að undanförnu sem með nokkrum hætti hafa hindrað enn frekari launa- skerðingu. Hins vegar bendir sitt af hverju til að ríkis- stjórnin hafi einmitt hugsað sér að koma fram þeirri kjaraskerðingu sem þegar hefur orðið. Hlutskipti verka- lýðshreyfingarinnar hafi verið það eitt að staðfesta hana með undirskrift sinni. Ríkisstjórnin hefur ekki látið við það eitt sitja að rýra kjör launafólks. Áformin um stórfellda skerðingu á starfs aðstöðu og verkfallsrétti verkalýðshreyfingarinnar tala sínu máli um það sem að er stefnt. Nær allar samþykktír sem gerðar hafa verið áfundum verkalýðsfélaga bera með sér eindregna andstöðu við frumvarpið. Því má ætla að ekki standi á ASÍ þingi að álykta eindregið gegn frum- varpinu. Nauðsyn þess að rnarka eindregna afstöðu gegn því afturhaldsbandalagi sem nú fer með völdin í landinu er augljós. Jafnframt verður að marka raunsæja baráttuleið til að fara á næstu mánuðum svo leiðrétta megi hið hróp- lega ranglæti sem ríkir í launamálum. Dægurmálin munu vissulega setja svip sinn á þetta þing eins og jafnan áður. I þetta sinn er þó á dagskrá það stórmál að setja verkalýðshreyfingunni stefnuskrá er tekur til allra þátta þjóðlífsins. Fyrirliggjandi drög hafa verið til umræðu í verkalýðshreyfingunni undanfarnar vikur og hjá sumum félögum hlotið rækilega meðferð. Margar breytingatillögur munu því koma fram. Hvort stefnu- skráin verður afgreidd á þessu þingi skal ósagt látið, því að Ijóst er að innan verkalýðshreyfingarinnar finnast fulltrúar þeirra afturhaldsafla sem halda um stjórnar- taumana í landinu um þessar mundir, og vilja umfram allt sjá til þess að verkalýðshreyfingin sinni engu öðru en kjaramálum. Þegar allt kemur til alls þá verður það kannski sú stað- reynd sem framar öðru mun setja mark sitt á þinghaldið. hágé. Mikill skortur er ’á dagheimilisplássum hér á Akureyri og langir biðlistar við allar dagvistunarstofnanir bæjarins, bæði dagheimilið Pálmholt og leikskólana Iðavelli og Árholt. Á þess- um þrem stöðum er aðeins rúm fyrir 182 hörn, þaraf aðeins hálfan daginn á leikskólunum. Þessar upplýsingar fékk Norðurland hjá Valgerði Magnúsdóttur ful'ltrúa, sem hefur umsjón með dagvistun- arstofnunum á vegum Félags- málastofnunar bæjarins. Sam kvæmt íbúaskránni 1. des. 1975 voru börn á dagheimilis- aldri þá samtals 1031 (vænt- anlega ekki færri nú), þannig að það er ekki fimmti hiuti þeirra sem fær inni á dagvist- unarstofnunum bæjarins. Þar við bætist að í raun og veru er talan 182 of há samkvæmt þeim stöðlum sem reglugerð menntamálaráðuneytisins ger ir ráð fyrir og um helmingi of lítið pTáss á hvert barn á heim ilunum. Rýmkað á síðustu árum Þó hefur rýmkað mjög um börnin frá því sem áður var, sagði Erla Böðvarsdóttir, for- stöðukona leikskólans Iðavall ar, þegar Norðurland leit þar inn nú í vikunni. Þar eru nú 62 börn hálfan daginn, 2ja til 5 ára f. hád. og 3ja til 6 ára síðd. Þar vinna 5 manns á morgnana og 6 eftir hádegi. Innandyra er við margt að una. Lcingir biðlistar Um 60 börn eru á biðlista á Iðavöllum og er margra mán- aða