Norðurland - 04.05.1979, Síða 5

Norðurland - 04.05.1979, Síða 5
ÍÞRÓTTIR Maður í manns stað Nokkuð er síðan að knatt- spyrnumenn fóru að hugsa sér til hreyfings. Miklar breytingar hafa orðið á liðsskipan Akureyr- arliðanna og margir vaskir leik- menn geng ið til liðs við félögin. 1. deildarliði KA hefur bæst góður liðsauki af suðurlandinu og er þar um að ræða fyrrver- andi landsliðsmann úr Breiða- bliki, Einar Þórhallsson. Einar, sem er talinn einn besti miðvörður landsins mun að sjálfsögðu styrkja KA-liðið til mikilla muna. Einnig hafa tveir ungir leikmenn fylkt sér í raðir KA-manna. Það eru þeir Njáll Eiðsson úr Þrótti frá Neskaups- stað og Ásbjörn Björnsson frá Siglufirði. Hinn vinsæli þjálfari Jóhannes Atlason mun halda áfram með liðið í sumar. Á hinum vígstöðvunum erallt í deiglunni. En þarhefurungurog efnilegur þjálfari, Hlöðver Rafns son, tekið að sér liðið. Hlöðver þessi gat sér gott orð með þjálfun Austra frá Eskifirði síaðstliðið sumar og er spenn- andi að vita hvort honum tekst að vinna vel úr hinum unga efniviði Þórsliðsins. Einn sunn- lendingur hefur gengið til liðs við félagið en það er Þórarinn Jóhannesson sem kemur úr Fram. Þá hafa 3 leikmenn sem áður léku með liðum hér í grendinni tilkynnt félagsskipti yfir í Þór. Það eru þeir Hafþór Helgason og Sigurbjörn Viðars- son úr Völsungi og Karl Ólafs- son, sem er að góðu kunnurfyrir leik sinn í körfunni, en hann lék áður með Tindastól frá Sauðár- króki. KA og Þór léku sinn fyrsta opinbera leik á þessu keppnis- tímabili á laugardaginn var. Þessi leikur var í hinni svoköll- uðu Bikarkeppni KRA. Skilyrði til knattspyrnu voru vægast sagt slæm og bar leikur liðanna þess merki. Vorleikir sem þessi gefa sjaldan viðhlítandi mynd af getu liðanna og því erfitt að dæma út frá þeim. Urslitin urðu þau að KA sigraði, skoraði 4 mörk en Þórsarar 2. - E.B. Stórvirki á sviðinu Helgi Ólafsson Skákþrautin Lausn síðustu þrautarerþannig: 1. c7 Kxc7 2. zxb6+ Kxb8 3. b7 - og hvítur vinnur. Þraut vikunnar er eftirfarandi: Muniö alþjóðlegt J hjálparstarf Rauöa I krossins. Gironumer okkar er 90000 RAUÐIKROSSÍSLANDS Hvítur mátar í 3. leik. Þegar þessar linur birtast mun sýningum á Fiðlaranum á þak- inu lokið að sinni hjá Leikfélagi Húsavikur. Hér er ekki ætlunin að skrifa neinn leikdóm sem slíkan, né heldur að hvetja menn til að missa ekki af þessari sýningu. Hún hefur þegar mælt með sér sjálf og gengið fyrir fullu húsi frá upphafi. Það er lika öruggt mál að margir biða þess með óþreyju að sjá hana í haust, en þá mun afráðið að taka söng- leikinn til framhaldssýninga. En þess ber að geta sem vel er gert og með Fiðlaranum á þakinu vinnur Leikfélag Húsa- víkur stórvirki. Það er reyndar ekki hið fyrsta í sögu þess löngum hefur félögum þess verið hrósað fyrir góðan leik og vandaðar sýningar, jafnvel svo að það geti farið að hljóma sem innantóm orð. En Fiðlarinn sannar enn á ný, að allt lofið um Pétur Gaut og fleiri og fleiri verk hefur verið verðskuldað. Leik- félagið er fært í allan sjó. Samkomuhúsið á Húsavík er lítið og þröngt á sviðinu. Það má því segja að það hafi verið óðs manns æði að láta sér detta í huga að setja þar upp jafnstóra sýningu og hér er gert. Eða svo að notuð séu orð úr leiknum: ,,Hann hlýtur að vera annað hvort brjálaður eða genginn af göflunum". Já, nema hvort tveggja sé. En menn hafa hér greinilega vitað hvað þeir máttu bjóða sér, því að sýningin kemst fyrir á sviðinu án sjáanlegra vandræða, þó að þröngt sé um menn í stærstu atriðunum. Það læðist að manni sá grunur að ekki þyrfti nema