Norðurland - 19.04.1979, Page 4

Norðurland - 19.04.1979, Page 4
IMORÐURLAND Málgagn sósíalista í Noröurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Sigur&arson, Páll Hlöðvesson, Guðrún Aðalstelnsdóttir og Kristin Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guðmundsson (ðbm.). Dreifing og auglýslngar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar: Eiðsvallagata 18, siml 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráöi Alþýöubandalagsins. A bamaári r A allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í árslok 1976 var samþykkt, að árið 1979 skyldi með aðildarþjóð- um helgað málefnum barna í tilefni þess, að þá eru liðin 20 ár frá því að S. Þj. samþykktu yfirlýsingu um réttindi barnsins. Sam. Þj. hafa hvatt aðildarríki sín til þess að huga að aðstöðu barna heima fyrir á árinu og líta sér nær. Ríkisstjórn Islands fól menntamála- ráðuneytinu að hafa umsjón með þeirri skuldbind- ingu, sem í þessari samþykkt felst, fyrir sína hönd, og hefur af hálfu ráðuneytisins verið stofnað til fram- kvæmdanefndar um málefni þetta. Raunverulegar aðgerðir í tilefni ársins hljóta þó að hvíla á öðrum einingum samfélagsins svo sem sveitarstjórum, fé- lagssamtökum, ýmiskonar stofnunum og einstakl- ingum. Framkvæmdanefndin beindi þeim tilmælum til sveitarstjórna um allt land, að þær helguðu einn fund sinn ekki síðar en í mars 1979 málefnum barna í byggðarlaginu, geri úttekt á aðstöðu barna, kanni leiðir til úrbóta og geri tillögur þar um. Bæjarstjórn Akureyrar hélt slíkan fund 27. mars s.l. og lágu þar fyrir greinargerðir frá átta nefndum bæjarins, að ósk forseta bæjarstjórnar af þessu tilefni. Komu þar fram ýmsar þarfar ábendingar bæði um langtíma- verkefni og önnur, sem leysa má með skjótari hætti, sé vel og markvisst að unnið. Norðurland telur það eitt í sjálfu merkisviðburð, að bæjarstjórn skyldi koma saman til þess að ræða á sérstakri dagskrá málefni barna hér um slóðir. Vitan- lega fjallar bæjarstjórn hér sem annars staðar einatt um íjölmörg þau málefni, sem beint eða óbeint snerta hag og velferð barna, en það sætir tíðindum, að sveit- arstjórnir, sem eins og allir vita eru miklar karl- mannasamkundur, skuli þó einu sinni bregða frá venjubundnum umræðuefnum og hefðbundnum far- vegi þeirra og beinlínis taka fyrir hagsmunamál barna frá nýju sjónarhorni á grundvelli nefndarálita þar að lútandi. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum 27. mars ályktun, sem greint hefur verið frá, og Norðurland vill einkum taka undir þau sjón- armið, sem að því hníga hve hagur og velferð barna er í ríkum mæli bundinn öllu gengi foreldra. Því eru hús- næðismál fjölskyldna veigamikill þáttur í góðum að- búnaði barna og þarf að stuðla að hagkvæmum úr- lausnum á því sviði með því að auka íbúðabyggingar bæði til leigu og sölu með félagslega vernduðum kjör- um. Það er sem kunnugt er algengast nú á dögum, að foreldrar geri hvorttveggja á sömu árunum, að ala upp börn og tryggja sér eigið húsnæði, og um það vinnuálag, sem á þeim hvílir meðan á þessu stendur, þarf naumast að fjölyrða. Þá kemur fram í ályktun bæjarstjórnar Akureyrar, að auka þurfí verulega við dagvistarstofnanir, en þau mál hafa verið mjög til umræðu í seinni tíð. Jafnframt er á það bent, að vinna þurfí að því, að foreldrar hafí tóm og aðstöðu til að vera með börnum sínum. Þetta er ærin krafa, en knýjandi og felur margt í sér til að mynda sveigjan- legri og umfram allt styttri vinnutíma fólks. Ásamt breyttri launastefnu. í tilefni barnaárs hefur félags- málaráð Akureyrar ákveðið það sem framlag af sinni hálfu að unnið verði að könnun á starfínu innan dag- vistarstofnana, skilgreindur tilgangur með starfsemi þeirra og almenn uppeldisleg markmið sett fram fyrst og fremst með hag og velferð barnanna sjálfra að leiðarljósi. Bæjarstjórn Akureyrar lítur á það sem sérstakt verkefni sitt á alþjóðlegu barnaári 1979 að stuðla að bættum hag þeirra barna, sem búa við