Norðurland - 04.05.1979, Síða 3

Norðurland - 04.05.1979, Síða 3
hafnir. Slík barátta færir mönnum vissulega ekki fleiri sólarlandaferðir, dýrari hý- býli né aukna einkaneyslu. En hún tryggir sjálfstæði þjóðarinnar, endurheimt þess sem fékkst vorið 1944. Fyrir þann árangur vildu menn forðum mikið í sölurn- ar leggja og vonandi erum við nútímamenn ekki þeir ættlerar, að við viljum ekkert á okkur leggja og fljótum sofandi að ósi feigðarinnar. Vonandi rennur enn um æð- ar okkar heitt blóð, vonandi er það ekki „mórautt skolp sem hnígur þyngslalega um æðar vorar," heldur manns- blóð, eða „verður blóð vort þá fyrst rautt og heitt og lifandi þegar við liggjum helsærðir í valnum og það fossar niður í rúst vorrar glötuðu ættjarðar?" Svona spurði Jóhannes. Því miður liggur slík spurn þyngra á okkur nú en nokkru sinni fyrr. Það er ekki gengið um göturnar í Istanbul og Ankara í dag, 1. maí. Það er bannað undir hótun um blóð uga refsingu að stíga fótum samsíða um ráðhústorg Tyrkjaveldis. Það eru banda- menn okkar í NATO, tyrk- neska stjórnin, sem bannar kröfugöngur og útifundi 1. maí. Bandalag hinsvestræna lýðræðis birtist Tyrkjum í dag sem bann við gönguferð um í tilefni dagsins, hins alþjóðlega hátíðis- og bar- áttudags verkalýðsins. Launamenn beiti afli samtakanna! Góðir félagar. Núverandi ríkisstjórn ís- lands var stofnuð til þess að takast á við afmörkuð verk- efni í efnahags- og atvinnu- málum. Það ræðst hinsvegar á þessu ári 1979 hversu þessi stjórn skipar málum sínum á breiðari vettvangi og til fram- búðar. Þá mun á það reyna hvort menn verða tilbúnir til þess að leggja sjálfstæði þjóðarinnar lið, eða hvort undirlægjuhátturinn og eymdin er enn ríkjandi ein- kenni íslenskra stjórnmála- manna. Á það verður látið reyna. Orrahríð þessara mánaða snýst um kaupið og kjörin. Verkalýðshreyfingin hefur heitið ríkisstjórninni góðu samstarfi, skilningi og í raun stuðningi. Þrátt fyrir þann skilning hefur ekki ævinlega tekist til sem skyldi. Með samningum innan ríkisstjórn arinnar tókst þó naumlega að verja lægstu launin fyrir kaup lækkunum um hálfs árs skeið. En á sama tíma og gerðar eru ítrekaðar tilraunir til þess að ráðast á kaup láglaunafólksins brýst fram hálaunahópur eins og flug- menn og er full ástæða til að gruna aðila þeirra samninga um græsku gagnvart ríkis- stjórn þeirri er nú situr. Er augljóst að enn hefur það gerst að hálaunamenn hafa hrifsað í sinn hlut margfalt á við láglaunafólkið í landinu, það fólk sem stundar fram- leiðslustörfin, undirstöðu alls þess sem við lifum við. Það er Ijóst af reynslu undanfarinna mánaða að launamenn verða nú að búa sig til þess að beita afli samtakanna með virkum hætti þegar líður á sumarið og haustið. Pólitískt fráleit fórnfýsi. Ástæðan er sú, að þau öfl eru svo sterk, sem telja of hátt kaup upphaf og endi alls ills, að ásókn þeirra verður ekki svarað með öðrum hætti en þeim, að beita afli sam- takanna við hlið þeirrar stjórnmálahreyfingar, sem er reiðubúin til þess að Ijá launamönnum afl sitt. Til þess þarf verkalýðshreyfing- in raunar að vera virk, hún verður að hafa frumkvæði, hafi hún forystu getur hún ekki einasta spornað við yfirgangi kauplækkunarafl- anna, heldur og sótt fram gegn þeim og gengið á hlut þeirra. Til þess þarf víðrækt virkt starf, lýðræðislega