Norðurland


Norðurland - 13.07.1978, Blaðsíða 6

Norðurland - 13.07.1978, Blaðsíða 6
NORÐURIAND Fimmtudaginn 13. júlí 1978 MÁLGAGN SÓSÍALISTA f NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST .ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 - AUGLÝSIÐ I' NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Akureyri: Verkalýðsfélögin flytja í nýtt húsnæði Lífeyrissjóður- inn Sameining keypti húsið í Skipagötu 12 Á fimmtudaginn var fluttu Verkalýðsfélagið Eining, Sjó- mannafélag Eyjafjarðar og Líf- eyrissjóðurinn Sameining úr gamla Verkalýðshúsinu við Strandgötu í ný húsakynni í Skipagötu 12 en lífeyrissjóður- inn festi kaup á þvi húsi sem er fjögurra hæða steinhús. Kaupin voru gerð á sl. hausti og var kaupverðið 33 miljónir sem greiðast á einu ári. Gert er ráð fyrir því að Eining geti gengið inn í kaupin og gerst meðeigandi Sameiningar og má búast við að það gerist von bráðar. Síðan í haust hefur farið fram gagnger endurbót á húsinu og er ekki séð fyrir endann á kostnaði við hana en sennilega verður hann ekki minni en húsverðið. Nýja Verkalýðshúsið er eins og áður segir fjórar hæðir. Á neðstu hæðinni eru skrifstofur Sameiningar en á 2. hæð eru Eining og Sjómannafélagið til húsa. Á 3. hæðinni leigja ýmsir aðilar, svo sem stéttarfélög múrara og verkstjóra, Ferða- félag Akureyrar, snyrtisérfræð- ingur ofl. Á 4. hæðinni er íbúð sem nú er leigð út en ekki hefur verið tekin ákvörðun um fram- tíð hennar. Eru m.a. uppi hug- myndir um að rífa skilveggi innan úr henni og gera þar fundarsal. Einnig kemur til greina að hafa þar íbúð fyrir húsvörð. Ýmsir aðilar komu við sögu innréttinganna. Haukur Har- aldsson hannaði þær, Kjörviður hf. sá um allt tréverk, Gunnar Óskarsson um múrverk, Ljós- gjafinn hf. um raflagnir, Stefán Starfsfólk verkalýðsfélaganna, talið frá hægri: Sævar Frímannsson, Ólína Jónsdóttir, Þorsteinn Jónatans- son, Clfhildur Rögnvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Jón Helgason, formaður Einingar og Guðjón Jóns- son formaður Sjómannafélagsins. Jónsson um málningu, Loki hf. um pípulagnir og Trésmiðjan Þór um innihurðir. Höfuðstólinn 720 miljónir í hófi sem haldið var í tilefni flutningsins sagði Jón Helga- son að starfsemi verkalýðsfé- laganna hefði vaxið mjög ört að undanförnu og hefðu þau orðið allt of lengi að búa við allt of þröngt húsnæði. Þetta ætti þó sérstaklega við um lífeyrissjóð- inn. Hefði verið brýn nauðsyn á að koma starfseminni í betra húsnæði þar sem hægt væri að veita betri þjónustu. Auk þess hefði það verið mikill ábyrgðar- hluti að geyma öll þau verð- mæti sem felast í lífeyrissjóðn- um í gamla húsinu. Höfuðstóll Sameiningar var um síðustu áramót 720 miljón- ir króna. Á síðasta ári námu iðgjöld til hans 206 miljónum en aðrar tekjur voru vaxtatekjur 65 miljónir króna og vísitölu- álag 48 miljónir króna. Á síð- asta ári voru greiddar úr sjóðn- um 90 miljónir króna, þar af námu beinar lífeyrisgreiðslur 50 miljónum. Aðild að sjóðnum eiga allir félagar Einingar, fé- lagsmenn Iðnsveinafélagsins Dranga og Akureyrardeild Sjúkraliðafélags íslands að hluta. Skrifstofuhald í hálfa öld Þorsteinn Jónatansson starfs- maður verkalýðsfélaganna sem nú vinnur að skráningu á sögu verkalýðsbaráttunnar á Akur- eyri greindi frá nokkrum atrið- um úr