einn maður að misstíga sig lítið eitt í dansatriði Sigurður Hallmarsson f hlutverki Tevjes mjólkurpósts. til þess að allur hópurinn riðlað- ist af keðjuverkun vegna þrengslanna. En hér hefur leik- stjórinn, Elnar Þorbergsson unnið stórvirki. í fyrsta lagi aö koma sýningunni á svið við gefnar aðstæður og í öðru lagi að gefa henni þaðsamræmi sem þarf og hverg'i verður í veikur punktur. Hann hefur einnig samið nær alla dansa sýningar- innar, en söngur og dans eru veigamestur hluti hennar. Dansarnir eru kannski ekki svo ýkja tilþrifamiklir, enda lítt skólaður hópur sem í þeim tekur þátt. Eneinmitt fyrir þærsakirer útkoman á því sviði kannski merkilegust. Leikendum er ekki ofboöið í flóknum dönsum, þeir PISTILL VIKUNNAR Knýja fram þjóðar- atkvæðagreiðslu Þá er 30. mars liðinn og brambolt herstöðvaandstæð- inga af því tilefni um garð gengið. Hér á Akureyri, í Reykjavík, á ísafirði, í Kópavogi, á Dalvík, í Mývatnssveit og e.t.v. á fleiri stöðum minntust menn 30 ára afmælis NATO með viðeigandi hætti. Samtök herstöðvaandstæðinga á Akureyri héldu baráttufund í tilefni dagsins og var sá fundur sæmilega vel heppnaður. Einnig var í samvinnu við skólafélag M.A. haldin myndlistarsýning í kjallara Möðruvalla. 10 listamenn lögðu til verk á sýninguna og fjölluðu flestir í verkum sínum um hernaðarbröltið. Afleiðingar og ástæður og fleira í þeim dúr. Aðsóknin að fundinum og sýningunni var ekki nema rétt í meðallagi og má e.t.v. um kenna að ekki hefur myndast nein hefð fyrir aðgerðum af þessu tagi á Akureyri. Til að bæta úr dugir því ekkert annað en áframhaldandi starf. En það má hverjum manni vera Ijóst að allar aðgerðir herstöðvaandstæðinga, hér á Akureyri og annars staðar, eru aðeins innlegg í baráttuna og verða aldrei einar sér til þess að koma hernum af landinu. Til þess þarf samþykki og/eða jákvæð úrslit þjóðaratkvæða- greiðslu. Til þessa, eða allt fram á s.l. haust, hafa menn treyst því að Alþýðubandalagið og þinglið þess sæi um að koma hernum úr landi. En eftir frammistöðu Alþýðu- bandalagsins í núverandi ríkisstjórn virðist nokkuð Ijóst að vera Bandaríska hersins hér á landi er ekkert „prinsipmál“ í þeim herbúðum. En það skyldi þó aldrei fara svo að léleg frammistaða Alþýðubandalagsins verði til þess að herstöðvaand- stæðingar fari nú loks að sjá fyrir endann á baráttu sinni í rúmlega 30 ár! Við höfum nú verið óþægilega minnt á það að framgangur hugsjónar okkar, að reka herinn úr landi, er algerlega undir okkur sjálfum kominn. Ef við missum móðinn þá er eins víst að herinn verði hér til eilífðarnóns, með tilheyrandi, áframhaldandi Amerík- anseríngu, Aronski ofl. En ef við störfum vel og leggjum niður innbyrðis deilur, þá þurfum við ekki að kvíða því að verða 51. stjarnan í Bandaríska fánanum. Fyrst Alþýðubandalagið vill ekki reka herinn þá verða Samtök herstöðvaandstæðinga að sjá til þess að hann fari. Og hvernig fara Samtök herstöðvaandstæðinga að því? Jú. með þvi að knýja fram þjóðaratkæðagreiðslu um málið og SIGRA. Framundan er því verðugt verkefni fyrir herstöðva- andstæðinga að vinna að. Verkefni sem kallar til starfa hvern einasta herstöðvaandstæðing hér á Akureyri sem annars staðar. Þvi miður er það Ijóst að andstaða gegn hernum nýtur ekki stuðnings neins yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar. Það sýndi undirskriftasöfnun Varins Lands. Rúmlega 55 þúsund manns sem skrifuðu undir beiðni VL árið 1974 voru að vísu ekki alveg 50% kosningabærra manna á íslandi þá. (1974 voru u.