líkamlega eða andlega fötlun og efla þjónustu þeim til handa. S. G. Tryggvi Gíslason skólamei Leyfist kettini Leyfist kettinum að líta á hátignina. Leyfist mér aðfinna að við heimsveldin, malda í móinn við stríðsmennina, þumbast við landsfeðurna, deila við drottnara heimsins °g yfirbjóðendur engla og þjóða. Hvað erum við herstöðva- andstæðingar annars að vilja hér, fámennur hópur eignalauss fólks, sem á ekki bót fyrir rass- inn á sér, ekki svo mikið sem andvirði þotuhreyfils eða masturs á stríðsbát, þótt við legðum öll saman. Vitið þið ekki, félagar, að með einni handahreyfingu er meisturum stríðsguðsins og óttans unnt að þurrka út líf það, sem verið hefur að þróast í fimm þúsund milljón ár. Því mikil er dýrð heimsins. Mikill er máttur tignarinnar sem situr á veldis- stóli hernaðarbandalaganna. Dýrð sé guði vopnanna og nú varir þetta þrennt: framleiðsla, arðsemi og auður, en þeirra er auðurinn mestur. Boðorð hins vitra heims er að vopnin og hernaðarbandalögin skuli gera oss frjáls. „Stríð er friður, - frelsi ánauð“ Hvað eru annars skrifstofu- menn og íshúsfólk uppi á fs- landi ao gera sig breiða. Þekkið þið ekki svardaga landsfeðr- anna og ábendingar hinna ábyrgu manna,. fagnaðarerindi hernaðarbandalagsins: Stríð er friður, frelsi er ánauð. Aðeins með því að efla hernaðarbanda- lagið getur fólk vonast eftir friði. Eina frelsimannsinserhin algera ánauð. Hvað illt.hefur eiginlega gerst þessi þrjátíu ár og einn dag síðan við vorum hrakin og barin og blekkt. Hefurekki ríktfriður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum. Hefur ekki hinn eldrauði Þorgeirsboli í austri verið kveðinn niður með drottinhollustu Varðbergs- manna og skoðanabræðra þeirra. - Eða var heiminum skipt milli hernaðarbandalag- anna fyrir mörgum árum, eins og sagði Vilhjálmur Brandsson, fyrrum kanslari Vestur-Þýska- lands og Sir Winston segir í bók sinni? Aldrei her á friðartímum Eiga fámennir úrtölumenn, kommúnistar og sjálfskipaðir menningarvitar ekki að þegja þegar stórmennin hafa talað: Aldrei her- á friðartímum, var sagt þann dag. Aldrei her á friðartímum. En hernaðar- bandalagið okkar, NATO, sem ætlaði að varðveita frið og frelsi og mannréttindi, hefur séð fyrir því aðekkierfriðurájörðu. Tvö hundruð og fimmtíu og sjö sinnum á þrjátíu árum hafa aðildarríki þess beitt aðrar þjóðir vopnum og hafið stríð. Það eru því engir friðartímar, segja Varðbergsmenn og Varð- turnsmenn og Heimdellingar og íhaldsmenn. Því getur banda- ríski herinn ekki farið frá íslandi, því enn eru ekki friðartímar. Enn berjast Bretar á Norður-írlandi. Herinn má ekki fara, enn eru ekki friðar- tímar, Atlantshafsbandalagið hefur mikilsverðu hlutverki að gegna. Þessi rök eru raunar venjulega kölluð hundalógikk, sumir kalla þetta að vísu skrum, aðrir nefna þetta hið sjálfvirka kerfi stríðsóttans. Þegar trú manna á varðturna hins vest- ræna lýðræðis fer að bila, berast fregnir af sovéskum flota austur af íslandi ellegar óþekktur kafbátur sést inni á Harð- angursfirði eða Sognsæ í Noregi. Þessi kafbátur finnst aldrei, því að þrátt fyrir alla varðturna og tækni stríðs- mannanna sleppur kafbáturinn, enda þótt svo grunnt sé í mynni Harðangursfjarðar og Sogn- sævar að reka mætti þar niður girðingu. En stríðsóttinn skal kontinúerast. Og þá er betra að lifa í óvissunni og finna ekki kafbátinn. Málróf og hræðslugæði Leyfist kettinum að líta ögn lengur á hátignina. Leyfíst mér að finna enn frekar að málrófi stríðsbandalagsmanna í Varð- bergi, samtökum um vestræna samvinnu. Leyfist mér að benda enn í fáum orðum á blekkingu þeirra, þekkingarleysi þeirra og heimsku og þversögnina í mál- flutningnum. í fyrstu grein Norður-At- lantshafssamningsins, sem svo heitir og samþykktur var á alþingi Islendinga hinn 30asta mars 1949, stendur þetta: „Aðiljar takast á hendur, svo sem segir í sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, að leysa hvers konar milliríkjadeilumál, sem þeir kunna í að lenda, á friðsamlegan hátt, þannig að alþjóðafriði, öryggi og réttlæti Tryggvi Gíslason sé eigi stofnað í hættu, og að beita ekki hótunum né valdi í milliríkjaviðskiþtum á nokkurn þann' hátt, sem ósamrýmanleg- ur er markmiðum- Sameinuðu þjóðanna.