Norðurland - 20.09.1979, Síða 3

Norðurland - 20.09.1979, Síða 3
Vetrarstarf LJL. Leikfélag Akureyrar hóf vetrar starf sitt í byrjun september og var fyrsta sýning vetrarins í gamla leikhúsinu við Hafnar- stræti s.I. föstudagskvöld. Þá var tekið upp að nýju leikritið „Skrítinn fugl ég sjálfur“ sem frumsýnt var s.l. vor. Leikstjóri er Jill Brook Árnason en leikmyndina gerði Hallmundur Kristinsson. En leikfélagið hef- ur margt í takinu og vegna anna verða sýningar á þessu verki fáar. Átta fastráðnir leikarar munu starfa hjá leikfélaginu í vetur, þar af eru tveir nýráðn- ir, þau Sunna Borg og Bjarni Steingrímsson. Þá hefur leik- félagið ráðið til sín fram- kvæmdastjóra, Friðgeir Guð- mundsson og í vetur mun starfa við leikhúsið fastráðinn ljósameistari, Ingvar Björns- son sem áður starfaði við Þjóðleikhúsið. Fimm frumsýningar verða hjá leikfélaginu í vetur, hin fyrsta er áætluð 13. október. Þar er um að ræða barnaleik- ritið „Galdrakarlinn frá Oz,“ en æfingar á því hófust s.l. vor. Leikstjóri verður Gestur E. Jónasson, leikmynd gerir Ragnar Lár og Karl Jónatans- son sér um tónlistarflutning. Samhliða barnaleikritinu æfir leikfélagið nýtt leikrit eftir ungan íslenskan höfund, Örn Bjarnason. Þetta leikrit sem ber nafnið „Fyrsta öngstræti til hægri“ tekur til umræðu mál sem mjög eru til umræðu um þessar mundir, vandamál unglinga í samfélaginu og áfengisvandamálið í tengslum við það. Þetta er fyrsta leikrit Arnar sem sýnt er á sviði, en áður hefur útvarpið flutt eftir hann leikritið „Biðstöð 13“. í leikritinu er rakin saga tveggja* stúlkna og eru hlutverk þeirra langstærst. Með þau fara þær Svanhildur Jóhannesdóttir og Sunna Borg. Leikstjóri verður Þórunn Sigurðardóttir en leik- mynd gerir Sigurjón Jóhanns- son frá Þjóðleikhúsinu. „Þetta er merkilegt leikrit og ótrúlega vel skrifað,“ sagði Oddur Björnsson leikhússtjóri í sam- tali við blaðið. „Burtséðfrá því að efni þess er tekið beint úr umræðu dagsins í dag, þá lítum við svo á að það sé stórt innlegg í íslenska leikrita- gerð.“ Frumsýning á „Fyrsta öngstræti til hægri“, verður 2. nóvember. Jólaverkefni Leík- félagsins verður eitt af þekkt- ustu verkum meistarans Bert Brechts, „Púntila og Matti,“ í þýðingu Þorsteins Þorsteins- sonar. Púntila og Matti var sýnt á Akureyri fyrir u.þ.b. tíu árum siðan er Leikfélag Húsa- víkur kom með það í leikför, en það hefur einnig verið sýnt í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri hjá L.A. verður Hallmar Sigurðs- son og gerir hann einnig leikmynd. „Fjórða nýja verkefnið í vetur verður framúrstefnu- leikrit" sagði Oddur, en vildi ekki að svo stöddu greina frá heiti þess, höfundi né inni- haldi. „Nú, Fimmta frumsýn- ingin verður svo á vordögum og við höfum ekki ennþá ákveðið hvað verður þá fyrir valinu en við erum með nokkur ný leikrit í athugun, bæði innlend og erlend," sagði Oddur að lokum. Nýtt blað á Húsavík Þrír ungir menn á Húsavík hafa haflð útgáfu staðarblaðs sem ber nafnið Víkurblaðið og er ætlað að koma út einu sinni í viku. NORÐ- URLAND hafði samband við einn útgefandanna og forvitnað- ist um hvað þeir félagar væru með í pokahorninu. Arnar Björnsson heitir sá. Þetta bar nú reyndar mjög brátt að sagði hann. Viðfengum hugmyndina á mánudegi og hún var svo útfærð á þriðjudegi. Okkur fannst það ekki vansa- laust að ekkert blað kæmi út á þó þetta stórum stað sem Húsa- vík er. Við höfðum samband við Runólf Elentínusson á Tröð í Reykjadal, hann er prentari og er með litla prentsmiðju á staðn- um. Hann prentar fyrir okkur blaðið og hefur reynst okkur feiknalega vel. Er þetta óháð blað? Blaðið er óflokksbundið, það er ekki hægt að halda úti blaði hér öðruvísi, það yrðu annars bara örfáar hræður sem keyptu það. Hvers konar efni birtið þið aðallega? Efnið er auðvitað aðallega bæjarmál og mannlíf á Húsavík. Við sníðum þetta dálítið eftir öðrum blöðum t.d. erum