Norðurland - 19.04.1979, Side 2

Norðurland - 19.04.1979, Side 2
AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Fasteignagjöld 1979 Gjaldseðlum fyrir fasteignagjöld 1979 hefir nú vérið dreift til fasteignaeigenda. Hafi einhverjir ekki fengið í hendur gjaldseðla sína eru þeir beðnir að gera bæjarskrifstofunni viðvart. Athygli er vakin á, að þegar er gjaldfallinn helmingur gjaldanna og reiknast dráttavextir á þann hluta hafi greiðsla ekki borist 20. apríl næstkomandi. Gjalddagi á síðari helmingi fasteignagjaldanna er 15. maí. Bæjarritari. ÚTBOÐ Akureyrarbær óskar að kaupa allt að 20 íbúðir samkv. lögum um byggingu 750 leigu- og söluíbúða sveitarfélaga. Ibúðirnar slulu vera af blandaðri stærð, þ.e. 2ja, 3ja og 4ra herbergja. Miða skal við að skila íbúðunum fullfrágengnum á miðju ári 1 980. , Tilboðum skal skila til undirritaðsfyrir 1. maí n.k. í tilboði skal koma fram stærð hverrar íbúðar ásamt heildarverði hennar og skiptingu þess samkvæmt kostnaðarkerfi Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. BÆJARSTJÓRINN Á AKUREYRI. Skipulagsstjóri Starf skipulagsstjóra hjá Akureyrarbæ er laust til umsóknar. Starfssvið skipulagsstjóra er skilgreint í 4. gr. samþykktar um skipulagsmál Akureyrar frá 13. mars 1979. Áskilin er sérmenntun í skipulagsfræðum. Laun verða samkvæmt kjarasamningum Akur- eyrarbæjar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 1. júní n.k. sem einnig veitir allar frekari upplýsingar. Bæjarstjórinn á Akureyri Hagfræðingur - Viðskiptafræðingur Akureyrarbær óskar að ráða hagfræðing eða við- skiptafræðing til starfa við áætlanagerð og hagsýslu Laun verða samkvæmt kjarasamningum Akur- eyrarbæjar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 1. júní n.k. sem einnig veitir allar frekari upplýsingar. BÆJARRITARI. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR UTBOÐ Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í lagningu dreifikerfis á Oddeyrartanga (14. áfanga). Útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu vorri Hafnarstræti 88b, Akureyri, gegn 50 þúsund króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð í fundarsal bæjarráðs að Geislagötu 9, föstudaginn 4. maí 1979 kl. 11 fyrir hádegi. HITAVEITA AKUREYRAR. Hœ hœ og hó hó , Framháld af baksiðu. var einmitt tilhugsunin um þetta erfiða hlutskipti, sem gerði það að verkum að ég fór að hugsa, hér í þingsætinu, um hæfílegt heiti á þessa ríkisstjórn okkar Alþýðubandalagsmanna, sem við megum þó ekki kalla vinstristjórn, og á páskadags- morgun kom mér raunar í hug gömul þjóðsaga, sem mér finnst ekki með öllu fráleitt að heim- færa upp á þessa blessuðu ríkisstrjórn, sem fólkið ætlar að láta leysa sig undan þeirri fyrirkvíðanlegu kvöð að þurfa að leggja út í hatrömm stétta- átök við nýja sannkallaða ihaldsstjórn. í þeirri sögu skiptir nafnið nefnilega sköpum. Þetta er sagan um húsfreyj- una sem réði til sín ókunna konu að leysa sig undan tóskap- arkvöðinni þar á bæ sínum og hét hvorki meiru né minna að verkalaunum en sjálfri sér allri, nema því aðeins að hún gæti sagt hinni mikilúðlegu tóskap- arkonu hvað hún héti á sumar- daginn fyrsta. Ekki svo að skilja að ég vilji líkja ríkisstjórninni okkar við Gilitrutt, en það er ákaflega mikið í húfi fyrir verkafólk að það geri sér grein fyrir því hvers konar hún er þessi ríkisstjórn, sem það réði til starfa fyrir sig. Alþýðubandalagið ber ábyrgð á þessari ríkisstjórn meðan það styður hana, og því lengur sem það gerir það, því meira er í húfi fyrir flokkinn að hún sé nefnd réttu nafni. Sendum öllum félagsmönnum og öðrum landsmönnum bestu óskir um sumar með þökk fyrir liðinn vetur. KAUPFELA^ypjj^j^^ I SÍMI 21400 - AKUREYRI Ef þú veist það ekki, er kominn timi til að pan'ta úskrift strax, Siminn er 81333 UOBVIUINN SIÐUMTTLA 6 SIMI 81333 P.S SUNNUDAGSBLAÐIÐ er stðrglæsilegt. Umboðsmenn Þjóðviljans á Norðurlandi eystra: Akureyri: Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, sími 96-24079. Dalvík: Guðný Ásólfsdóttir, Heimavistinni, sími 96-61384. Húsavík: Björgvin Árnason, Baughóli 15, sími 96-41267. Ólafsfjörður: Agnar Víglundsson, Kirkjuvegi 18, sími 96-62297. Raufarhöfn: Sigurveig Björnsdóttir, Ásgarði 5, sími 96-51194. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.