Norðurland


Norðurland - 19.04.1979, Blaðsíða 5

Norðurland - 19.04.1979, Blaðsíða 5
'stari im að líta á hátignina HERINNBUOT var • lokið, styrjöldinni sem binda skyldi enda á allar styrjaldir. Þjóðin var frjáls og fullvalda og hlutlaus, en hún var fátæk. Þrjátíu árum síðar samþykti alþingi þessar frjálsu þjóðar aðild að NATO, hernaðarbanda lagi vestrænna ríkja. Eftir vel- lystarár stríðsgróðamannanna trúðu stórir kallar ekki á hlutleysi hins frjálsa og full- valda ríkis. Nú skyldi önnur trú tekin og önnur orð vera einkunn arorð þjóðarinnar. Orð hins galna heims: Stríð er friður, frejsi er ánauð. Þessi orð skyldu vera leiðarljós íslenskrar æsku. Og hlutleysi, að ekki sé talað um ævarandi hlutleysi, var þá ekki alleinasta talin helber heimska ! heldur kóróna nytsama sakleys- I ingjans, óraunsætt tal. Enginn gæti verið hlutlaus í hernaðar- átökum stórveldanna tveggja. Nútíminn með tækni sína, vel- megun og framfarir hafði gert hlutleysi óhugsandi og hlægi- legt. Heimurinn væri harður og menn áttu að vera raunsæir og harðir. Og lengra var sótt fram. Roðhænsn í NA T O-sið Árið 1961 hélt ræðu sá maður sem átti eftir að verða langlíf- astur og þaulsætnastur allra Islendinga í ráðherrastóli eftir að hin nýji NATO-siður var upp tekinn. Ræðan var flutt í Þjóðminjasafni íslands, þarsem geymdar eru margar dýrmæt- ustu minjar íslenskrar þjóðar í þúsund ár. Boðskapur ráðherr- ans þá og hugsjón margra nú er fólgin í þessum orðum: Til þess að verja frelsi sitt verður þjóðin að láta sjálfstæði sitt. Svona langt geta dellumakar. ar og roðhænsn gengið í útúr- snúningum sínum og orða- gjálfri. Þegar svona er talað hljótum við að trúa því að heimska mannanna hafi leitt þá lengra en viska þeirra. En kringi yrði áróðursmanna stríðsbanda- laga og hernaðardólganna mega engan blekkja. Herstöðvaandstæðingar, fél- agar. Við skulum á komandi árum berjast fyrir ævarandi hlutleysi íslenskrar þjóðar, úr- Rceða flutt 1. aprtl á fundi herstöðva- andstœðinga á Akureyri í tilefni þrjátíu áraNATO klafa þjóðarinnar sögn úr NATO og brottför hers af íslensku landi. í þessari baráttu felst trú á skynsemi mannsins, ekki heimsku hans. Þessi barátta grundvallast á kröfunni um frelsi öllum til handa, ekki hræðslugæði þjóða í skjóli ógnunar. Hlutleysi ekki í einangrun Hlutleysi þjóðar felst nefni- lega ekki í því að hún einangri sig frá öðrum þjóðum og neiti samstarfi og samskiptum við þæV, eins og stundum er haldið fram af postulum hernaðar- bandalagsins. Þvert á móti, alls ekki og síður en svo. Með hlutleysi sínu og í skjóli þess vildi íslensk þjóð einmitt hafa samskipti við aðrar þjóðir heims, friðsamleg samskipti, menningarleg samskipti, sam- skipti á sviði vísinda og tækni, viðskipta og verslunar. Hlut- leysi felst ekki í einangrun. Hlutleysi það, sem við berjumst fyrir sem frjálst og fullvalda ríki, felst í því, að við tökum ekki þátt í, eigum ekki hlut að neins konar stríðsæsingum, stríðsbúnaði, hernaði, herför- um, vígbúnaði, styrjaldar- rekstri og misbeitingu valds. Við ættum að verða hlutlaus í styrjaldarrekstri stríðskapital- ismans og kúgunaraflanna í heiminum, hvort heldur mið- stöðvar þeirra eru vestur í Pentagon eða austur í Peking- borg, norður á bökkum Moskvufljóts ellegar suður á Sínaískaga. Hlutlaus þjóð neitar að taka þátt í hvers konar skipulöguðu ofbeldi og kúgun. Frjálst og fullvalda ríki, sem lýst hefur yfir ævarnadi hlutleysi sínu, vill að aðrar þjóðir njóti hins sama réttar, séu frjálsar og fullvalda og hlutlausar, hvort NATO-sið heldur það eru Færeyingar, Grænlendingar, Kúrdarausturí fjöllum írans ellegar Baskar á Spáni eða frændur okkar írar. Á næstu árum skulum við, herstöðvaandstæðingar, því ekki aðeins berjast fyrir brottför hers af íslandi og úrsögn úr NATO heldur fyrir ævarandi hlutleysi sjálfstæðrar íslenskrar þjóðar. Hlutleysi. Sjálfstæði. Island úr NATO. Herinn burt. Jón Ingimarsson, formaður Iðju: Er ekki mál að linni ? Jón Ingimarsson Það hefur farið svo fyrir mörgum fleirum en mér að standa und- randi yfir þeim vinnubrögðum stjórnarflokkanna, bæði innan ríkisstjórnarinnar, á alþingi og utan þess. Það var öllum ljóst er unnið var að undirbúningi núverandi ríkisstjórnar, að flokkar þeir, er að því unnu voru ekki sammála um það hvað gera skyldi, en flestir litu svo á, að þegar