Norðurland


Norðurland - 04.10.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 04.10.1979, Blaðsíða 1
NORÐURLAND 4. argangur himmtudagur 4. okföber l 979 22. töiublað Sjávarútvegsráðherra um rœkjumálið: Mál sem heimamenn verða að leysa sjálfír Þessi mynd er frá lagfæringum á gömlu síldarsöltunarstöðinni í Hrísey sem Hríseyjar- hreppur hefur keypt handa Fiskvinnslustöðinni undir skreiðarhjalia. Sjá Hríseyjarannál í opnu „Þetta mál mun nú vera þannig vaxið að þarna hefur verið beitt helmingaskiptareglu um margra ára bil og menn hafa nú ekki getað komið sér saman um neitt annað sem frekar ætti við“ sagði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra þegar blaðið bar málið undir hann. í grundvallaratriðum þá hef ég talið að svona mál ættu menn að leysa heima í héraði en menn hafa nú ekki borið farsæld til þess. Þarna hefur verið ákveðin regla við lýði fram að þessu og það hefur ekki komið fram neitt samkomulag um annað né heldur neitt sem gefur tilefni til að ætla að við aðra skiptingu yrði betur unað eða að hún yrði talin réttlátari.“ Nú er sú regla yfirleitt látin gilda að rækjumið eru nýtt af heima- aðilum. „Já ef þú berð þetta nú saman við Húnaflóann, tekur Qar- lægðina frá Húsavík til Kópa- skers annars vegar og hins vegar Qarlægðina milli staðanna við Húnaflóann og rækjumiðanna þar, ætli þetta sé þá ekki nokkuð svipað. Ég get ekki séð að það sjónarmið að hér sé um að ræða heimamið Kópaskers- búa eigi frekar við rök að styðjast nú en áður.“ Og ekki heldur það sjónarmið að atvinnulífið á Kópaskeri sé háðara þessum veiðum en at- vinnulíf Húsvíkinga? „Það gildir væntanlega hjá báðum að það eru ákveðnir hópar fólks sem stunda þessa vinnu og þegar einhver sam- dráttur verður þá bitnar það á báðum þessum hópum og ég veit ekki hvort þeir hópar eru eitthvað betur staddir á einum stað en öðrum.“ Telurðu að ráðuneytinu beri ekki að hafa frumkvæði að lausn á þessari deilu? „Ég tel að það væri lang heppilegast að það gæti orðið samkomulag um þetta á milli aðila og það séu hin eðlilegu vinnubrögð. Þegar að slíkt samkomulag liggur fyrir þá mun ekki standa á ráðuneytinu að framkvæma það. Við erum tilbúnir í hverjar þær breyt- ingar sem hægt er að finna öruggan og skynsamlegan grundvöll fyrir, en það verður ekki séð alla vega á þessu stigi málsins að neitt slíkt liggi fyrir í þessari deilu.“ Verður afvötnunarstöð sett á fót í Kristnesi? Heilbrigðisráðherra fœr áshorun þess efnis Þann 20. september sl. var boðað til fundar að Hótel Varðborg á Akureyri um afvötn unarstöð fyrir drykkjusjúka á Kristnesi í Eyjafirði. Fundar- boðendur voru samtök áhuga- manna um áfengismál, SÁÁ og félagsmálastofnun Akureyrar. Svo sem fram kemur á öðrum stað í blaðinu voru 26. sept. hér á ferð listamenn frá Þýska Alþýðulýðveldinu og söngvar- inn Siegfried Lorens og píanó- leikarinn Gerhard Schlegel og komu þeir fram á tónleikum í Borgarbíó, sem Tónlistarfélag Akureyrar efndi til. í för með þeim var sendi- fulltrúi DDR á íslandi Georg Spitzl og kona hans frú Margit Spitzl. Að afloknum tónleikum buðu þau til móttöku í Lóni fyrir nokkurn hóp gesta. Kom þar fram að um þessar mundir Niðurstaða þessa fundar varð sú að brýna þörf bæri til að koma á fót slíkri stöð bæði til að leysa vanda drykkjusjúkl- inga