við með í hverju blaði viðtal við ein- hvern merkismann á staðnum, eitthvað í líkingu við það sem Ný bók frá BOB Bókaforlag Odds Bjönssonar hefur sent frá sér bókina „Kreppa og þroski - athugun frá viðhorfi sálgreiningar og félags- geðlæknisfræði. Höfundurinn er sænskur, Johan Gullberg að nafni en Brynjólfur Ingvarsson læknir þýddi. í bókinni er fjallað um hin ýmsu sálrænu vandamál sem mæta hverjum einstaklingi á lífsleiðinni, og hvernig þau leiði ýmist til meirí þroska eða andlegrar örorku. Á bókarkápu segir að bókin eigi mest erindi til þeirra sem vinna umhyggjustörf í samfélaginu en sé jafnframt gagnleg öllum sem vilji öðlast meiri sálfræðilegan skiling, hvort heldur sem er á sjálfum sér eða öðrum. Ingólfur er með í Sunnudags- blaði Þjóðviljans. Svo höfum við pistilinn Víkurspjall i hverju blaði. Það er nokkurs konar kjallaragrein í Dagblaðsstíl. Við fáum þá einhverja til að skrifa um það sem er ofarlega á baugi í bænum og reynum að fá fram ólík sjónarmið. Svo er auðvitað öllum frjálst að leggja þar orð í belg ef þeir finna hjá sér þörf. Eruð þið brautryðjendur í blaðaútgáfu á Húsavík? Eg veit til að það hafi tvisvar Bræðurnir Rúnar og Reimar Þorleifssynir ásamt eiginkon - um sínum Hafdísi Hafliða- dóttur og Guðlaugu Antons- dóttur brutu allmikið land á Upsaströnd í fyrravor og sáðu þar kartöflum. Ræktun gekk vel í fyrra og var uppskera góð um haustið. Á þessu herrans hausti heyrast hvaðanæva fréttir af eindæma lélegri kartöfluuppskeru og fara Dal - víkingar ekki varhluta af þeirri eymd. Reimar og Guð- laug tjáðu blm. að mjög léleg spretta væri hjá þeim eins og öðrum mjög fátt undir og mest útsæðisstærð. - Það má líkja því við svartnætti, sagði Reimar. - Við stækkuðum akurinn í vor og sáðum 4 tn. í u.þ.b. 4 ha. I venjulegu árferði hefði mátt reikna með um 50 tn. uppskeru en ég gæti giskað á að við fengjum ekki nema 10 tn. í ár. Ættið þið að taka upp úr öllum akrinum? verið reynt að setja á stofn bæjarblað hér. Það var 1946 sem sósíalistar á staðnum hrundu af stað blaði sem kallað var Þingey. Það kom út í ár eða svo. 1967 var byrjað að gefa út blað með sama nafni en það lognað- ist út af mjög fljótlega. Við ætl- um okkar blaði auðvitað lengri lífdaga þó að of snemmt sé að lofa nokkru. Þetta gengur miklu betur en við reiknuðum með, siðasta tölublað kom út í 800 eintökum. Guðlaug: Norðurhluti ak- ursins eða ca. Vi má heita ónýtur, og svarar ekki kostn- aði að taka upp úr því svæði. Þar ná kartöflur ekki útsæð- isstærð. Reimar: - Við förum etv. yfir norðurpartinn og plægj- um hann upp til að fá ekki upp villigrös næsta vor. Hvernig miðar byggingu kartöflugeymslunnar? Guðlaug: Hún er komin undir þak síðan í vor, búið að einangra en eftir að steypa í gólfið og múra utan og innan. Ætlunin er að láta múra hana að utan í haust. Þetta er 280 ferm. hús og má koma þar inni um 150 tn. af kartöflum ef geymt er í kössum. Það verður því harla tómlegt þar innan veggja í vetur. Að lokum spurði blm. hvort fyrirtækið væri tryggt fyrir uppskerubresti, en Reimar kvað eigi hægt að fá slíkar tryggingar. - Brynja. Úrval af sængurfataefnum, frotteefnum, blússu- og kjólefnum, ullarefnum og flaueli. DÚKAVERKSMIÐJAN HF. Kaupangi - Sími 23508 Ónýt uppskera N0RÐURIAND MÁLGAGN SÓSlALISTA I NORÐURLANDS- KJÖRDÆMI EYSTRA Fréttir af Norð- urlandi. Hressileg póli- tísk umræða. Skrif um listir og menningarmál. Skákþáttur Helga Ólafssonar. Krossgátan. íþróttir. Norðurland er 8 síður og kemur út vikulega. Áskriftargjald inn- heimtist tvisvar á ári. Áskriftargjald fyrir hálft árið er kr. 3.500 Sími 21875 Eiðsvallagata 18 Pósthólf 492 Akureyri Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að NORÐURLANDI: Nafn:____________________________________________ I Heimili:____ Póstnúmer: 1111 Auglýsið 1 Norðurlandi Síminn er 2-18-75 NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.