Norðurland - 20.09.1979, Side 7

Norðurland - 20.09.1979, Side 7
flugmálastjórn Könnun á áhuga Pósthólf 350 Reykjavík , , , ,, a nami i flug- umferðarstjörn Til greinageturkomið, ef fjárveitingfæst, að bæta við 1 til 2 mönnum í nám í flugumferðarstjórn til starfa á Akureyrarflugvelli og til afleysinga á flugvöllum úti á landi. Aðeins þeir er lokið hafa stúdentsprófi í ensku, stærðfræði og eðlisfræði eða öðru hliðstæðu námi að mati flugmálastjórnar, og hafa gott vald á íslensku máli, koma til greina. Þeir er áhuga kunna að hafa á slíku námi, sendi undirrituðum skriflegar (eiginhandar) upplýsingar um fyrri störf og nám fyrir 1. október n.k. Flugmálastjóri Reykjavíkurflugvelli - Pósthólf 350 - Reykjavík Sextugur: Rósberg G. Snædal Bygginganefnd Akureyrar vekur athygli á því að samkvæmt Byggingareglugerð er óheimilt að gera breytingar á húsum þ.á.m. útliti húsa,svosem gluggum, nema Bygginga- nefnd Akureyrar hafi áður samþykkt breytinguna. Ennfremur er athygli vakin á því að allar bygginga- framkvæmdir, nýbyggingar og breytingar, skulu unnar undir stjórn löggiltra byggingameistara. Akureyri, 10. september 1979. Byggingafulltrúi Akureyrar. PISTILL VIKUNNAR Fyrirbærin ár og aldur, sem alltaf eru að hellast yfir mann, eru að vísu blákaldar staðreynd- ir, en hins vegar er ástæðulaust að taka þær allt of bókstaf- lega, og það gerir maður ekki alltaf. Þegar vinur minn og félagi, Rósberg G. Snædal, varskráður sextíu ára þann 8. ágúst síðast- liðinn, kom mér ekki til hugar að taka verulega mark á því öðruvísi en að senda honum vinsamlega kveðju í tilefni dags- ins. Samkvæmt mínu mati er hann næstum sami unglings- æringinn og hann var þegar ég kynntist honum fyrst fyrir lið- lega þrjátíu árum. Sá sem þá ætlaði sér að fram- fleyta fjölskyldu á verkamanna- vinnu, mátti ekki slá slöku við þegar kostur var á vinnu, eða eiga sér tómstundagaman sem Auglýsing Hér með úrskurðast lögtök fyrir ógreiddum en gjald- föllnum, útsvörum, aðstöðugjöldum, fasteignaskött- um, holræsagjöldum, vatnsskatti, lóðarleigu og hafnargjöldum til bæjar- og hafnarsjóðs Akureyrar álagt 1979. Gjöld þessi má taka lögtaki á ábyrgð bæjar- og hafnarsjóðs Akureyrarbæjar, en kostnað gerðar- þola að liðnum átta sólarhringum frá birtingu úr- skurðar þessa. 13. ágúst 1979. Bæjarfógetinn á Akureyri. ódrýgði vinnustundirnar. Þenn- an munað veitti Rósberg sér þó, og hafði á hendi ritstjórn „Verkamannsins", sem var vikublað og málgagn Sósíalista- flokksins, heiðarlegur og ein- arður alla sína tíð, þar til hann lenti í höndum þeirra, sem ekki áttu aðra hugsjón en hordauð- ann, og leiddu hana til sigurs. Rósberg var hressilegur og skemmtilegur á þessum árum, eins og hann er enn, gæddur glaðbeittri kímnigáfu og lét tíð- um fjúka í kveðlingum. Þá tók hann mikinn þátt í skemmtannalífi í bænum og ná- grenni sem skemmtikraftur bæði beint og óbeint. Hann hafði bundið tryggðir við Húna- þingið, þar sem hann var fædd- ur og uppalinn, og var lengi lífið og sálin í átthagafélagi Hún- vetninga hér í bænum. Þá átti hann hugmyndina að því að safna úrvali úr kveðskap Hún- vetninga, og sá um útgáfu Húnvetningaljóða, sem er hið ágætasta rit. Samvinna hans við prent- smiðjurnar varð til þess að hann fór sjálfur að gefa út rit af ýmsu tæi, og þurfti þá ekki