Norðurland


Norðurland - 25.10.1979, Blaðsíða 7

Norðurland - 25.10.1979, Blaðsíða 7
ZONTA Zontaklúbbur Akureyrar hefur látið gera veggspjald í tilefni Barnaárs S.Þ. Vilja Zontakon- ur vekja athygli á hættum þeim, sem börnum eru búnar í um- ferðinni, ekki síst í skammdeg- inu. Veggspjaldið er unnið af Teiknihönnun KG á Akureyri og verður því dreift víða um landið. Rauði kross fslands - Akur- eyrardeild. Skrifstofa deildar- innar er til húsa að Skólastíg 5, gengið inn að austanverðu. Síminn er 24803 og skrifstofan er opin fyrir hádegi alla virka daga. Almennir heimsóknartímar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri eru frá kl. 15—16 og 19-20 alla daga. - Hjúkrunarforstjóri. Neytendasamtökun á Akur- eyri og nágrenni: Skrifstofan er opin þriðju- daga og miðvikudaga kl. 4-6. Sími 24402. Þessi mynd er raunar tekin á sumarmóti Alþýðubandalagsins austur í Reykjadal, en þar var tónlist í hávegum höfð Fundur um tónlistarmál Stjórn Tónlistarfélags Akur- eyrar hefur ákveðið að gangast fyrir fundi um tónleikahald og tónlistarstarf í bænum á Hótel Varðborg sunnudaginn 28. október kl. 16. Til fundarins er boðið stjórn- endum og forsvarsmönnum kóra og hljómsveita, fulltrúum skóla, tónlistarkennurum og öðrum aðilum, sem á einn eða annan hátt tengjast málefni fundarins. Tónlistarfélagið hefur á und- anförnum árum gengist fyrir 6-7 tónleikum á vetri, auk þess sem það hefur tekið þátt í undirbún- ingi tónlistardaga. Reynt hefur verið með vali tónlistarfólks að forðast beina samkeppni við aðra tónlistar- s.tarfsemi í bænum, en þess í stað boðið upp á dagskrár með einleik, einsöng og samleik, því er ekki að leyna, að aðsókn á tónleika er óviss, og sá kjarni er sækir reglulega tónleika allt of lítill til að standa undir jafn kostnaðarsamri og fjölbreyttri starfsemi. Jafnan hefur verið litið svo á, að starf tónlistarfélagsins eigi að örva almennan tónlistar- áhuga í bænum, sem beint eða óbeint stuðli að aukinni þátt- töku bæjarbúa í annarri tónlist- arstarfsemi, s.s. kórstarfi eða hljómsveitarstarfi. Það er því eðlilegt að tónleika og tónlistarstarfsemi sé tekin til umræðu, þegar svo er komið að tónlistarfélagið getur vart haldið sinni starfsemi áfram vegna slæjegrar aðsóknar á tónleika félagsins. Þeirri spurningu er því varp- að fram, hvernig skólar, félög og einstaklingar geti sameinast um að tryggja áframhald í vinnubrögðum til að auka áhuga bæjarbúa fyrir starfsem- inni. Benda má á sameiginlegt hagræði af samvinnu, þannig að heimsóknir tónlistarfólks hefðu víðtækara hlutverki að gegna t.d. Einsöngvaratónleikar í tengsl um við raddþjálfun kóra, eða kóranámskeið. Blásaratónleikar í tengslum við námskeið lúðrasveitar. Tónleikar í tengslum við skólakynningar og kennslu. Um þessi efni og fleiri er ætlunin að ræða sunnudaginn 29. okt. og stuðla þannig að aukinni samvinnu áhugafólks í bænum. Við nonumst til að málaleitan okkar verði vel tekið og „vel sé mætt til vinafunda" á Varðborg. þjóðþrifafyrirtækja hafði verið leystur, en jafn- vel það lagði hann á sig - að yfirgefa þá bygg- ingu næstum því. Ekki fór hann þaðan þó alveg og mikill styrkur hlýtur það að hafa verið hon- um í langdvölum syðra að vita fallegu lands- bankabygginguna á Akureyri að hluta til í traustum höndum dugmikilla sona sem sátu þar við að þjóna réttlætinu á lögfræðistofum sínum. Já, þá var dauft í sveit og hnýpin þjóð í vanda. Orkulindir þjóðarinnar freðnar í botn, gjaldeyr- isvarasjóður tómur og kjósendur Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandinu eystra blésu í köld kaun og gáfust upp við að horfa á snjókomuna á sjónvarpsskjánum sínum. Því var Jón Sólnes settur í Kröflunefnd ásamt Ragnari Arnalds og þarf engin orð að hafa um störf hans þar, • hann iagði það jafnvel á sig að fara til Japans að geta sjálfur keypt túrbínurnar í þessa miklu virkjun sem um ókomna tíð mun bera vott um stórhug og djgrfung jafnframt því að hún veitir birtu og ýl í fjármálalíf þjóðarinnar. Ekki veit ég hvort það er satt sem hvíslað er manna á meðal, að Jón Sólnes hafi gefið umboðslaun túrbínu- kaupanna fátækum, en vel væri það í hans anda. Ekki má Ijúka þessum fátæklegum orðum svo, að geta hvergi afskipta Jóns af menningar- málum, sérstaklega leiklist. Lengi verður rómaður skilningur og frjálslyndi hans og vinar hans Gísla Jónssonar hvað varðar fátækra- styrki af almannafé til