stefnumótun og lifandi við- brögð. Verkalýðshreyfingin þarf að gera sér fullljóst, að stjórnmálaástæður nú skapa hagstæðar forsendur til þess að sækja á og móta þjóðfélag á íslandi í samræmi við hugsjónir alþýðusamtak- anna. Slíkt gerist ekki nema launamenn standi fastásínu, „fórnfýsi" af þeirra hálfu er þarflaus og pólitískt fráleit. Því aðeins næst árangur í baráttunni gegn milliliðum og bröskurum að launamenn haldi fast um sinn hlut. Þeim þarf einnig að vera Ijóst, og þeir þurfa að gera öllum grein fyrir því, hvernig á að breyta þjóðfélaginu og að forsenda þess að unnt verði að tryggja kjör til frambúðar er sú, að eignaskipting og félagsgerð samfélagsins breytist. Til þess þarf enn lýðræðislegt starf og vökult auga hvers einasta manns. Þar dugir ekki skammsýnt nöldur eða upphlaupspólitík og hróp, ekki ræðuhöld og ekki blaðaskrif, það þarf þrotlaust starf okkar allra. Hver einasti maður á verk að vinna. Síst má einkaneyslu- sýkin blinda menn og lama. Hún spillir og getur breytt stéttarbróður í stéttarand- stæðing, liðsmann íhalds og auðvalds. Enn síður má gleymast að skoða hvert mál opnum huga, með rökum verkalýðsstéttarinnar og því raunsæi og einkenndi lífsbar áttu íslenskrar alþýðu hér fyrr á árum. Ljóst þarf að vera hverjum manni, að mikilvæg réttindi er unnt aðsækja með skynsamlegri málafylgju við núverandi þjóðfélagsaðstæð ur á íslandi. í því sambandi minni ég áalsherjaratkvæða- greiðslu Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, þarsem sprningin snýst annars vegar um 3% í kaupi og hins vegar um réttindi og frelsi til kjara- baráttu, sem um komandi ár mun skila opinberum starfs- mönnum margföldum þrem- ur prósentum. Verkfallsrétt- urinn er mannréttindi, grund vallarréttur verkalýðsins í vörn og sókn. Það sýnir áratuga reynsla og hún sýnir líka, að slík réttindi fást ekki undir íhaldsstjórn í landinu. Það ber því vott um æði dapurlega pólitíska skamm- sýni, að hafna þeim kostum sem opinberum starfsmönn- um bjóðast nú. Hvað hefðu ekki frumherjar verkalýðsbar áttunnar viljað legga á sig og leggja í sölurnar fyrir verk- fallsrétt? Þeiropinberirstarfs menn sem nú beita sér gegn verkfallsrétti Bandalags starfsmanna ríkis og bæja eru að taka á sig ábyrgð, sem ég efast um að nokkur verkalýðssinni vilji bera á herðum sér inn í framtíðina. Enga þröngsýna kjarabaráttu! Ekki má kjarabaráttan vera svo þröngsýn að hún skynji krónurnar einar, slík kjara- barátta er skilgetið afkvæmi einkagróðans og einka- neyslusýkinnar. Slík kjarabar átta vanmetur mannréttindi heildarinnar en ofmetur einkaneyslu einstaklingsins. Mikill hluti okkar kjarabar- áttu er þó í þessum ömurlega farvegi, þar sem asklokið er himininn. Meðal annars þess vegna hefur það sjálfsagt farið fram hjá mörgum, að á þessum vetri hafa verið af- greidd á Alþingi margvísleg mikilsverð réttindamál al- þýðu og fyrir liggja enn stærri og þýðingarmeiri mál- efni. Vissulega er það rétt, að mörgum manninum kunna að vera þær réttarbætur, sem lögfestar hafa verið í vetur, lítils virði, sumum kannski einskis virði. En með sömu rökum, ef rök skyldi kalla, má halda því fram að skólinn sé barnlausum lítils virði, sjúkra húsin hraustum og ellilífeyrir ungum. Vitaskuld er það fráleitt, þegar menn meta félagsleg réttindi lítils eða einskis