alltaf að sækja birtingarefni til annarra, þó að stundum safnaði hann ýmsu eftir aðra höfunda. Eitt rit samdi hann og gaf út af svo gálausri léttúð, að dreif- ing var skammt á veg komin þegar hún var stöðvuð og upp- lagið brennt á báli í nafni vel- sremisins. Þó að ekki sé langt siðan, hafa viðhorf breytst og velsæmi hrakað svo mjög, að ekki þætti pési þessi tilefni brennu né bannfæringar í dag, enda mun þetta að líkindum síð- asta bókabrenna á Islandi, og hefði höfundurinn getað orðið frægur af henni, þó að ekki hefði hann látið annað frá sér fara. Að kveldi afmælisdagsins Olánið hefur dunið yfir Eitt af þeim verstu verkum Seðlabanka íslands, með samþykki ríkisstjórnarinnar, er ákvörðun um hækkun á útlánsvöxtum, sem voru ærið nógir fyrir, í allt að 38.4% og stefna enn til hækkunar 1. des. n.k. í allt að 45%. Það er alltaf verið að segja fólkinu að stefnt sé að því að lækka dýrtíðina, en þessi ráðstöfun stefnir í þveröfuga átt. Afturhaldið í landinu heldur því fram, að sparifé al- mennings rýrni í samræmi við aukna dýrtíð. Almenningur í landinu á ekki umtalsverðar upphæðir í sparisjóðsbókum og skoðun afturhaldsins er því röng. Það ætti öllum að vera Ijóst, að þessi gífurlega vaxta- hækkun veldur öllum auknum útgjöldum, hvort sem menn eiga eitthvert sparifé eða skulda, eða þeim sem skulda ekki neitt. Undanfarin ár hefur verkalýðshreyfingin hvatt verka- fólk til að eignast þak yfir höfuðið eins og það er kallað, með tilstyrk gildandi Húsnæðismálalaga o.fl. Og hefur auk þess stutt fólk, með lánum úr lífeyrissjóðum verka- lýðsfélaganna, til að komast yfir erfiðasta hjallann. Allt er þetta gert í góðum tilgangi, því margir eiga lítið eigið fé, þegar ráðist er í slíkar framkvæmdir. En svo er Seðlabankinn í umboði ríkisstjórnarinnar látinn hækka útlánsvexti í ýmsum formum svo gífurlega, að aldrei í íslandssögunni hefur þekkst annað eins. Það var mín skoðun, og margra annarra í upphafi, að með því að Lífeyrissjóðir verkalýðsfélaganna veittu lífeyris- sjóðslán með sanngjörnum kjörum, væri verið að veita verkafólki kærkomna aðstoð, en hiðsorglegaernú það, að unnið er kappsamlega að þvi að snarhækka vexti og gera Lífeyrissjóðslánin óhæfilega erfið, og í andstöðu við upphaflegan tilgang. í skjóli þessara viðskiptahátta, hafa ýmsar ríkisstofnanir sýnt ófyririeitna harðneskju í innheimtuaðgerðum sínum, svo og sveitar- og bæjar- félög. Þær stofnanir sem geta beitt lokunaraðferðum i inn- heimtu, eru hvað svívirðilegastar í allri sinni framkvæmd og svífast einskis. Nef ni ég nokkrar stof nanir. Raf magns veitur bæjanna. Rafmagnsveitur ríkisins. Landssíminn. Bæjar- og sveitarfélög setja nú 4-4.5% innheimtuvexti á ógreidd gjöld eða 48% til 50% ársvexti, og margir aðrir aðilar feta dyggiiega í sömu spor. Ríkisútvarpið er eitt þeirra stofnana, sem ekki er hvað best. Það hækkar af- notagjöldin um 10% ef fer fram yfir gjalddaga og þar er ekki um að þoka. Hver leyfir þessar ákvarðanir? Ég tel að þetta svívirðilega vaxtaokur sé hið mesta ólán, sem yfir hefur dunið. Mér segir svo hugur um að almennar húsbyggingar dragist stórlega saman, og skapist á þeim vinnumarkaði atvinnuleysi auk þess sem skapast vaxandi erfiðleikar hjá því fólki, sem hefur keypt sér eða byggt hús á undanförnum árum. Og þegar litið er til