Norðurland


Norðurland - 04.05.1979, Qupperneq 1

Norðurland - 04.05.1979, Qupperneq 1
NORÐURIAND Sæsimastrengurinn til Hríseyjar: Lemstraður legið Hrisey 30/4. Þaö var hérna á dögunum þegar hafis sveimaði hljóður og þrár milli lands og eyjar, krækti ósýnilegum klóm sínum í sima og rafmagnsstrengi, meinaði frjálsar ferðir manna þegar henta þótti og jafnvel þegar á lá. Þá settist undirritaður niður og skrifaði með þung- um huga langloku nokkra þar sem þessi þrjú atriði bar á góma: Póstur og sími Varla var skrifum lokið þegar kvisaðist að úrbætur væru í sjónmáli, er leysa myndu vand- ann með símasamband við land. Og þar fór sá pistill í vaskinn. Lausnin var eins og fólki hér heima var orðið svo tíðrætt um, örbylgjusamband eins og t.d. það sem Grímsey- ingar hafa við land. En áður en þ'að mátti verða hafði sæsíma- strengurinn verið slitinn tvisvar af völdum hafíss, og settur saman aftur. ( bæði skiptin varð Úlfar Þormóðsson. Frímúrara- reglan Úlfar Þormóðsson rithöfund- ur er að vinna að því um þess- ar mundir að skrífa bók um Frimúrararegluna á íslandi. Bókin mun væntanlega koma út i haust. Úlfar, sem er höf- undur bókarinnar „Átt þú heima hér?“ og kom út sl. haust, - hefur starfað við Þjóðviljann um margra ára skeið við ýmiss störf. í næsta blaði birtist frá- sögn af Frímúrarareglunni á Akureyri byggð á upplýsing- um úr fyrrnefndri bók Ulfars. Þar kennir að vonum ýmissa forvitnilegra grasa. fljótt sambandslaust á ný, og síðan hefur Hriseyjarstrengur- inn lemstraður legið. Gæti hugsanlega orðið varaskeifa. Leiðinlegast við þetta ástand var, að fjölmiðlar voru ekki látnir tilkynna um símabilun fyrr en nokkur dægur voru liðin. Á meðan gátu menn hvarvetna snúið skífum síma sinna á daufdumba Hríseyjarlínu, án svars, án þess að hafa hugmynd um, hvað væri um að vera. Um einhvern læddist ságrun- ur að það væri bara misskiln- ingur, að Hríseyingargreiddu af símum sínum sjálfir, ættu því ekki betra skilið. Eftir að hand- virkt talstöðvarsamband var komiö á yfir fjörðinn var ekki heldurtilkynnt um hvernig hægt væri að ná sambandi við eyna. Er nú er komið sjálfvirkt örbylgju samband og mál þessi vonandi úr sögunni. Þökk sé þeim er að stóðu. Rafmagnsveitur ríkisins Málum Rafmagnsveitna ríkis- ins var þannig háttað, að reynsla hafíssáranna fyrir 1970sýndi, að vanda gat borið að höndum. Því var endurbætt vararafstöð sem hér var fyrir. Þær endurbætur gengu að vfsu ekki með neinu forgangshraði, en þó þannig, að nokkur undanfarin ár hefur verið hægt að grípa til stöðvarinnar og svo var einnig nú í vor þegar hafís sleit rafmagnsstrenginn. Samgöngumálin Með nýrri og betri Hríseyja- ferju verður vafalaust hægt að komast meira en nú er hægt á litlum skarsúðuðum trébát. En það er ekki nóg að hægt sé að komast meira, - ef ekki er hægt að komast á neyðasrstund. í eynni erflugvöllur, en Flugmála- stjórn viðurkennir hann ekki sem nothæfan. ( símtali sem undirritaður átti í fyrrahaust við Flugmálastjórn, kom fram að flugvöllurinn ku vera of stuttur og fleira á að koma til. Ætli þarna vanti ekki framtak Hríseyinga sjálfra? Það er varla von að suður í Reykjavík séu menn að bardúsa útaf sjúkraflugvelli milli annessja fyrir norðan, meðan heimamenn sjá ekki gagnsem- ina sjálfir. Komi ekki eftirrekstur heimanað, hver ætti þá að knýja á? - Guðjón. Hreinsað fyrir sínum dyrum. Sumarmálahretið gerir Norð- lendingum lífið leitt þessa dagana. Á þriðjudaginn varð að fella niður útifund verkalýðsfélaganna og kröfugöngu. Það var þó öðru fremur vegna samgönguerfiðleika, en ræðumenn dagsins þeir Svavar Gestsson og Karl Steinar Guðnason kom- ust ekki norður á fyrirhugaðan útifund. Akureyringum til sára- bótar og öðrum lesendum til gagns og ánægju birtist fyrir- huguð ræða Svavars á siðu 2 og 3 i þessu bfaði. Gufuskortur hrjáir starfsemi Kísiliðjunnar Mývatnssveit 1/5. Gufuskortur hrjáir mjög starfsemi