og eingöngu út frá sjálfum sér á líðandi stund. Allt þetta ber að meta í samhengi og sem eina heild. Fleira er kjör en kaupið og vissulega telst fleira til lífs- kjara en félagsleg réttindi sem svo eru kölluð. Gleym- um því ekki, að því aðeins er maðurinn maður, að hann eigi menningu og geti notið hennar. Vinnuþrældómurinn á íslandi eróvinurmenningar starfs og ég hygg að stærsta mál verkalýðshreyfingarinn- ar í dag eigi að vera, að draga úr þessum vinnuþrældómi og skapa skilyrði til menn- ingarlífs og félagslífs, styttri vinnutíma og betri kaupmátt- ar dagvinnulauna. Þá þarf jafnframt að gæta þess, að neyslumiðlar einkagróðans gleypi ekki frístundirnar, að það gefist tækifæri og tóm til skapandi starfs, félagslífs og stéttabaráttu. Þeir sem láta mótunartæki borgarastéttar- innar um aðfylla út ífrístund- ir sínar eru að kasta frá sér dýrmætu tækifæri, í rauninni lífinu sjálfu og bestu gjöfum þess. Aukin samneysla. Nú er sagt að árið 1979 heiti ár barnsins. Baráttan gegn vinnuþrældómnum, fyrir auknum frístundum er ein- mitt framlag til þess aðskapa foreldrinu og þar með barn- inu lífsnauðsynleg tengsl. Það er í þágu barnsins, framtíðarinnar, að við berj- umst fyriraukinni samneyslu og betri uppeldisskilyrðum. Engu eru börn okkar og barnabörn bættari með sólar ferðum okkar, betri skólar, dagvistunarstofnanir, félags- aðstaða og menningarlegt líf, bókmenntir þjóðarinnar, sögur og Ijóð, eru framtíðinni meira virði en sú eftirsókn eftir vindi, sem einkennir dagfar okkar átakanlega oft. Þá ber þess að minnast að skáld eigum við enn, sem skapa bókmenntir handa komandi kynslóðum og af þessum slóðum, sem við erum stödd á í dag, hefur verið safnað saman í bók fróðleik um stéttabaráttu og mannlíf á þessari öld, bók sem á engan sinn líka í íslenskri bókmenntasögu; hér á við ævisögu Tryggva Emilssonar. Ekki stéttasamvinna- heldur stéttabarátta! Þannig er margs að minn- ast 1. maí, sjálfstæðis þjóðar- innar, hersetunnar, alþjóða- hyggju verkalýðsins, félags legra réttinda, menningarog mannréttinda. Baráttan held- ur sífellt áfram og sigur Framhald á bls. 4. Verkamannaflokkur Grænlands f síðasta tölublaði Norðurlands fjallaði ég f grein minni um Kalaatdlít-núnaat einungis litillega um grænlenska stjórn- málaflokkinn Síúlíssartút Partiat, Verkamannaflokk- inn. Ástæðurnar voru aðallega þær að flokkurinn var greini- lega ekki neitt mótandi afl í grænlenskum stjórnmálum og að ekki hefur verið um auð- ugan garð að gresja hvað varðar upplýsingar um tilurð og stefnumál hins nýja flokks. í millitíöinni hefur svolítið ræst úr. Síðan Siúmút-flokkurinn var stofnaður hafa hann, græn- lenska verkalýðshreyfingin og alþýðusambandið þar í landi, SIK (áöur GAS), haft mjög nána og góða samvinnu. ( september 1978 var í fyrsta skipti stungið upp á að SIK stofnaði eigin stjórnmálaflokk. Þetta var að visu ekki samþykkt þá, en þess í stað var ákveðið að slíta hin formlegu tengsl við Siúmút. Gekk þetta þvert á stefnu SIKformannsins Odaq Olsen (með stofnandi Siúmút), sem taldi ótimabært að hugsa um flokkmyndun, þar sem enn ekki væri til nægilega góð forysta fyrirslíkan flokk. Þessu meirihluti Græniendinga. var vísað á bug með tilvísun til þess að félaga SIK væri einnig aö finna í hinum stjórnmála- flokkunum og þetta fólk mátti ekki