iðnaðarins þá er sömu sögu að segja. Flestir sem til þekkja vita að iðnaðurinn hefur átt í mjög miklum rekstrarerfiðleikum, og hefur ekki hvað síst skapað erfiðleika hin síaukni vaxtakostnaður, sem skiptir hundruðum ef ekki þúsundum milljóna. Að íþyngja iðnaðinum með áðurnefndu vaxtaokri,erglæp- ur gagnvart starfandi manni, sem hefur lifibrauð sitt at iðnaðarframleiðslunni. Ég hafði gert mér vonir um að ríkistjórnin gerði ráðstafanir til að styrkja iðnaðinn og hlúa að honum í stað þess að féfletta hann, eins og gert hefur verið á undanförnum árum, en i stað þess að gera það íþyngir hún og Seðlabankinn, honum með stórfeldri aukinni vaxtabyrði. Það gefur auga leið að vaxtaokið verður sett út í verðlagið og á eftir að valda margskonar sveiflum í verðlaginu og í viðskiptum manna á milli. Ég hef oft hugsað um það, hvaða ástæða lá til stórfeldra vaxtahækkana, sem áður eru nefndar, hverju var verið að bjarga? Sem dæmi um hve vitlaust það var segir Lúðvík Jósefsson í Þjóðviljanum 14. sept., að 2% hækkun á söluskatti hefði þurft að setja á til að mæta vaxtahækkun á skuldum rikissjóðs. Hafi tilgangurinn verið einhliða sá að bæta sparifjár-eigendum sparifé sitt með uppbót eða annað í svipuðum dúr, er að mínu viti stjórnmálaleg afglöp, að gera það á þennan hátt, sem færi ekki út í verðlagið eins og nú er gert. Eins og fyrr segir á alþýða manna engar umtalsverðar eignir í bönkum, en þeir sem eru aflögu færir hafa getað varðveitt fé sitt i gegnum skuldabréfakaup. Það er leitt til þess að vita að þessi ráðstöfun var gerð, sem hlýtur að skaða málstað ríkistjórnarinnar. Sú stjórn sem nú situr hefur margt gott gert fyrir alþýðu þessa lands, og hefur engin ríkisstjórn gert betur þegar á heildina er litið, en vaxtaokið verður hún að afnema ef tryggja á varanlega atvinnu og heilbrigt efnahagslíf. komu saman í Lárusarhúsi nokkrir gamlir og nýir vinir og félagar Rósbergs, áttu með honum góða stund og minntust samvinnu og vináttu liðinna ára. Öll rit sem komið hafa frá hans hendi, eða hann hefur séð um útgáfu á, voru þar til sýnis undir gleri, þar á meðal eitt, sem sloppið hafði úr brennunni eins og Kári forðum daga, og var ósviðið að kalla. Margt af þessu er nú uppselt og ófáanlegt, og þeir, sem eiga þess kost að fá það til lestrar, mega segja eins og höfundurinn segir í síðustu bók sinni, Gagnvegir: „Vel skal notið þegar sjaldan má.“ Eins og allir vita er Rósberg ritfær í besta lagi, og alveg sérstaklega þegar hann bregður fyrir sig þjóðlegum frásagnarmáta. Eg er til dæmis viss um að enginn hefði skrifað snjallari og sannferðugri frásögn af degi í hinni alræmdu Stafnsrétt. Rósberg er margt fleira til lista lagt en ritmennskan. Hann er einstakur hagleiksmaður til handa, drátthagur með afbrigð- um og hefði vafalaust getað komist langt á því sviði. En besti kostur hans er þó hversu þjáll, lipur og aðlögunarhæfur hann er í mannlegum samskiptum, og kann að gæða hversdagsleikann glettni, fjöri og lífrænni hugsun. Allt er þetta þakkarvert, og ég vil með þessari fátæklegu og síðbornu afmæliskveðju þakka honum samskiptin á liðnum ár- um, en öll hafa þau verið á þá lund að þau hafa orðið mér mannbætandi skemmtun og ávinningur með mörgu móti. Einar Kristjánsson. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.