starfsemi verkalýðsfélag- anna. Hann sagði að þau hefðu hafið skrifstofuhald árið 1930, þá í einu herbergi í Strandgötu 7, en þar var einnig fundarsalur. Þar voru þá til húsa félög verka- manna og verkakvenna. Þau höfðu þó ekki fastan starfs- mann fyrr en árið 1946 þegar maður var ráðinn í hlutastarf á skrifstofunni. Verkalýðshúsið var sama- staður allra verkalýðsfélaganna á Akureyri fram eftir sjötta ára- tugnum en þá var starfsemi þeirra orðin svo umfamgsmikil og margþætt að ekki varð hjá því komist að mörg þeirra færu að huga að eigin húsnæði. Eftir urðu í Strandgötunni félög ófaglærðs verkafólks og sjó- manna. Þar kom að þetta fornfræga hús var einnig orðið of lítið fyrir starfsemi félaganna tveggja og lífeyrissjóðsins og því varð úr að þau flyttu saman í nýtt húsnæði. Þorsteinn sagði að lokum að Verkalýðshúsið við Strandgötu hefði verið höfuðstöðvar verka- lýðsfélaganna og róttækra stjórnmálahreyfinga á Akureyri um tæplega hálfrar aldar skeið og væri það von sín að það yrði varðveitt. Mun það og vera ætlun verkalýðsfélaganna að láta húsið ekki af hendi heldur leigja það út um sinn. Sameinast Laxár- og Lands- virkjun? Á fundi bæjarráðs 22. júní sl. var lagt fram bréf frá fram- kvæmdastjóra Laxárvirkjun- ar. í bréfinu birtist svohljóð- andi ályktun sem stjórn Laxár virkjunar hefur samþykkt: ,,Stjórn Laxárvirkjun- ar samþykkir að leita heimild- ar eigenda virkjunarinnar til athugunar á skipulagsmálum raforkuiðnaðarins í landinu með tilliti til framtíðarstöðu Laxárvirkjunar. í því sam- bandi heimilist stjórninni að taka upp viðræður við stjórn Landsvirkjunar um hugsan- lega sameiningu fyrirtækjanna eða samstarf í öðru formi.“ Þá var þess einnig farið á leit að fulltrúum Akureyrarbæjar í stjórn Laxárvirkjunar verði heimilað að hefja slíkar við- ræður við Landsvirkjun. Bæjarráð og síðan bæjar- stjórn voru fylgjandi þessari málaleitan og var fulltrúum bæjarins í virkjunarstjórn- inni veitt umbeðin heimild. Ef úr sameiningu yrði væri það enn eitt skrefið í átt til þess að gera landið allt að einu orkuveitusvæði sem lyti sam- eiginlegri stjórn en það er eitt af baráttumálum Alþýðu- bandalagsins í orkumálum. 10 milj. í Hlíðarfjall Á fundi í íþróttaráði 15. júní sl. var þess farið á leit að fjár yrði aflað til kaupa á nýjum snjótroðara fyrir Skíðahótelið í Hlíðarfjalli. Var lagt til að keyptur yrði troðari með ýtutönn sem kostar uþb. 32 miljónir þegar hann er kominn í gagnið. Einnig var lögð fram kostn- aðaráætlun fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir í Hlíðarfjalli á þessu ári og hljóðaði hún upp á rúmlega 15.6 miljónirkróna. Voru fjárfrekustu liðir hennar snyrtiaðstaða við Strýtu, 10 milj., og undirstöður við tog- braut, 4.5 miljónir. Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn var samþykkt að heimila framkvæmdir fyrir 10 miljónir króna í ár og skal þess íjár aflað með lántökum. Einnig var veitt heimild til að panta snjótroðara enda komi ekki til greiðslu á honum fyrr en á næsta ári. Við umræður um fram- kvæmdir í Hlíðarfjalli ítrekaði Helgi Guðmundsson þá kröfu sína að aðstaða fyrir börn yrði stórbætt en eins og nú er komið hafa þau hvergi að- stöðu til að snæða nestið sitt. Vildi Helgi að úr þessu verði bætt hið fyrsta, hvort sem væri inni í hótelinu sjálfu eða með nýbyggingu. Ný nefnd skipuð Nefndaskipulag bæjarstjórna tekur yfirleitt ekki örum breyt- ingum. Ein breyting varð þó hjá Akureyrarbæ nú í vikunni er bæjarstjórn samþykkti að kjörin verði fimm manna nefnd til að íjalla um skipan náms á framhaldsskóla- og háskólastigi í bænum. í erindisbréfi nefndarinnar segir að nefndin skuli sérstak- lega fjalla um eftirfarandi svið: 1) Námsleiðir á framhalds- skólastigi. 