Norðurland


Norðurland - 08.03.1979, Blaðsíða 4

Norðurland - 08.03.1979, Blaðsíða 4
Helgi Ólafsson Skákþrautin Lausn síðustu þrautar er á þessa leið: 1. Hd8+ Kg7 2. Hd3 Bc6+ 3. Kb4 g2 4. Hg3+ Kf6 5. Kc5 Ba8 6. Kd4 h5 7. Ke3 h4 8. Kf2 hxg3+ 9. Kgl Jafntefli. Þraut vikunnar er á þessa leið: Hvítur mátar í 4ða leik. - Gömul þraut gleymdist mér í höfði. Lausn hennar er eftir- farandi: 1. Rd3 A: 1. . . Ka4 2. Da6 mát. B: 1. . . Kc4 2. Dc6 mát. Rafurmögnuð Kraftbirting þjóðvísunnar Sænska söng - og hljómsveitin Zamla spilaði í Sjálfstæðishús- inu sl. laugardag á vegum Tón- listarfélags MA. Lifandi tónlist er svo sannarlega kærkomin tilbreyting í því húsi staðlaðra tóna dískós og dægurfluga, sem alla jafna er troðið inn í dauf eyru þeirra sem neyðast til að sækja það skelfilega hús heim. Samkv. fréttatilkynningu var Zamla orðuð við rokk og djass, en fyrir því síðarnefnda fór ekki mikið í flutningi. Hljómsveitin byggði fyrst og fremst á hefð þjóðvísunnar sem dunaði í gegnum rokkniðinn í framsetn- ingu. Svo stiklað sé á stóru, þá ber fyrst að geta flutnings þeirra á verkinu Útópía, samanslungið melódískt og sýndi tæknikunn- áttu flutningsmanna og bjart- sýni semjenda. Síðan sungu þeir og spiluðu þjóðlag, - textinn drukknaði í rafurmagninu, en auðveldlega fundu leikmenn þokka þjóðvisunnar og húmor próvinsíunnar sitra í gegnum tækniþrunginn hávaðann. Næst fluttu þeir langt, nafn- ÖRUGGUR AKSTUR Aðalfundur klúbbsins öruggur akstur verður haldinn í Lóni, Glerárgötu 34, laugardaginn 10. mars næstkomandi og hefst kl. 2 e.h. Veitt verða verðlaun Samvinnu- trygginga fyrir 5, 10, 20 og 30 ára tjónlausan akstur. Guðmundur Þorsteinsson frá Umferðarráði mætir á fundinum og ræðir um umferðarmál. Kaffiveitingar í boði klúbbsins. Allir alltaf velkomnir. KLÚBBURINN ÖRUGGUR AKSTUR. ARSHATIÐ IÐJU, félags verksmiðjufólks verður haldin í Alþýðuhúsinu laugardaginn 17. mars nk. og hefst með borðhaldi kl. 7 e.h. Ýmis skemmtiatriði verða meðan borðhaldið stendur Síðan leikur hljómsveit Birgis Marinóssonar fyrir dansi fram eftir nóttu. Þátttökutilkynningar þurfa að berast skrifstofu Iðju 12. mars. Verða miðar afgreiddir þar 15. og 16. mars milli kl. 5 og 7. Sími 23621. Verð miða er kr. 5.000. NEFNDIN: Fyrir sykursjúka Súkkulaði og fleira sælgæti nýkomið. MATVÖRUDEILD : Hafnarstræti 91 Einingar- fundurinn Framhald af forsíðu. misstum af þessu húsi, því þetta er staður sem ég held að allir verði nokkuð ánægðir með að fara á.“ Um inngöngu Sævars Frímanssonar starfsmanns Ein- ingar í félagið sagði Jón: ,,Á fámennum fundi sl. haust var Sævari vísað úr félaginu með 8 atkvæðum gegn 6 , - en margir sátu þá hjá vegna þess að þeir vildu ekki blanda sér í málin. Síðan tókum við málið fyrir í stjórn og trúnaðarmannaráði og komust að þeirri niðurstöðu, að þessi brottvísun væri aftur- kölluð og hann settur inn á félagskrá að nýju. Tillaga var lögð fram um þetta á fundinum. Nú urðu svolitlar orðasvipt- ingar um þetta ,ekkert stór- vægilegar. Þorsteinn var að reyna að verja sinn málstað. Miðað við þá hefð sem hefur skapast þá var það augljóst mál að þarna var spjótunum beint að þessu ákveðna manni án þess þá að taka málin fyrir á breiðari grundvelli. Síðan að ég kom hingað til starfa þá hafa allir starfsmennirnir verið hér inni og það er svolítið óeðlilegt við það, að þeir sem eru að vinna fyrir þetta fólk, að ef þeir geta ekki verið