Kísiliðj- unnar. Jarðgufa er höfuðorku- gjafi Kísiliðjunnar. Gufunnarvar á sínum tíma aflað með borun- um á vegum ríkisins, sem einnig reisti þau mannvirki sem nauð- synleg eru til að nýta þessa orkulind. Kaupandi orkunnar er Kísil- iðjan hf. Aðeins 1 hola af 6 er nú virk í Bjarnarflagi og önnur mjög óstöðug. Gufuskortur er veru- lega farinn að draga úr fram- leiðslu verksmiðjunnar. Ríkis- stjórnin ákvað á síðasta hausti að bregðast við fyrirsjáanlegum gufuskorti með því að bora eina nýja holu. Þá var tekið til hendinni og jarðborinn Jötunn fluttur suður. Ekki er enn farið að flytja borinn norður. Má telja heppni ef nýsettar þungatak- markanir á vegum, tefja flutn- inginn ekki enn um sinn. Heima- mönnum þykir gufumannvirki í Bjarnarflagi í hinni mestu niður- níðslu og furðu gegna að ekki skuli meiri áhersla lögð á við- hald mannvirkja og sölu orku frá þessari virkjun. Þrjár holur urðu óvirkar í landsumbrotunum fyrir tæpum tveimur árum. Síðan hefur ein í viðbót oröið óvirk og önnur mjög óstöðug. Jarðgufan er náttúruauður sem líkja má við olíu araba. Hvererþessvaldandi að ríkið skaðast mjög vegna tapaðrar orkusölu, og með sín- um skaða, skaðar sitt eigið fyrirtæki, Kísiliðjuna með því að valda framleiðslutapi? Er von að spurt sé. - Sig. Ragnarsson. Ferðafélag Dalvíkur Dalvík 2/5: Mánudaginn 23. apríl hélt Ferðafélag Svarf- dæla fund I Vikurröst. Félags starf hefur legið niðri um nokkurra ára skeið og var tilgangur fundarins að vekja það á ný. Þarna voru mættir auk heimamanna fuiltrúar frá Ferðafélagi Akureyrar, Náttúruverndarráði og Ferða félagi íslands. Aðalmál fundarins var bygging fjallaskála við Tungnahrygg á gönguleið milli Skíðadals og Skaga- fjarðar. Aðkomumenn hvöttu mjög til þessara fram- kvæmda og hétu félaginu öllum tiltækum stuðningi. Ferðafélag Skagfirðinga sendi kveðjurog skilaboð um þátttöku sína i byggingunni. Verður skálinn í um 1200 m hæð yfir sjávarmáli og þar með hæst húsa á Norður- landi. Minnt var á göngudag Ferðafélags íslands 10. júní og hvatt til að ekki yrði heima setið þann dag. F.í. og F.F.A. afhentu Ferða félagi Svarfdæla minjagjafir. Ný stjórn var kjörin til eins árs: Gunnar L. Hjartarson, sparisjóðsstjóri, Gunnar Rögnvaldsson bóndi, Hjörtur E. Þórarinsson bóndi, Svein- björn Steingrímsson bæjar- tæknifræðingur, Trausti Þor- steinsson skólastjóri. Frá- farandi formaður Ferða- félags Svarfdæla er Gunnar Jónsson bilstjóri. Fundar- sókn var mjög góð, 80-100 manns. - Brynja. Skoðanakönnun KEA í lok þessarar viku gengst KEA fyrir skoðanakönnun meðal viðskiptavina um breytt verslunarform og það sem betur mætti fara í verslunarþjónustu. Skoðanakönnunin er gerð samkv. beiðni síðasta aðalfund- ar KEA á Akureyri. Viðskipta- vinir verða beðnir um að útfylla blöð með spurningum í kjör- búðum og útibúum KEA. Nem- endur úr Félagsfræðideild MA framkvæma könnunina. Þetta er fyrsta könnun af þessu tagi á vegum KEA. Niðurstöðurnar verða lagðar fyrir næsta aðalfund. Takist vel til geta Kaupfélagsforkólfar vel hugsað sér að efna til annarrar könnunarögþáum önnur atriði. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Bæjarmálaráðsfundur mánudaginn 7. maí kl. 20.30. Fjallað um dagskrá bæjarstjórnarfundar 8. maí o.fl. Félagar ínefndum eru sérstaklega hvattir til að koma. Stjórnarfundur ABA þriðjudaginn 8. maí kl. 20.30. Félagsfundur fimmtudaginn 10. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Verkalýðsmál - Undirbúningur að stofnun verka- lýðsmálaráðs A.B.A. 2. Tillögur að forvalsreglum. Félagar fjölmennum. Allir fundirnir verða í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. íjc Erlingur Sigurðarson skrifar lof- samlega um Fiðlarann á Húsa- vík á bls. 5 Ole Lindquist skýrir ítarlegar frá grænlenskum stjórnmálum á bls. 3 Agnar Hauksson gæslumaður skrifar um hermálið í Pistli á bls. 5

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.