og aðstandenda þeirra svo og til að létta á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og Kristneshæli sem yrðu að taka á er haldin hátíðlegt þrjátíu ára afmæli DDR, en það var stofnað 7. okt. 1949, og voru þeir listamennirnir einmitt komnir hingað til lands til tónleikahalds á Akureyri og í Reykjavík af því tilefni. Sendifulltrúi ávarpaði gesti nokkrum orðum, lýsti þróun mála í DDR, ræddi samskipti fslands og DDR á sviði við- skipta og menningar og lét í ljós ósk um, að þau mættu enn eflast í framtíðinni. Þá afhenti hann bókagjöf frá sendiráðinu og kvaðst naumast móti ofurölvi mönnum við mjög ófullnægjandi skilyrði. SÁÁ hafði alllöngu áður sent heilbrigðisráðherra ítarlegt bréf um þetta mál en ekki mun hafa verið aðhafst í því að hálfu ráðuneytisins. DDR geta hugsað sér annað betur við hæfi til handa bókelsku og mikið lesandi fólki hér á íslandi. Bæjarstjóri Helgi M. Bergs tók við gjöfinni, en þetta eru bækur eftir þýksa höfunda frá fyrri tíð og fram til okkar daga þar á meðal eftir höfunda DDR. Bæjarstjóri þakkaðifyrir hönd Amtsbókasafnsins og bæjarbúa, tók undir óskir um vaxandi samskipti þjóðanna, þakkaði gestunum komuna til Akureyrar og árnaði DDR og íbúum þess heilla og framfara. f nefndu bréfi SÁÁ er rætt um stærð áfengisvandamálsins hér norðanlands, afstöðu lækna á Kristneshæli til málsins, kostn að við hugsanlegan rekstur af- vötnunarstöðvar þar svo og um hús.akost og aðstöðu á Krist- neshæli. Það kemur fram í bréfinu að neyðar ástand ríki á Akureyri hvað varðar meðferð drykkjusjúkra, verra en nokkru sinni hefur ríkt á höfuðborg- arsvæðinu. Svipaða sögu er að segja um hina stærri kaup- staði norðanlands en um hina minni þéttbýlisstaði er lítið hægt að segja með vissu. Það kemur og fram í bréfinu til heilbrigðisráðherra að mögu leikar eru fyrir hendi til að stofn setja og reka afvötnunarstöð með ótrúlega litlum tilkostn- aði. Húsnæðierfyrirhendi, sem aðeins þarfnast minni háttar viðgerða. Tveir læknar eru starfandi við Kristneshæli, sem báðir hafa áhuga og þekkingu til að sinna hinni læknisfræði- legu hlið meðferðarinnar og telja þeir að ekki sé þörf á að ráða lækna né hjúkrunarfólk til viðbótar við það sem nú er starfandi, enda séu verkefni fyrir núverandi starfslið í hið minnsta. Hins vegar þyrfti að ráða þrjá ráðgjafa til starfa og ef Hœgt verður að koma henni upp með ótrúlega litlum ho8tnaði til viíl bæta við í ræstingu og matreiðslu. Telja þeir sem út- tekt hafa j>ert á aðstöðunni að hrein viðbót við núverandi kostnað við rekstur Kristnes- hælis ætti ekki að verða meiri en 20 milljónir króna. Reiknað er með að 6-10 manna hópur yrði í meðferð í einu og að daggjöld yrðu 9.000 krónur. Nefnd var kosin til að fylgja þessu máli eftir og eiga sæti í henni þau Gísli Jónsson, Jón Björnsson, Magnús Magnús- son, Margrét Kristinsdóttir og Úlfur Ragnarsson. Þess skal getið að í verð- útreikningum er gengið út frá verðlagi eins og það var um síðustu áramót. Amtsbókasafnið: Bókagjöf frá Böðvar Guðmundsson skrifar leiðarann Bls. 4 Helgi Guðmundsson skrifar pistil um vaffellingaspeki Bls. 7 Menntaskólinn á Akureyri settur í 100. sinn Bls. 3 Hver á rœkjuna í öxarfirði? Baksíða Gerist áskrifendur að Norðurlandi

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.