binda sig við Siúmút. Á fundi stjórnar SIK þann 4. febrúar sl. var sú óvænta ákvörðun tekin að SIK skyldi stofna sinn eigin stjórnmála- flokk. Þessi ákvörðun var greiniiega tekin í flýti, án almennrar umræðu og sam- stööu innan SIK og algerlega án samráðs við hina vinstri flokkana tvo, Síúmút og Ínúít Ataqatigíit. Tveir þriðju hlutar fulltrúa studdu tillöguna og sviftu jafnframt Odaq Olsen embættl formanns grænlenska alþýðusambandsins, stöðu sem hann hafði gengt í 13 ár. Sem dæmi urri vinsældir hans má geta þess, að í landráðs- kosningunum 1975 fékk hann nær 1/4allragreiddraatkvæða í höfuðborginni Nuuk („Nesið"). í sambandi við embættisviptinguna var haldið á lofti alls konar rógi um fjármálaóreiðu og því um Ifkt; þó hefur ekki verið lögð fram kæra á hendur Odaq Olsen. Ennfremur var sagt að hann hefði of mikið á sinni könnu. Þrátt fyrir þetta var reynt að neyða hann í formannsstöðu nýja flokksins, sem hann vísaði á bug með sömu röksemdum. Odaq Olsen var þá kosinn varaformaður þó að hann væri í framboði á vegum Sfúmút í kosningunum 4. apríl sl. Fylgi Odaq Olsen splundraðist við þetta, einhver athvæði fóru til Síúmút, önnur til Súíssartút - Partíat-forystunnar o.s.frv. og afleiðingin varð sú að hann náði ekki kjöri. Súlissartút Partiat fékk í kosningunum aðeins um 6% atkvæða og engan mann kjör- inn á þingið. Veröur þetta að teljast verulegt áfall fyrir alþýðusambandiö og Súlissar- tút Partíat. Á hinn bóginn hefur Síúmút boöið Odaq Olsen, sem núna er formaður verka- iýðsfélagsins (Nuuksamvinnu hvenær sem han'n ósk'ar þess. Telur hann aðalatriði að hug- myndir og kröfur alþýðu- sambandsins og verkalýðsins nái fram að ganga - eins og t.d. í sambandi við launamálin, auðlindirnar og að komið verði á dvalar- og atvinnuleyfi fyrir aðkomufólk - en aö nokkru leyti aukaatriði hver ber þær fram. Persónulega telur hann þetta vel hægt í samvinnu við Síúmút en þeir félagar SIK sem fylgja fnúít Ataqatfgiit og Atas- sút aö máli eru að sjálfsögðu að einhverju leyti annarrar skoðunar. Þó tekur hann fram að alþýðusambandið hefur af og til aðrar skoðanir á hlutun- um en Sfúmút, þó að helming- ur eða jafnvel tveir þriðju hlutar verkalýösinsstyðji þann stjórnmálaflokk. Súlfssartút Partiat haföi í raun og veru enga stefnuskrá þegar gengið var til kosninga 4. april sl. Óróinn í kringum flokksmyndunina og hinn lélegi undirbúningur gátu vart leitt til annars en ósigurs, sem lét heldur ekki á sér standa. Núna veröur forysta hreyfing- arinnar að ihuga stöðuna gaumgæfifega, því mikið er í húfi. Fólk á hægri væng græn- lenskra stjórnmála stendur sameinað um Atassút. Vinstri vængurinn kemur núna síður en svo fram sem skipulögð heild. ( þetta sinn varð að visu ekkert stórslys af þessum sökum, þar sem Atassút hlaut einungis 8 af 21 fulltrúa á nýja landsþingið en Síúmút hina 13. Odaq Olsen sér það sem aðal skyldu sína að tryggja verkamönnum kosningu til landsþings, sveitarstjórna og bæjarstjórna, þó að hann gefi e.t.v. ekki sjálfur kost á sér. Verst af öllu við kosninga- ósigurinn núna finnst honum vera að ekki skyldi takast að koma Súlfssartút Partiat- manni i bæjarstjórn i Nuuk, þar sem hin óleystu félagslegu vandamál verkalýðsins hrann- ast upp. 1. maf 1979 Ole Lindquist. NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.