Norðurland


Norðurland - 04.05.1979, Qupperneq 2

Norðurland - 04.05.1979, Qupperneq 2
IMORÐURLAND Málgagn sósíalista í Noröurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Siguröarson, Páll Hlöövesson, Guörún Aöalsteinsdóttir og Kristin Á. Ólafsdóttlr. Rltstjóri: Óskar Guömundsson (ábm.). Drelflng og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjóm, afgrelösla, auglýslngar: Elösvallagata 18, simi 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráöi Alþýðubandalagsins. Að höggva á hnútinn - og leysa fiskveiðikreppuna Senn líöur aö lokum vetrarvertíöar. Þrátt fyrir hafís, sem lokaði veiðisvæðum um tíma og bannaöi umferð um hafnir, hafa norðlenskir sjómenn ekki aflað jafnvel f mörg ár. Reyndar er ekki óhugsandi að ísinn hafi átt sinn þátt i hinni góðu veiði, að þorskurinn hafi safnast saman við isröndina. Þessi mikli afli, sem í sumum verstöðvum er orðinn hátt í helmingi meiri en í fyrra, er vissulega ánægjuleg búbót. En hér fylgir böggull skammrifi; vegna tiltölulega mikils afla á fyrri hluta ársins munu íslendingar löngu fyrir áramót verða búnir að veiða þau 280-290 þúsund tonn af þorski sem stjórnvöld lögðu til að veiða mætti á yfirstandandi ári. Er sú viðmiðun þó töluvert hærri en tillögur fiskifræðinga um 250 þúsund tonn. Því er ekki ólíklegt að þrátt fyrir ráðagerðir um friðun verði heildar þorskaflinn mun meiri í ár en í fyrra. Að mati fiskifræðinga þyrfti hrygningarstofn þorksins að vera þrisvar sinnum stærri, en hann ertalinn vera um 200 þúsund tonn. Ef klak misferst nokkur ár í röð gæti svo farið að síðasti sterki árgangurinn (frá 76) dugi ekki til og viðkomubrestur verði óumflýjanleg staðreynd. Sjómenn, jafnvel ungir sjómenn, kunna margar aflasögur frá fyrri tíð, og sýna þær að góður afli i vetur hefði þótt fádæma lélegur fyrrum. Hér verður einnig að taka með í reikninginn að netum í sjó hefur fjölgað, bátarnir eru yfirleitt stærri nú en áður og þeireru búnir fiskileitartækjum sem þekktust ekki fyrr. Nælonnet, stærri skip, fiskisjár, flotvörpur, nýr togarafloti: hér er um að ræða milljarða fjárfestingu. En hún dugar þó ekki til að auka aflann. Arðsemi útgerðar hefur því stórminnkað. Ekki er við því að búast að fyrirtæki, sem lagt hafa í gífurlega fjárfestingu, taki það upp hjá sjálfum sér að minnka sóknina í þorskinn. Þvert á móti má reikna með því að aukin fjárfesting auki sóknina. En aukin sókn hefur í för með sér minnkandi afla og því enn minni arðsemi. „Hið kapitalíska frelsi" með tilheyrandi óheftum athafnamöguleikum er því dauðadómur yfir íslenskri útgerð. Sjávarútvegsráðuneytið hefur að vísu sett reglur um bann og takmarkanir, en því miður virðist í þeim reglum meir miðað við hagsmuni ákveðinna byggðalaga en það að sprengja þann fjötursem kreppir nú að útgerðinni. íslensk útgerð er skólabókardæmi um þær ógöngur sem kapitalískir framleiðsluhættir leiða til. Engum heilvita manni dettur í hug að útgerðin eigi að lúta lögmálum kapitalísks markaðsbúskapar. Til þess er hún of þjóðhagslega mikilvæg. Þótt unnt sé að sýna fram á að hún sé rekin með tapi telur enginn, nema ef vera skyldi hugmyndafræðingar íhaldsins, að leggja eigi hana niður. Ríkisvaldið sýnir þetta m.a. í verki með því að miða gengi íslensku krónunnar fyrst og fremst við þarfir útgerðarinnar. En engu að síður er hvert útgerðarfélag rekið sem kapitalísk rekstrareining. Ríkisvald sem horfast vill í augu við þá staðreynd að fiskveiðar verður, vegna yfirvofandi aflabrests, að endurskipuleggja og miða þær við félagslegan áætl- unarbúskap, það