2) Samstarf skóla og hugs- anlega sameiningu þeirra. 3) Starfrækslu sérskóla og rekstur. Ennfremur segir í erindis- bréfinu: „Nefndin skal einkum hafa í huga aukna verkmenntun í þágu atvinnuvega bæjarins og nágrannasveitarfélaga og fjórðungsins alls. Skal leitað álits og samstarfs samtaka atvinnuveganna og samvinnu við nágrannabyggðirnar um skipan náms á framhaldsskóla stigi, eftir því sem frekast er unnt. Þá skal nefndin einnig huga að endurmenntun j og fullorðinsfræðslu, þar á meðal að rekstri námsflokka og öldungadeildar. Við starf nefndarinnar skal auk þess taka tillit til menntunar og fræðslu á vegum launþega- samtaka, starfshópa og félaga samtaka í bænum. Nefndin skal skila greinargerð og fyrstu tillögum til bæjar- stjórnar fyrir 1. janúar 1979. Með nefndarskipan þessari fellur niður umboð svo- nefndrar „framhaldsskóla- nefndar" Bcejarfréttir . . . Bcejarfréttir . . . Bcejarfréttir . . . Bcejarfréttir. . . Bcejarfréttir Hœkkar raforku verðið? Á fundi rafveitustjórnar þann 6. þm. var sam þykkt að sækja um hækkun á raforkuverði til þess að mæta hækkun á heildsölu- verði frá Laxárvirkjun. Síðasta verðhækkun á raforku frá Rafveitu Akur- eyrar kom í nóvember sl. Þann 1. mars sl. hækkaði Laxárvirkjun gjaldskrá sína um 5% án þess að rafveitan hafl mætt því með hækkuðu útsöluverði. Nú liggur fyrir beiðni frá Laxár virkjun um 25% hækkun á heildsöluverði frá 1. ágúst nk. Hækkanir á heildsölu- verði helmingast í útsölu- verði. Rafveitustjórn vill nú fá að mæta þessum hækk- unum auk þess sem hún vill fá 5% hækkun til viðbótar vegna hækkandi rekstrar- og framkvæmdakostnaðar. Ef hækkun sú sem Laxár- virkjun hefur sótt um verður samþykkt óbreytt þýðir það 20-21% hækkun á útsöluverði raforku hér í bæ. Staðiðvið skiptdag Á fundi skipulagsnefnd- ar þann 7. þessa mán. var fjallað um beiðni Esso- nestanna sf. um að áfram verði heimiluð innkeyrsla á athafnasvæði þeirra frá Tryggvabraut. Esso-nestin höfðu undanþágu frá skipu lagsákvæðum sem mæla svo fyrir að aðkeyrslan skuli vera frá Furuvöllum. Samningur um þá undan- þágu var hins vegar útrunn- inn. Skipulagsnefnd gat ekki fallist á þessa beiðni. Eins og áður segir á aðkeyrslan að fyrirtækjunum sunnan Tryggvabrautar að vera frá Furuvöllum samkvæmt skipulagi. Er það vilji skipulagsnefndar að staðið verði við þetta ákvæði skipulagsins og samþykkti hún á sama fundi að Tryggvabraut verði skipt með eyjum í samræmi við tillögur tæknideildar. Á sama fundi var lagt til að bæjarstjóra yrði falið að leita samninga við Sana hf. um að fá afnot af hluta lóðarinnar í Norðurgötu 57 þar sem Sana stendur undir bílastæði. Einnig var lagt til að bæjarstjóra yrði falið að leita samninga við Slipp- stöðina hf. um að fá sneið af lóð fyrirtækisins vegna breytinga á gatnamótum Tryggvabrautar og Hjalt- eyrargötu.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.