leiklistarstarfsemi, - sálfræðiþjónustu og flestra þátta sem lúta að vísindum og listum. En, - ó þið fátæku orð. Vanmegnug verðið þið hvort sem er til að lýsa öllu sem hann gerði og langaði til að gera. Því skal brátt settur lokapunktur. En að síðustu skal getið hins hinsta drengskaparbragðs þessa gengna vinar, þegar hann afhenti Halldóri Blöndal riki sitt og þingsæti með sannri göfgi hins vitra manns sem treystir hinum ungu hugsjónaríku giftumönnum fyrir óunnum verk- um sínum. Friður sé með honum, þökk sé hónum. Nú sameinast þjóðin í þakkarsöng skáldsins: Við símaborðið settist hann Jón Sólnes um stund, en hvar er hann núna? Jón Sólnes IN MEMORIAM Á þessum fögru haustdögum þegar blessaðar kosningarnar eru að fara í hönd með öllum sínum fögru fyrirheitum, og jarðneskur gróði einstaklingshyggjunnar er að rísa af þungum svefni vinstristjórnarinnar, er út borinn vinur okkar allra sem ekkl hlutum auð og völd í vöggugjöf, Jón fyrrverandi alþingismaður Sólnes. Þar eigum við öll á bak að sjá einhverj- um mesta málsvara fátæklinga og fátæktar sem sögur fara af á íslandi. Ungurfæddist hann inn í þennan heim, þreyttur og aldurhniginn kveður hann. Saddur og sæll fórnaði hann sér fyrir hugsjón sfna; auðgun, meðan allt lék í lyndi, enda blómgaðist margt búið sökum hjálpar hans. Þegar barnsskónum var slitið gekk hann menntaveginn, - þrátt fyrir sára fátækt, - í raun og .veru-svo ævintýralega fátækt, að varla er hægt að hugsa ógrátandi um hana. Samt barð- ist hann til bókar, lauk almennu menntaskóla- náml án þess að hafa efni á að kaupa einn ein- asta aukatíma. Þetta afrek vann hann þrátt fyrir allsleysið. Hugsið þið ykkur hvað orðið hefði úr honum Tryggva Emilssyni ef hann hefði mætt fátæktinni jafn einarðlega og Jón Sólnes; Sfðan braust hann í gegnum frumskóga lögfræðinar alltaf jafnfátækur. Á þeim árum komst þessi brottgengi vinur okkar smælingjanna í kynni við háleitar hugsjónir einstaklingshyggjunnar og eftir það helgaði hann bissnis og baráttu fyrir bættum efnahag alla sína krafta. Hann gerðlst útibússtjóri i Landsbankaútibú- inu á Akureyri og stjórnaði því með svo miklum skörungsskap að heimamenn þar um slóðir kölluðu hann aldrei annað en bankastjórann. Að lokum kvað svo rammt að þessum orðrómi að hann var gerður að alvöru bankastjóra og fékk óskorðað vald til úthlutunar peninga bankans. Mörg er hún ekkjan á Akureyri sem hann lét hafa víxil, - svo mikil var góðmennska hans óg vélvilji að hann lét jafnvel fátækasta fólk hafa víxil á sömu kjörum og ríka. Réttlætið sat ávallt í fyrlrrúmi hjá honum. Enn minnast menn klökklr á myndarskap hans þegar hann rak ruslaralýð og snfkudýr á dyr með þrumu- raust sinni og höfðinglegu fasi. Að vonum varð smátt og smátt blómlegt í búi slíks rausnarmanns, - eins og í Hávamálum stendur: Auðurinn vex í góðs manns garði. Hann fékk eignarhlut í mörgum þjóðþrifafyrir- tækjum sem eftir það blómguðust og döfnuðu og ávallt hlutu þau drengilega fyrirgreiðslu lánsfjárúthlutunarinnar ef skórinn kreppti. Slíkur greiðamaður var Jón Sólnes að aldrei lét hann fyrirtæki sín skorta rekstrarfé til nokkurra framkvæmda. Þegar efnahagur fjölmargra fór að batna gerðust þær raddir æ háværari sem kröfðust þess að Jón færi á þing og hæfi stórfelld afskipti af landsmálum, - jafnvel heimsmálum. Ótrauð- ur sem fyrr axlaði hann þá byrði og keypti sér farmiða til alþingis fslendinga. Þá var dauft í sveit og hnípin þjóð í vanda. Auðvitað var hon- um sárt að sjá á eftir Landsbankaútibúinu á Akureyri þar sem svo margur efnahagsvandi Siðblinda Framhald af baksíðu. fyrirkvíðanlega prófkjör. Hann þarf því naumast að óttast, að honum takist ekki, ef illa fer, að útvega sér hægan sess og lífvænlegan á því dvalarheimili aldraðra og mæddra stjórnmála- manna, sem nefnt er utan- ríkisþjónusta. Nei, Benedikt Gröndal þarf ekki að hafa miklar búksorgir, hvernig svo sem mál öll þróast, og meiri áhyggjur hefir hann sem sé ekki af landsins málum yfirleitt. Hvað skyldi það hafa verið, sem knúði hann til að slíta stjórnarsamstarfinu fyr- ir tæpum þrem vikum síðan? JHJ Leikfélag Akureyrar Galdrakarlinn í Oz Sýrt'ing í kvöld kl. 6. Uppselt. Laugardag 27. okt. kl. 5. Sunnudag 28. okt. kl. 3. Aðgöngumiðasalan er opin föstudag kl. 17-19 og sýningardaga klukkutima fyrir sýningu. Síml 24073. Leikfélag Akureyrar. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.