Norðurland


Norðurland - 17.05.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 17.05.1979, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 4. árgangur Fimmtudagur 17. maí 1979 17. tölublað Endurhcefingarstöðin: Gegn atvinnusjúkdómum Á laugardaginn fór fram afhend- ing gjafabréfs verkalýðsfélagsins Einingar fyrir 5 millj. króna, en aðalfundur félagsins hafði ákveð- ið þessa gjöf úr sjúkrasjóði félagsins. Jón Helgason formað- ur Einingár afhenti gjöfina með ræðu. Sagði hann frá stuðningi verkalýðsfélaganna á Akureyri við málefni endurhæflngar. Sagði hann m.a. að reynslan frá endurhæfmgarstöðinni á Bjargi sýndi, að í fullkominni endurhæfingastöð gætu félagar í verkalýðsfélögunum notið starf seminnar í ríkum mæli. Endur- hæfingarstöðin, sem nú er í byggingu á vegum Sjálfsbjarg- ar, er af fullkomnustu gerð, þar sem auk almennrar endurhæf- ingar vegna slysa og sjúkdóma, verður einnig aðstaða til al- ‘.mennrar þjálfunar fólks, ein- staklinga og starfshópa, með ‘ það fyrir augum að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma. Heiðrún Steingrímsdóttir for maður Sjálfsbjargar þakkaði gjöfina og lýsti framkvæmdum og framgangi málsins á undan- förnum árum. Mágnús Olafs- son sýndi teikningai: af stöðinni og lýsti hugmyndum um starf- semina. Það kom fram í máli Jóns*.Helgasonar og Heiðrúnar Steingrímsdóttur að verkalýðs- félcfgin hefðu lengi sýnt þessu máli áhuga. Tryggvi Helgason fyrrv. form. Sjómannafélags Eyjafjarðar og forseti Alþýðu- sambands Norðurlands beitti 430 nemendur í Tónlistarskólanum Nú er 34. starfsári Tónlistarskól- ans á Akureyri að ljúka. 430 nemendur hafa sótt kennslu á þessum vetri, og eru kennarar 20. Ovenjumikið tónleikahald hefur verið á vegum skólans í vetur, og munar mest um tónleika, sem haldnir voru á hverjum laugar- degi við góða aðsókn og undir- tektir. Einnig voru haldnir sérstakir jólatónleikar, en fyrir páska hófust vortónleikar skólans, sem verða 7 að þessu sinni. Um 150 nemendur koma fram á þessum tónleikum, og er það bæði í einleik og samleik, og í hljómsveitum skólans; blásara- sveitum, strengjasveitum og kammersveit. Einsöngstónleikar verða haldnir á næstunni, en þeim varð að fresta af óviðráðanleg- um ástæðum. í kvöld verða haldnir tón- leikar í Akureyrarkirkju, þar sem hljómsveitir og samleiks- flokkar koma fram. Gítar- hljómsveit, blásarasveit yngri nemenda, strengjasveit og blönduð hljómsveit leika. Að- gangur er ókeypis, og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Skólaslit fara fram í Akur- eyrarkirkju laugardaginn 19. maí og hefjast þau kl. 17. Daginn eftir þann 20. maí heldur blásarasveit Tónlistar- skólans tónleika í Akureyrar- kirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Næstkomandi laugardag, hinn 19. þ.m. kl. 3 e.h. mun Geysis- kvartettinn halda söngskemmtun í Borgarbíói. Miðasala verður við innganginn og hefst kl. 13. Geysiskvartettinn hefir á undan- förnum árum sungið á skemmtunum á Akureyri og víða um Norðurland við ágætar undirtektir. Einnig söng hann í útvarpi og hefír sá söngur oft verið endurtekinn. Það er vegna margra áskorana velunnara sem kvartettinn efnir til sinnar fyrstu sjálf- stæðu söngskemmtunar. Ýmsir hafa óskað þess að Geysis- kvartettinn iéti gera hljómplötu með söng sínum, og er það mál nú í athugun. Á söngskránni verða lög, sem notið hafa vinsælda síðustu áratugina svo að sem flestir fínni þar eitthvað við sitt hæfi. Geysiskvartettinn skipa eftirtaldir: Aðalsteinn Jónsson 1. tenór, Guðmundur Þorsteinsson 2. tenór, Birgir Snæbjörnsson 1. bassi og Sigurður Svanbergsson 2. bassi. Undirleikari Geysiskvartettsins hefir alla tíð verið Jakob Tryggvason. Hann heflr einnig útsett mörg laganna á skemm tilegan og smekkvísan hátt. sér mjög fyrir málinu og hefur verið formaður samstarfs- nefndar verkalýðsfélaganna á Akureyri um endurhæfingar- mál. í fréttatilkynningu frá Ein- ingu um þetta mál segir m.a.: „Fleiri verkalýðsfélög á Ak- ureyri hafa einnig lagt hönd á plóginn, og á þessu vori