biðtími, sagði Erla. Sömu sögu er að segja af hinum heimilunum. Sam- kvæmt upplýsingum Valgerð- ar eru um 95 á biðlista leik- skólans Árholts, sem tekur 66 börn hálfan daginn, og á dag- heimilinu Pálmholti eru yfir 20 á biðlista, en þar eru 53 börn allan daginn. Þó segja biðlistarnir ekki alla söguna hvorki um þörfina né óskir foreldra, þar sem einstæðir foreldrar hafa forgang að dag heimilisplássum fyrir sín börn og margir aðrir leggja ekki einu sinni í að sækja um. Auk þessara 3ja dagheimila bæjar ins rekur sjúkrahúsið barna- heimilið Stekk fyrir starfs- fólk sitt. Vonbrigði vegna áhugaleysis Það er táknrænt fyrir skiln ingsleysi bæjaryfirvalda á þessum málum, að aðeins nýj- asta stofnunin, leikskólinn Ár- holt, var stofnaður af Akur- eyrarbæ sjálfum og það ekki fyrr en 1974, en leikskólinn er re'kinn í húsnæði gamla Gler- Börnin á Iðavelli fagna gestui árskólans. Hin heimilinu voru stofnuð og rekin af öðrum að- ilum. Pálmholt var rekið á sumrin af Kvenfélaginu Hlíf í um 20 ára skeið til 1971, að bærinn tók við, en síðan hef- ur verið opið allt árið. Iða- völlur var rekinn af Barna- verndarfélagi Akureyrar frá 1959 til 1975, að hann var gef- inn bænum, sem síðan hefur séð um reksturinn. Til að kynna starfsemi barnaheimilanna og vekja at- hygli á þeim skorti sem nú er Dagvistunarp sinnum of fá — en bæjaryfirvöld sýna ekki ski ♦*♦♦*♦♦*♦ ♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*« V V V V V V V V v»* * ♦.‘VVVV : X * V T t T t t t t Y t t t t t t t t t t t t t t t t t t 4 4 4 t t t t t t 4 4 4 T T ♦*♦ Yfirlýsing frá Kennarasambandi IMorðurlands eysl SVO LEIMGI MÁ Bl Eftirfarandi yfirlýsing er úr- dráttur sem stjórn Kennara- sambandsins var falið að gera úr ályktunum af fundum skól anna 8. nóv. sl. og sameina í eitt, en ályktanri kennara- fundanna voru svotil sam- hljóða. lengi má brýna deigt járn að bíti um síðir. Eins og fólki er kunnugt lögðu kennarar á sambands- svæði Kennarasambands Norð urlands eystra niður vinnu mánudaginn 8. nóv. sl. Kenn- arar hafa sýnt það á undan- förnum árum, að þeir eru sein þreyttir til vandræða, en svo í sjónvarpinu talar mennta- málaráðherra um að kennarar fari ekki að lögum. Tal ráð- herra um löglausa baráttu tök um við ekki hátíðlega, þegar þess er gætt, að hann hefur sinnt þeirri skyldu sinni afar slælega, að sjá svo um að all- ir nemendur á grunnskólastigi fái notið þeirrar bestu kennslu, sem völ er á og eins hitt, að þau ár sem hann hef- ur setið í ráðherrastóli hefur hann sýnt lítinn skilning og ékkert framtak til að koma til móts við stétt okkar. Við telj- um að ríkisvaldið hafi beitt okkur sí og æ hlutdrægum kjaradómi og ósvífinni samn- inganefnd. Árangur þessa er sá, að kennaramenntað fólk sækir í önnur betur launuð störf og í staðinn er ráðið réttindalaust fólk til kennslu með misjöfn- um árangri. Hægt er að sýna fram á að í ákveðnum skóla- hverfum, þar sem kennara- skipti eru tíð og réttinda- og reynslulítið fóTk starfar við kennslu er t. d. lestrarkunn- 4 — NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.