Norðurland - 20.09.1979, Page 2

Norðurland - 20.09.1979, Page 2
A KAUPFELAG EYFIRÐINGA Byggingavömdeild Þegar yður vantar byggingavörur, smáar eða stórar, ódýrar eða dýrar, er næstum öruggt, að þær fást hjá okkur. Þér finnið óvíða annað eins úrval. Og það er valið af reynslu. Við tökum þátt í að leysa úr viðfangsefnum og vandamálum yðar á þessu sviði með persónulegri aðstoð, hvort sem þér komið eða hringið. BYGGINGAVORUR yy...%......■■■------ AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Frá Námsflokkum Akureyrar Innritun í almenna námsflokka og starfsgreinaflokka fer fram í Gagnfræðaskólanum á Akureyri dagana 24.-29. september í stofu 19 frá kl. 17-20. Námskeið hefjast mánudag 1. október. Haustönn lýkur 15. desember. Námsgjöld greiðist við innritun. Allar nánari upplýsingar er að finna í kennsluskrá og við innritun. í almennum námsflokkum verður boðið upp á kennslu í eftirtöldum greinum: Bílaviðgerðir (4 st. á viku), bókband I & II, ensku l-V, ísl. f. útl., norsku barna, norsku I—II, sænsku, spænsku, vélritun I—II, þýzku l-ll. í starfsgreinaflokkum verða eftirtalin námskeið: Smðbðtapróf - kenndar verða þrjár stundir á viku. Námskeiði lýkur með prófi, sem veitir rétt til að stjórna þátum upp að 30 rúmlesta stærð. Einkaritaranðmskeið - kenndar verða átta stundir á viku. Sjá nánar í kennsluskrá. Nðmskeið I alm. skrifstofustörfum - kenndar verða átta stundir á viku. Sjá nánar í kennsluskrá. Báðum þessum námskeiðum lýkur með þrófi í desember. Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám- skeið einkaritara og skrifstofufólks er gagnfræða- þróf og undirstöðuatriði bókhalds, vélritunar og stafsetningar. Skólastjóri. Ibúðir Til sölu íbúðir á tveim hæðum í raðhúsi við Stapa- síðu. (búðirnar verða til afhendingar næsta sumar. Ýr h.f. Frostagötu 3b, sími 22152 ........... ... AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Starfsmaður óskast Akureyrarbær óskar að ráða starfsmann til gang- brautarvörslu á Þingvallastræti frá 24. september. Umsóknum ber að skila til Gunnars H. Jóhannes- sonar á bæjarskrifstofunum og veitir hann allar nánari upplýsingar um starfið. Bæjarstjórinn á Akureyri ■WWI-----------!- AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Starf heilbrigðisfulltrúa hjá Akureyrarbæ er laust til umsóknar. Áskilin er sérmenntun í heilbrigðiseftirliti sbr. 30. gr. heil- brigðisreglugerðar frá 8. febrúar 1972. Laun og kjör verða í samræmi við kjarasamninga Akureyrarbæjar. Allar frekari upplýsingar um starfið veitir undirrit- aður, sem jafnframt veitir umsóknum viðtöku. Um- sóknarfrestur er til 1. nóv. n.k. Akureyri, 13. september 1979. Bæjarstjórinn ð Akureyri. ^----------------— AKUREYRARÐÆR 1 AUGLÝSIR \ Námskeið í uppeldisfræðum Innritun á námskeið í uppeldisfræðumfyrirstarfsfólk dagvistunarstofnana, leikvalla og dagmæður, sem vinna við gæzlu barna í heimahúsum ferfram í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri dagana 24.-29. septem- ber í stofu 19 frá kl. 17-20. Þeir, sem gegna þessum störfum nú eða hyggjast gegna þeim síðar, eru eindregið hvattir til að sækja þessi námskeið. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum, með kvik- myndum og verklegum æfingum í samræmi við stundaskrá. Sjá nánar í kennsluskrá Námsflokka Akureyrar. Félagsmðlastofnun Akureyrar. Nðmsflokkar Akureyrar. Gangna- menn lentu í hrakningum Að sögn Arnþórs Karlssonar fréttaritara blaðsins á Þórshöfn lentu gangnamenn í Norður- Þingeyjarsýslu í miklum erfið- leikum í fyrstu göngum og m.a. urðu gangnamenn á Hvamms- heiði frá að hverfa vegna veðurs og ófærðar. Mikill snjór er á afréttunum og óttast menn að fé kunni að hafa fennt. Slátrun frestast eitthvað vegna þess hve fáu fé hefur tekist að ná til byggða. Fé er yfirleitt talið mjög rýrt. Þrír Þórshafanarbátar eru nú á netum og hafa fengið reytings- afla þótt stöðugt sé róið í brælu. Trillur eru hættar að róa. Einn af Þórshafnarbátum, Langanes, sem er 76 tonn að stærð, hefur nýlega verið seldur til Húsa- víkur þar sem hann hefur fengið nafnið Björg Jónsdóttir. Af framkvæmdum á staðnum er það að segja að Kaupfélagið er að byggja nýtt trésmíðaverk- stæði. A vegum hreppsins standa yfir framkvæmdir við þriggja íbúða raðhús og hefur verið lokið við grunninn. Unnið er að því að stækka vararafstöðina á staðnum sem að sjálfsögðu gengur fyrir olíu. Rafmagnsskortur hefur verið á vetrum á Þórshöfn undanfarið og m.a. eru mörg stærstu hús staðarins kynt með olíu. IGNIS kæliskápar frystikistur frystiskápar eldavélar Vönduð og góð vara. RAFTÆKNI Geislagötu 1 Sími 24223 Leikfélag Akureyrar Skrítinn fugl - ég sjálfur Sunnudaginn 23. sept. kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan opin frá og með fimmtudegi frá kl. 17-19og sýningar- dag kl. 17-20.30. Næst síðasta sinn. Sala frumsýningarkorta og afsláttarkorta er hafin. Pantanir í síma 24073. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.