gjaldgengir inn í sama félag, þá eru það orðin einhver óæskileg sjónarmið sem þar ráða, sagði Jón Helgason. Síðast höfðum við samband við bitbeinið sjálft, Sævar Frímansson starfsmann Ein- ingar. Sævar sagðist hafa sagt sig úr Trésmiðafélaginu þó nokkru áður en hann sótti um inngöngu í Einingu. Auk þess að hafa unnið í Sjálfstæðis- húsinu sem dyravörður, þegið þar laun samkv. Einingartaxta og borgað gjöld til verkalýðs- félagsins af tekjunum. Sævar sagði að ekki hefði verið ,,smalað“ á fundinn og þeir hefðu haft eftirlit með því að ófélagsbundnir menn væru ekki á fundinum. öðruvísi hefði því 4 - NORÐURLAND verið farið á fundinum í haust, þegar honum var vísað úr félaginu. Þá hefðu að sögn verið ófélagsbundið fólk inni .„Ég fagna því að ég skuli vera tekinn inn í félagið aftur.en harma um leið það, að minn annars ágæti samstarfsmaður skuli hafa ‘tekið málið svo illum tökum, að segja sig úr félaginu, það þykir mér afskaplega leiðinlegt" sagði Sævar Frímansson að lokum. Hin nýja stjórn Einingar er þannig skipuð. Aðalstjórn: Jón Helgason, Akureyri formaður. Eiríkur Ágústsson, Dalvík, varaformaður. Úlf- hildur Rögnvaldsdöttir, Akur- eyri, ritari. Gunnar J. Gunnars- son, Akureyri, gjaldkeri. Unnur Björnsdóttir, Akureyri, Þór- arinn Þorbjarnarson, Akureyri, Ólöf V. Jónsdóttir, Akureyri. iaust, sönglaust og meinlaust lag sem höfðaði til manns eins og biðlag úr imbakassanum. Trúlega spunnið músikþeiha um þjóðlag. Alltof rafurmagn- að. Viðskipti Karenar við kerf- ið var næst á dagskrá, - gaman- semi og þjóðfélagsýninn texti í leikrænum flutningi. Þá er að geta tveggja léttra laga, annað Qörugt og náttúrumikið af vett- vangi kynhrifa í París, hitt lyrisk og syngjandi náttúrugleði grískrar ættar. Hljómleikarnir enduðu á verkinu öde, - sem var eins og samansúrrun á öllu framansögðu. Án þess að ætla sér að tíunda þessa uppákomu út í hörgul má segja, að svíarn- ir hafi verið áheyrilegastir þeg- ar þeir hleyptu glettninni að í sem stærstum skömmtum. Leyfðu náttúrunni að vera með. Þá slepptu þeir líka rafmagn- inu og gripu harmoniku og síla- fón í stað tæknivæddu instru- mentanna. Þessir náungar eru máske engir snillingar, - en andskoti eru þeir góð tilbreyt- ing frá sírópinu í Sjallanum. Enda sást ekki vín á nokkrum manni. - óg Okkur vantar RÖSKT STARFSFÓLK til verksmiðjustarfa. Mikil vinna. Vaktavinna. Upplýsingar gefur verksmiðjustjórinn. EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Geymsluhúsnæði óskast Hitaveita Akureyrar óskar eftir að taka á leigu geymsluhúsnæði fyrir. efni í dreifikerfislagnir. Æskileg stærð 200-300 ferm. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Hitaveitunn- ar Hafnarstræti 88 b, sími 22105. HITAVEITA AKUREYRAR. Húsnæði óskast Útgerðarfélag Akureyringa hf. óskar eftir að taka á leigu 2-3ja herbergja íbúð fyrir einn starfsmann sinn. - Nánari upplýsingar milli kl. 10 og 16 alla virka daga í síma 23300. ............. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Bifreið til sölu Bifreiðin A 5332, sem er af gerðinni International Scout, árg. 1977, ertil sölu. Bifreiðin er í mjög góðu ástandi, ekin aðeins 13.000 km og lítur út sem ný. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni að Hafnarstræti 88b, sími 22105. HITAVEITA AKUREYRAR. Rippen píanó Sérlega hljómfögur og hljómmlkil. Gránufélagsgötu 4 Sími 22111

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.