Norðurland


Norðurland - 20.09.1979, Blaðsíða 5

Norðurland - 20.09.1979, Blaðsíða 5
Ljósm. Rögnvaldur Skíði. - Ég ákvað að taka þennan mánuð, sem okkur var tjáð að ekki yrði unnið, í sumarfrí. Svo var mér sagt að eitthvað mundi dragast að vinna hæfíst og þá fór ég að athuga hvort ég kæmist á atvinnuleysisbætur. Þá kom í ljós að maður minn hafði rétt skriðið yfir tekjuhá- markið og þar af leiðandi féll það um sjálft sig þó svo ég hefði nógan vinnustundafjölda í hálfs dags bætur. Við eigum fjögur börn, þar af Svandís Ingjaldsdóttir. eru þrjú innan 16 ára svo auðvitað kemur þetta sér illa fyrir mig. Mér finnst rangt að ekki skuli vera tekið tillit til fjölda barna á framfæri, þegar fólk sækir um atvinnuleysisbæt- ur. Tekjur maka segja ekki alla söguna. Barnlaus kona getur t.d. fengið bætur ef maki hennar fer ekki yfir tekjumarkið. Finnst þér verkalýðsfélögin eigi á einhvern hátt að hlaupa undir bagga þegar svona stendur á? - Það væri þá helst að tryggja verkafólk betur fyrir svona ,,uppákomum“ með samning- um. Hvenær hefur þú vonir um að vinna hefjist? - Okkur hefur ekki verið sagt neitt ákveðið um það ennþá, sumir spá að þetta eigi eftir að dragast lengi enn. „Ófyrirsjáanlegt áfall“ Blm. kynnti sér lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum. I 3. gr. segir svo: - Nú fellur niður atvinna hjá atvinnurekanda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, . . . . fyrirtæki verður fyrir ófyrirsjá- anlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skiptapa, og verður atvinnurekanda þá eigi gert að greiða bætur til launþega sinna, þó að vinna þeirra nemi eigi 130 klst. á mánuði, enda missa launþegar þá eigi rétt sinn meðan slíkt ástand varir. - Nú segir sig sjálft, að fyrsta mánuðinn var um hráefnisskort að ræða hjá Frystihúsi UKED, þ.e.a.s. í þorskveiðibanninu. En spurningin er, hvort tafir á framkvæmdum flokkast undir „ófyrirsjáanlegt áfall“? Sólveig H. Ludvig van Beethoven og létt klassik Landsreisa Smfóníu hljómsveitar Islands Sinfóníuhljómsveit íslands hef- ur verið á ferðinni um landið að undanförnu og leikið létta klassíska tónlist svo sem ræki- lega hefur komið fram í aug- lýsingum þar um. Þar er vænt- anlega stefnt að því að afla hljómsveitinni vinsælda með þjóðinni, og mun í sjálfu sér sízt af því veita að treysta grund- völl þess fyrirtækis, en bezt er að segja það strax, að ekki er ég sannfærð um, að með efnisvali, sem að mestu byggist á samtín- ingi og léttmeti upp og ofan að gæðum, sé rétt leið farin í áður- nefndu skyni. Ég hef löngum álitið, að Sinfóníuhljómsveit ís- lands beri að vera i fararbroddi og vera mótandi um tónmennt og smekk landsmanna í þeim efnum, en ekki láta stjórnast af meira eða minna óljósum hug- myndum um hvað „fólk vilji heyra“. Slíkt getur auðvitað enginn sagt neitt um með neinni vissu, en mestu skiptir að gera það, sem maður sjálfur telur nokkurs virði og bitastætt í öll- um skilningi. Mér lízt ekki alls- kostar á þær vinsældastellingar, sem hljómsveitin er að bera sig að setja sig í, þegar hún leggur í landsreisur og það hvarflar að manni hver sé kominn til með að segja, að þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa hæfi eitt tónefni til áheyrnar, en svokallaðri lands- byggð annað, og mér er spurn, hvers á landsbyggðin að gjalda að fá ekki eins sannferðuga mynd og við verður komið af því, sem hljómsveitin er yfirleitt að bjástra í dagsins önn þar syðra? Hér á Akureyri voru haldnir tvennir tónleikar s.l. laugardag og fóru báðir fram í Iþrótta- skemmunni. Um kvöldið voru menn í létt-klassísku stellingun- um, en síðdegis voru einnig flutt verk eftir L. van Beethoven, og samanstóð efnisskráin af Leonora forleik nr. 3, píanó- konsert nr. 3 í c-moll og sym- fóníu nr. 5 í c-moll Örlaga- symfóníu. Einleikari á píanó var Anna Málfríður Sigurðar- dóttir, sem um árabil hefur ver- ið kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Ekki er því að leyna, að hljómsveitin var með heldur dauflegu yfirbragði, og til að mynda var Leonora forleikur- inn dálítið karakterslaust leik- inn, ef svo má segja, en þegar kom að píanókonsertinum var eins og lifnaði yfir öllu saman, og kynni það að vera vegna nær- veru þessa ágæta einleikara, sem þarna lét verkin tala. Er skemmst frá því að segja, að frammistaða Önnu Málfríð- ar Sigurðardóttur var með mikl- um ágætum, og kemur það raunar ekki á óvart þeim, sem fylgzt hafa með ferli hennar á tónlistarsviðinu undanfarin ár. Hún hefur ekkert verið að flýta sér með leik á