ríkisvald á án efa vísan stuðning alþýðu, en hún er oft mun víðsýnni en kjörnir fulltrúar sem ota tota kjördæmis sína. Allir lánasjóðir og bankar, sem máli skipta, lúta stjórn ríkisvaldsins, því hér í landi rikiskapitalismans er vart til nokkurt sjálfstætt peninga- kapítal. Sá sænski krati, Ólafur Pálmi gaf fyrir nokkrum árum út bók sem hann kallaði Pólitík er aó vilja. Mönnum þótti sem í bókartitlinum fælist frekar fróm ósk en raunsæi og vildu fremur að bókin héti Pólitík er aö vilja, en þora ekki. Vonandi að slík pólitík hrjái enga nema sænska krata. Ó.P. Fram til sósíalismans Ræða Svavars Gestssonar viðskiptaráðherra sem fyrir- hugað var að flytja á útifundi verkalýðsfélaganna á Akur- eyri 1. maí Mara á þjóðlífinu Félagar, 1. maí er baráttudag ur verkalýðsins um heim allan og hefur svo verið í nærfellt heila öld. Dagskráin er með ólíkum svip eftir því hvar er, allstaðar er þó lögð áhersla á sömu grundvallar- atriðin; baráttu fyrir mann- sæmandi lífi, gegn auðvaldi og arðráni, baráttu fyrir friði og frelsi, gegn kúgun og hernaði. Hér er ekki einasta um að ræða slagorð, eins og Svavar Gestsson. gæti virst í hamslausu lífs- gæðakapphlaupinu og öllu auglýsingaskruminu í kring- um okkur, hér er um að ræða orð, sem tákna stéttaand- stæður; kúgunin er hlutskipti tugmilljóna manna um allan heim; ófrelsið og réttleysiðer þeim veruleiki hversdagins. Vopnaframleiðslan færir fáum mikið fé en þúsundum dauðdaga. Drápsvopnin duga til þess að tortíma mann- kyninu tíu sinnum minnstog þeim er komið fyrir á lævís- legan hátt um allan heim jafnvel hérá íslandi. Enn hafa yfirvöld íslenskra utanríkis- mála ekki fengist til að taka af tvímæli um það, hvort hér á landi eru geymd kjarnorku- vopn. Samt er Ijóst að kjarn- orkuvopn breyttu íslandi í forgangsskotmark í styrjöld. Herstöðin á Miðnesheiði hef- ur legið eins og mara á þjóðlífi íslendinga í30ár, eða þriðjung þess tíma sem Bandaríkjamenn kröfðust í öndverðu; nú hvílir ferlíkið njörvað við ankerisfestar 52 þúsund undirskrifta Varins lands. Hernám hugarfarsins Herinn grefur sig æ dýpra í þjóðlífið og hernám hugar- farsins sækir á og menn skunda til Alþingis íslend- inga og í trúnaðarstöður í verkalýðssamtökunum í skjóli bandaríska hersins. Hundruð íslendinga eigavið skipti af margvíslegum toga við hernámsliðiðogernúsvo komið og hefur raunar verið um langt skeið, að það virðist vonlítið að knýja fram brott- för hersins að fullu öðru vísi en að höggva fyrst á tengsl hersins og þjóðlífsins að öllu leyti. Því minni ég á þessa atburði 1. maí, að baráttan gegn bandaríska hernum er óhjákvæmilegur þáttur í bar- áttu verkalýðsins um allan heim fyrir friði og frelsi, gegn auðvaldi og vígbúnaði, fyrir sjálfstæði þjóðanna, gegn hersetu erlendra herja hvar sem er og gegn hernaðar- bandalögum. Þess er og að minnast nú, að á þessu ári eru 30 ár liðin frá því að fsland var knúið inn í hern- aðarbandalagið NATO, þeg- ar kröfum fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík um þjóðaratkvæði var svarað með táragasi og kröfunni um eðlileg vinnubrögð á Alþingi íslendinga var svarað með barsmíð og kylfum. Síðan hefur verkalýðshreyfingin iðulega áréttað andstöðu sína við hersetuna, m.a. í samþykktum síðasta þings Alþýðusambands íslands og í ávarpi dagsins frá fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík og á Akureyri. Þannig eru viðhorf fjölmenn- ustu samtaka launafólks til hersetunnar og hernaðar- bandalagsins, þó hitt sé Ijóst að eftir áratuga heilaþvott hefur tekist að fá