hefur samstarfsnefndin ennfremur hvatt verkalýðsfélög á Norður- landi, utan Akureyrar, til að styðja byggingu endurhæfingar- stöðvarinnar, enda ljóst að hún mun koma fleirum en Akureyr- ingum einum að gagni, bæði vegna þess að oft er hagstæð- ara fyrir Norðlendinga að sækja þjónustu til Akureyrar en Reykjavíkur og svo þess, að endurhæfingarstöðvar syðra eru yfírsetnar og jafnan margra mánaða bið eftir að komast að, en hversu til tekst með endur- hæfingu getur oft oltið á því, að hún komi á réttum tímaí* Hyggindi í harðindum; ljúft er að hjúfra sig í hálsakoti kindar. Ljósm. Sig. Rúnar Vegir ófærir Þórshöfn 15/5. Isinn mjakaðist héðan á laugardaginn eftir að hafa lagt kaldar krumiur sinar yfir athafnalífið í rúmar 8 vikur. Bátarnir, sem sluppu út úr ísbundinni höfninni hafa land- að til skiptis á Vopnafirði, Bakkafirði og Raufarhöfn. Fisk inum hefur síðan verið ekið hingað eftir því sem aðstæður hafa leyft. Á þessum tíma hefur ísinn gert sjómönnum gramt í geði með því að slíta og eyði- leggja netin. í löndunarfríum hafa sjómenn þurft að nota flest farartæki til að komast á milli svo sem snjósleða, bíla og flug- vél til Vopnafjarðar. Um síðustu helgi sýndi Leikfélag Þistil- fiarðar Skjaldhamra eftir Jónas Árnason. Um 320 manns sáu leikinn á þremur sýningum við góðar undirtektir. Fyrirhugað hafði verið að fara víðar til að sýna leikritið en verður ekki úr vegna þess hve áliðið er á vorið. Sauðburður er hafinn og þungt hljóð í fólki í nágrannasveitun- um vegna tíðarfarsins. Vegir eru víða ófærir í dag t.d. til Bakka- fjarðar og Raufarhafnar. í dag þurfti að ryðja vegi hér í þorp- inu. Einn grásleppubátur hefur hafið veiðar og aflað vel. Kaup- félagið var að opna nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir bilaverk- stæði hér, en skortur er nokkur á faglærðum á verkstæðið. Þar vinna fjórir menn. Arnþór. . Ljósm. Þjóðviljinn Þessi mynd er tekin þegar gosið í Leirhnjúk hófst þann 20. des. 1975. Okyrrð og kvikustraumur NORÐURLAND hafði samband við Bryndísi Brandsdóttur jarð- eðlisfræðing, á skjálftavaktinni í Reynihlíð, og innti hana frétta af umbrotahrinunni sem nú stendur yfir við Kröflu. Fer frásögn hennar hér á eftir: Að morgni sunnudagsins 13. maí kl. 5 byrjaði hægt sig á Kröflusvæðinu. Sighraðinn jókst mjög hægt í fyrstu og náði hámarki skömmu eftir hádegi á Saumastofunni lokað Leikfélag Dalvíkur hefur hætt sýningum á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri var Guðrún Alfreðsdóttir. Sýnt var 10 sinnum á Dalvík, einu sinni í Freyvangi, Miðgarði og á Sauðárkróki. Aðsókn var mjög góð á flestar sýninganna. For- maður leikfélagsins er Rúnar Lund. Aðalfundur félagsins verð- ur nk. laugardag 19. maí. Brynja. mánudag og þá streymdu 250 rúmmetrar á sekúndu af kviku norður í Gjástykki. Siðan hefur sigið hægt á sér og er nú um 120 rúmmetrar á sekúndu. Alls hafa nú streymt um 37 miljón rúm- metrar af kviku norður í Gjá- stykki. Enn sem komið er, er þessi hrina sú fimmta stærsta af ellefu hrinum sem komið hafa frá því að umbrotin byrjuðu í desember 1975 og er sú hrina meðtalin. Ekki fór að bera á skjálftum fyrr en á mánudags- morguninn og síðan hefur þeim farið fjölgandi og stærstu skjálft arnir hingað til komu í dag, mið- vikudag, kl. 13.07 og 14.32 og voru þeir 3.7 og 3.6 stig á Richter-skala. Skjálftaupptök- in eru í Gjástykki 20-30 km. norður af Reykjahlíð og mest virðist virknin hafa verið skammt norðan við Hrútafjöll. Þar hafa nýjar sprungur mynd- ast í dag. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Bæjarmálaráð ABA Fundur mánudag 21. maí kl. 20.30. FUNDAREFNI: Dagskrá bæjarstjórnarfundar 22. maí o.fl. Stjórnarfundur þriðjudag 22. maí kl. 20.30. Bððir fundirnir verða f Lárusarhúsi. íjc Greinaflokkur um hvali eftir Óttar Einarsson gerir stólpa- Einar Björnsson segir frá fyrstu Ole Lindquist hefst á blaðsíðu grín að „vestrænu frelsi“ í pistli fótknattarleikjum sumarsins á 2 og 3 á bls. 5 bls. 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.