Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 7
Björn Sigurbjörnsson: »Svona á að fara að því lasm!« — Strákarnir voru alveg undrandi. Ég, sem alltaf var staurblankur og átti varla fyrir stræt- isvagni, kom nú í skólann eftir þriggja daga veik- indi, velmúraður, með úttroðið veski og hag- aði mér eins og ríkisbubbi. — „Hvernig í dauðanum gaztu krækt þér í þessa peninga?“ spurði einn. „Varla hefurðu átt þá í bankanum." Ég lét lítið yfir því og brosti fyrirmannlega. Nú var það loksins ég, sem var múraður og hafði völdin. Já — það var munur. — En þessi látalæti mín gerðu strákana ennþá forvitnari, og ég naut þess að vera þarna, að mér fannst, aðalmaðurinn; öll athyglin beindist að mér þessa stundina. — „Nú, maðurinn hlýtur að hafa erft einhverja gamla frænku, eða guð má vita hvað. Blessaður segðu okkur, hvar þú gazt krækt í þetta.“ „Jæja, kannski að ég segi ykkur þá heilu his- toríuna, eins og liún leggur sig. Það er hvort sem er frí í næsta tíma. — Hm. Það var nú eiginlega fyrir hálfgerða tilviljun, að ég náði mér í þetta, en þið skulið ekki halda, að það hafi unnizt með sitjandi sældinni einni sam- an. Nei, síður en svo. — Þið munið kannski eftir því, Jjegar við vorum niðri í bæ um dag- inn og gengum frá gamla barnum eftir Austur- stræti með vel kýldar vambir af „mjólkurhrist- ing“ og „æskurím“, að ég kom auga á mann, nokkuð við aldur, á leið í pósthúsið. Ég kvaddi ykkur í skyndi, því að mér fannst ég kannast vel við manninn. Þetta var líka hann Þórður, karlinn, sem ég kynntist fyrir norðan í sumar. Við vorum þar saman á síld. Hann var þá að- eins háseti, — og ég var víst eitthvað í þá áttina líka. Nú, ég hljóp til Þórðar, því að mig lang- aði til að spjalla við hann. Þórður var alltaf svo hressilegur í tali, og við sátum oft svo tím- unum skipti í sumar og spjölluðum saman, þeg- ar síldin var treg. — „Sæll og blessaður, Þórður minn! Svo að þú ert þá hérna á Jressari breidd- argráðu." — Nei, sæll ver’ann. Gaman að sjá Júg. Heyrðu, bíddu aðeins meðan ég set þetta bréf í póstinn, svo skulum við spjalla saman.“ Ég sá að Þórður var góðglaður, svo að það mundi verða gaman að rabba við hann. Hann var allt- af svo skemmtilega raupsamur, Jjegar hann var á Jdví. Hann kom út að vörmu spori, og við gengum inn á næstu knæpu og fengum okkur kaffi. — Sátum við nú góða stund og minnt- umst liðinna samverustunda yfir rjúkandi kaffi- bollunum. — „Heyrðu annars, Þórður. Hvað ertu eiginlega að gera hérna í bænum þessa dagana? Ertu ráð- inn einhvers staðar?“ — Þórður varð þá allt í einu svo íbygginn og brosti svo einkennilega, að ég varð ennþá forvitnari. — „Hvað er þetta, maður, þú lætur eins og Jm eigir von á að erfa konungsríki á morgun." — „Já, ég er nú kom- inn í flott ,,djobb“, lasm! — Ég ræ, sko, í Hval- fjörðinn, — er á síldarbát — ég er sko skipstjór- inn.“ Þórður svolgraði úr kaffibollanum, en ég var nærri dottinn upp fyrir af undrun. — Þú, — skipstjóri á síldarbát. — Ja, margt kemur fyrir. Ég hélt nú að til þess þyrfti einhver rétt- indi.“ — „Já, þú átt kollgátuna,“ sagði Þórður og kímdi. „Ég fékk nú réttindin hér á árunum og nú sýndi ég þeim bara plöggin, þegar þeir auglýstu, — og nú er ég, sko, orðinn skipstjóri." — Þórður hefur víst ætlast til, að ég sýndi hon- um sérstaka virðingu við Jaetta tækifæri, svo að stóð upp og óskaði honum til hamingju, og í raun og veru fannst mér Þórður líafa vaxið mjög að virðingu, og ég var hreykinn yfir að vera vinur hans. — „Þú, ættir nú annars að lofa mér með eina ferð upp í Hvalfjörð, rétt til að fylla veskið, úr því að þú ert orðinn svona forfram- aður.“ — Ég sagði Jaetta aðeins í glettni og bjóst ekki við, að Þórður tæki Joað alvarlega, en hann tók mig á orðinu. „Já — blessaður komdu með. Það vill einmitt svo til, að hann Siggi háseti get- ur ekki komið á morgun, og þú getur þá komið SKÓLABLAÐIÐ '7

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.