Norðurland - 20.09.1979, Side 4

Norðurland - 20.09.1979, Side 4
NORÐURLAND NORÐLENSKT VIKUBLAÐ Ritnefnd: Bðövar Guömundsson, Erlingur Siguröarson, Helgi Guömundsson, Soffía Guömundsdótfir, Tryggvi Jakobsson. Ritstjóri: Jón Guöni Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson. Ritstjórn og afgreiösla: Eiösvallagötu 18, simi 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Hvemig blað? Hversvegna blað? Útkoma NORÐURLANDS á nýjan leik eftir nærri fjögurra mánaða hlé gefur ekki tilefni til stórra lof - orða af hálfu okkar sem að útgáfu þess stöndum. Þegar starf er hafið er góð regla að lofa ekki meiru en við verður staðið. Þess meiri ástaeða er til að gera sér fulla grein fyrir tilgangi starfsins. Hvers konar blað viljum við gefa út og hvers vegna gefum við það út. Hvers vegna leggja menn stöðugt fram fé og fyrir ■ höfn til að halda úti blaði sem stöðugt berst í bökkum og enginn veit hve lengi þreyir þorrann og góuna. Kjördæmisblað af því tagi sem NORÐURLANDI er ætlað að vera þjónar í fyrsta lagi því hlutverki að vera tengiliður milli sósíalista sem búa dreift í kjör - dæminu og eiga þess fá tækifæri að hittast og bera saman bækur sínar og skiptast á skoðunum. Því meiri samskiptum sem hinum dreifðu hópum sósíalista tekst að koma á sín í milli því betur vakandi hreyf - ing. Því betur vakandi hreyfíng þeim mun meiri vaxtarmöguleikar, þeim mun meiri árangur af póli - tísku starfí. Útgáfa blaðs hlýtur að vera ein af forsendum fyrir vexti og viðgangi hreyfíngar okkar og því fremur sem við búum dreift og við erfiðar samgöngur. Um leið og blaðinu er ætlað að vera tengiliður milli samherja er nauðsynlegt að það geti einnig verið vettvangur þar sem menn ræða þann ágreining sem upp getur komið um leiðir og markmið. Við vonum að fram fari opinskáar og einarðar umræður um mál - efni flokks og hreyfíngar. Sósíalistar í Norðurlands - kjördæmi eystra eru engin einlit og auðsveip hjörð. En þótt skoðanir kunni að verða skiptar um ýmis mál hafa þeir á hinn bóginn ekkert að fela. Þess vegna skulu síður NORÐURLANDS standa opnar þeim sem fallast á grundvallaratriði sem sósíalísk hreyf- ing hlýtur að hafa á oddinum. Heiðarlegar umræður eru nauðsynlegar og gagnlegar og hljóta að skila hreyfíngunni fram á við. Höfum í heiðri gamla og góða hefð sósíalista að ræða mál sín í eigin mál- gögnum. Þannig eflum við best eigin innviði og gerum okkur í stakk búna að þjóna ætlunar- verki okkar: að andæfa hægristefnu og afturhaldi og berjast fyrir betri þjóðfélagsháttum. NORÐURLAND mun kappkosta eftir megni að standa undir þessum meginverkefnum sem sósíalískt málgagn hlýtur að hafa. Það mun einnig kappkosta að vera lifandi fréttablað og vera spegill þeirrar lífsbaráttu sem alþýðufólk heyr á útgáfusvæði þess og þess mannlífs sem þar er lifað. Það er von þeirra sem að útgáfu þess standa að það fái góðar viðtökur. Það er fátækt að fjármunum og á ekki í auðug hús að venda með fjárstyrki og ölmusur. Þess vegna á það líf sitt undir lesendum sínum, þeim sem láta sig varða framgang sósíalískrar baráttu. Það er skoðun okkar að NORÐURLAND sé nauðsynlegt þeirri baráttu á sama hátt og lifandi sósíalísk hreyf - ing er lífsakkeri blaðsins. Frystihús KEA á Dalvik: ENGIN FISKVINNSLA SÍÐAN í JÚLÍLOK Mikil umsvif hafa verið á Dalvík og nágrenni í sumar. Má þar nefna malbikun, framkvæmdir við höfnina, raflínulögn til Olafs- fjarðar, kvikmyndun í Svarfað- ardal og gott atvinnuástand við fiskvinnslu. Þó kom allstór aftur- kippur i atvinnumál Frystihús KEA er þorskveiðibannið hófst 3. ág. Forstöðumenn fyrirtækisins höfðu skipulagt þann tíma í breytingar innanhúss s.s. stækk- un á vinnusal og viðbyggingu sem er ekki sú fyrsta við þetta hús, og fínnst ýmsum sem frystihúsið hafí æxlast líkt og kórallar á undanförnum árum. - Þessi tími var einnig notaður til að senda báða togara Utgerðarfélagsins í slipp. Aætlað var að framkvæmdum við frystihúsið yrði lokið um líkt leyti og veiðibannið rynni út. Ollu starfsfólki með kauptrygg- ingu var sagt upp með tilskyldum fyrirvara og tjáð að uppihald yrði í u.