málið væri leitt í höfn, yrðu barátt^u- sverðin slíðruð, og menn snéru sér heilshugar að lausn þeirra gífurlegru vandamála, er biðu úrlausnar í efnarhagsmálum þjóðarinnar, eftir viðskilnað stjórnar Geirs Hallgrímssonar. En þetta fór nokkuð á annan veg en bjartsýnustu menn vonuðu Sundurlyndisfjandinn hafði jafnan byr undir báða vængi. Stjórnarfíokkarnir reyndu hver sem betur gat að reyna að troða slcóinn niður af hverjum öðrum. Á alþingi var keppst við að flytja þingsályktunartillögur eða lagafrumvörp, sem að meiri- hluta til voru sýndarmennska óraunsærra manna, sem höfðu gleymt því, að eitt aðalmál þings og stjórnar var að berjast gegn vágestinum, verðbólgunni, sem í dag er hættulegasti óvinur atvinnulífsins í landinu og stendur honum fyrir þrifum. Á meðan þrasað var að mestu um keisarans skegg og ótrúlega miklum dýrmætum tíma og vinnufrekum var kastað á glæ, - vann Sjálfstæðisflokkurinn að því að grafa undan starfsmögu- leikum stjórnarinnar og gera aðalbaráttuna gegn dýrtíðinni að engu. Undan rifjum Sjálfstæðis- flokksins er Flugmannadeilan runnin, gerð í þeim tilgangi að rífa upp og tæta í sundur grundvöllinn um verðlag og kaupgjald. Þetta sjáum við best á því, að meðan stjórn Geirs Hallgrímssonar var við völd, gerðu flugmenn engar kröfur um launabætur, hefðu þá verið hægð heimatökin. Nú aftur á móti, þegar kjör flugmanna höfðu batnað, t.d. með niður- færslu verðalgs á nauðsynjavör- um, gerðu þeir stórfeldar kaupkröfur, sem þeir hafa nú náð fram, en enginn veit nú hvaða afleiðingar það hefur. Morgunblaðið studdi þessa deilu, og taldi hana engan þjóðarvoða eins og ævinlega, þegar verkafólk þarf á launa- bótum að halda. Félag verslunar- og skrif- stofufólks í Reykjavík fór einnig á stúfana, og setti fram launa- kröfur, og aflaði sér heimildar til vinnustöðvunar. Sama gerði landssamband þeirra. Þessi kröfugerð er einnig runnin undan rifjum Sjálfstæðisflokk- sins,- Það er vert að minnast þess í þessu sambandi, að i langflest- um tilyikum þegar launþega- samtökin hafa átt í vinnudeilu hafa samtök verslunarfólks rifið sig út úr samstöðunni og samið á undan öðrum um lakari kjör. Sama gildir um þessi samtök og samtök flugmanna að í stjórnar- tíð Geirs Hallgrímssonar í 4 ár, höfðu samtök verslunarfólks engar kröfur að gera umfram aðra. Samhliða þessu eru ýmsir þrýstihópar nærfellt um allt land, að gera kröfur um launa- hækkanir og aukin hlunninda- kjör. Síst af öllu hefði ég á móti ef möguleikar væru fyrir hendi og það samræmdist mínu mark- miði. Markmið ríkisstjórnarinnar er að veita viðnám gegn verð- bólgunni, tryggja rekstrargrund völl núverandi atvinnuvega og skapa möguleika til áframhald- andi aukningar og uppbygging- ar á því sviði. Það þarf meira en að segja það, allt kostar mikla fjármuni og fyrirhyggju í starfi. Mér finnst stundum skjóta nokkru skökku við þegar fjöldi félagasamtaka um land allt, sem aldrei hefur heyrst í áratugum saman, gera nú samþykktir um hverskonar úrbætur og kröfur til hins opinbera, á sama tíma, sem þjóðfélagið og ríkisstjórn er að glíma við hina verstu fjárhags erfiðleika, innlendra og erlendra skulda, sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar skildi eftir sig. Hvaða aðili skyldi standa bak- við slíkar samþykktir? Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hamra nú mjög á því, að ríkisstjórninni hafi alger- Íega mistekist að hafa hemil á verðbólgunni og hlakkast yfir, og Vinnuveitendasambandið gerir samþykktir um að þeir getir ekki samið um einnar krónu hækkun, hvað þá heldur meir, til handa verkafólki. Slík er staðan hjá þeim. En aftur á móti styðja þeir Sjálfstæðis- flokkinn í viðleitni hans til að rífa og tæta niður grundvöll verðlags og launa og spana til aukinnar verðbólgu og óráðsíu í þjóðfélaginu. Það er mín skoð- un að stjórnarflokkarnir ættu nú að horfa í kringum sig og breyta um vinnuaðferðir. Leggja niður skítkastið hver á annan, en taka í staðinn upp virka, samhenta stefnu, og beina spjótum sínum að Sjálf- stæðisflokknum og öðrum niður rifsöflum í þjóðfélaginu. Það er mitt mat, að engum launamanni sé greiði gerður með þessu seigdrepandi sundur- lyndi í stjórnarflokkunum sjálf- um, blöðum þeirra, í ríkisstjórn og alþingi. Það er mál að linni. Jón Ingimarsson. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.