“ Hafið þið heyrt annáð eins. I þrjátíu ár hefur fyrsta ákvæði samningsins verið brotið tvö hundruð fimmtíu og sjö sinn- um. Man nokkur innrás banda- riskra málaliða í Guatemala, ofbeldi Breta á Kýpur, innrás Breta og Frakka inn í Egyptá- land, stríð Portúgala í Angóla, herhlaup Bandaríkjamanna í Víet-Nam, afskipti NATO- landa af stríðinu í Bjafra og morðið á Allende, að ekki sé talað um gamanleik eins og siglingu berskra orrustuskipa á íslandsmið 1958 og 1972 og 1975, - „leysa hvers konar milliríkjadeilumál á friðsamleg- an hátt.“ Hafið þið heyrt það betra. Aldrei her á friðartímum. Þetta er hræsni og fals, blekking og lygar. Hér er ekkert samræmi á milli orða oggerða. I skjóli hervalds og kúgunar á að stuðla að frekari þróun friðsamlegra milliríkjavið- skipta, segir í samningnum. Þetta er í gömlum bókum íslenskum kallað hræðslugæði - og hræðslugæði, að vera góður vegna hræðslu sinnar, þótti ekki mannbætandi eða mannkostir eða stórmannlegt. Ea ef stríð gæti leyst vanda heimsins, bætt hag fólksins, aukið skilning manna og vel- vilja, kynni að vera að einhver góður maður gæti gerst formæl- andi stríðs. En sagan kennir okkur að aldrei hefur nokkurt vandamál verið leyst með stríði, með yfirgangi eða með ofbeldi. I stað vandans sem átti að leysa komu hundrað vandamál í staðinn. Sá sem þekkir þetta tvennt: hræsni og lygar herfor- ingjanna og skelfingar stríðsins og ógnir og ekki er friðarsinni og herstöðvaandstæðingur, hann er fífl. Lækningamáttur stríðsóttans Boðskap heimskra mann- hatara neita ég að hlýða. Trú á vald og gæði stríðsins flytur okkur aftur í svartnætti kúgun- ar og haturs. Fagnaðarerindið um hræðslugæði og lækningar- mátt stríðsóttans í skjóli kúgun- ar er ekki boðskapur sem flytja skal allri heimsbyggðinni. Slík- ur boðskapur felur líka í sér hrörnun og dauða og fyrirlitn- ingu. Ef herstöðvaandstæðingar láta merkið falla, er ekki víst, hver tekur það upp, því margt illt hefur gerst þau þrjátíu ár og ' einn dag sem liðinn er síðan við vorum hrakin og blekkt. Þeir fáu menn, sem þann dag ólu í brjósi sér þá von, að á Islandi yrði her, fóru með veggjum, hvísluðu boðskap sinn og unnu í leyndum. Því að fólk á íslandi vildi ekki her, því síður stríð og heldur ekki aðild að hernaðar- bandalögum. En forráðamenn þjóðarinnar voru hræddir og þeir voru blekktir. Og rödd óttans fer lágt en hún vinnur fast, hugi og lönd og í skjóli ótta er auðvelt að stjórna víðlendu ríki og stórum her. Þegar 25 ár voru liðin hafði tekist að fá 55 þúsund íslendinga til að trúa því að hér skyldi vera her, líka á friðartímum, og að án aðildar að hernaðarbandalagi gæti þjóðin ekki lifað. Þessu hafði stríðsóttinn feng- ið áorkað þá, og enn er haldið áfram að klifa, - og nú er tími játninganna hafinn, því allir skulu lofa herguðinn. Einn hörmulegasti atburður í sögu íslepsku þjóðarinnar er því innganga Islands í Atlantshafs- bandalagið og fullgilding for- seta Islands á Norður-Atlands- hafssamningnum fyrir þrjátíu árum og einum degi. Þessi atburður skipti sköpum í sögu þjóðarinnar. Með inngöngu Is- lands í NATO hvarf þjóðinni ein dýrmætasta eign sjálfstæðs og fullvalda ríkis: trúin á mátt hlutleysisins, hins ævarandi hlut- leysis, trúin á frið og vopnlaust land. Kóróna sakleysingjans Fyrir rétt rúmum 60 árum, 30 árum áður en við gengum í NATO, varð ísland frjálst og fullvalda ríki, árið 1918. Enda þótt hafís lægi þá að landinu og eldgos yrði, frost og harðindi, drepsótt og matarleysi, ríkti djarfhugur meðal leiðtoga þjóð- arinnar og stórhugur með þjóð- inni. ísland var orðið frjálst og fullvalda ríki og hafði lýst yfir ævarandi hlutleysi. Styrjöldinni 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.