þ.b. 120 þúsund manns á kjörskrá) En dettur nokkrum í hug að þeir 65 þúsund sem ekki skrifuðu undir hjá VL hafi allir verið herstöðvaandstæðingar. Að halda það myndi líklega flokkast undir óhóflega bjartsýni. Við getum að vísu huggað okkur við það að einhverjir hafa eflaust skrifað undir vegna þrýstings frá vinnufélögum og yfirboður- um. En ef að við reiknum með að hlutfall þeirra sem vilja hafa herinn núna sé álíka hátt og það var árið 1974 og kosið yrði um málið í vor eða sumar er Ijóst að við mundum tapa, þótt e.t.v. yrði mjótt á munum. Því þó við eigum almennt að venjast 85-90% kosningaþátttöku, þá verður hún tæplega svo mikil i þessu máli. Ég vil að lokum aðeins minnast á að það er útbreidd- skoðun að andstaðan gegn veru hersins á Miðnesheið- inni sé miklu almennari og útbreiddari en andstaða gegn veru NATO. Samtök herstöðvaandstæðinga mega því ekki láta kröfuna um úrsögn úr NATO verða sér fjötur um fót. Við þurfum á stuðningi allra, hvort sem þeir eru Eikarar, Alþýðubandalagsmenn, Alþýðuflokks- menn, Framsóknarmenn. Sjálfstæðísmenn eða utan flokka til þess aö reka herinn. Aðeins ef allir herstöðvaandstæðingar sameinast, er von um árangur. Agnar Hauksson. ráöa við sitt, og leggja þar með fram einn þátt af mörgum til að gefa sýningunni styrkan svip. Söngurinn er það atriði í sýningunni, sem mér fannst þó að kæmi langbest út. Það eru að sönnu ekki allirsólósöngvararaf guðs náð, menn eru þar nokkuð misgóðir - en kórinn er hreint afbragð. Það er með ólíkindum hvað þeir Húsvíkingar eiga af góðu söngfólki, og söngstjóri sýningarinnar, Ingimundur Jónsson, hefur agað kórinn mjög vel meðsvoágætri útkomu sem raun ber vitni. Hann leikur einnig með í hljómsveit sýning- arinnar, sem sendur sig með ágætum. Texti leiksins er ekki sérlega rismikill, enda söngleikur, þar sem söngur og dans skipa meginrúm. En textinn er léttur og húmorinn ævinlega nær- tækur. Á bakvið skín svo í bölvun þess heims sem við lifum í þar sem sumir eru jafnari en aðrirog menn flokkaðir eftir litarhætti, trú eða uppruna sínum. Sið- venjan gildir- með frávikum -en það eru takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í þá átt að brjóta hana niður. Fiðlarinn á þakinu er öðru fremur hópsýning og strek sem slík. En Tevje mjólkurpóstur og smábóndi er þó aðalpersóna sýningarinnar, hin eina af því tagi. Sigurður Hallmarsson er löngu þekktur langt út fyrir sitt heimahérað fyrir að ráða vel við það sem hann tekur að sér á leiksviði, og svo er enn. Natni hans við túlkun Tevje er slík að ekki verður skilið í milli þeirra félaga. Manni finnstað hvorugur geti án hins verið og vandséö er hvað er Tevje og hvað Sigurður. Þegar primadonna á borð við Tevje/Sigurð er á sviðinu skyldi maður ætla að aðrir hyrfu í skuggann og skiptu ekki máli, en svo er ekki. Allirfá tækifæri til að njóta sín og gera það flestir. Hér verður þó ekki annarra getið en Hrefnu Jónsdóttur sem fær það erfiða hlutverk að leika á móti Sigurði, leikur konu Tevjes, Goldu. Hrefna mun óvön á sviöi en þess sér engin merki á leik hennar. Ég er ekki frá því að hún komi mönnum mest á óvart í þessari sýningu með ágætri frammistöðu sinni. Fjölmargir aðrir verðskulda lof en þó fyrst og fremst leikhópurinn sem heild. Sýningin ersvo heilsteypt sem raun ber vitni vegna þess að enginn áberandi veikur hlekkur er í henni, og samhæfing leik- stjóra og söngstjóra á sundur- leitum efnivið sínum er með ágætum. Hafi Leikfélag Húsavíkur þökk fyrir skemmtilega sýningu með ,,braveur“. Húrra Húsvíkingar! Erlingur Siguróarson. NORÐHRLAND -5

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.