þ.b. mánuð. Starfsfólkið vissi um þetta með góðum fyrirvara og flestir ákváðu að taka sumarfrí þennan tíma. Mánuðurinn leið og þá kom í ljós að framkvæmdir höfðu ekki staðist áætlun og enn er fískvinnsla ekki hafín á húsinu. Blm. hafði samband við Arna Óskarsson frystihússtjóra og innti hann eftir gangi mála. Þá var bent á atvinnu- leysisbætur , - Tafir stafa af ýmsu, sagði Árni, í fyrsta lagi gátum við ekki hafíð undirbúningsvinnu á til- settum tíma vegna þess hve mikill fiskur var óunninn vik- una áður en bannið hófst. Smíðavinna er enn ekki búin og fisklyfta sem okkur var lofað í ágúst er ekki komin. Segja má að framkvæmdir allar hafi tekið lengri tíma en við héldum í upphafi. Hve margir hafa misst vinnu vegna breytinganna? - Á frystihúsinu vinna venju- lega um 60-70 manns. Karl- mennirnir, 11 talsins, fengu vinnu við breytingarnar, kven- fólkinu var boðin vinna í salthúsinu, þangað fóru 2-3 konur strax og einnig var reynt að skipta vinnu milli skólafólks þar. 2-3 fóru í fiskvinnu til Hríseyjar. Annars voru flestir sáttir við að taka sumarfrí fyrsta mánuðinn og þegar hann var liðinn höfðum við samband við fólkið á nýjan leik og skýrðum því frá aðstæðum. Þá var bent á atvinnuleysisbætur. Hafíð þið reynt að útvega fólkinu vinnu annars staðar? - Við höfum auglýst að þeir sem sjái sér fært geti fengið vinnu i frystihúsinu í Hrísey. Einnig má reikna með að einhverjir fái vinnu á sláturhús- inu hér er slátrun hefst nú i vikunni. Hafa einhverjir fastráðið sig annars staðar? - Ekki er mér kunnugt um það. Hvenær er áætlað að vinna hetjist á ný? - Um það þori ég ekkert að segja. Maður vonar það besta, það þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn. Félagið getur ekkert gert Er hér var komið sögu tóku erfiðar spurningar að leita á fréttasnáp. - Er þetta hægt? - Eru engin takmörk fyrir því hve lengi er hægt að halda starfs- fólki atvinnulausu án launa? Hvernig bregst verkalýðsfélagið Þá lá beinast við að hringja í formann Einingar á Dalvík, Eirík Ágústsson, og leita svara. - 1 lögum um uppsagnarfrest og endurráðningu frá 1. maí í vor segir að þegar hráefnis- skortur verði, sé atvinnurek- anda ekki skylt að greiða starfs- fólki laun nema um kauptrygg- ingarsamning sé að ræða. Þeir sem voru á slíkum samningi hjá frystihúsinu fengu uppsögn.- Nú má heita vonlítið fyrir svo stóran hóp að komast í vinnu annars staðar á litlum stöðum eins og hér. Er ekki réttur verkafólks nokkuð rýr í þessu tilfelli? - Jú, vissulega. Finnst þér ekki að þarna ætti að gera bragarbót á samningum? - Jú, það finnst mér náttúr- lega. Setjum svo að framkvæmdir hjá Frystihúsi ÚKED dragist von úr viti. Getur verkalýðsfélagið eitthvað gert til bóta? - Samningum er þannig hátt- að að félagið getur ekkert gert. Hefur starfsfólk frystihússins leitað til þín sem formanns verkalýðsfélagsins? - Fáeinir, til að fá upplýsingar um atvinnuleysisbætur. Fimmtán konur atvinnulausar Á vinnumiðlunarskrifstofu bæjarins fengust þær upplýs- ingar að tíu væru á atvinnuleys- isskrá 15. þ.m., allt konur. Bæjarritari, Kristín Þorgilsdótt- ir, sagði þetta væri óvenju margt, yfirleitt væri enginn á skrá nema á ákveðnum tíma yfir veturinn, þegar lítið væri að gera hjá vörubílstjórum. Þarf að vísa mörgum frá? K.Þ. - Bætur eru háðar tekjuhámarki maka, þ.e.a.s. rúmlega 3,9 millj. á síðustu tólf mánuðum, einnig þarf umsækj- andi að hafa unnið 1032 dag- vinnust. á sl. 12 mán. til að fá fullar bætur og helmingi færri til að fá hálfar. Við höfum engum vísað frá, en fólk hefur farið á verkalýðsskrifstofuna til að fá upplýsingar um rétt sinn og kemur því ekki hingað fyrr en það veit með vissu að það á rétt á bótum. Ekkert tillit tekið til barnafjölda Nú langaði snáp að kynna sér afstöðu atvinnulausra til mál- anna. Fyrir valinu varð Svandís Ingjaldsdóttir. Hún var spurð hvaða áhrif atvinnumissirinn hefði á hennar hag, og hvort hún hefði reynt einhverjar leiðir til að bæta sér hann upp. við? - 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.