opinberum vett- vangi, en hefur unnið þeim mun ötullegar og markvissar að því að efla kunnáttu sína, og árang- urinn kom berlega í ljós á tón- leikunum s.l. laugardag. Hún ræður yfir glæsilegri tækni og öryggi að því skapi, en umfram allt var leikur hennar sannfær- andi vegna þess, að hún dró skýrar heildarlínur og þarna var meining í hverjum tóni, og hún hefur þann kraft og skaphita til að bera, sem samboðinn er höfundi verksins, er flutt var. Með ágætu framlagi sínu á þessum tónleikum hefur Anna Málfríður Sigurðardóttir skipað sér í fremstu röð píanóleikara okkar, og vonandi verða henni innan tíðar fengin verkefni við hæfi. Eftir hlé var flutt symfónía nr. 5 í c-moll, en þá var því mið- ur því líkast sem nokkur vindur væri úr mannskapnum, og var flutningurinn ekki að ráði upp- lyftur. Hann bar í hæsta lagi keim af kurteislegri skrúð- göngu, en byltingarkenndursig- ursöngur var víðs fjarri. Mér flaug í hug, hvort músíköntun- um þætti virkilega ekkert gam- an að taka þátt í öðru eins, jafn- vel á norðurhjara í vondu tíðar- fari, en auðvitað kemur Beet- hoven í gegnum þetta allt sam- an, og ég fyrir mitt leyti naut þessara tónleika og færi hlutað- eigandi þakkir fyrir. Það er skaði, að forráðamenn Sinfóníu hljómsveitar íslands skuli ekki hafa séð ástæðu til þess að láta fleiri staði en Akureyri njóta þessarar efnisskrár, og ég held nú, að víðar en hér fyrirfinnist frambærilegt hljóðfæri til flutn- ings á píanókonsertum. Vænt- anlega telst tónhugsun Beet- hovens með því, sem er í frásög- ur færandi, og varla er hann feimnismál, þegar vinsældireru annars vegar. Stendur karl ekki enn fyrir sínu hvar sem við erum í sveit sett? Að lokum vil ég flytja Sin- fóníuhljómsveit íslands beztu þakkir fyrir komuna, en í leið- inni verð ég að segja það, að einmitt, þegar þetta elskulega, marghöfðaða hljóðfæri okkar allra, sem okkur er annt um, leggur leið sína um dreifðar byggðir landins, þá verður það að hafa eitthvað merkilegt fram að færa ekki sízt vegna þess, að af skiljanlegum ástæðum getur hljómsveitin ekki staðið í stöð- ugum landsreisum, og er því til- tölulega sjaldan á ferðinni a.m.k. í heilu lagi. Ég minni á þá alkunnu stað- reynd, að svöngu fólki ber mað- ur ekki sætindi heldur mat og hann staðgóðan. Mér er vel ljóst, að svokallað létt efni á vissulega rétt á sér, og þar þarf að vanda vel til verka. Ekki efast ég heldur um færni Sinfóníu- hljómsveitar íslands í þeim efnum, en þá aðgreiningu í efnis vali, þar sem eitt er spari og annað hvunndags, get ég ekki aðhyilzt og tel þá stefnu ekki heillavænlega í því skyni að efla tónmennt með þjóðinni. S. G. Passíukórinn hefur upp raust sína flutt eitt af seinni verkum meistarans Frans Liszts en það ber nafnið „Via crucis“, upp á latínu. Verkið lýsir í texta og tónum píslargöngu Jesú Krists með krossinn upp til Golgata. Verkið verður flutt í Akureyr- arkirkju og hugmyndin er að varpa skuggamyndum tengd- um efni verksins upp á tjald meðan á flutningi stendur. Á vortónleikum verða flutt tvö verk, Páskaóratóría Bachs og Messa eftir Anton Bruckner. Þrennir tónleikar fyrirhugaðir Roar Kvatn verður áfram stjómandi Passíukórin á Akureyri er að hefja áttunda starfsár sitt um þessar mundir. Gert er ráð fyrir að halda þrenna tónleika í vet- ur, hina fyrstu um jólin, þá á föstudaginn langa og loks á vor- dögum. Stjórnandi verður Roar Kvam en hann hefur stjórnað kórnum frá upphafí. Jólaverkefni kórsins verður kantata eftir J. S. Bach „In dolce jubilo“, eða „Sjá him- ins opnast hlið“, eins og hún kallast á íslensku. Eitthvað annað fær að fljóta með en óákveðið er enn hvað það verður. Á föstudaginn langa verður Ekki er unnt að segja ennþá með hvaða hætti vortónleik- arnir verða haldnir en eins og kunnugt er hafa Passíukórinn og Tónlistarfélag Akureyrar undanfarin þrjú ár gengist fyrir Tónlistardögum á vorin. S.l. vor tókst verr til en skyldi af ýmsum orsökum, stórviðra og fámennis á tónleikum og er ekki ákveðið hvort lagt skuli á brattann næsta vor. Þess ber að geta að kórinn hélt með síð- asta verkefni sitt, „Árstíðirn- ar“, eftir Haydyn til Reykja- víkur s.l. vor og þótti flutning- ur hans á verkinu mikill við- burður þar í fásinninu. Nokk- ur skortur er á söngfólki eink- um í karlaraddir og er þeim sem áhuga hafa bent á að snúa sér til formanns kórsins Sæ- bjargar Jónsdóttur í símum 21460 eða 23742 ellegar mæta á æfingu en kórinn æfir á sal Menntaskólans ámiðvikudags kvöldum kl. 20-22. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.