mikinn fjölda fólks til þess að trúa því, að herseta sé raunar hvorki meira né minna en forsenda sjálfstæðisins. Schram og Husak Hersetan er smánarblettur á sjálfstæðri þióð, alveg á sama hátt á Islandi og til að mynda í Tékkóslóvakíu, þar sem sovéskt hernámslið hef- ur búið um sig í áratug. Smám saman hefur hin dauða hönd vanans breytt hernáminu á íslandi í sjálf- sagðan hlut í augum óhugn- anlega margra; hið sama er raunar að segja um hernámið lýðshreyfingunni í landinu. Vegna hernámsins og aðild- arinnar að NATO voru margir forystumenn verkalýðshreyf ingarinnar sviptir öllum mannréttindum, þ.á.m. kosn- ingarétti og kjörgengi árum saman. Það voru í reynd örgustu stéttadómar ís- lenskrar nútímasögu þarsem dómstólakerfinu var beitt í þágu valdastéttarinnar sem sjálf hafði æst til óeirða og uppþots 30. mars með þaul- hugsuðum ögrunaraðgerð- um. Þegar bandarískir ráða- menn kynntu sér ástand mála á íslandi í kringum 1950 komust þeir að því, að það væri „erfitt að ala þjóðina upp“, eins og það var nefnt orðrétt í bandarískum skýrsl- um þess tíma. í sömu skýrsl- um var sett fram áætlun um það, hvernig árangursríkast væri að vinna gegn verkalýðs hreyfingunni á íslandi. Var þar bent á margar kunnar aðferðir. Ein var t.d. um að brjóta niður niður innra þrek verkalýðshreyfingarinnar. í því skyni var sendinefndum boðið til Bandaríkjanna og heimkomnir vottuðu sendi- nefndarmennirnir dýrðinni hollustu sína, m.a. annars vitnuðu þeir um það, að bandarískt herlið hefði í raun það hlutverk eitt, að verja alþýðuna fyrir auðvaldinu. Rökin voru þau, að banda- Sú var áöur önnur tfðln, er vígreifur verkalýður fylkti sér I kröf ugöng- ur 1. maí á Akureyri. í Tékkóslóvakíu. Þetta sást vel á mynd í Morgunblaðinu um daginn, þar sem þeir stóðu hlið við hlið, Ellert B. Schram, einn af þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Gustav Husak, aðalritari í Tékkóslóvakíu, báðir gleiðbrosandi. Þessi Ijósmynd er ákaflega glögg heimild um mikilvægar póli- tískar staðreyndir; sumsé þær, að hersetan .í Tékkó- slóvakíu og á íslandi þjónar nákvæmlega sama tilgangi; í báðum löndunum hafa risa- veldin búið um sig, og á íslandi hafa verið samdar bænaskrár um ævarandi her setu, - slík niðurlæging smárrar þjóðar er vonandi einsdæmi í heiminum í dag. En báðir hvíla þeir talsmenn hernámsins á íslandi og í Tékkóslóvakíu á sömu fors- endum, á spjótsoddum ótt- ans; jafnvægi hræðslunnar er þeirra pólitíski grund- völlur. Hersetan á íslandi hafði í öndverðu og hefur enn þann tilgang að halda aftur af róttækum öflum og verka- rískir skattgreiðendur greiddu kostnaðinn af banda ríska hernum. Þessi skýring á eðli bandaríska alþýðuhers- ins kom vissulega illa heim við útrýmingarstríðið í Víet- nam fyrir nokkrum árum, þar sem steinaldarstigið sýndist vera keppikefli og markmið. Vissulega hafa hinar mörgu utanstefnur haft veru- leg uppeldisáhrif á fjölda- marga íslenska ráðamenn. Er nú svo komið að uppeldis- starfsemin er nánast sjálfvirk óg nú telst það til pólitískra dyggða á ýmsum stöðum á íslandi, að leggjast á knén og biðja bandaríska herinn á íslandi að vernda „litla fólk- ið“ á Vellinum, eins og það var svo smekklega orðað. Engir ættlerar Mín skoðun er sú, að verka- lýðshreyfingin á íslandi þurfi nú að herða róðurinn mjög verulega fyrir brottför banda- ríska hersins frá íslandi. Það þarf að breyta ályktunum Alþýðusambandsþinga og ávörpum fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna 1. maí í at- 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.